Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 B 15 * Þeir félagarnir hafa ekki fast land undir fótum á Norðurpólnum sem þýðir í raun að þeir munu ganga tœpa 800 km á rekís, sem er á stöðugri hreyfingu. ✓ J UNDIRBÚNINGUR að ferðinni hefur staðið yfir af fullum þunga síðast- liðna sex mánuði, en full tvö ár eru liðin síðan þeir félagamir Haraldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason hófu að leggja drög að ferðinni. Þá vom þeir ný- komnir heim úr velheppnaðri ferð á Suðurpólinn og fannst því liggja bein- ast við að sigra Norðurpólinn næst. Takist þeim ætlunarverk sitt á vori komanda verða þeir í hópi fárra manna í víðri veröld sem tekist hefur að ganga á báða pólana. Rúmlega tveir tugir manna fylla þann hóp. „A þeim undirbúningstíma sem lið- inn er höfum við Haraldur stundað mjög fjölbreytilegar æfingar," segir Ingþór, 49 ára að aldri og þraut- reyndur keppnisskíðagöngumaður. Hann er sálfræðingur og starfar í fagi sínu á Norðurlandi og býr í Aðal- dal í S-Þingeyjarsýslu. Hann hefur keppt í Vasa-göngunni í Svíþjóð og gengið á skíðum yfir Grænlandsjökul árið 1993 ásamt Haraldi og föður hans, Ólafi Erni Haraldssyni að ógleymdri Suðurpólsferðinni sem Ólafur Örn tók einnig þátt í. Haraldur er nokkuð yngri en Ing- þór, en hann er 28 ára gamall og stundar lögmennsku í Reykjavík. Hann á að baki rúmlega tíu ára feril í fjallamennsku m.a. í Ölpunum og á Grænlandi svo fátt eitt sé nefnt. „Við höfum æft okkur fyrir Norð- urpólsferðina með því að ganga á fjöll með útbúnað, stunda víðavangshlaup og aðrar þolæfingar sem eiga að líkja eftir áreynslunni á Norðurpólnum. Þannig drögum við t.d. á eftir okkur bíldekk í stað sleða og stundum kajakróður til að fá kraft í handlegg- ina og efri líkamann. Þrekið höfum við síðan æft með því að lyfta lóðum í æfingasölum." Andlegi þátturinn mikilvægur Ingþór bendir á að þótt líkamleg þjálfun sé nauðsynlegur hluti undir- búningsins megi ekki vanrækja and- lega þáttinn, því þótt þeir félagarnir séu orðnir vanir hvor öðrum úr fyrri ferðum, megi ekki ganga út frá því sem gefnu að samstarfið gangi áreynslulaust fyrir sig á hinni sextíu daga löngu ferð, þar sem hættulegar aðstæður á degi hverjum geta kallað fram andlega vanlíðan. „Við höfum reynt að setja okkur eins vel og unnt er inn í þær aðstæð- ur sem bíða okkar og reynt að undir- búa okkur fyrir þá hættu sem okkur stafar af opnum vökum, ísbjörnum og ekki síst kuldanum. Okkur á eftir að verða mjög kalt og það er afar mikil- vægt að vera vel undir það búinn. Við tölum saman um þessa þætti og með því að fara vel í gegnum þá í hugan- um verðum við mun betur undirbúnir til að takast á við þá en ella. Á fyrri ferðum okkar höfum við vanið okkur á að tala saman þegar okkur líður illa og það er mikilvægt að tjá félaganum líðan sína þegar þannig stendur á til að fá hvatningu og stuðning hans.“ Ólíkt því sem þeir Haraldur og Ingþór reyndu á Suðurpólnum í hitteðfyrra munu þeir félagarnir ekki njóta þess að hafa fast land undir fót- um á Norðurpólnum sem þýðir í raun að þeir munu ganga tæpa 800 km á rekís, sem er á stöðugri hreyfingu. Við þær aðstæður geta vakir opnast í ísnum og má því búast við töfum ef ganga þarf með þeim til að komast fyrir þær. Mönnum getur einnig ver- ið bráður bani búinn lendi þeir ofan í einni slíkri. Iskaldur sjórinn gerir fljótlega út af við menn „Við höfum hitt menn sem hafa lent ofan í vök en þegar slík óhöpp henda þarf að hafa hraðar hendur við að ná viðkomandi upp úr, afklæða hann og koma honum í þurrt. Blautu fötin eru látin frjósa og síðan er mulið úr þeim. Mönnum gefst ekki langur tími til björgunar því sjórinn er ískaldur og fari menn með höfuðið á kaf eru þeir fljótlega búnir að vera,“ segir Ingþór. Rekísinn gerir ekki greinarmun á nóttu og degi og vakir geta opnast fyrirvaralítið hvenær sólarhringsins sem er. Leikmanni þætti sjálfsagt nóg um þá tilhugsun að vera staddur á skíðum sínum á ísnum og finna hann bresta skyndilega undir fótum