Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 27 ERLENT Boðað til kosninga í Malasíu Kuala Lumpur. AFP, AP, Retuers. MAHATHIR Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur boðað til kosninga og tilkynnt að þing landsins verði leyst upp í dag. Sagði hann á fréttamannafundi í gær að ákvörðun um það hefði verið tekin í skyndingu, svo unnt yrði að ganga til kosninga áður en föstumán- uður múslíma, ramadan, hefst hinn 9. desem- ber. Mahathir, sem hefur setið lengst allra kjör- inna þjóðhöfðingja í Asíu á valdastóli, sagðist fullviss um að stjórn sín héldi tveimur þriðju hlutum þingsæta. Hann kvaðst í upphafi hafa hugsað sér að boða til kosninga í janúar á næsta ári, eftir Eid al-Fidr-hátíðina, sem markar lok ramadan. Nýir kjósendur styðja stjórnarandstöðuna Forsætisráðherrann sagðist hins vegar hafa óttast að föstumánuðurinn hefði þá horfið í skuggann af pólitískum átökum og hnútukasti, sem væri óvirðing við íslam, og því hefði hann ákveðið að flýta kosningunum. Reuters Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, veifar fréttamönnum í gær, eftir að hann tilkynnti að boðað yrði til kosninga. ■ Þessi ástæða hefur þó verið dregin í efa, og telja margir að ákvörðun Mahathirs megi rekja til þess að í byrjun næsta árs bætast 650 þúsund ungmenni í hóp þeirra sem hafa kosn- ingarétt. Stór hluti þeirra er talinn styðja stjórnarandstöðuna. Kjörstjórn lýsti því yfir í gær að á föstudag yrði tilkynnt um dagsetninga kosninganna og frest til að skila framboðum. Kjörtímabil núverandi þings rennur ekki út fyrr en í júní á næsta ári, en Mahathir sagðist vilja að gengið yrði að kjörborðinu fyrr, svo ljóst væri hve mikils stuðnings hann nyti með- al þjóðarinnar. Vísaði forsætisráðherrann því á bug að óheiðarlega myndi verða staðið að framkvæmd kosninganna, og notaði tækifærið til að gagnrýna stjórnarandstöðuna. „Þeir [stjórnarandstöðuflokkarnir] munu lofa öllu fögru, því þeir vita að þeir geta ekki unnið,“ sagði Mahathir við fréttamenn. Óljóst hvort Anwar verður í kjöri Aðspurður neitaði Mahathir því að mál Anwars Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsæt- isráðherra sem nú situr í fangelsi, hefði áhrif á kosningabaráttuna. Ekki er ljóst hvort Anwar, sem er einn helsti leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, geti boðið sig fram, en hann hefur áfrýjað sex ára fangelsisdómi, sem kveðinn var upp yfir honum á þessu ári fyrir spillingu. Stjórn Mahathirs hefur sætt vaxandi gagn- rýni undanfarna mánuði, og búist er við að kosningarnar verði þær tvísýnustu síðan árið 1969. Þá missti stjórnarflokkurinn yfirgnæf- andi meirihluta sinn og gífurlegar óeirðir fylgdu í kjölfarið. FRAMífÍÐÍNT SÍÐUMÚLA 8 - 108 REYKJAVÍK Þorsteinn Eggertsson hdl. lögg. fasteignasali Sölumenn: Óli Antonsson Úlfur Blandon Sveinbjörn Freyr sölustjóri Ingibjörg Eggertsdóttir ritari Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga firá kl. 12-14 Sími 525 8800 Fax 525 8801 Gsm 897 3030 www.mbl.is/fasteignir/framtidin/ netfang: framtidin@simnet.is ARNARNES - SÉRSTÖK GLÆSIEIGN Mjög fallegt tveggja Ibúða hús u.þ.b. 300 fm. ítalskar flísar af vönduðustu gerð á öll- um gólfum. Mikil lofthæð í stofu og garð- skála. Teikn. Vífill Magnússon. Tvöfaldur bílskúr. Öll baðherb. fllsalögð I hólf og gólf. Fallegur arinn. HULDUBRAUT - KÓP. 300 fm glæsileg sérhæð í tvíbýlishúsi með 32 fm innb. bílskúr. Mjög stórar glæsilegar stofur, svalir í norður og suður. Glæsileg baðherb. Parket og flísar á öllu. Heitur pottur I fallegum garði. Glæsileg eign á góðum stað. Tilboð óskast. MALARÁS - FALLEGT HÚS Mjög gott 280 fm einbýli með innbyggðum 38 fm bílskúr. Vandaðar innr., upptekin loft. Góður garðskáli með tvöföldu gleri og hellulögðu gólfi. Beykiparket á allri efri hæðinni. Garðurinn vel gróinn og fallegur. Húsið er sérlega vel um gengið og lítur mjög vel út að utan. Verð 22,9 millj. VESTURBÆR - EINBÝLi Stórglæsilegt u.