Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 1 T: Tengsl Mið-Atlantshafs- hryggjarins, gosbeltanna og jarðskjálftasvæðanna á Islandi í Kolbeinseyjarhryggur o Tjörness - _ brotabeltið Suðurlands- Reykjanes- sk'álftabeltið hryggur Stefna O Stærstu skjálftar síðan um 1700 Eldstöðvakerfi meginrekása yí og megineldstöð FÆREYJAR jersprungan ■ frvo— ZT Upptök jaröskjálfta á \ j 'js>% Miö-Atlantshafshrygg ’ 1962-1980, staðsett meif%x,VJlj | ;í ‘f alþjóölegu neti skjálftamæla. , ° Kolbeins- Skjálftar sem voru 4,5 stig . eyjar- eða meira að stærð.L'" - -L hryggur • ‘J. .• j ■ r iRÆNL/ÍND 7 60°N 'i SPANN Sambærilegur við stóra skjálfta erlendis Selfossi. Morgnnblaðið. SKJÁLFTINN sem varð 17. júní er sam- bærilegur hvað stærð snertir við skjálfta sem verða erlendis. Það er mat dr. Ragn- ars Sigbjörnssonar forstöðumanns Rann- sóknarstofnunar Há- skóla íslands í jarð- skjálftafræðum að um Suðurlandsskjálfta sé að ræða enda stærðin 6,5 á Richter kvarða. Ragnar segir skemmdir sem urðu vera mun minni en ætla hefði mátt miðað við kraftana sem skjálftinn leysti úr læðingi. Hann segir lárétta áraun í skjálftanum hafa verið jafnmikla og sem nemur þyngd mannvirkj- anna og því ekki furða þótt eitthvað gæfi eftir. 17. júní-skjálftinn hefði verið sambærilegur við síðasta stóra skjálftann í Tyrklandi en sá skjálfti hefði varað lengur. Ragnar sagði að ef skjálftinn hefði varað lengur hefðu hús hugs- anlega byrjað að hrynja vegna þess að hver sveifla sem kæmi á hús væri mikil áraun fyrir styrkleika þess. Það mætti líkja því saman þegar íþróttamaður yrði fyrir meiðslum, hann fyndi fyrst fyrir eymslum en síðan, við endurtekna áreynslu, slitnaði kannski vöðvi eða sin. Fyrirbyggjandi ráðstafanir skiluðu sér Ragnar sagði sína stofnun leggja mikla áherslu á fræðslu til fólks. Á vegum Háskóla Islands í sam- starfi við sveitarfélögin og ýmsa aðila aðra á Suðurlandi var unnið að svokölluðu SEISMIS verkefni, þar sem markmiðið var að efla forvarnir og viðbúnað gegn jarð- skjálftum, m.a. með því að kanna íbúðarhús- næði á svæðinu. Sér- stök áhersla var lögð á innanstokksmuni og frágang þeirra. Tjón á mannvirkjum núna er svipað og nið- urstöður verkefnisins gáfu til kynna. Ragnar sagði þetta verkefni hafa verið mjög gagn- legt og margir hefðu farið eftir þeim ráðleggingum sem gefnar voru. „Ég er viss um að verr hefði farið ef ekki hefði verið farið í þetta verkefni," sagði Ragnar. Einnig má nefna að í kjölfar SEISMIS verkefnisins settu veitufyrirtækin upp áætlanir um endurnýjun asbestlagna. Þá má geta þess að Landsvirkjun og Vegagerðin hafa tekið þátt í og fjármagnað jarðskjálftarannsóknir Háskóla Islands. Ragnar sagði til dæmis líklegt að Þjórsárbrúin hefði orðið fyrir skemmdum ef ekki hefði verið búið að setja undir hana sérhannaðar jarðskjálftalegur. Raforkukerfið stóðst einnig vel álagið frá jarðskjálftanum. Ölfusárbrú ótrúlega sterk Hvað Ölfusárbrúna snertir sagði Ragnar að hún væri ótrúlega sterk og hefði þolað vel skjálftann. En á sínum tíma voru ein rökin fyrir byggingu Óseyrarbrúar að hafa hana sem varabrú kæmi til stórs jarðskjálfta á Suðurlandi en Óseyr- arbrúin situr á sérhönnuðum jarð- skjálftalegum og á að þola stóra jarðskjálfta. Varðandi þá áraun sem hús og mannvirki urðu fyrir sagði Ragnar að áraunin hefði verið mjög mikil og nauðsynlegt að skoða vel öll hús sem skjálftinn reyndi sem mest á. Duldar skemmdir gætu verið á húsum þvi þegar hús yrðu fyrir mikilli áraun sem þessari þá væru þau ekki söm eftir og nauðsynlegt að yfirfara þau. Þetta væri erfitt að mæla en það væri full ástæða fyrir fólk að fá verkfræðinga og tækni- fræðinga til að meta húsin. „I okk- ar athugunum lítum við líka til húsa sem ekki skemmdust, m.a. til þess að skilja betur eiginleika sem hafa áhrif á hegðun mannvirkja í jarðskjálftum" sagði Ragnar. Fólk sé alltaf viðbúið „Fólk þarf alltaf að vera viðbúið því að geta verið sjálfu sér nægt og geta lifað af í einhvern tíma í húsi sem er eitthvað skemmt og tæknik; erfi þess ekki í fullkomnu lagi. I raun og veru getur enginn sagt fyr- ir um slíka atburði. Það er ekki hægt að reiða sig á að einhver segi,s~ mannni að maður skuli auka við- búnað allt í