Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal hefur fengið nýjan forstöðumann Fugl á grein, blóm á gægjum, angan í lofti. Gróðurinn í Grasagarði Reykja- víkur í Laugardal er að skrýðast sumar- * skrúða. Anna G. 01- afsdóttir rölti um garðinn í fylgd Evu Guðnýjar Þorvalds- dóttur, nýráðins for- stöðumanns, undir fögrum fuglasöng árla morguns fyrir skemmstu. Grasa- garðurinn hefur að geyma yfír 4.000 tegundir af plöntum, innlendum og er- lendum á um 2,5 ha svæði í hjarta ____ Laugardalsins. Morgunblaðið/Þorkell Lysthúsið í Grasagarðinum hefur yfir sér ævintýranlegan blæ. Bí, BÍ, BÍ, tístir farfugl á grein og reynir að töfra til sín aðra ferða- langa. Nokkir sumar- starfsmenn með heyrn- artól í báðum eyrum róta ósnortnir í moldinni. Að öðru leyti ræður kyrrðin ríkjum og vakir yfir við- kvæmum plöntunum, flestum milli svefns og vöku, því enn eru nokkr- ar vikur þar til Grasagarður Reykjavíkur stendur í fullum blóma. Eva Guðný Þorvaldsdóttir, nýráðinn forstöðumaður Grasa- garðsins, vekur athygli á því að starísmennirnir geti ekki veitt sér þann munað þvi mestu annirnar séu á vorin. Hvergi megi draga af sér þegar undirbúningur fyrir blómgunartímann sé annars vegar. Engu að síður gefur hún sér góðan tíma til að taka á móti gestinum og fræða hann um hina ýmsustu leyndardóma í sögu garðsins. Garðyrkjukandidat með meiru Fyrst þykir hins vegar við hæfi að forvitnast aðeins um forstöðu- manninn sjálfan. Með kaffibolla í hönd byrjar Eva á því að rifja upp að hafa útskrifast úr líffræði frá Háskóla íslands árið 1980. Eftir út- skriftina kenndi hún líffræði og efnafræði við Kvennaskólann í Reykjavík í fimm ár. Kennarinn settist því næst sjálfur á skólabekk og stundaði nám í garðyrkju við landbúnaðarháskólann í Asi í Nor- egi. Með titilinn garðyrkjukandidat gerðist Eva kennari og endur- menntunarstjóri við Garðyrkju- skóla ríkisins í Ölfusi um skeið eða þar til stefnan var tekin til höfuð- borgarinnar á ný. Hún segist hafa verið farin að gera sér grein fyrir því að hún gæti ekki þrifist án plantna og því hafi ekki verið um auðugan garð að gresja í borginni. Endirinn varð sá að hún hóf störf við gróðurkortagerð við Náttúru- fræðistofnun íslands. Þar starfaði Eva þar til hún tók við starfi for- stöðumanns Grasagarðsins í mars síðastliðinn. Eva segist hafa unnið undir stjórn Sigurðar Aiberts Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns, í Grasagarðinum sumarið 1986. Af honum hafi hún tekið við mjög góðu búi. Sigurður hafði verið for- stöðumaður alveg frá upphafi. „Höfðingleg gjöf hjónanna Katrín- ar Viðar og Jóns Sigurðssonar, skólastjóra, til Reykjavíkurborgar varð upphafið að garðinum á sínum I fögrum fuglasöng Eva með samstarfskonum sínum í Grasagarðinum. F.v. Dóra Jakobsdótt- ir grasafræðingpir, Auður Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur, Jóhanna G. Þormar yfirverkstjóri og Jakobína B. Kristjánsdóttir, garðyrkjufræð- ingur. Fjarverandi var Ingunn Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur. tíma. Gjöfin fólst í safni 200 villtra íslenskra plantna og myndaði kjarna Grasagarðsins við formlega stofnun garðsins á afmælisdegi Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst árið 1961. Beðið með safni hjón- anna er, undir yfirskriftinni Flóra íslands, orðið ein af safndeildum garðsins því Grasagarðurinn skilur sig aðeins frá öðrum söfnum að því leyti að safngripirnir eru lifandi plöntur.