þ.b. 100 fm hús sem búið er að endurnýja frá grunni. Merbau á öllum gólfum, nema flísar á anddyri, gangi og baðherb. Hornbaðkar með nuddi, allt nýtt. Nýlegt eldhús. Verð 11,9 millj. GOTT RAÐH. í SELJAHVERFI Mjög skemmtilegt raðhús á rólegum og góðum stað í seljahverfi. Húsið er á tveim- ur hæðum og góðum suðursvölum. GRUNDARSMÁRI - GLÆSI- LEGT ÚTSÝNI 225 fm glæsilegt einbýli á mjög góðum útsýnisstað sem skiptist ( tvær Ibúðir og 41 fm bllskúr. Lokafrágangur er eftir. Verð 19,5millj. Áhv. 12,5 millj. FORNISTEKKUR - EINBÝLI Mjög gott 150 fm hús á einni hæð með glæsilegum garði og 30 fm bllskúr. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. 4 svh. Stórt baðherb. með sturtu og baðkari. Stór stofa og góð borðstofa, útgangur á mjög stóra hellulagða verönd. Stórt eldhús með borðkrók. LÆKKAÐ VERÐ. KAMBSVEGUR - STÓR HÆÐ 185 fm efri hæð með innbyggðum 32 fm bílskúr. Stórar stofur. Viðarklædd loft. Gott skipulap. Ibúðin þarfnast smá standsetn. TILB. OSKAST ÞÓRSGATA - ÞINGHOLTIN Glæsileg u.þ.b. 80 fm íbúð á 1. hæð í mjög góðu húsi. Ibúðin er með vönduðu mer- bau-parketi á gólfi og góðum innréttingum. Mjög góð eign í rólegri götu miðsvæðis. Verð 9,2 millj. RISÍBÚÐ í VESTURBÆ Mjög falleg og björt 4ra herbergja risíbúð á góðum stað i Vesturbæ. Þrjú svefnherb. Nýleg falleg kirsuberjainnrétting í eldhúsi. Sólstofa út frá stofu. Verð 9,2 millj. Áhv. 4,5 millj. VOGAR - LAUS STRAX Mjög góð 135 fm neðri sérhæð með innb. 32 fm bílskúr. Parket á gólfum og flísar á baði, svo og nýleg innr. GOTT VERÐ/TILB. ÓSKAST. ÆSUFELL 105 fm endaíbúð á 4. hæð f góðu lyftuhúsi. Nýleg eldhúsinnrétting, parket á gólfum. Verð 9,2 millj. FRAKKASTÍGUR - BÍLSKÝLI 105 fm íbúð á jarðhæð í mjög góðu húsi á rólegum stað miðsvæðis. SÉRINNGANG- UR. Flísalagt baðherb., t.f. þv. á baði. Sauna á sameign. Vönduð eldhúsinnr. Verð 11,4 millj. 3ia herb. KEILUGRANDI - ÚTSÝNI Mjög falleg 3ja herbergja 82 fm ibúð ásamt 27 fm stæði í bílgeymslu. Tvennar góðar svalir í norður og suður. Flísar og parket á gólfum. Mjög fallegt útsýni. Verð 9,9 millj. Ahv. 5,0 millj. DALSEL - TVÍBÝLISHÚS 78 fm ósamþ. íbúð i kj. [ góðu raðhúsi á þessum rólega stað. Nýtt eldhús, nýtt baðherb., nýleg gólfefni að hluta til. SÉR- INNGANGUR. Verð 6,3 miilj. MARÍUBAKKI U.þ.b. 80 fm íbúð á 2. hæð í nýlega klæddu fjölbýli. Nýlegt beykiparket á stofu og gangi. Baðherb. með nýlegri hvítri innr., nýlegur vaskur og klósett. ATH. SKIPTI Á STÆRRI EIGN í KVlSLUM, GERÐUM, VESTURBÆ EÐA FOLDUM. HRAUNBÆR - STÓR Höfum fengið í einkasölu mjög fallega 90 fm nýlega standsetta ibúð á 1. hæð á góð- um stað í Hraunbæ. Parket og flísar á gólf- um. Nýtt gier. Vestursvalir. Verð 8,2 miilj. Áhv. 3,4 millj. GRAFARVOGUR - BILSKUR Stór og björt horníbúð í litlu fjölbýli á róleg- um stað. Vandaðar innréttingar, flísalagt baðherb., stór stofa og svalir. Gott verð 10,3 millj. Áhv. 4,7 millj. húsbr. með 5,1% vöxtum. VESTURBÆRINN - LYFTUHÚS Glæsileg 90 fm ibúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Fallegar innréttingar. Parket og flísar. Mikil lofthæð. Þessi fer fljótt. 2ja herb. GRETTISGATA Mjög góö 44 fm íbúö á jarðh./kj. Nýlegt eldhús með hvítri innr. Parket á gólfum. Verð 5,2 millj. Áhv. 2,2 millj. húsbr. VESTURBÆR 2ja herb. 58 fm vel skipulögð íbúð á jarðhæð í góðu húsi. SÉRINNGANGUR. Nýl. rafmagn og hitalagnir. Verð 5,8 millj. Atvinnuhúsnæði FLUGUMÝRI - MOS. Nýkomið ( sölu 320 fm iðnaðarhúsnæði með 2 stórum innkeyrsludyrum (4x4). Loft- hæð 5-8 metrar. Milliloft m. eldhúsi, baði og herbergi. Mögul. að selja í tvennu lagi. Gott útipláss. Verð tilboð. FLUGUMÝRI - MOS Nýkomið í sölu 320 fm iðnaðarhúsnæði með 2 stórum innkeyrsluhurðum (4x4). Lofthæð 5-8 metrar. Milliloft m. eldhúsi, baði og herbergi. Mögul. að selja í tvennu lagi. Gott útipláss. Verð tilboð. DALVEGUR - MIKLIR MÖGULEIKAR 265 fm endabil á mjög góðum stað í Kóp. Glæsilegt atvinnuhúsnæði á tveimur hæð- um til afh. strax. Verð 21 millj. LANGAR ÞIG TIL LONDON? í tilefni opnunar okkar á nýjum stað í Síðumúla 8 gætir þú unnið helgarferð til London, ef þú skráir eignina þína hjá okkur strax. Þú átt einnig möguleika á árskorti í leikhús eða girnilegri máltíð á Argentínu steikhúsi. Kynnum nýjan Opel um helgina g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.