Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 41 UMRÆÐAN Var Sókrates lagður í einelti? HVAÐ er það sem veldur einelti? Hvem- ig stendur á því að vænsta fólk tekur upp á því að ráðast að ná- unga sínum og haga sér eins og villidýr? Getur það verið að við gleymum stundum að nota þann eiginleika sem gerir okkur fremri dýrunum? Sá eiginleiki er hugsunin sjálf. Bæði menn og dýr hafa eðl- isávísun sem stjórnast af frumhvötunum, þ.e. þörfinni fyrir fæðu og öryggi. Þegar dýran- um finnst þeim vera ógnað, fara þau af stað og leysa málin á einfald- an hátt, en við manneskjumar höf- um fjölbreyttari möguleika sem við eigum að nota. Hugsun okkar er máttugt afl og við ráðum því hvernig við notum það. Við getum aukið okkur víðsýni og við getum líka alið á fordómum. Til er góð líking sem lýsir vel ótta mannfólksins við hið óþekkta. í Veröld Soffíu, skáldsögu um heimspeki eftir Jostein Gaarder, er heiminum líkt við kanínu sem töframaður dregur upp úr hatti sínum. Mennimir hanga í feldinum og þeir hafa tilhneigingu til að þrengja sér sem innst, þar sem ör- yggið er mest. Heimspekingarnir búa í ystu háranum, þar sem sjóndeildar- hringurinn er víðast- ur, en hann þrengist eftir því sem innar dregur. Mér finnst þessi lík- ing alveg frábær. Töframaðurinn er þarna eins konar ímynd Guðs, þess sem öllu ræður, og sama hvað við spriklum, þá höfum við ósköp lítið að segja þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir sem búa yst í feldinum, eru eins og börnin sem taka lífinu með opnum hug, reiðubúin til að læra eitthvað nýtt, án allra for- dóma. Þau hafa ekki lært að óttast veröldina og hafa ekki komið sér upp þeim varnarháttum sem svo margir telja sig þurfa á að halda til að komast af í þessum heimi. Það er ekki að ástæðulausu, að í Bibl- íunni segir að þeir sem ekki koma inn í Guðs ríki eins og böm, muni ekki inn í það koma. Þeir sem keppast við að koma sér fyrir á öruggum stað, ýta um leið öllum öðrum aftur fyrir sig. Kapphlaupið verður til að auka okkur fordóma; þröngsýni okkar eykst og við förum að dæma það fólk sem okkur finnst stafa ógnun af. Við verðum hrædd um að missa Einelti Aukið umburðarlyndi gerir okkur hæfari til þess, segir Margrét Birna Auðunsdóttir, að takast á við lífið. stöðu okkai’ ef við gefum öðrum tækifæri. Þetta hefur aðeins eina afleiðingu: Við verðum sífellt heimskari. Það sorglega er að þröngsýni okkar geiir okkur ókleift að sjá það sjálf! Frægt dæmi um þetta er sjálfur Sókrates. Hann var heimspeldngur sem lifði og dó í Aþenu á 4. öld fýrir Krist. Hann var af efnuðu foreldri og þurfti því ekki að stunda vinnu, heldur fór hann um og kenndi. Að- ferðir hans fólust ekki í því að prédika, heldur spurði hann menn spjörunum úr þar til þeir komust í þrot. Af þessu hlaut hann miklar vinsældir, en eignaðist einnig marga óvildarmenn. Hann var ákærður og dæmdur til dauða fyrir að spilla æskulýðnum og snúa til- verunni á hvolf, þ.e. að „hafa betri málstað að verri og verri málstað að betri“. Málsvöm hans er fræg, þar sem hann hrakti allar ásakan- irnar og benti á fánýti þeirra, en allt kom fyrir ekki. Sagt hefur verið að réttarhöldin hafi bara verið til málamynda og þetta hafi verið al- vanalegt í Aþenu á þessum tíma, en hann gerði öllum ákærendum sín- um skömm til með því að láta málið ganga alla leið. I varðhaldinu átti hann margsinnis kost á því að bjarga lífi sínu með því að flýja, en vildi ekki ganga gegn lögunum sem hann hafði verið dæmdur eftir, burtséð frá óréttlæti þeirra, og gerast þannig lögbrjótur og sam- sekur