Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ J FÓLK í FRÉTTUM Geirfuglarnir í Kaffíleikhúsinu Geirfuglarnir eru elskuleg hljómsveit, Byrjaðu í dag að elska ^ HLJÓMSVEITIN Geirfuglarnir gaf út sinn fyrsta geisladisk í fyrra sem hét því viðeigandi nafni Drit. Nú hafa þeir gefið út annan disk er ber heitið Byrjaðu í dag að elska sem er öllu blíð- legra og hreinlegra en nafnið á fyrsta diskinum. f tilefni af útgáfu Byrjaðu í dag að elska halda Geirfuglarnir tónleika í kvöld í Kaffileikhúsinu en áður en þeir stíga á svið munu fimleikafélagið Rósin og Dóna- dúettinn vera með atriði. Skilaboð til heimsins „Við höfum aldrei spilað í Kaffileikhúsinu áður,“ segir Ste- fán Már Magnússon gítarleikari fullur tilhlökkunar. „En tilefni tónlcikanna er auðvitað útkoma nýju plötunnar.“ Þetta er mjög fallegt nafn á plötu. „Já fínnst þér það ekki? Eitt lagið ber þetta nafn og okkur fannst það mjög viðeigandi. Þetta eru skilaboð frá okkur til heimsins í aldarlok.“ Eru Drit og Byrjaðu í dag að elska sambærilegar plötur? „Já, við erum við sama heyga- rðshornið ennþá,“ segir Stefán og hlær. „En það hafa bæst tveir nýir meðlimir við í hljómsveitina, bassaleikari og trommari. Við spilum alls konar tónlist, t.d. rokk, og svo má fínna polka inn á milli.“ Hljóðfæraskipan er fremur óvenjuleg í Geirfuglunum og heyra má í harmonikku, kontra- bassa og mandólíni auk hefð- bundnari hljóðfæra. Geirfuglarnir eru sex manna hljómsveit skipuð auk Stefáns, Halldóri Gylfasyni söngvara, Frey Eyjólfssyni sem spilar á mandólín, Þorkel Heiðarssyni harmonikkuleikara, Kristjáni Frey Hallddrssyni trommuleik- ara og Vemharði Jósepssyni bassaleikara. Geirfuglarnir hafa verið að spila víða um land að undanfórnu og verða eflaust eitthvað á ferð- inni að kynna nýju plötuna á næstunni. Hreinlætis- tækja da ar Salerni Með lokuðum fæti og setu 15.990 kr. v_ HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Frá a til ö ■ ASTRÓ Á föstudagskvöld býður útvarpsstöðin Létt 96,7 til dömu- veislu í tilefni af 1 árs afmæli stöðv- arinnar. Magnús Scheving og Dóra Wonder stíga á svið, Eskimó Módels sýna fatnað o.fl. Kynnir kvöldsins er Helga Braga. Tekið verður á móti dömum kl. 21 með kokteil og verða léttar veitingar í boði til miðnættis. Hægt er að nálgast boðsmiða á Létt 96,7, Aðalstræti 6. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Þeir Rún- ar Júlíusson og Sigurður Dagbjar- tsson leika íyrir dansj fóstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudag- skvöldinu verður harmonikukvöld frá kl. 20.30 með Reyni Jónassyni. Eldri borgarar sérstaklega vel- komnir. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ _ Bingó fimmtudagskvöld kl. 19.15. Á sunnu- dagskvöld leikur Caprí tríó fyrir dansi. ■ BROADWAY Á fóstudagskvöld verður söngdagskráin Sungið á himnum. Dagskráin er flutt í minn- ingu látinna listamanna, m.a. Ellý & Vilhjálmur Vilhjálms, Haukur Mort- hens. Alfreð Clausen, Rúnar Gunn- arsson, Jón Sigurðsson, Guðrún Á Símonardóttir o.fl. Flytjendur eru Karlakórinn Fóstbræður, Pálmi Gunnarsson, Guðbergur Auðuns- son, Guðrún Árný Karlsdóttir og Kristján Gíslason. Hljómsveit Gunn- ars Þórðarsonar