Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 16
#16 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ MATARLIST/Er kjötsúpa jólamatur? Dýrar rófur og ódýr lax UM daginn var ég að býsnast yfir háu verði á rófum, að það tæki engu tali að þær kostuðu það sama og kjötið í íslensku kjötsúpuna góðu. Stuttu seinna hringdi vinur minn, gamall ein- búi að austan, í mig og við lent- um á löngu spjalli saman. Ein- hvem veginn þróaðist það út í umræður um mat og matartil- búning í gamla daga og hann tók að rifja upp ýmsa gamla siði úr sínu ungdæmi. egar ég spurði hann hvað honum fyndist ómissandi á jólum í mat og drykk, kom í ljós að það er íslensk kjötsúpa, sem hann eldar alltaf á aðfanga- eða jóladag og ábrystir með kanilsykri í eft- irrétt. Það koma aðeins á mig, en svo varð mér hugs- að til verðlags- ins á rófunum miðað við kjötið og þá var eins og kviknaði á peru í hugarkytr- unni. Þetta er örugglega ástæð- an fyrir rófuverðinu; menn vilja hefja rófuna og flest annað grænmeti til vegs og verðskuld- aðrar virðingar og minna al- menning á fortíðina og gamla, góða siði. Markmiðið hlýtur að vera að láta fólk gera sér grein fyrir hvílíkur munaður það er að geta búið sér til rófustöppu og eldað ríkulega kjötsúpu, sem fólk leyfði sér hér áður fyrr jafnvel bara á tyllidögum. Það er samt ekki alveg samræmi í þessu. Hugsum okkur t.d. lax- inn, sem er orðinn ódýrari ferskur en ýsan, en er varla nema á broddborgara færi að veiða samt sem áður í soðið. Hann er e.t.v. ekki þetta sæl- kerafæði eftir allt saman? Nú, eða að það hafi tekist í þessu mikla ættfræðilandi að rekja ættir hræætunnar ýsunnar á göfugar slóðir? Nei, það er sama hvað ég reyni að fá botn í verðlag á ákveðinni matvöru hér á landi, mér er þetta alltaf á endanum jafn illskiljanlegt. Það hefur nú líklegast einhver áhrif á rófuverðið ef fleiri en hinum 250 íslendingum í St. John’s á Nýfundnalandi tekst að eyða 17,7 milljónum á tveimur dög- um, hvort sem það er í útlönd- um eða hér heima, en það þarf meira til. Ur þessum vangaveltum yfir í uppskriftina sem inniheldur reyndar ekki ferskan lax heldur reyktan og avokadó. Tilvalinn réttur t.d. á hlaðborðið eða sem forréttur á aðfangadag á undan kjötsúpunni! Laxapaté að hætti Dinu ________250 g reyktur lax______ ______2 avokadó (þroskuð)______ ____________1 sítróna__________ _________2 skalottlaukar_______ __________coyennepipar_________ ___________rósapipar___________ ________3 matarlímsblöð________ 25 cl rjómi Smyrjið aflangt djúpt kassa- lagaform (1,5 1) og þekið að inn- an með smjörpappír. Setjið laxasneiðarnar, skalottlaukana, helminginn af rjómanum og cayennepiparinn í matvinnslu- vél og hakkið í mauk. Setjið matarlímsplöturnar í ylvolgt vatn og látið bólgna. Kreystið safann úr sítrónunni og setjið hann í skál. Skerið avókadóin í litlar sneiðar og leggið í sítrónusafann. Þrýstið á matar- límsblöðin til að ná vatninu úr því, blandið saman við rjómann og hitið þar til það er leyst upp. Blandið saman við laxamaukið, bætið handfylli af heilum rósapipar út í, hrærið varlega saman og hellið því næst einum þriðja af blöndunni í mótið. Bætið þar ofan á einu lagi af avokadósneiðum og síðan koll af kolli og laxamauk efst. Breiðið bökunarpappír yfir og látið standa í ísskáp í a.m.k. tvær klukkstundir áður en rétturinn er borinn fram. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Yfir 1.500 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sítni 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun (Bætt heil 56 Bætt heilsa - Fjárhagslegt frelsi - kr. 9500.