böðlum sínum. Það er engu líkara en að Sókra- tes hafi verið alltof frábrugðinn umhverfi sínu til að fá að þrífast og því hafi orðið að þagga niður í hon- um. Því er ekki fjarri lagi að draga þá ályktun að Sókrates hafi verið fyrsta fórnarlamb eineltis. Eg held að heimspekin sé lykill að betri hegðun manna á milli. Víðsýni og umburðarlyndi eru nauðsynleg til að við glötum ekki því barnshjarta sem við fæddumst með. Við þurfum að skilja að þegar við gefum öðrum tækifæri, fáum við það áreiðanlega til baka. I stað þess að leggja stöðu okkar í kan- ínufeldinum í hættu, styrkjum við hana, vegna þess að jafnvel þótt við færumst utar, sem aftur víkkar sjóndeildarhring okkar, þá verður handtakið svo miklu fastara og við eigum mun síður á hættu að detta fram af. Þannig getum við haft það eins og heimspekingarnir i kanínu- feldinum sem alltaf geta hangið í Margrét Birna Auðunsdóttir ystu hárunum og haft allan sjón- deildarhringinn með tilheyrandi viðsýni án þess að missa takið. Með öðrum orðum: Aukið um- burðarlyndi gerir okkur hæfari til - — að takast á við lífið og tilveruna. Það mætti gjaman auka vægi heimspekinnar í námsskrá grunn- skólanna, allt frá 1. bekk, vegna þess að það er aldrei of snemma byrjað að kenna fólki að hugsa. Hún mætti hafa sama vægi og stærðfræði og íslenska, vegna þess að þeir sem þroska með sér víðsýni frá unga aldri, eru ólíklegir til að taka upp á því að kvelja samferða- menn sína. Þeir gera sér grein fyrir því hversu heimskulegt og niður- lægjandi það er fyrir þá sjálfa að þurfa að byggja velgengni sína á því að gera lítið úr öðru fólki. A sama hátt hjálpar heimspekin þeim sem annars yrðu kjörin fórnar- lömb, því að með betri yfirsýn yfir sviðið fylgir aukið sjálfsöryggi og þar með er auðveldara að komast hjá því að taka þátt í þessum slag sem oftast er dæmdur til að tapast fyrirfram. Þegar við horfum upp á skóla- börn kvelja hvert annað, er ljóst að eitthvað mikið hefur farið úrskeið- is. Þessi börn hafa, þrátt fyrir ung- an aldur, glatað sakleysi sínu og eru komin á fulla ferð við að tryggja stöðu sína í goggunarröð- inni. Þau munu áreiðanlega halda því áfram á fullorðinsárum ef ekk- ert verður að gert. Það eina sem við getum gert, er að hafa okkar eigin hugsun í lagi. Höfundur er skrifstofumuður. verdid ódýrasW Verd ádur 52.900.- Uppdvottavél LVP-25 Þú sparar kr. 18.000.- fyrir 12 manns, 2 hitastig (55/65 gráður) vatnsöryggi, 45 þvcrttakerfi , ’HÍS l . W ■ . rái * , . 5, 23.900- 20“ LG sjónvarp með Black Hi-Focus skiá sem gefur einstaklega skarpa ,.«;-•■■ mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjálfvirkur stöðvaleitari, 100 rása r minni og innbyggðum tölvuleik. Fjarstýring og rafræn barnalæsing o.fl. ðtrúlegt verð - Aðeins kr. m/textavarpi ■0555 LG-uideotæki 2 hausa Nýtt videotæki frá LG með frábærum myndgæðum. Long play afspilun og upptaka. NTC afspilun. Allar valmyndir á skjá, fjarstýring, Video Doctor(sjálfbilanagreining) barnalæsing o.fl. Þú gerír ekki betrí kaup! Ódýrustu og fullkomnustu videotæki á íslandi Otrúlegt verð - Aðeins kr. 29.900. LG-Hi-Fi uídeotækí 6 hausa -•.. r % •nyndgæðum. Long play afspilun og upptöku. NTSC afpilun á PALTV, 100% kyrrmynd. Breiðtjaldsstilíing 16:9. Barnalæsing, fjarstýring, Video Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl. rsta heimilis- averslunarkeðja ÍEvrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. RflFTfEKOflPERZLUN iSLflNDSLf ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 fC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.