Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 1
AÐ MILDA KVÖL OG HARM SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 BLAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Takist Ingþóri og Haraldi ætlunarverk sitt á vori komanda verða þeir í hópi fárra manna í víðri veröld sem tekist hefur að ganga bæði á Norður- og Suðurpólinn. Til þessa ráðs munu þeir félagamir ekki grípa nema ísbjöm nálgist þá í árásarhug og gefi færi á sér í 20 skrefa fjarlægð eða enn nær. Þriðji hver pólfari verður var við ísbjöm. Með 120 kg sleða í eftirdragi í allt að 55 stiga frosti ætla tveir íslendingar að ganga til móts við sjálfa sig með því að sigra Norðurpólinn í maíbyrjun á næsta ári. Á 60 daga langri ferð stafar þeim hætta af ísbjörnum, opnum vökum og jafnvel eigin svita á 770 km langri göngu- leið, sem framundan er. Örlygur Steinn Sigurjónsson blaðamaður og Árni Sæberg Ijósmyndari fylgdust með görp- unum í æfingaferð á Langjökli í upphafi gormánaðar og fundu smjörþefinn af því sem bíður pólfaranna langt í norðri. ► 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.