Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Sudurlandsskjálflar Morgunblaðið/RAX Georg Ottósson og sonur hans, Kári, voru í gær að tína saman ónýta Ijósalampa sem duttu nióur í skjálftanum. Mikið gekk á í gróðurhúsum á Flúðum í skjálftanum Hundruð ljósalampa féllu á plönturnar MILLJÓNATJÓN varð í gróður- húsum á Suðurlandi í jarðskjálft- anum. Aðaltjónið varð þegar hundruð ljóslampa féllu niður úr loftum, en hver lampi kostar um 20 þúsund krónur. Tiltölulega fáar rúður brotnuðu hins vegar í skjálftanum og kemur það garð- yrkjubændum á óvart. I gróðrarstöðinni Jörfa á Flúð- um duttu á annað hundrað lampar niður af festingum. Georg Ottós- son, eigandi stöðvarinnar, sagði að nokkrar tómataplöntur hefðu eyði- lagst þegar lampar féllu ofan á þær, en aðaltjónið fælist hins vegar í ónýtum lömpum og auk þess væru rafmagnstengingar mikið skemmdar. Hann sagði ljóst að festa þyrfti lampana betur í húsun- um, en frá festingum hefði verið gengið í samræmi við kröfur frá framleiðanda. Georg sagði að gífurlega mikil vinna væri framundan við að hreinsa til í gróðurhúsunum og koma hlutum í samt lag. Fara þyrfti yfir allt rafmagn í húsunum, en víða stæðu rafmagnsvírar út í loftið og rafmagnsdósir væru opn- ar. Mikilvægt væri að ganga vel frá rafmagni í gróðurhúsum þar sem mikill raki væri í þeim. Ekki er kveikt á ljósalömpunum yfir sumarið og Georg sagði að þess vegna hefði tjónið ekki áhrif á vöxt plantnanna. Georg sagðist ekki vera búinn að meta tjónið, en það næmi hundruð- um þúsunda og líklega milljónum bara í sinni gróðrarstöð. Hann sagðist hins vegar vera feginn því að heitavatnsleiðslur hefðu ekki farið í sundur en dæmi munu vera um að slíkt hafi gerst í gróðurhús- um á Suðurlandi. „Ég er mest hissa á að glerið í húsunum skyldi ekki brotna í meira mæli en glertjón er lítið. Ég var inni í íbúðarhúsi þegar skjálft- inn reið yfir og ætlaði að fara að horfa á fótbolta þegar ég fékk sjónvarpið í fangið. Ég hljóp strax út og þá gengu gróðurhúsin til og frá. Lætin voru slík að maður hefði búist við að húsin færu verr,“ sagði Georg. Ekki fer þó á milli mála að mikið hefur reynt á gróðurhúsin því að í nýlegu og rammbyggðu gróðurhúsi á Jörfa hefur steypa sprungið frá jámsperrum niðri við sökklana. Járnstífur, sem eiga að forða hús- inu frá því að sveiflast til, eru bognar. Georg sagðist óttast að burðarþol hússins hefði skaðast í skjálftanum. Um það væri hins vegar ekkert hægt að segja fyrr en sérfræðingar hefðu skoðað húsin betur. Georg sagðist vera þakklátur fyrir að enginn hefði verið inni í gróðurhúsunum þegar jarðskjálft- inn reið yfir. Það hefði verið nægi- lega skelfilegt að horfa á húsin ut- an frá og heyra í glerinu. Hélt að húsið myndi hryni a yfir ANDRÉS B. Helgason, íbúi í Miðfelli 3 í Hrunamannahreppi, treystir sér ekki til að dvelja í húsi sínu en það skemmdist mikið í jarðskálftanum. Hann hefúr komið sér íyrir í litlum húsbíl á hlaðinu en hefur sofið heima hjá börnum sínum sem búa í nágrenninu. Andrés er orðinn 72 ára gamall og er ekki heill heilsu. Hann sagði þennan skjálfta með því versta sem hann hefði upplifað. „Ég var að drekka kaffi í eldhús- inu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Það fér allt af stað í skápunum því að húsið lék á reiðiskjálfi. Ég reyndi að standa upp og koma mér að glugganum en þá kom annar og hann var ekki minni. Þá hljóp ég út. Ég hélt að húsið myndi hrynja yfir mig.“ Hús Andrésar er mikið mig skemmt og sagði hann að maður sem litið hefði á það hefði sagt sér að hann gæti ekki fullyrt að það þyldi annan stóran jarðskjálfta. M.a. þess vegna hefði hann ákveðið að fiýja úr því. Auk þess liði sér hreint ekki vel í húsinu. Miklar skemmdir urðu á innan- stokksmunum Andrésar. Tveir ofn- ar hafa Iosnað frá veggjum og féll annar á gólfið. Þrátt fyrir það var ekki Ijón vegna leka þar sem heita- vatnsrörin eru úr eir og sveigðust þau til þegar ofnarnir féllu fram án þess að brotna. Sprungur eru í veggjum. Kona Andrésar var að heiman þegar skálftinn reið yfir og var ekki enn búin að sjá hvemig heimilið var leikið þegar Morgun- blaðið bar að garði. Morgunblaðið/RAX Andrés B. Helgason hefur komlð sér fyrir í húsbíl á hlaðinu heima hjá sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.