- -1- 3 VÍSINDl//:, eru líkindi lausnar? p og regla heilla talna Vw 6 n, P{co} 1 #0 N(n) SEGJA má með nokkrum sanni að eðlisfræðin sé fyrst og fremst töl- fræðileg vísindagrein. Helstu við- fangsefni eðlisfræðinga eru að reikna líkindin fyrir því að eitt eða annað gerist undir ákveðnum kring- umstæðum. Þættir umhverfisins hafa mikil áhrif á framgang ferla og iðulega er útilokað að magnsetja þá. Eins er oft erfitt að greina á milli áhrifa umhverfisins og þess sem kemur frá ferlinum sjálfum. Afleiðing- in er sú að ferlinum verður einungis lýst með líkindafræðilegum aðferðum. Eðlisfræðingar gefa því venjulega upp líkindin á því að eitt- hvað gerist, eins og að atómkjami klof- ni, loftsteinn lendi á jörðinni, eða að ijöldi einda á af- mörkuðu svæði rúms sé svo og svo mikill. Sama má segja um flestar aðr- ar greinar raunvísinda, umsagnir þeirra um raunverulega ferla eru venjulega tölfræðilegs eðlis. Stærð- fræðin hinsvegar, sem sumir telja til raungreina en aðrir til huggreina, hef- ur ævinlega verið nokkuð sér á báti. Allar sagnir hennar um eiginleika við- fangsefna sinna hafa venjulega verið taldar nákvæmar og algerar. Þannig hafa a.m.k stærðfræðingar undanfar- inna áratuga litið á fræðigrein sína. Síðastliðin fimm til tíu ár hafa hins vegar komið fram ýmsar vísbendingar um að bæði aðferðar- og hugmynda- fræði nokkurra undirgreina stærð- fræðinnar séu að breytast og á marg- an hátt að líkjast meir og meir því sem þekkist í eðlisfræðinni og öðrum raunvísindum. Stærðin n (pí) gegnir grundvallar- hlutverki í nútímastærðfræði. n, sem er sk. torræð tala, mælir hlutfallið á milli umfangs og radíuss hrings. I skóla lærum við að it sé u.þ.b. 3,14 og notum venjulega það gildi í reikning- um sem n kemur fyrir í. En hvað ef við viljum vita gildi þessarar merki- legu stærðar með enn meiri ná- kvæmni? Við þurfum þá að taka með fleiri stafi á eftir kommunni, t.d. 3,1415926... Hægt er að halda þessu endalaust áfram. n er því tala sem ekki er hægt að skrifa sem endan- lega runu af heilum tölum. Tölfræð- ingar hafa eytt miklum tíma og tölvuafli í að finna sem flestar tölur á eftir kommunni. Þeir sem lengst hafa komist hafa reiknað meir en billjón tölur fyrir aftan kommu. Allar tölur frá 0 til 9 koma fyrir í slíkri framsetningu á it. Spuming sem stærðfræðingar hafa velt fyrir sér varðar líkindafræðilega dreifingu þessara talna, þ.e. hversu oft koma einstakar tölur fyrir? Um er að ræða dreifingu 10 talna. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið benda sterklega til þess að dreifing talnanna sé jöfn. Núll kemur jafn oft fyrir og einn, sem kemur jafn oft fyrir og tveir og svo framvegis. Líkumar á framkomu hverrar tölu virðast því 10%, sem samsvarar jafnri dreifingu yfir tíu möguleika. Hvernig stendur á því að stærðfræðingar og tölfræð- ingar hafa áhuga á svona spurningu og af hverju hefur svar við henni áhrif á nokkrar grundvallarhugmyndir nú- tímastærðfræði? Spumingin um fjölda og líkindadreifingu talnanna 0 til 9 í framsetningu á k hefur afleið- ingar fyrir nokkrar af dýpstu spum- ingum nútímastærðfræði. Arið 1936 sýndi breski stærðfræð- ingurinn Alan Turing fram á að engin kenning getur sannað hvort reikni- eða tölvuprógramm, skrifað til að leysa ákveðið vandamál, finni lokaða lausn og þar af leiðandi stöðvist, þeg- ar lausnin er fundin, eða haldi enda- laust áfram. Rökin sem Turing notaði vom byggð á hugmyndinni um „reiknanleik” (computability) raun- talna. Hverja rauntölu má skrifa sem mnu heilla talna. tc er eitt dæmi um slíkt. Rauntala er sögð reiknanleg ef til er reikniprógramm eða aðferð sem getur reiknað (fundið) heiltölufram- setningu rauntölunnar. Það er stað- reynd að flestar rauntölur era í raun óreiknanlegar. Sönnun Turings fólst í því að sýna að ef hægt er að hanna aðferð sem sker úr um það hvort ákveðinn reikniferill stöðvast endan- lega eða ekki þá jafngildi það því að reikna rauntölu. Slíkt er hins vegar ómögulegt og þar af leiðandi er ekki hægt að segja fyrir um það hvort tölvuprógramm stöðvast eða ekki. k er öðravísi en flestar rauntölur. Heiltöluframsetning 7t samanstend- ur af óendanlega langri ranu jafnd- reifðra talna. En þar sem hægt er að setja saman reikniprógram sem finnur allar þessar tölur er n ekki óreglulegt (random) í reiknifræðileg- um skilningi þótt það sé það í töl- fræðilegum skilningi. Þessi skilning- ur á 7t og öðrum rauntölum hefur haft mikil áhrif á afstöðu stærðfræð- inga á reiknanleik og erfiðleikaskil- greiningu leysanlegra og óleysan- legra vandamála. Það sem kannski er undarlegast í þessari þróun er að líkindi virðast gegna jafn mikilvægu hlutverki í viðureigninni við grund- vallarlögmál stærðfræðinnar og þau gera á öðram sviðum raunvísinda. Kannski er þetta besti stuðningur þeirrar hugmyndar að stærðfræðin er raunvísindi frekar en