Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samningum um kaup á skrúfubúnaði í Hríseyjarferju rift Ferjan afhent í vor SAMNINGUM um kaup á skrúfu- búnaði í nýja Hríseyjarferju hefur verið rift, en hinum danska fram- leiðanda skrúfubúnaðarins hafði verið gefinn lokafrestur til síðasta föstudags, 21. janúar, til að skila búnaðinum af sér í umsömdu ástandi. Það tókst ekki og því greip Stáltak, sem er verktaki við smíði Hríseyjarferjunnar Sævars að höfðu samráði við verkkaupann, Vegagerðina til þess ráðs að rifta samningum. Upphaflega átti að afhenda hina nýju Hríseyjarferju um miðjan júlí á síðasta ári, en síðan hefur ýmislegt orðið til þessa að tefja afhendingu, einkum þó vandamál sem upp hafa komið í skrúfubúnaði skipsins. Nú liggur fyrir að útvega nýjan skrúfu- búnað og þá á eftir að setja hann í skipið en það mun taka nokkra mán- uði. Stáltak og Vegagerðin hafa því tekið upp viðræður um breytingu á verksamningi í samræmi við þessar breyttu forsendur og mun þeim væntanlega ljúka innan skamms. Fyrirsjáanlegt er þvi að nýja Hrís- eyjarferjan Sævar mun ekíd hefja áætlunarsiglingar milli lands og eyj- ar fyrr en á vormánuðum. Skiptir mestu að búnaðurinn sé í lagi „Ég held að Hríseyingar séu hættir að vera pirraðir yfir töfum á afhendingu nýju ferjunnar, við tök- um þessu bara með stóískri ró,“ sagði Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey. „Það er meira um vert að búnaðurinn í ferjunni sé í lagi og hún sé örugg. Við erum því sáttir við þessa niðurstöðu." Upp- haflega átti að taka ferjuna í notkun skömmu áður en Hríseyingar héldu svonefnda Fjölskylduhátíð fullveld- isins í Hrísey, um miðjan júlí á síð- asta ári. „Fyrst ekki náðist að taka ferjuna í notkun um háanna ferða- mannatímann í fyrrasumar, skipti ekki sköpum hvenær nákvæmlega hún kæmi, en það verður gaman að hafa hana hér í siglingum næsta sumar,“ sagði Pétur Bolli. Nær 50 ára gamall heijeppi gerður upp í Ólafsfírði Morgunblaðið/Kristján Gunnar Þór Magnússon spjallar við Baldur Jónsson, sem hér prófar Willy’s-jeppann. Fínn for- stjórabíll GUNNAR Þór Magnússon út- gerðarmaður í Ólafsfirði hefur fengið þá Baldur Jónsson og Sig- urstein Magnússon á Múlatindi til að gera upp fyrir sig forláta Wil- ly’s-jeppa, árgerð 1942. Þeir félag- ar grfpa í verkið þegar lítið er að gera á verkstæðinu og nota einnig til þess frítíma sinn. „Þetta er gamall herjeppi. Hann var siðast í eigu Gro Harlem Brundtland fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs. Ég held hún hafi notað hann til að fara í fjallakofann sinn,“ sagði Gunnar Þór. „Þetta verður fínn for- stjórabíll," sagði Baldur, en hann vildi ekki spá fyrir um hvenær billinn yrði tilbúinn. Það kæmi þó að því einn góðan veðurdag. „Það verður fínt að fara á jcppanum til kirkju," sagði Gunnar Þór, „og líka í hesthúsið.” Hann sagðist ekki vera neinn sérstakur jeppa- karl, en þó lengst af átt jeppa. Meira samt af nauðsyn, en ein- hverri sérstakri dellu og hann hefði ekki nýtt jeppana til fjalla- ferða. www.creatine.is Siireíiuisyörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Akureyrarbær auglýsir Tillaga um breytingu á Aöalskipulagi Akureyrar 1998-2018, athafnasvæði á Gleráreyrum. Með vísan til greinar 6.2.2 í skipulagsreglugerð leggur bæjarstjórn Akureyrar til að Aðalskipulagi Akureyrar 1998- 2018 verði breytt á þann veg að hluti athafnasvæðis á Gler- áreyrum, sem áður var verksmiðjusvæði Sambandsins vest- an Glerárgötu, verði svæði fyrir verslun og þjónustu. Einnig er svæðið stækkað þannig að verslunar- og þjónustusvæðið nær að götustæði Glerárgötu og Þórunnarstrætis þar sem áður var óbyggt svæði, almennt útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir götu í gatnakerfi