Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yilberg Valdal Yilbergsson hljóðfæraleikari og rakari gefur út sinn fyrsta hljómdisk Sjötugur að hefja tónskáldaferil Vilberg Valdal Vilbergsson hefur klippt ís- fírðinga í hálfa öld og leikið fyrir dansi enn lengur. Sjötugur virðist hann vera að hefja tónskáldaferil því nú hefur verið gefínn út fyrsti hljómdiskurinn með lögum hans. Úlfar Ágústsson ræddi við Villa Valla. VILBERG Valdal VU- bergsson, Villi Valli, hljóðfæraleikari, rakari og tónskáld á Isafírði, fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 26. maí 1930. í tilefni sjötugs- aftnælisins settist hann niður og samdi megin- hluta tónlistar á 14 laga hljómdisk sem nú er að koma út. Hann man eftir því að hafa spilað gamla Nóa með einum fingri á org- elið heima hjá sér þegar hann vai- fimm ára, spil- að dansmúsík á orgelið í bamaskólanum þegar hann var ellefu ára, svo að skólasystkini hans gætu dansað, og leikið fyrst á harmoníku á balli tólf ára gamall. Hann útsetti mikið á ár- unum frá tvítugu fram yfir sextugt, en samdi lítið þar til i fyrra. Bannað að leika fyrir dansi á fermingardaginn Villi Valh segist hafa verið ungur þegar hann byrjaði að leika fyrir dansi á böllum á Flateyri. Guðmund- ur bróðir hans var sá eini sem gat spilað fyrir dansi á Flateyri á þeim tíma. Þegar Villi Valli var 12 ára byrjaði hann að leysa Guðmund bróður sinn af á böllum. Sumarið eft- ir flutti Guðmundur í burtu með hljóðfærið. Það sumar leigði Vilh Valh harmoníku af aðkomumanni sem bjó á Flateyri um stuttan tíma. Hún var leigð á dagsprís, svo Villi Valli fékk hana að morgni og gat æft sig eitthvað fram eftir deg- inum og svo spilað um kvöldið. „Mér þótti gaman að spha,“ segir Villi. „Það voru engin vandræði með aldurinn, en á fermingardaginn minn sagði mamma nei og þar við sat. Það varð því að fresta ballinu til miðnættis. Þá var kom- inn nýr dagur og ég fór og spilaði fram á morg- un.“ Hrökkiaðist aftur vestur Vilh Valli var í síldarvinnu á Djúpuvík 1948 og kynntist þar Guð- mundi Norðdahl klaiinettuleikara úr Reykjavík. Af honum lærði hann að lesa nótur auk þess sem Guðmundur kenndi honum á saxófón og skrifaði nótur fyrir hann. Villi Valli hafði áhuga á að nema einhverja gagnlega iðn og fór til Reykjavíkur snemma árs 1950 í þeim tilgangi. En enginn vildi bæta við nema vegna slæms efnahagsástands svo hann endaði í flökun hjá ísbirnin- um frekar en að sitja aðgerðalaus, en það virtist vera það eina sem hann kunni. Sem betur fer fyrir Isfirðinga hrökklaðist hann aftur vestur um vorið og komst þá á námssamning í rakaraiðn hjá Áráa Matthíassjmi. En Villi Valli segir að Isfirðingar Vilberg Valdal Vilbergsson hafi verið sérlega dansglatt fólk og dansleikir haldnir marga daga í viku. Það hafi því verið nóg að gera í mús- Qdnni, sem var eins gott því lærlings- launin voru lág, og um veturinn byrj- uðu þau að búa saman hann og Guðný Magnúsdóttir, sem hefur verið hon- um ástríkur og traustur maki. Aðeins fært í stílinn Villi Valli er að mörgu leyti sér- stakur og athyghsverðui’ maður. Hann er andvígur öllu bruðh og vill ganga um Mfríkið af nærgætni og skynsemi. Hann lærði á bíl m'tján ára, en