Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 13 FRÉTTIR FJÁRVEITING til Tryggingastofn- unar á þessu ári vegna lyfjakostnað- ar er um 3,9 milljarðar króna. Á síð- asta ári nam lyfjakostnaður TR um 4,5 milljörðum sem var rúm 10% hækkun á milli ára. Dregist hefur að grípa til sumra þeirra aðgerða sem ráð var fyrir gert í fjárlögum, eins og t.d. að breyta um greiðsluþátttökukerfi. Án nokkurra aðgerða stefnir kostnaður TR í tæpa 5 milljarða króna, að sögn Ingu J. Arnardóttur, deildarstjóra lyfjamála hjá TR. Inga telur að lyfjakostnaður þjóðarinnar muni ekki lækka á næstu árum, en hægt sé að draga úr aukningunni með ýmsum aðgerðum. Svipuð aukning á sér stað annars staðar í Evrópu og má aðallega rekja til nýrra lyfja við áður ómeðhöndluð- um eða nýjum sjúkdómum, nýrra eða endurbættra lyfja við áður með- höndluðum sjúkdómum og þess að öldruðum fjölgai-. Engu að síður sé hækkunin hlutfallslega minni hér- lendis en í nágrannalöndunum. Eins og fyrr sagði hækkaði lyfjakostnað- urinn um rúm 10% í fyrra á milli ára, á meðan rætt hefur verið um að hækkunin sé 13-17% í flestum þeim löndum sem við miðum okkur við. Tryggingastofnun hóf ákveðna vinnu í upplýsingatæknimálum árið 1995 í samvinnu við þáverandi Apó- tekarafélag íslands. Mai-kmiðið var að lyfseðlar bærust stofnuninn á raf- rænu formi. ePref er tæki til að draga úr lyfjakostnaði í dag berast stofnun- inni daglega upplýsing- ar með rafrænum hætti frá apótekum íyrii’ um 60% þeirra lyfja sem Tryggingastofnun greiðir í. Þetta er í fyrsta skipti sem upp- lýsingum um lyfjanotk- un er safnað saman í gagnagrunn á skipuleg- an hátt. Upplýsingarnar eru geymdar á dulkóðuðu formi en Trygginga- stofnun getur nú skoðað lyfjanotkun, lyfjaávís- anir og kostnaðardreif- ingu út frá mörgum sjónarhomum. Apótek senda ein- ungis upplýsingar um lyf sem Trygg- ingastofnun tekur þátt í að greiða, en nýleg breyting á lyfjalögum heimilar stofnuninni einnig aðgang að upplýs- ingum um alla lyfjanotkun. Með þessari breytingu bætast við lyf eins og ávana-, verkja-, svefn- og kvíða- stillandi lyf. „Núna verða loksins tU á einum stað upplýs- ingar um alla lyfja- notkun landsmanna, ávísunai-venjur lækna o.ll. Þetta eru nauðsyn- legar upplýsingar fyrir heilbrigðisyfirvöld þegar teknar eru ákvarðanir sem varða t.d. breytingar á kostn- aðarþátttöku í lyfjum, þegar meta þarf áhrif breytinga o.sv.frv," segir Inga. Inga segir að ePref forritið frá Doc.is sé tæki tU þess að draga úr lyfjakostnaðinum. Landlæknis- embættið og Tryggingastofnun rit- uðu í fyrra undir viljayfirlýsingu með forsvarsmönnum Doc.is um að vinna að framgangi þessa máls. Að málinu kemur einnig Lyfjaeftirlit ríkisins en þessir aðilar hafa allir eftirlitshlut- verki að gegna gagnvart lyfsölum og læknum. Tryggingastofnun sér fyrir sér að rekinn verði einn gagnagrunn- ur og að hægt verði að notast við gagnagrunn hennar sem þegar er búið að leggja mikla peninga og vinnu í. Áðumefndir aðilar sem þurfa upp- lýsingar úr þessum lyfjagagna- grunni gætu haft mismunandi að- gang að upplýsingunum, t.d. hefur Tryggingastofnun ekki heimUd til að skoða þessar upplýsingar út frá kennitölum einstaklinga. Hagur Tryggingastofnunar og lyfjaverslana Inga segir að þrátt fyrir að Trygg- ingastofnun sé nú þegar komin þetta langt í upplýsingatækninni sé engu að síður áhugi fyrir samstarfinu við Doc.is. „Ástæðan fyrir því að við vilj- um taka þátt í verkefninu er sá þátt- ur þess sem lýtur að læknunum. Með forritinu hafa læknar greiðari aðgang að upplýsingum um lyfja- verð. Þegar þeir velja lyf með þessari nýju tækni birtast þeim upplýsingar um sambærileg lyf ásamt verði Inga J. Arnardóttir þeirra. Við ei-um sannfærð um að læknarnir hafi fullan hug á að stemma stigu við sívaxandi lyfja- kostnaði og velji ódýrari lyf þar sem það er hægt. Mörg þeirra nýju lyfja sem verið er að setja á markað undir slagorði sem miklu betri lyf, með fæi-ri aukaverkanir, eru oftar en ekki miklu dýrari en eldri lyfin. I mörgum tilvikum er ávinningur þessara lyfja í engu samræmi við aukinn kostnað sem af þeim hlýst. Því er nauðsyn- legt að vera gagnrýninn á nýju lyfin og hugsa líka um kostnaðinn. En vissulega koma ný lyf á markað sem eru mjög dýr en ávinningurinn veru- legur og þá verður að vera svigrúm innan fjárlaga til að geta tekið þau í notkun.“ Inga segir að hagur lyfjaverslana af því að taka upp rafrænar sending- ar til Tryggingastofnunar sé vafa- laust sá að þær fá greiðslur örar frá stofnuninni. Þau apótek sem ekki nýta sér þessa tækni í dag senda reikning tvisvar í mánuði og fá greitt jafnoft. Hagur Tryggingastofnunar af því að apótek sendi lyfseðla rafrænt er að allt eftirlit verður mun virkara og TR fær nú allar upplýsingar um hvemig kostnaðurinn skiptist. Hægt er að skoða rafrænt flest þau atriði er varða hvort lyfseðill eigi að greiðast eða ekki. Því breytist vinnan við eft- irlitið, það verður mun meira en áður hefur verið og mun markvissara. I r á mánuði fyrir Renault Clio* Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludcild 575 1220 Renault Clio kostar frá 1.188.000 kr. Hvemig væri að fá sér stærri bíl á frábærum kjörum. Það er ekki mikið að borga 14.460 kr. á mánuði fyrir jafn góðan b£l. (Meðalgreiðsla á mánuði með vöxtum og áföllnum kostnaði m.v. 84 mán. bflaián og 297.500 kr. útborgun (t.d. bfllinn þinn)). Komdu og prófaðu Renault Clio á góðum kjörum. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.