hugvísindi. eftir Sverri Ólafsson LÆKNISFRÆÐIÆr hægt aðfá einkaleyfi fyrir erfðastofnum? Erfðamengi mannsins NÝLEGA var haldinn fundur bandarískra og breskra embættis- manna á Bermúdaeyjum þar sem komist var að óformlegu samkomu- lagi um aðgerðir til að hindra að hægt sé að fá einkaleyfi á erfða- mengi mannsins eða einhverjum hlutum þess. Þetta samkomulag er stutt af flestum stofnunum, félögum og sjóðum sem standa að rannsókn- um á erfðamengi mannsins í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, ítah'u og víðar. Talsmenn þessara aðila vilja að rannsóknaniðurstöðumar séu gerðar opinberar jafnóðum og þær fást og séu þannig öllum aðgengileg- ar. Stefnt er að því að þessum rann- sóknum ljúki árið 2003 og þá verði búið að greina og kortleggja allt erfðamengi manns- ins. Unnið er við að kortleggja erfða- eftir Magnús mengi mannsins í Jóhonnsson a.m.k. 20 löndum og þó svo að fáein þessara landa geri með sér sam- komulag eins og að ofan greinir er ekki líklegt að hin löndin fylgi því. Hins vegar er það svo að einkaleyfi í einu landi gildir ekki í öðram löndum nema um það sé gert sérstakt sam- komulag. Arið 1769 fékk James Watt einka- leyfi fyrir gufuvélinni. Hún uppfyllti þær kröfur að vera alveg ný og áður óþekkt, krefjast ákveðinnar tækni og hafa vel skilgreint notagildi. Öll einkaleyfi era veitt á svipuðum for- sendum og þetta. Það hlýtur að orka tvímælis að veita einkaleyfi fyrir ein- hverju sem finnst í náttúrunni, t.d. hormónum eða boðefnum í líkaman- um, lífverum eða erfðamengi þeirra eða öðra í þeim dúr. Flestir eru sam- mála um að ekki sé hægt að veita einum aðila einkaleyfi fyrir efnum eins og skjaldkirtilshormóni, testó- steróni eða blóðrauða. Það er meira að segja þannig að þegar lyfjafyrir- tæki leggja í mikinn kostnað við að þróa nýtt lyf hafa þau einkaleyfi fyr- ir lyfinu í takmarkaðan árafjölda og að þeim tíma Iiðnum getur hver sem er framleitt það og selt. En hlutii-nir gerast hratt og þegar er búið að veita einkaleyfi fyrir erfðamengi nokkurra örvera, tveggja fugla, kan- ínu, marsvíns og fisks. Skiptar skoðanir era um hversu skynsamlegt það sé að eyða öllum þeim gífurlegu fjármunum sem nú er eytt í kortlagningu á erfðamengi mannsins, erfðarannsóknir og leit að sjúkdómsvaldandi erfðastofnum. Þessar rannsóknir eru góðra gjalda verðar en margir telja að stóram hluta þessara fjármuna væri betur varið í annað brýnna fyrir heilbrigði jarðarbúa. Rannsóknir á erfðamengi mannsins leysa í sjálfu sér engin vandamál en niðurstöðurnar má nota síðar við rannsóknir í þeirri viðleitni að finna lækningu eða koma í veg fyrir sjúkdóma. Okkur kann að finn- ast fánýtt að þjarka um einkaleyfi þegar ljóst er að innan fárra ára verður búið að gera niðurstöðumar op- inberar og þær þannig aðgengilegar fyrir alla. En þetta er spurning um tímasetningar og er vissulega skiljanlegt út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Einka- aðilar gætu orðið fyrstir til að finna mikilvægar upplýs- ingar og fengið á þeim einkaleyfí eða haldið þeim leynd- um þar til búið er að hafa tekjur af þeim. Meðal vísindamanna á þessu sviði eru skiptar skoðanir um veit- ingu einkaleyfa, stjómmálamenn era raglaðir í ríminu og reyndar orðnir of seinir að taka á málunum með lagasetningu og almenningur og fræðimenn á öðram sviðum eiga mjög erfitt með að átta sig á hlutun- um. Margir velta því einnig fyrir sér hvort peningasjónarmið séu ekki far- in að ráða of miklu í vísindavinnu og hvort mörkin milli vísinda og við- skipta séu ekki stundum orðin óljós. Margir hafa af því áhyggjur að fyrir- tæki með viðskiptalega hagsmuni eru farin að fjármagna rannsóknir í vaxandi mæli og menn spyrja sig hvort þetta sé heppileg þróun og hvert hún muni leiða okkur. Menn spjrja þess sama með kennarastöð- ur við háskóla sem fjármagnaðar eru af einkaaðilum; er slíkur vísindamað- ur starfsmaður viðkomandi háskóla eða fyrirtækisins sem greiðir launin hans og hagsmuna hvers á hann að gæta? Vegna tæknilegra mistaka birtist eingöngu hluti þessarar greinar sunnudaginn 24. október sl. Því birt- ist hún hér aftur í fullri lengd. Fara vísindi og viðskipti saman?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.