Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 29 UMRÆÐAN Formaður V erndum Barnahús -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Alliance fran^- aise og danskan samstarf við aðra aðila sem að málunum koma. Þar hefur verið sett upp mjög góð aðstaða með fullkomnum tækjum til læknis- skoðunar. Með tilkomu Barnahússins hefur loksins verið hægt að skipuleggja læknisskoðanir þannig að barnið og fjölskyldan veit með nokkrum fyrirvara hvenær og hvar skoðun fer fram. Börnin hafa þá farið í rannsóknarviðtal í sama húsi og hafa fengið að kynnast húsinu öllu, einnig skoðunarherbergi lækna og koma aftur í þekkt umhverfi. Læknisskoðun er aðeins hluti í mjög flóknu rannsóknarferli í kyn- ferðisafbrotamálum. Þrátt fyrir það er hún afar mikilvæg af aug- ljósum ástæðum: barnið gæti hafa orðið fyrir áverka eða skaða, e.t.v. sýkst af kynsjúkdómi eða sjúk- dómur hrjáir barnið sem vakið hefur upp grun um kynferðislega misnotkun. Ef ekkert slíkt er fyrir hendi er mikilvægt fyrir barnið að vita að allt sé eðlilegt. Það vita allir sem koma að þess- um málum að framburður barnsins er langmikilvægastur við rann- sóknina. Því er mikilvægt að sú aðstaða sé sköpuð fyrir barnið að það sé í sem bestu jafnvægi og að þeir sem umgangast barnið séu þjálfað kunnáttufólk. Þetta er ein- ungis mögulegt ef almenn sam- staða tekst um það hvernig vinna á að þessum málum, barninu og fjöl- skyldu þess til hagsbóta. Undanfarna mánuði virðist sem að snúa eigi við öllum þeim fram- förum sem hafa orðið fram að þessu og aftur eigi að fara í gamla farið þar sem þessi mál voru unnin hér og þar úti um landið af fólki með misgóða reynslu af að skoða og tala við börn. Þá er Ijóst hvern- ig fer, og það er sannfæring undir- ritaðra að aðgerðir gætu orðið ómarkvissar og barninu og fjöl- skyldu þess til ævarandi skaða. Höfum í huga að Barnahús er ís- lensk hönnun, byggð á reynslu okkar og gæti verið fyrirmynd annarra þjóða. Jón er bnmalæknir á barnaspita/a Hringsins. Þóra er kvensjúkdómalæknir á Kvennadeild Landspítala. Þórhallur Heimisson Alliance frangaise um Dani o g dönsku, segir Þórhallur Heimisson, bera vott um ótrúlega fordóma. innihald greinarinnar sé yfirlýst skoðun Alliance frangaise á Islandi, því höfundur ritar hana sem formað- ur félagsins. Það sem er sérstakt við greinina er hörð árás formanns Alliance fran§aise á dönsku, dönskunám og danska þjóð. Segir formaðurinn að danskan sé til einskis brúkleg, að Danir fyrirlíti íslendinga fyrir þá þrælslund að vilja læra dönsku og í raun þyki fátt verra í Danmörku en það að vera íslendingur, nema ef veri skyldi Færeyingur eða Græn- lendingur! Þetta sé reynsla for- manns Alliance franjaise eftir þriggja ára búsetu í Kaupmanna- höfn. Nú vaknar spumingin hvort vænta megi álíka yfirlýsinga frá All- iance frangaise um aðrar þjóðir og tungumál en Dani og dönsku. Hvað segir félagið til dæmis um Þjóðverja, þýsku og þýskunám? Er þýska jafn fyrirlitleg og danska að mati for- manns Alliance frangaise? Eða hvaða þjóðir fyrirlíta Þjóðverjar mest að mati hans? En einnig má velta því fyrir sér hver viðbrögð fé- laga i Alliance frangaise hefðu orðið ef formenn vinafélaga Dana og Is- lendinga hefðu opinberað slíka for- dóma í garð Frakka sem formaður Alliance frangaise gerir í garð Dana? Því öll ummæli for- manns Alliance frangaise um Dani og dönsku bera vott um ótrúlega for- dóma. Mér er til efs að. það auki hróður Frakk- lands og franskrar menningar á Islandi að formaður Alliance frangaise skuli kjósa að ráðast á forna vinaþjóð Frakka af engu tilefni. Ja, nema þá því að hann fékk slæma þjónustu á veitingahúsum í Kaup- mannahöfn eins og hann segir. Sjálfur hef ég átt heima í Danmörku í ein fimm ár ævi minnar, bæði á Sjálandi og Jótlandi. Aldrei hef ég orðið var við annað en vináttu í garð Islend- inga og íslenskrar menningar hjá Dönum. Einnig bjó ég 1 Svíþjóð í ein tvö ár og hef ferðast mikið vegna starfa minna um öll Norðurlöndin. Hvarvetna hefur hlýjan í garð Is- lendinga einkennt allt viðmót. Og hvarvetna á Norðurlöndum hefur danskan opnað mér leið að heima- mönnum. Frú Vigdís Finnbogadóttir orðaði