sér. Hvað þætti leikmanni þá um þá tilhugsun að vera sofandi í tjaldi sínu þegar ósköpin byrja? Haraldur og Ingþór eru meðvitaðir um þá hættu og munu taka með sér nýtt tjald, sem fljótlegt er að tjalda og taka saman. Takmarkið er að verja ekki lengri tíma en tíu mínútum í að koma upp tjaldinu. „Við þurfum að hafa með okkur tjald sem við erum mjög snöggir að tjalda því ef ísinn brotnar nálægt því eða jafnvel undir því, þá verðum við að geta rifið það upp í hvelli til að færa okkur,“ segir Ingþór. Þeim félögunum stafar ekki ein- vörðungu ógn af byltingnum í ísnum, því forvitnir og jafnvel soltnir ísbirnir geta raskað svefnró tjaldbúanna og raunar minnt á sig á öllum tímum sól- arhringsins. Einn af hveijum þremur verður var við ísbjörn Haraldur segir að samkvæmt Norðurpólsfræðum, séu 30% líkur á því að verða var við ísbjörn á leiðinni með einum eða öðrum hætti, allt frá því að sjá spor eftir björn, til þess að komast í návígi við soltið dýr í árás- arhug. í þessum fræðum eru fólgnar nokkrar góðar og vondar fréttir. Meira er um ísbirni nær sjónum á jaðri ísbreiðunnar, en eftir því sem lengra dregur inn á hana minnka lík- urnar á því að hitta björn, sem eru vissulega góðar fréttir. Á hinn bóg- inn má búast við þvi að soltin ein- mana karldýr séu í meirihluta þeirra fáu dýra sem halda sig norðar, því æti við sjóinn er ríkulegra en lengra inni á ísbreiðunni. Það eru vondar fréttir. „í versta falli þurfa menn að verja sig með vopnum gegn árás ísbjarnar og við vonum vissulega að það hendi okkur ekki,“ segir Haraldur. „Við gerum hins vegar ráð fyrir þeim möguleika og verðum því með hagla- byssu með „slug“ skotum með til að nota í nauðvörn. Til þess ráðs munum við þó ekki grípa nema björninn nálgist okkur í árásarhug og gefi færi á sér í 20 skrefa fjarlægð eða nær.“ Haraldur segir að þeir Ingþór hafi ennfremur önnur ráð til varnar ís- björnum sem felist í því að reyna að fæla þá í burtu með blysum og há- vaða. „ísbirnir hræðast menn og halda sig því fjarri þeim í flestum tilvikum, þótt þeir vilji gjarnan forvitnast um þá úr fjarlægð. Ef björn er hins veg- ar mjög soltinn getur sulturinn rekið hann í átt til manna og það er einkan- lega hætt við því mjög norðarlega, ut- an hinna hefðbundnu ísbjarnar- svæða. Þótt ísbjörn sé glorsoltinn og taki upp á því að ráðast á menn, gerir hann þó sjaldnast skyndiáhlaup úr mikilli fjarlægð og fer almennt mjög varlega í veiðiskapnum, sem er bót í máli.“ Freista bjarnarins með nesti sínu og nærbrókum Haraldur og Ingþór eru einnig búnir undir næturheimsókn ísbjai'nar og þurfa því að sýna árvekni í tjald- stað með því að leggja eyrun eftir grunsamlegum hljóðum um nætur. Ennfremur munu þeir raða eins miklu af búnaði sínum og þeir geta í kringum tjaldið í þeim tilgangi að freista bjarnarins með nesti sínu og nærbrókum frekar en sér sjálfum. „Með þessu móti fáum meira svig- rúm en ella til að bregðast við birni, sem gert hefur sig heimakominn," bætir Haraldur við. Haraldur hefur lesið um þrjá ný- lega leiðangra á Norðurpólinn, sem hafa komist í kast við ísbirni með þeim afleiðingum að grípa hefur þurft til skotvopna. I sumum tilvikum hafa einungis fáeinir metrar skilið að 41- Ingþór Bjarnason, 49 ára sálfræðingur: „Okkur á eftir að verða mjög kalt og það er afar mikilvægt að vera vel undir það búinn.“ „Við þurfum að hafa með okkur tjald sem við erum mjög snöggir að tjalda því ef ísinn brotnar nálægt því eða jafnvel undir því, þá verðum við að geta rifið það upp í hvelli," segir Ingþór, fjær á myndinni. Haraldur Örn Ólafsson, 28 ára lögmaður: „Verðum í reglulegu sambandi við fsland og höfum samband heim annan hvorn dag til að gefa ítarlega skýrslu af gangi mála.“ dýr og menn áður en hleypt var af. Eftir því sem Haraldur kemst næst, hafa pólfarar þó ekki slasast í sam- skiptum sínum við ísbirni. 