Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Suðurlandsskjáiftar MORGUNBLAÐIÐ Kerfi Landsvirkjunar stóðst skjálftann Spenni sló út í Búrfells- virkjun RAFORKUKERFI Landsvirkjun- ~ ar stóðst jarðskjálftann á Suður- landi með prýði, að mati forsvars- manna Landsvirkjunar. í nágrenni við upptök jarðskjálftans fara fram yfir 70% af raforkuframleiðslu landsins og þaðan liggur öftugasti hluti raforkuflutningskerfisins til Faxaflóasvæðisins. Að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, sló út einum spenni í Búr- fellsstöð í jarðskjálftanum og við það varð ein af sex vélasamstæðum í stöðinni óvirk. Við fyrstu athugun virðist svo- nefndur varnarliði í spenninum hafa rofið strauminn vegna hrist- ingsins en engar skemmdir eru þó á spenninum og vélinni. A sama tíma fór rafmagn af einum ker- skála ISAL og einum ofni Járn- blendifélagsins í tíu mínútur. Ekki hafa komið í ljós aðrar skemmdir í virkjunum Landsvirkj- unar í skjálftunum á laugardag. Þorsteinn sagði að um hefði ver- ið að ræða vanaleg vinnubrögð við óvæntum truflunum í raforkukerf- inu. Þrjú háspennumöstur urðu fyrir skakkaföllum Strax eftir skjálftann voru að- stæður kannaðar í tengivirkjum Landsvirkjunar á höfuðborgar- svæðinu, aðstæður voru kannaðar í stíflum á Suðurlandi og mannvirkj- um á stöðvasvæðum en ekki er um neinar sýnilegar skemmdir að ræða, skv. upplýsingum Lands- virkjunar. Á sunnudag fóru línumenn með háspennulínum til að kanna ástand þeirra. I ljós kom að þrjú háspenn- umöstur hafa orðið fyrir skakka- föllum í skjálftanum. Möstrin standa uppi og þjóna sínu hlut- verki en stagfestur og undirstöður hafa sigið um 20-30 sentimetra. Fer viðgerð fram á næstu dögum, • , skv. upplýsingum forsvarsmanna Landsvirkjunar. Þorsteinn sagði að allt raforku- kerfið gengi eðlilega þrátt fyrir hamfarirnar á laugardaginn. Hann sagði að öll mannvirki Landsvirkjunar væru hönnuð til að standast stærstu skjálfta á Suður- landi. í þeim væri net jarðskjálfta- mæla sem Raunvísindastofnun Há- skólans rekur fyrir Landsvirkjun. Á undanförnum árum hefði fyrir- tækið unnið að margvíslegum að- gerðum til að tryggja sem best að jarðskjálftar skaði ekki rekstur raforkukerfisins. Nefna mætti að lokið væri endurbyggingu Sogs- stöðvanna þriggja (sem eru frá 4. til 6. áratugnum). Hafa þær allar verið styrktar gegn jarðskjálftum. Að mati sérfræðinga Landsvirkj- unar eiga stíflur og háspennulínur að þola vel stóra jarðskjálfta. Allar helstu stíflur á íslandi eru jarð- vegsstíflur og sveiflast með um- hverfi sínu í jarðskjálftum. Fyrir nokkrum árum fékk Landsvirkjun sérfræðing rafveit- unnar í Los Angeles hingað til lands til að fara yfir helstu lær- dóma sem menn hefðu dregið af stórum skjálftum þar. Að sögn Þorsteins kom fram að ^helsti skaðinn þar stafaði af því að búnaður var ekki nógu vel festur niður enda þótt bæði búnaðurinn og mannvirkin sem hýstu hann þyldu stóra skjálfta. I framhaldinu var gert átak hjá Landsvirkjun við að festa betur niður búnað í stöðv- um og tengivirkjum. Morgunblaðið/RAX Dúkkan sem lá í stofunni á Árbakka í Landsveit sem reið yfir Suðurland á þjóðhátíðardaginn. á húsum væri víða mikið urðu lítil meiðsl á fólki, sýnir hvað hefði getað gerst í jarðskjálftanum Þrátt fyrir að skjálftinn væri mjög harður og tjón enda margt fólk á skemmtunum f tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.