Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 B 11 Kr. 332.360.- Stutt lýsing á DUX 1001 með Pascal yfirdýnu: Tveggja laga handsmíðaður botn úr sænskum stálfjöðrum. Þétt, mjúkt undirlag tekur við og jafnar snöggt og mikið álag. Efra lagið er sveigjan- legra og fellur að líkamanum og veitir stuðning þar sem hans er þörf. Efra lagið er gert úr latexi og bólstrað með þykku lagi af trefjabaðmull. Þessi vönduðu bólsturefni gefa þá hlýju og þægindi sem aðeins ósvikin, náttúruleg efni geta veitt. Pascal yfirdýnan er tímamóta framleiðsla í svefnbúnaði. Þessi byltingarkennda yfirdýna býr yfir eiginleikum sem engin önnur dýna er gædd. Pascal yfirdýnan 180x200 sm er þannig gerð að hvor helmingur skiptist í þrjá jafnstóra, aðskilda reiti. Hver reitur um sig hefur mismunandi stífleika (mjúkur, miðlungs stinnur og stífur) fyrir herðar, bol og fótleggi. Með Pascal kerfinu geta nú rekkjunautar, í fyrsta sinn, stillt stífleika síns rúm- helmings að vild, allt eftir stærð og þyngd. ATHUGIÐ ÞETTAl • DUX er sænsk framleiðsla. • DUX dýnum þarf aldrei að snúa. Náttúruleg efni í hæsta gæðaflokki. 4.248 stálgormar í dýnu 180x200 sm. • 15 ára ábyrgð á fjaðrakerflnu. ® Háþróaður svefnbúnaður með hjálp vísindarannsókna. • Hlífðarver: 100% náttúrubaðmull. • Bólsturefnl: náttúrulegt latex og trefjabaðmull. Gefur eftir við herðar Hringdu / og panlaauwnda^nw Stuðningur við mjóbak DUX1001 og Pascl kerfið. Mismunandi stífleiki (mjúkur, milli stífur og stífur) fyrir herðar, bol og fótleggi. VISA RAÐGREIÐSLUR TIL 36 MÁNÁÐA INNKAUMTflYGGim LENGRIABYROÐARTIMI HÁÞRÓAÐUR SVEFNBÚNAÐUR 108 Reykjavík Sími 568 9950 DUXIANA: Kaupmannahöfn - Los Angeles - New York - London - Stokkhólmuk - Athens - Köln - - San Francisco - Madrid - Basel - Amsterdam - Helsinki - Oslo - Berlin - Vancouver - Bonn 1 meiri lífsgæðum 2 DUX 1001 DÝNUR 90 X 200 SM MEÐ HEILLI PASCAL YFIRDÝNU DUX Mia Farrow í mynd Polanski, Rosemary’s Baby. BESTU Sigourney Weawer í hlutverki geimkönnuðarins Ripleys. Ur hinni frægu mynd Hitchcock, Psycho, frá árinu 1963. Sæbjörn Valdimarsson Ég fékk mitt kvikmyndauppeldi á tíma hrollvekja sem kenndar eru við B-myndafyrirtækin Hammer og AIP og því eru þær iífseig- ar í minningunni. Vincent Price, Peter Cushing og Christopher Lee voru og eru konungar myrkursins. Aðrar á lista mínum yfir bestu hrollvekjurnar eru Alien, The Omen, The Exorcist átti sína spretti, sömuleiðis Seven og Sjötta skilningarvitið af nýrri myndum, The Shining og The Innocents, meistaraverk Jacks Clayton og töku- mannsins Freddie Francis, er skammt undan. En ætli ég lendi ekki á hrollvekjum Hitchcocks og velji úr þeim Psycho. Hún er frá upp- hafi til enda linnulaust áreiti á taugakerfið, sem verður að þola hvert áfallið af öðru. Sagan er hrikalega góð, fléttan sú óvæntasta, leiktjöldin ógleymanleg, ekki síst gamla húsið á hæðinni, tónlist Bernards Herrmann skólabókardæmi um hóflega tónanotkun með hámarks árangri og mörg atriðin sígild, ekki síst sturtuatriðið. ÞÆR Ulfhildur Dagsdóttir Ég vel Alien því hún samein- ar innilokunarkennd, vel- heppnaðan líkamshrylling og ógnvænlegt umhverfi sem mér finnst tilheyra góðum hrollvekjum. Form hennar og innihald spilar saman. Þar að auki býður myndin upp á sterka kvenhetju, sem er ekki nauðsynlegur þáttur en gerir góða hrollvekju enn betri. Arni Þónarinsson tír mynd Jaek Claytons, The Innocents, með Deborah Kerr. Ég vel The Innocents eftir Jack Clayton sem byggð er á sögu Henry James, The Turn Of the Screw. Hún er gott dæmi um sparsama, stflhreina og snjalla hrollvekju sem aðeins beitir tæknilegum brögðum til að efla efnið og skapar einangi-aðan heim þar sem áhorfandinn þarf að gera upp við sig hvort ógnirnar séu utanað- komandi eða stafi af innri ólgu aðalpersónunnar. Clayton fer einatt aðrar leiðir en hefðbundnar eru í hrollvekjum, eins og að draga á hljóðrásinni niður í tónlist og umhverfíshljóðum á dramatískum há- punkti þegar margir myndu keyra hvorutveggja upp. Egill Eðvarðsson Ég á erfitt með að gera upp á milli Don’t Look Now eftir Nicolas Roeg og Rosemary's Baby eftir Roman Polanski en vel tilneyddur þá síðar- nefndu. I henni fínnur áhorfandinn fyrir undirtóni óhugnaðar í hversdagslífi, jafnvel í dagsbirtu og sólarljósi. Polanski miðlar hon- um í litlum og lúmskum atriðum, eins og þegar skápur hefur færst úr stað af óljósum ástæðum eða í léttum valstakti þematónlistar- innar eða hvernig nagandi óttinn breytir útliti aðalpersónunnar og tærir hana upp. Eg fæ alltaf nettan hroll þegar ég sé þessa mynd. Það er hann sem er eftirsóknarverður fyrir mig, þessi netti hroll- ur. Viðbjóðurinn er í fréttatímunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.