leikur undir. Eftir sýningu er dansleikur. Hljómsveitin Sóldögg leikur. Á laugardagskvöldinu verður Bee Gees-sýningin þar sem fimm strákar flytja þekktustu lög Gibb-bræðra. Þetta eru þeir Krislján Jónsson, Davfð Olgeirsson, Kristján Gíslason, Kristbjörn Helgason og Svavar Knút- ur Kristinsson. Hijómsveit- in Sóldögg leikur fyrir dansi í aðalsal en Lúdó sextett og Stefán leika fyrir dansi í Ásbyrgi. ■ CAFÉ AMSTERDAM Rokksveitin Undryð leikur fóstudags- og laugardag- skvöld. ■ CAFÉ MENNING, Dal- vík Á fóstudagskvöld leika þeir GuUi og Maggi frá kl. 23-3. Aðgangur 500 kr. ■CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Jos- ep O’Brian leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café Óperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Heiðursmenn fyrir dansi. ■ DÁTINN, Akureyri Hljómsveitin Buttercup leikur fóstudagskvöld og kynnir jafnframt væntanlegan geisladisk sem ber nafnið Allt á út- sölu. ■ DUBLINER Hljómsveitin Fiðr- ingurinn leHtur fostudags- og laug- ardagskvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað Á laug- ardagskvöld verður Las Vegas- veislan endurtekin. Eftir sýningu er dansleikur með Alþjóðlega bandinu og Stuðkroppunum. Miðaverð 1.000 kr. Aldurstakmark 18 ár. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ BOLUNG- ARVÍK Hljómsveitin Sixties leikur laugardagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN Píanóleikarinn Jón Moller spUar á píanó Ijúfa tóna fyrir matargesti. Fjörugarðurinn Víkingasveitin syngur fyrir matar- gesti. Dansleikur föstudags- og laug- ardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin O.fl. leikur föstudags- og laugardag- skvöld í beinni á www.xnet.is/gauk- urinn. Þessa dagana er hljómsveitin í hljóðveri að ljúka upptöku á smá- skífu sem kemur út fyrir jólin. ■ GEYSIR KAKÓBAR A síðdegist- ónleikum fóstudag kl. 17 heldur Thu- le-útgáfan áfram innreið sinni og að þessu sinni eru það ferskir tónar frá Ruxpin sem fá að hljóma. ■ GLAUMBAR Funksveitin Funkmaster 2000 leikur miðviku- dagskvöld. Sérstakur gestaleikari verður Jóel Pálsson, saxófónleikari. Boðið verður upp á funkspuna með óvæntum uppákomum. Aðgangur ókeypis. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Tón- listarmaðurinn Gunnar Páll leikur fyrir matargesti frá kl. 19-23 fimmtudagS;, fóstudags- og laugar- dagskvöld. Á efnisskrá eru gömul og hugljúf lög. ■ GRANDROKK Á fimmtudags- kvöld leika Pollock-bræðurnir en þeir hafa ekki starfað saman í ein níu ár. Bræðurnir ætla að leika tónlist eftir meistara á borð við Reverend Gary Davis, Slim Harpo, Robert Johnson^Rolling Stones o.fl. ■ GULLÖLDIN Þeir félagar Sven- sen & Hallfunkel leika föstudags- og laugardagskvöld. Á laugardagskvöld ætla þeir félagar að mæta í sparifót- unum, kjóll og hvítt, og hvetja þeir aðra Gullaldargesti að draga fram kjólfötin og pípuhattana. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ HAFURBJÖRNINN, Grindavík Á föstudagskvöld leikur diskótekaiúnn Skugga-Baldur. Aðgangseyrir 500 kr. eftir miðnætti. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík Á lau-g- ardagskvöld leikur hljómsveitin Buttercup. ■ HÓTEL SAGA Skemmtidagskrá- in Sjúkrasaga er laugardagskvöld með þeim Halla og Ladda, Helgu Braga og Steini Armanni. Á eftir sýningu leikur hljómsveitin Saga- Class með þeim Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur og Reyni Guðmun- dssyni í fararbroddi. ■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR Hljómsveitin Sixties leikur fóstu- dagskvöld. ■ HÚNAVER Á fóstudagskvöld leika þeir Stúlli og Steini. ■ HREYFILSHUSIÐ Á laugardag- skvöld heldur Félag harmonikuun- nenda gömlu dansa ball frá kl. 22-2. ■ INGOLFSCAFÉ, Ingólfshvoli HLjómsveitin Stjómin leikm- laug- ardagskvöld. Hljómsveitin leikur m.a. lög af nýja geisladisknum sem út kemur 15. nóv. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Hljómsveitin Geirfuglarnir heldm- útgáfutónleika fímmtudagskvöld í tUefni af útgáfu geisladisksins Byrjaði í dag að elska. Húsið opnar kl. 21.30 og byrjar dag- skráin með léttri upphitun sem fim- leikafélagið Rósin sér um, því næst mun Dónadúettinn leika og því næst stíga Geirfuglarnir á sviðið. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dagskvöld leika þau Ruth Reginalds og Magnús Kjartansson en á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin 8-villt. Þau Ruth Reginalds og Magnús Kjartansson leika síðan miðvikudag- skvöld. ■ KAFFI THOMSEN Á fimmtudag- skvöld verður Kakófoma: Ýmir + gestur, föstudagskvöld leika dj. Sau- ro og Grétar. Siggi á efri hæð. Laug- ardagskvöld er það síðan dj. Michael (frá NY; Twilo, Sound Factory o.fl.), Ami Einars og Nökkvi jr. ■ KLAUSTRIÐ Á fimmtudagskvöld leikur instrúmentalhljómsveitin Zef- klop. Á eíhisskránni eru blanda af jass, latín og fönktónlist, frumsamið efiii jafnt sem lög eftir aðra. Hljóm- sveitina skipa: Ragnar Emilsson, Eiríkur Orri Ólafsson, Birgir Kára- son og Þorvaldur Þorvaldsson. Tón- leikarnir hefjast kl. 22.30 og er að- gangur ókeypis. ■ KRIN GLUKRÁIN Á fimmtduags- og sunnudagskvöld leikur Dúett GogE og á fóstudags- og laugardag- skvöld leikur Hljómsveitin Sín. ■ KRISTJÁN IX., Grundarfirði Hljómsveitin Dans á rósum frá Vest- mannaeyjum leikur laugardag- skvöld. ■ LIONSSALURINN, Auðbrekku 25, Kópavogi Á fimmtudagskvöld heldur áhugahópur um linudans dansæfingu kl. 21-24. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum Hljómsveitin Hafrót leikur fóstu- dags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl. 18 fyrir matargesti. Reykjavíkur- stofa er opin frá kl. 18. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur fóstudags- og laug- ardagskvöld. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld verður Skagfirsk sveifla með Hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar. Á laugardagskvöld leikur danska hljómsveitin Hotline en hljómsveitin leikur danstónlist frá 6. áratugnum frá kl. 23-3. Hljómsveitina skipa: Kim Schilicting, söngur, trommur, Dorthe Jensen, hljómborð, söngur, Allan Hansen, bassagítar, söngur og Flemming Mikkelsen, gítar, söngur. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á fóstudags- og laugardagskvöld Jeik- ur Njáll úr Víkingband létta tónHst. Ókeypis aðgangur. ■ NÆTURGALINN Á fóstudags- og laugardagskvöld leika þau Hilmar Sverris og Anna Vilhjálms. Gesta- söngvarar verða Rúnar Guðjónsson og Siggi Johnny. Á sunnudagskvöld verður haldið kántrýball með Viðari Jónssyni. Húsið opnar kl. 21. ■ ODD-VTTINN, Akureyri Hljóm- sveitin Bahoja skemmtir fóstudags- og laugardagskvöld. ■ ÓLAFSHUS, Sauðárkróki Þeir félagar Stúlli og Steini lelika laugar- dagskvöld. ■ PÉTURSPÖBB Tónlistarmaður- inn Rúnar Þór leikur fóstudagskvöld til kl. 3 og á laugardagskvöld leikur Skugga-Baldur. Iþróttir í beinni á breiðtjaldi. Boðið er upp á mat á góðu verði til kl. 21.30 öll kvöld. ■ RIDDARINN, Engihjalla 8, Kóp. er opinn mán.-fim. kl. 18-23, fós. 18-3, laug. 14-3 og sun. 14-23.30. Bein útsending af öllum helstu íþróttaviðburðum á risaskjá. Hóflegt verð. ■ SJALLINN, Akureyri Hljómsveitin Á móti sól leikur laugardagskvöld ásamt Páli Óskari sem heldur útgáfutónleika í til- efni af nýjum geisladiski. Páll Óskar flytur glænýtt efni í bland við það gamla. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljómsveitin Skítamórall leikur föstudagskvöld. Með í för verður Dj. Seinz og ameríska diskóhljóm- sveitin The Headphones. ■ SKUGGABARINN Á föstudaginn er sérstakt opnunai’teiti hjá tískufata- versluninni Kusk sem verður opnuð á fimmtudag í Firðinum, Hafnar- firði. I tilefni þess verður boðið í Kusk-partí á Skugganum og verða barþjónarnir extra góðir til miðnætt- is. Það kostar 500 kr. inn eftir kl. 12 og það er 22 ára aldurstakmark. Á laugardaginn kostar 500 kr. inn eftir miðnætti og 22 ára aldurstakmark. Nökkvi og Aki sjá um tónlistina. ■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld leikur Dj. Ivar Ainorefrá kl. 23-1.15. Stuðboltinn Páll Óskar heldur útgáfutónleika föstudagskvöld í tU- efni af diskóplötunni „Deep inside Paul Oscar“ sem út kom 8. nóv. For- sala aðgöngumiða er í Japis-búðun- um. Páll Óskar flytur glænýtt efni í bland við það gamla. A laugardag- skvöld leikur Dj. ívar Amore. ■ STÚKAN, Neskaupstað Á föstu- dagskvöld leika þeir Steinar, Halli og Gummi músiera til kl. 3. Ókeypis inn fyrir miðnætti. Miðaverð 500 kr. ■ TRES LOCOS í tilefni af 1 árs af- mæli Tres Locos fimmtudaginn 11. nóvember verður haldin afmælis- veisla frá kl. 17-1. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykkir seldir á hálfvirði. Dos Paraguaios spUa og sjmgja fyrir veislugesti og verða ýmsar aðrar uppákomur í tilefni dagsins. Tres Locos hefur fengið langt leyfi og er því breyttur opnun- artími þ.e. virka daga kl. 17-1 og frá kl. 17-5 um helgar. Nýr matseðUl og sérstakur barnamatseðill. Allir vel- komnir. ■ WUNDERBAR Á fimmtudag- skvöld leika þeir Pétur (jesús) og Matti (Reagge). Á föstudags- og laugardagskvöld er lokað til kl. 23.30 vegna einkasamkvæmis. Dj. Finger leikur bæði kvöldin. Á þriðjudag- skvöld leika þeir Bjössi og Júlli og á miðvikudagskvöld leika þeir Ingvar V. og Gunni Skímó. ■ SKILAFRESTUR í skemmtana- rammann Frá a-ö er til þriðjudags. Skila skal tilkynningum til Kolbrún- ar á netfangið frett@mbl.is eða með símbréfi á 569 1181. Páll Óskar heldur tvöfalda útgáfutónleika um helgina. Annars vegar á Spotlight föstudagskvöld og í Sjallanum, Akureyri, laugardagskvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.