500 klukkustundir í svefnpokunum Á hinni sextíu daga leið lætur nærri að Haraldur og Ingþór þurfi að dvelja tæpar 500 klukkustundir í svefnpokum sínum. Vegna hins mikla kulda þurfa þeir að hafa fulla stjórn á raka, sem stígur af þeim um nætur og sest í svefnpokana. Á styttri ferðum skiptir þetta atriði e.t.v. minna máli en á Norðurpólnum skiptir það höfuðmáli að halda svefn- pokunum þurrum alla ferðina. „Það er mikil hætta á að svitinn af okkur setjist í svefnpokana, fötin okkar og skóna vegna kuldans og því höfum tekið upp á einni nýjung til að hafa stjórn á rakanum," segir Haraldur. „Við fóðrum svefnpokana með plastpoka í líkamsstærð og skríðum síðan ofan í pokana. Það gerir það að verkum að við svitnum enn meira fyrir vikið, en við teljum þó skárra að þurrka nærfötin sem við sofum í heldur en svefnpokana. Ef svitinn færi óhindrað í svefnpok- ana yrðu þeir ónothæfir á nokkrum dögum vegna frosins svita og þá þyrfti ekki að spyrja að leikslok- U um. Sömu aðferð munu þeir beita á göngunni sjálfri og klæða sig í plast- poka áður en þeir stíga ofan í skíða- skóna, en þeirri aðferð beittu þeir með góðum árangri á Suðurpólnum. I upphafi göngunnar á Ward Hunt-eyju hinn 10. mars árið 2000 á 83. gráðu norðlægrar breiddar, nýt- ur sólar ekki við nema þrjár klukku- stundir á sólarhring eftir fimm mánaða heimskautamyrkur. Hins vegar lengir daginn með ógnar- hraða á svo norðlægum slóðum að jafnvel í eyrum íslendinga hljómar það ævintýralega að bjart sé orðið allan sólarhringinn í lok mars við Norðurpólinn. Nái þeir félagar tak- marki sínu, að standa á 90. breidd- argráðu hinn 10. maí, á sjálfum Norðurpólnum lætur nærri að þeir hafi ekki upplifað næturmyrkur í rúman mánuð. Þótt birta og sólskin slái nokkuð á óhjákvæmileg áhrif, sem íylgja ein- angrun og einveru, sem ímynda má sér að fylgi langri göngu í fimb- ulkulda a.m.k. í seinni hluta ferðar- innar, verður nýjasta tækni engu að síður notuð til að halda sambandi við samfélag manna á heimaslóðum. Fjarskiptamál félaganna eru þraut- hugsuð og nánasti tengiliður þeirra á Islandi við ættingja, vini og fjölmiðla er Ólafur Örn Haraldsson, faðir Har- aldar. Höfum samband heim annan hvorn dag „Við verðum í reglulegu sambandi við ísland og tökum með okkur gervihnattasíma og áætlum að hafa samband heim annan hvorn dag til að gefa ítarlega skýrslu af gangi mála. Einnig verðum við með búnað til að senda tölvupóst með og verð- um að auki búnir sínum neyðai'send- inum hvor, sem við berum innan- klæða.“ Fjarskiptamálin leiða hugann óneitanlega að fjölskyldum þeirra fé- laga, sem reiða sig á reglulegt sam- band við þá á meðan ferðinni stend- ur og skyldi engan undra. Þeir njóta þó góðu heilli stuðnings fjölskyldna sinna við fyrirætlun sína og reyna á móti að gera þeim fjarveruna eins léttbæra og þeim framast er unnt með því að láta vita af sér reglulega. Næringafræði á norðurslóðum eru forvitnileg fræði og líklega hvergi stunduð af eins miklu kappi þessa dagana eins og heima hjá þeim félög- um. Á leiðinni munu Haraldur og Ingþór einkum nærast á svínafitu, musli og þurrmat. Svínafitan er aðal- orkugjafinn og inn á milli rífa þeir úr einu og einu harðfiskroði til hátíðar- brigða með vænni smjörklípu. Fæst- ir gera sér í hugarlund hversu mikil- væg fita er á svo köldum slóðum og v jafnvel þótt þeir félagar ætli sér að innbyrða um 6000 kílókaloríur á dag í 60 daga hafa þeir frekar áhyggjur af því að léttast í ferðinni frekar en hitt. Nestið sjálft vegur um 60 kg hjá hvorum þeirra og nemur réttum helmingi af heildarþyngd farangurs hvors þeirra og þar með talið er hálf- ur koníakslítri á mann til að dreypa á við sérstaklega hátíðleg tækifæri eins og t.a.m. við upphaf nýrrar breiddargráðu. Þess má geta að þeir munu ganga yfir sjö breiddargráður og hver þeirra spannar um 60 sjómíl- - ur. Kostnaður við fyrirhugaða ferð nemur sex milljónum króna og er stærsti kostnaðarliðurinn leiguflug, sem þeim telst til að muni kosta hálfa fjórðu milljón króna. Þá reikna þeir með einni milljón í búnað og hálfri annari milljón króna í annan t kostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.