Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Slökkvi- liðsmenn kvaddir MEÐ þjónustusamningi um slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu tekur nýtt slökkvilið til starfa á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins verður hluti af hinu nýja liði og munu flestir af hinum sautján slökkviliðsmönnum í liði Reykjavíkurflugvallar hverfa til starfa hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins bs. Flugmálastjórn kvaddi þessa starfsmenn sína í gær, en slökkviliðið hefur starfað á vellinum í 54 ár eða frá því Is- lendingar tóku við rekstri vallar- ins af Bretum. ■ Ráðgert að reisa/15 Morgunblaðið/Halldór Koibeins Nálgast merkan áfanga í pólferðum NORSKU heimskautafar- arnir Rune Gjeldnes og Torry Larsen hefja í dag, fimmtudag, síð- ustu göngulot- una í ferð sinni þvert yfir Norð- ur-Ishafið. Þeir áttu í gær eftir 94 km af 2.100 km langri leið sinni og hugðust ljúka þeirri vegalengd á 40 til 60 klukku- stundum. Áfanga- staðurinn er Ward Hunt-eyja, þaðan sem Ing- þór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafssson lögðu af stað áleiðis á norður- Rune Gjeldnes Torry Larsen Segir sig úr Þjóð- leikhúsráði JÓHANN Sigurðarson leikari hefur vikið tímabundið sæti sem fulltrúi leikara í Þjóðleik- húsráði. Ástæðan er sú að fyrir- tækið Hljóðsetning, sem Jó- hann átti hlut í, hefur sameinast Leikfélagi Islands og Flugfélaginu Lofti. Jóhann segir að hann muni ekki gegna neinum trúnaðar- störfum fyrir nýja fyrirtækið, en hann ætli þó að bíða um stund til að sjá hvort einhverjir hagsmunaárekstrar verði vegna þessara breytinga. Jóhann segist hafa tilkynnt formanni Félags íslenskra leik- ara ákvörðun sína. Edda Heið- rún Backman leikkona, sem er varamaður Jóhanns, mun taka sæti hans. Tilkynnt var um sameiningu fyrirtækjanna þriggja í fyrra- dag. Jóhann er einn sextán eig- enda nýja fyrirtækisins, sem ber heitið Leikfélag íslands. Ársreikningur Reykjavrkur ræddur í borgarstjórn Hart deilt um skulda- stöðu borgarinnar MINNIHLUTI sjálfstæðismanna í borgarstjórn gagmýndi skuldasöfn- un borgarinnar harðlega við síðari umræðu um ársreikninga Reykja- víkurborgar í gærkvöldi. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans, segir að skuldaaukning borgarinnar síðustu fimm ár nemi 11,2 milijörð- um króna á föstu verðlagi. Borgar- fulltrúar R-listans halda því fram að nær væri að tala um skuldir borgar- sjóðs eins, ekki samstæðunnar allr- ar. Inni í samtölu skulda samstæð- unnar séu skuldir borgarfyrirtækja, sem séu tilkomnar vegna arðbærra fjárfestinga. Inga Jóna segir að horfa verði til samstæðureikningsins ef fram eigi að koma samanburðarhæfar tölur. „Því miður er raunin ekki sú að skuldir borgarinnar standi á bakvið arðbærar fjárfestingar. Stór hluti þeirra er vegna íbúðakaupa Félags- bústaða, en Reykjavíkurborg seldi þeim eignir í stórum stfl. Rekstur Félagsbústaða er borinn upp að miklum hluta af borgarsjóði,“ segir hún. Þórarinn V. Þórarinsson forstjóri Landssimans Eðlilegt að bera saman kennitölur úr rekstri Litill hluti heildarskulda vegna stórra fjárfesta Inga Jóna segist einnig vilja vekja athygli á því, að af heildarskuldum borgarinnar, sem eru 28,5 milljarðar króna, séu ekki nema 4,6 milljarðar vegna Nesjavallavirkjunar og hálfur milljarður vegna Reykjavíkurhafn- ar. „Þetta eru hinir stóru aðilar sem nefnt hefur verið að standi að arð- bærum fjárfestingum,“ segir Inga Jóna. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R- listans, mótmælti málflutningi minnihlutans. Hann sagði niður- stöðu ársreiknings Reykavíkurborg- ar vera glæsilega. „Stefnu þeirri sem borgarstjórn markaði við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1999 var fylgt eftir. Nú liggur fyrir að fjár- hagsáætlanir hafa gengið svo vel eft- ir að með ólíkindum er. Frávik frá áætlun er 0,07% og það er erfitt að sjá að hægt sé að gera betur,“ segii' hann. „ÞEGAR menn geta sér til um verð- mæti Landssíma íslands er það eðli- legasti hlutur í heimi að menn taki kennitölur úr rekstri Símans og beri þær saman, með tiltölulega einföld- um þríliðuaðferðum, við verðmæti skráðra fjarskiptafyrirtækja í Evrópu. Út úr því koma mjög háar tölur því Landssíminn er afar öflugt og gott fyrirtæki. En auðvitað er það eigandans og einkavæðingamefnd- arinnar að leggja endanlegt mat á hvort og með hvaða hætti Síminn verður seldur og þá fyrir hvaða verð hann verður boðinn til sölu. En það breytir því ekki að það er fjöldi manns út um allan bæ að skoða hvernig kennitölum úr rekstri Sím- ans ber saman við kennitölur úr rekstri annarra félaga," segir Þórar- inn V. Þórarinsson, forstjóri Lands- símans. í Morgunblaðinu í gær sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra að yfirlýsing Þórarins í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag um verðmat Búnaðarbankans Verðbréfa á Landssímanum hefði ekki verið heppileg. Hægt að fá út að verðmæti far- simakerfisins sé 120 milljarðar Þórarinn sagði í gær að menn gætu með hliðstæðum hætti og Bún- aðarbankinn-Verðbréf hefði gert borið Landssímann saman við síma- fyrirtækið Telia í Svíþjóð. „Þeir voru um síðustu áramót með 400 viðskiptamenn með ADSL-teng- inguna en Landssíminn er með 650, sem er dæmi um hvað Síminn er framarlega í tæknilegu tilliti," sagði hann. Þórarinn sagði einnig að ef menn vildu finna virkilega háar tölur fyrir Landssímann væri líka hægt að taka dæmi af kaupum farsímafélagsins Mannesman á Orange sl. haust, sem greiddi sem svaraði til 100 þúsund kr. á hvem einstakan viðskiptamann í GSM-kerfinu. „Vilji menn skemmta sér með há- ar tölur þá fengju menn auðvitað út úr því að verðmæti farsímakerfis Landssímans eitt og sér á sama mælikvarða væri 120 milljarðar. Það segir hins vegar ekkert til um hvort hægt væri að selja fyrir það verð,“ sagði Þórarinn og bætti við að það væri verkefni einkavæðingarnefndar að ákveða hvernig að sölu Landssím- ans verður staðið, „og það hvarflar ekki að mér að hafa opinberar skoð- anir á því“, sagði hann. Sjálfstæðismenn slá ryki í augu kjósenda Helgi segir að þrátt fyrir þennan árangur kjósi minnihluti Sjálfstæðis- flokksins að drepa málinu á dreif og reyna að gera aukaatriði að aðalat- riðum. „Slá ryki í augu kjósenda með því að rugla saman hugtökum. Stað- reyndin er sú að Reykjavíkurlistinn heftn- náð tökum á rekstri borgar- sjóðs, og það svo um munar. Skuldir borgarsjóðs lækka um rúman hálfan milljarð króna. Rekstrarútgjöld eru innan við 82% af rekstrartekjum." Helgi segir að skuldir borgarsjóðs séu þær skuldir sem skipti skatt- greiðendur máli, ekki skuldir fyiir- tækja borgarinnar. Fyrirtæki borg- arinnar standi í ýmsum arðbærum íjárfestingum og standi undir skuld- um með eigin tekjum. pólinn í vetur. Takist Norðmönn- unum að komast heilir í höfn verða þeir fyrstu heimskautafar- arnir í heiminum sem tekst að ganga án utanaðkomandi stuðn- ings þvert yfír Norður-íshafíð. Níu leiðangrar hafa reynt hið sama án árangurs. Orðnir þreyttir eftir langa ferð Torry og Rune eru orðnir þreyttir eftir ferðalgið enda hafa þeir verið á ferðinni síðan um miðan febrúar. Þeir eru fullir til- hlökkunar yfir því að komast á leiðarenda og segjast á heimasíðu sinni varla geta beðið eftir því að komast til þorpsins Resolute og fá sér kaffi og súkkulaðiköku. Þeir eru enda orðnir mjög matar- litlir og spara við sig kostinn. Á ýmsu hefur gengið í ferð þeirra, m.a. lak bensín, ætlað á hitunartækin, í nesti þeirra með þeim afleiðingum að fleygja varð talsverðum hluta birgðanna. Skíði þeirra eru svo illan farin af mikilli notkun að aðeins þrjú eru heil eftir. Þannig má annar þeirra láta sér nægja eitt skíði. Þeir skiptast á að renna sér á einu skíði og gengur sá sem er á báðum skíð- um hverju sinni á undan og markar leiðina en hinn hoppar á eftir. Þá hafa þeir dottið í vakir en kippa sér ekki lengur upp við slík skakkaföll. ð því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ® BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLÍNAN TYaustur banld WWW.blÍM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.