Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 71 Fjársjóðir á Norður- landi vestra AÐ undanfömu hafa ferðamálafull- trúar í Skagafirði og Húnavatnssýsl- unum unnið hörðum höndum að gerð korta þar sem kynntar eru nýjar gönguleiðir. „Þetta eru að sjálfsögðu ævafornar leið- ir, ef út í það er farið,“ viður- kennir Bjarn- dís Hannes- dóttir, ferðamálafull- trúi Austur- Húnavatns- sýslu,“ en fýr- ir göngugarpa samtímans er hér um nýjan valkost að ræða; þessar leiðir hafa ekki verið kortlagðar fyrr. Kortagerðin er samstarfsverkefni á kjördæmisvísu og er ætlunin að gefa út þrjú kort til að byrja með. Læri daglega eitthvað nýtt Bjarndís er með aðsetur á Blönduósi og undanfarna mánuði hefur hún farið víða um sýsluna og fengið heimamenn tfi að merkja inn fallega staði sem ekki eru í alfara- leið. „Þetta er búið að vera mjög skemmtileg vinna,“ segir hún, „því nánast daglega lærir maður eitthvað nýtt; heyrir um staði sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Það eru ótal faldir fjársjóðir hér fyr- ir norðan,“ bætir hún við. Eru ferðamálafulltrúarnir ekkert orðnir fótsárir? Þurfa þeir ekki sjálf- ir að þramma upp um fjöll og fimindi til að komast að þessum náttúru- perlum? „Við göngum meira en með- aljóninn," svaraði Bjarndís og hló. „Eg er t.d. búin að ganga talsvert á Grímstunguheiði og Auðkúluheiði og þar eru margir fallegir staðir sem ég vissi ekkert um. Svo hef ég nokkrum sinnum gengið meðfram Vatnsdals- ánni og komið í hefimikið og gullfal- legt gil; Vatnsdalsárgil, sem fáir vita af nema heimafólk. Sú ferð tekur hefian dag. Einnig má nefna Laxár- dalinn og Langadalsfjöllin; það er heill heimur út af fyrir sig og í Lax- árdalnum er mjög gott gönguskíða- svæði,“ upplýsti hún Verið er að leggja lokahönd á gerð tveggja af þessum þremur kortum. Að sögn Bjarndísar nær eitt kortið til innsveita Húnavatnssýslu og fram á Auðkúluheiði; annað tekur Skagafjörðinn fyrir og hið þriðja mun að öllum líkindum ná yfir Vatnsnesið Kortin verða til sölu í upplýsinga- miðstöðvunum í sveitinni og ef að líkum lætur verður einnig hægt að nálgast þau hjá férðafélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að hvert kort kosti u.þ.b. 500 krónur. Verður framhald á þessu framtaki ferðamálafulltrúanna? „Við vonum það svo sannarlega," sagði Bjarndís. „Eftirspurnin eftir skipulögðum gönguferðum er svo sannarlega fyr- ir hendi. Farskóli Norðurlands vestra sótti nýverið um styrk fyrir okkar hönd til að mennta gönguleið- sögumenn. Ef við fáum hann opnast ótal möguleikar." Bjarndís Hannesdóttir Blómaval þakkar góðar undirtektir við gróðrarótakið og býður 10 stjúpur í kaupbæti með 30 stk. stjúpu- bakkanum. 10+30= 40 Stjúpur Aðeins í dog! Blandaðir litir iBirkikvistur Upplýsingasími: 5800 500 j STQfifijlNING Palomino Vinsælasta fellihýsiö á Islandi i dag og um helgina FIMMTUDRGINN 1. JÚNI kl. 13-16 SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 I07REYKJAVIK SimiSI 12203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.