“ Ráðherrafrú og annar rabarbari Flóra íslands hefur að geyma safn um 350 íslenskra háplantna, blómplantna og byrkninga, og allt- af bætist við þar sem skipuleg söfnun á fræjum og plöntum fer fram út um allt land. Á hinn bóginn ber minna á lágplöntum á borð við mosa og fléttur. Önnur deild, undir yfirskriftinni Fjölærar jurtir, hefur að geyma um 1.500 tegundir villtra og rækt- aðra sýnishorna víðs vegar að úr heiminum. Þriðja deildin ber latn- eska heitið Arboretum og er vax- andi trjásafn í yngsta hluta Gra- sagarðsins. Steinhæðin blasir við þegar komið er inn um aðalinngang garðsins. Þar er fjölbreytt safn af lágvöxnum fjallaplöntum frá öllum heimsálfum. „Við megum ekki gleyma garð- Garðskriðnablómið hefur vakn- að af vetrardvala og skartar sínu fegursta í sumarsólinni. skálanum. Sumar plöntur þola illa íslenska veðráttu og verða þar af leiðandi að vera undir gleri,“ segir Eva og tekur fram að um sé að ræða á bilinu 100 til 130 plöntuteg- undir, aðallega tré, runna og klifur- plöntur. „I garðskálanum er hægt að setjast niður í Café Flóru til að gæða sér á góðgæti og njóta um- hverfisins. Aðrir velja að koma með nesti og gæða sér á því við eða í Lystihúsinu framan við garðskál- ann. Lystihúsið var byggt eftir teikningu Einars Erlendssonar og stóð lengst af á lóð Borgarbóka- safnsins við Þingholtsstræti." Nýjasta safndeildin er j nytjajurtagarður austan við aðal- innganginn. Garðyrkjuskóli ríkisins hefur stutt framtakið með því að gefa ýmsar smáplöntur af krydd- jurtum og káltegundum. „Auk þess má finna þar ýmis yrki af berja- runnum og i-abarbara,“ segir Eva og blaðamaður hváir. „Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri, bjó til orðið yrki yfir ný ræktunarafbrigði sem búin eru til eða valin af mönn- um. Dæmi um það er rabarbarinn Ráðherrafrú, kenndur við eigin- i konu Ingólfs Jónssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra frá Hellu. Annað dæmi er tvíraða bygg sem er árangur af kynbótastarfi Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins." Fræ á fleygiferð Veigamikið hlutverk Grasa- garðsins felst í því að safna plöntu- tegundum víðs vegar að úr heimin- um. „Við erum aðilar að sérstökum sáttmála grasagarða út um allan heim. Sáttmálinn felur í sér að gra- sagarðarnir skiptast á fræi án end- urgjalds. Grasagarðurinn gefur út frælista ár hvert og talsverð eftir- spurn er eftir fræi héðan, t.d. höf- um við afgreitt um 2000 pantanir frá því í febrúar. Erlendu grasaga- rðarnir hafa bæði áhuga á erlend- um fjallaplöntum og íslenskum teg- undum sem safnað er úti í villtri náttúrunni. Á síðari árum höfum . við verið að sérhæfa okkur í fjalla- plöntum frá mismunandi heims- hornum, t.d. Ölpunum, Norður- Ameríku, Kína, Japan og Nýja Sjálandi," segir Eva og er spurð að því hvort almenningur geti nálgast fræ í garðinum. „Nei, því miður,“ segir hún. „Grasagarðar láta aðeins fræ af hendi rakna til annarra gra- sagarða. Fólk verður auðvitað oft fyrir vonbrigðum því erfitt getur reynst að fá fræin annars staðar á ; landinu. Algengustu plönturnar er hægt að fá í gróðrastöðvum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.