hef- ur aldrei eignast bifreið. Átti þó mótorhjól á yngri árum. Vinir hans segja oft söguna af honum þegar hann bauð Guðnýju með sér í ökuferð suður á Snæfehsnes og fékk Jón bónda, þekktan leigubílstjóra á ísa- firði, til að keyra. Svo svaf Jón á milli þeirra í tjaldi á nóttunni, segja vin- imir. Vilh kannast við þetta en segir að þeir hafi fært frásögnina nokkuð í stílinn. Ferðin var farin með móður hans á æskuslóðir hennar á Snæfehs- nesi og Jón var að sjálfsögðu bílstjór- inn af því að hann hafði keyrt Villa og hljómsveitir hans árum saman um landið á sumrin. Seinna sneru þau Guðný svo dæm- inu við. Fóru með rútu suður að Vegamótum og hjóluðu hring um Snæfellsnesið og gistu áfram í tjaldi. Þau höfðu góðan tíma til að njóta mikilfengleikans sem þama býr í náttúmnni og fólkinu. Eftirspum eftir myndum Þrátt fyrir að hafa verið í sviðsljós- inu frá unga aldri hefur Vilh Valli aldrei viljað hafa hátt um einkalíf sitt. Hann er náttúruunnandi og vill heldur vera einn við silungsá með stöng eða með trönur sínar að festa landið á striga en að sitja á öldurhús- um við glasaglaum. Hann hefur mál- að mikið seinni árin og hefur stund- um átt í vandræðum með að sinna pöntunum fólks á verkum tengdum uppmna þeirra í vestfirskum byggð- Stærsta og þekktasta hljómsveit Villa Valda hét V.V. og Barði og lék um land allt. Á myndinni sem tekin var á árinu 1962 sést að ýmsir kunnir menn Iéku með VilIa Valla. Hljómsveitarmeðlimir eru, frá vinstri í aft- ari röð: Barði Ólafsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Þórarinn Gísla- son og Ólafur Kristjánsson. f fremri röð eru Guðmundur Marinósson, Vilberg Vilbergsson og Ólafur Karvel Pálsson. Dans heitir þetta málverk Villa Valla. um. Hann er nákvæmnismálari, sem hefur þó náð sterkum sjálfstæðum stíl í verkum sínum. Þótt Vilh Valli sé þekktastur fyrir dansmúsík sína má því ekki gleyma að hann hefur starfað mikið að lúðra- sveitamálum. Fljótlega eftir að hann settist að á ísafirði fór hann að spila á saxófón í Lúðrasveit ísafjarðai’ undir stjóm Harry Herlufsen, sem einnig var rakari. Þegar Herlufsen hætti störfum og flutti til Danmerkur tók Villi Valli ekki einungis við stjóm lúðrasveitarinnar, heldur keypti hann einnig rakarastofuna af Herluf- sen og íbúðina þar yfir í Hafnarstræti 11 og hefur verið þar síðan. Þann tuttugasta maí síðastliðinn átti Villi Valli 50 ára aftnæh sem rak- ari. Sama dag átti Samúel Einarsson tónlistarmaður sem khppir með hon- um á stofunni 36 ára starfsafmæli. Villi Valh segir að ekki hafi allir spáð vel fyrir Samúel þegar hann byrjaði. Hann segir að Einar Jóelsson, vel- þekktur borgari á ísafirði, hafi verið einn sá fyrsti sem Samúel klippti. Þegar kunningi Einars spurði hann hvemig honum litist á lærlinginn, hristi hann hausinn og sagði: „Þessi piltur á aldrei eftir að verða rakari." Þegar gengið var eftir ástæðum sagði Einar: „Hann sagði ekki eitt einasta orð á meðan hann klippti mig.