bæjarins um svæðið milli Þórunnar- strætis og Borgarbrautar. Breytingin er gerð vegna áforma um byggingu verslunarmiðstöðvar á svæðinu. Nánari ákvæði og skilmálar verða skilgreindir í deiliskipulagi svæðisins. Uppdráttur, er sýnir tillöguna ásamt skýringarmyndum og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis í upplýsinga- anddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9,1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 8. mars 2000, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér til- löguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur ertil kl. 16.00 miðvikudaginn 8. mars 2000. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilgreinds frests, teljast samþykkir tiilögunni. Tillöguna má einnig kynna sér á heimasíðu Akur- eyrarbæjar: http://www.akurevri.is/. Skipulagsstjóri Akureyrar. Morgunblaðið/Kriatján Þessa dagana er verið að sefja dekkin utan á stálþilið sem rekið var nið- ur við lengingu Norðurgarðsins í Dalvíkurbyggð en frekari fram- kvæmdum þar verður svo frestað til vors. N orðurgarðurinn á Dalvík lengdur NORÐURGARÐURINN á Dalvík hefúr verið lengdur um 63 metra en framkvæmdir hafa staðið yfir frá sl. hausti. Vinna við niðurrekstur stál- þilsins hófst í október í haust en til viðbótar er lokið við að steypa kant- inn ofan á þilið og þessa dagana verið að setja dekkin utan á þilið. Að sögn Eggerts Bollasonar hafn- arstjóra Hafnasamlags Eyjafjarðar verður framkvæmdum nú frestað en stefnt að því að steypa þekjuna næsta vor og verður sú framkvæmd boðin út sérstaklega. Við þessa framkvæmd er Norðurgarðinn orðinn rétt rúmir 200 metrar að lengd en dýpt við þilið er 6-7 metrar. Eggert sagði að um mikla búbót væri að ræða. „Við fáum þama togarapláss til viðbótar og eigum því mun auðveldara með að athafna okk- ur gagnvart flutningaskipunum." Verktaki við lengingu Norður- garðsins er Guðlaugur Einarsson í Hafnarfirði en hann átti lægsta tilboð í verkið. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á rúmar 23 milljónir króna en Guðlaugur bauð rúmar 26 milljónir króna í verkið, að sögn Eggerts, eða um 113% af kostnaðaráætlun. Vegna aukaverka og ýmissa annarra ástæð- na sagði Eggert að kostnaður við yfir- standandi framkvæmdir yrði um 40 miHjónir króna. Næsta framkvæmd á vegum Hafnasamlags Eyjafjarðar er viðgerð á Norðurgarðinum í Ólafsfirði nú í vor en miklar skemmdir urðu á garð- inum í óveðri fyrir réttu ári. ------»-♦-*------ Landssíminn eignast meiri- hluta í Nett LANDSSÍMINN hefur keypt rúm- an meirihluta í fyrirtækinu Nett ehf. sem er netþjónustuaðili á Akureyri. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1996 og þar vinna um 5 manns. Guðmundur Jóhannsson þjón- ustustjóri Landssímans á Norður- landi eystra sagði að í kjölfar þess- ara kaupa á Nett yrði stefnt að því að efla starfsemi fyrirtækisins, auka umsvif þess og fjölga starfsfólki. Lið- ur í því er að ganga frá samningi við Nett um sölu á fjarskiptalausnum Landssímans á Norðurlandi, til fyr- irtækja, stofnana og einstaklinga. Morgunblaðið /Kristján Ný Guðrún Helga til Akureyrar NÝR bátur af gerðinni Cleopatra 28 kom til Akureyrar fyrir skemmstu, en hann er í eigu Helga Bergþórssonar og heitir Guðrún Helga E A 85. Báturinn er frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði og kemur í stað eldri báts með sama nafni. Hann mælist 6 tonn og er í þorskaflahámarkinu. Ganghraði er 26 mflur. I lest er rými fyrir 10 fiskikör, en báturinn er útbúinn til línu- og handfæraveiða. Vélin er af gerðinni Yanmar, í brú eru full- komin tæki til siglinga og fiskileit- ar af gerðinni Furuno frá Brim- rúnu og búnaður til línuveiða er frá Elektra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.