það svo vel einu sinni í viðtali að þegar maður kemur til einhvers af Norðurlöndunum eftir ferð í fjarlæg- um löndum er það eins og að koma heim. Hvergi hef ég upplifað þetta betur en í Danmörku. Sama hlýlega viðmót í garð Islendinga hef ég reyndar einnig fundið bæði í Frakk- landi, Þýskalandi, Englandi og hvar sem ég hef farið um Evrópu. Ég tek undir með formanni AU- iance frangaise er hann segir að auk- ið tungumálanám sé nauðsyn. En við eflum ekki menningarlega víðsýni með því að láta persónulega fordóma einstakra manna í garð erlendra þjóða móta skoðanir okkar á nýrri öld. Höfundur er prestur og bjó í Dan- mörku og Sviþjóð um árabil. FORMAÐUR All- iance frangaise, Árni Snævarr, ritaði all- sérstæða grein í Morgunblaðið hinn 20. janúar síðastliðinn undir yfirskriftinni „Burt með dönskuna, upp með frönskuna". Markmið greinarinn- ar virðist vera það að koma á framfæri upp- lýsingum um væntan- leg frönskunámskeið Alliance frangaise er hefjast nú í janúar og er það í sjálfu sér hið besta mál. Formaður- inn undirstrikar einn- ig í grein sinni mikilvægi frönskunn- ar í hinum harða heimi alþjóðaviðskipta og stjómmála. Allir hljóta að geta teldð undir þau orð hans og hitt að nauðsynlegt sé að Is- lendingar leggi stund á sem mest tungumálanám, þar með talið frönsku. Hlýtur lesandi að ætla að Öll ummæli formanns Tungumálanám ÞRÁTT fyrir að barnaverndarmál hafi verið margbreytileg undanfarna áratugi var einn þáttur þess- ara mála nær óþekkt- ur hér á landi þar til á fyrstu árum áttunda áratugarins. í kjölfar aukins frjálsræðis í umræðum um ofbeldi hverskonar á börnum í okkar vestræna heimi kom í ljós að einnig hér á landi við- gekkst kynferðisof- beldi gagnvart börn: um og unglingum. í fyrstu var þessu vart trúað og rannsóknir á börnum voru ómarkvissar, þekking starfs- manna lítil og þjálfun engin. Eng- ar skipulagðar aðgerðir voru við- hafðar hérlendis þegar slík mál komu upp. Tilkynningar um ofbeldi gegn börnum bárust barnaverndar- nefndum og gerðu þeir, sem að þessum málum komu, sér smátt og smátt ljóst að safna þyrfti saman starfsliði sem hafði reynslu og kunnáttu ásamt áhuga á málefninu og vilja til að fást við málið. Því var stofnað teymi fagfólks barna- verndarnefnda í samvinnu við lög- reglu, embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara ásamt læknum Barnaspítala Hringsins og Kvennadeildar Landspítalans til að sinna þessu mikilvæga málefni og setja það í ákveðinn farveg. Frá þeim tíma óx traust almennings á faglegri meðferð málsins og til- kynningum um grun um kynferðis- ofbeldi gagnvart börnum fór fjölg- andi. Undirritaðir læknar við Barna- spítala Hringsins og Kvennadeild Landspítalans hafa verið þátttak- endur í rannsóknarferlinu frá upp- hafi og hafa sinnt læknisrannsókn á flestum stúlkubörnum sem grun- ur er um að hafi orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi, í tæpa tvo ára- tugi. Við höfum fylgst með þróun málanna á alþjóðavettvangi og afl- að reynslu, reynt að sinna læknis- rannsóknum sem faglegast og þar með stuðla að sem nákvæmastri og bestri rannsókn fyrir barnið. Læknisskoðun á börnum sem Þóra F. Fischer e.t.v. hafa orðið fyrir svo alvarlegu broti er vandasöm og viðkvæm og miklu skiptir hvernig komið er fram við barnið og við það talað og í hvernig umhverfi barnið er rannsakað. Þetta verður æ ljósara því lengra sem fagfólk starfar við Barnahús Höfum í huga að Barna- hús er íslensk hönnun, segja Jón R. Krístins- son og Þóra F. Fischer, byggð á reynslu okkar og gæti verið fyrirmynd annarra þjóða. þessi mál. Reynsla undanfarinna tvo áratuga sýnir að málum er best borgið í höndum þeirra sem faglega þekkingu hafa og sérkunn- áttu til að sinna þessum málum. Með tilkomu Barnahúss sem við höfum starfað við frá byrjun árs 1999 breyttist aðstaða fyrir börn- in, aðstandendur þeirra og allra annarra sem að málinu koma, til muna. I Barnahúsi fáum við læknar og barnahjúkrunarfræðingur loksins það umhverfi sem okkur gat að- eins dreymt um áður: að geta sinnt hlutverki okkar í hlýlegu, barnvænu umhverfi og haft náið Jón R. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.