“ Þeir félagamir ætla að halda áfram að klippa Isfirðinga og leika fyrir þá tónlist. Vilh segist spila th að skemmta fólki og líður illa ef dans- gólfið er ekki orðið fullt af fólki strax í fyrsta lagi. Þegar hann er inntur eftir framhaldi á lagasmíð brosir hann og segist halda áfram að hugsa um mús- £k og ef tónlistin hans geti glatt aðra þá gæti svo sem komið meira. Hann lætur þó lítið yfir sér og leggur mikla áherslu á alla þá sem hjálpuðu honum við plötuútgáfuna og þá ekki síst Eyþór Gunnarsson sem stjómaði upptökum. Ásbjöm Þ. Björgvinsson, Rúnar Óskarsson og Reinard Reynisson bæjarstjóri. Flogið til Húsavíkur Bryddebúð Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Helga Halldórsdóttir, systir Hafdísar, Æja og Halldór Jóhannesson, faðir Hafdísar, við opnun sýningar Æju í Bryddebúð. Húsavík - Samstarfsaðilar Húsavík- urbæjar, Flugfélag íslands, Ferða- málafélag Húsavíkur og Nice mark- aðsskrifstofa Norðurlands, boðuðu til almenns borgarafundar á Hótel Húsavík nýlega til að skýra stöðu flugmála á Húsavík. Almenn ánægja ríkti á fundinum með þá lausn sem fengist hefur í flugmálum Þingeyinga. Síðastliðinn föstudag hófst flugið að nýju. Bæjar- stjórinn, Reinhard Reynisson, skýrði málin á borgarafundinum og sagði frá samkomulaginu. Flugfélag Is- lands heldur uppi tveimur flugferð- um á dag til Húsavíkur, morgun- og kvöldflug, frá 1. júní til 30. septem- ber. Styrkti Húsavíkurbær þessa framkvæmd með einni milljón króna fyrir allt tímabilið. Bæjarstjórinn sagði ferðaþjónustu Þingeyinga hafa lagt mikla áherslu á að flug félli ekki niður til Húsavíkur og til að koma í veg fyrir það þyrfti bærinn að fjárstyrkja þetta mál. Hann sagði að þeir myndu skipu- leggja starfsemi sína í sambandi við flugið til hinna eftirsóttu staða í Þingeyjarsýslu, s.s. Mývatnssveitar, Ásbyrgis og Dettifoss og leggja mál- inu lið á ýmsan hátt. Einnig mætti benda á að mun þægilegra er fyrir íbúa Kópaskers og Raufarhafnar að fljúga frá Húsavík en Akureyri. Brydde- búð opnuð Fagradal - Á uppstigningardag var Bryddebúð í Vík í Mýrdal form- Iega opnuð enda er endurbótum á neðri hæð hússins að mestu lokið. Sveinn Pálsson, formaður menn- ingarfélags um Bryddebúð, lýsti í grófum dráttum hvemig upp- byggingin fór fram og hvernig nýta á húsið í næstu framtíð. Húsinu er ætlað að hýsa ýmiss konar menningu, þar verður upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og einnig er áætlað að setja þar upp sýningu í sumar um Kötlu og nátt- úrufar í Mýrdal. Endurbætur á húsinu hafa gengið ótrúlega vel en taka þurfti húsið í gegn bæði að utan og innan og hafa endur- bætumar heppnast sérstaklega vel. Húsið er orðið mikil staðar- prýði eftir að það var fært í sitt upprunaiega horf, yfirsmiður við endurbæturnar var Karl Runólfs- son. Við opnunina opnaði Haraldur M. Kristjánsson prófastur mál- verkasýningu sem ber yfirskriftina Himnastef með verkum eftir lista- konuna Æju en sýningin er haldin til að minnast frænku og vinkonu listakonunnar, Hafdísar Haldórs- dóttur frá Brekkum í Mýrdal, og barna hennar sem fórust af slys- förum. Einnig var opnað nýtt kaffihús, Halldórskaffi, sem er í austurenda hússins og er í anda liðinna tíma og verður það opið í allt sumar frá kl.ll til 23. I Halldórskaffi var jafnframt opnuð sýning á ljósmyndum af fornbflum á Islandi. Þetta er mjög skemmtileg sýning fyrir áhuga- menn um gamla bfla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.