einu. Menn verða að halda sínu eigin viðbúnaðarstigi og vera viðbúnir þessu hvenær sem er,“ sagði Ragnar aðspurður um ábendingar til fólks. Hann sagði ennfremur að reynsla frá jarð- skjálftum sýndi að fólki stafaði mesta hættan af lausum munum sem lentu á því þegar jarðskjálfti yrði. Löngu áður en hús tækju að skemmast gerðist það að fólk fengi yfir sig lausa muni sem gætu valdift. stórslysum og jafnvel dauða. Þvi væri nauðsynlegt að ganga vel frá innbúinu og festa lausar hillur og muni, hafa t.d. ekkert í svefnher- bergjum sem gæti fallið yfir fólk. Dr. Ragnar Sigbjörnsson Bandaríska jarðvísindastofnunin US Geological Survey Jarðskjálftinn var 6,5 stig á Richter P- bylgjur Þrýstingsbylgjur. Efnið pjappast saman og gengur sundur a víxl S- bylgjur Þverbylgjur eða titringsbyTgjur, sem sveTflast pvertá útbreiðslustefnuna bylgjumar ókomnar -efnið óhreyft- ganga flekamót þar sem Norður- Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast. Norður-Ameríkuflekinn hreyfist hægt í vesturátt og Evrópu- og Asíuflekinn í austur. Vegna hreyfingar flekanna hleðst upp spenna í jarðskorpunni við flekajaðrana. Spenna hefur nú verið að hlaðast þarna upp frá síðasta Suðurlands- skjálfta, árið 1912, og þegar spenn- an fer yfir ákveðin mörk verður jarðskjálfti við það að bergið hrekkur og hluti af spennuorkunni berst burtu sem jarðskjálftabylgj- ur. Það hefur gerst í Holtum nú á þjóðhátíðardaginn og væntanlega byrjað að losna um spennuna. Mis- gengið sem myndast þvert á fleka- mótin getur verið tugir eða jafnvel hundruð kílómetra að lengd og fer stærð jarðskjálftans að nokkru leyti eftir því. Ef jarðskjálftinn er mikill getur losnað um spennuna á stóru svæði. Það tekur því langan tíma, tugi eða hundruð ára, fyrir flekahreyfingarnar að byggja spennuna svo upp, að aftur megi búast við miklum skjálfta á sömu slóðum. Reikna með fleiri stórum í framhaldi af stóra jarðskjálft- anum 17. júní hafa orðið fjölmargir eftirskjálftar. „Öll jarðskorpan er á iði eins og er og það verður að fylgjast nákvæmlega með því hvað úr þessu verður,“ segir Páll Ein- arsson. „Segja má að allt Suður- land hafi verið undirlagt, hreyfing hafi verið á öllu svæðinu,“ segir Páll Halldórsson. Nánar tiltekið hafa jarðskjálftar verið frá Torfa- jökulssvæðinu í austri og vestur undir Fagradalsfjall á Reykjanesi. Þessu fylgir mikil skjálftavirkni á Hengilssvæðinu og suður af Hest- fjalli og í Biskupstungum. Vísindamennirnir vilja ekki full- yrða til hvers þessi hreyfing á jarð- skorpunni leiðir, það er að segja hvort von sé á stórum skjálftum í kjölfarið. Páll Halldórsson segir að sagan sýni að á Suðurlandi komi oft fleiri stórir jarðskjálftar saman en erfitt sé að ræða um tímasetn- ingar í því efni. Vekur hann athygli á því að 1896 hafi skjálftahrinan gengið yfh' á hálfum mánuði, 1784 hafi það gerst á tveimur dögum og 1732 á tveimur árum. Jafnframt getur hann þess að einnig séu dæmi um stóra skjálfta þar sem ekki séu til heimildir um framhald. Páll Einarsson segir að reikna megi með því að fyrsta skjálftanum fylgi fleiri stórir skjálftar og þá væntanlega vestar á svæðinu. Reynslan sýni það. Um þetta sé þó ekki hægt að fullyrða. Spurður að því hvort von geti verið á stærri skjálfta en varð á þjóðhátíðardag- inn segir Páll Halldórsson að skjálftarnir hafi yfirleitt minnkað eftir því sem vestar hafi dregið og því verði að telja ósennilegt að von sé á stærri skjálfta. Fólk hafí varann á Almannavarnaráð sendi frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem at- hygli landsmanna var vakin á því að hugsanlegt væri að skjálftar, minni eða allt að því jafnstórir og skjálftinn 17. júní, gætu orðið á næstu dögum eða vikum vestar á Suðurlandi. Var fólk á Suðvestur- landi allt vestur um Stór-Reykja- víkursvæðið hvatt til að hafa var- ann á. Páll Halldórsson segir aðspurður um þetta að menn séu með í huga að allt svæðið sé á hreyfingu og að öflugir skjálftar hafi komið í Blá- fjöllum og Brennisteinsfjöllum á þessari öld. Hann kvaðst ekki eiga von á því að slíkir skjálftar myndu valda því að hús hryndu í Reykja- vík en leggur áherslu á að fólk ætti að vera viðbúið skjálfta og gera ráðstafanir á heimili sínu í sam- ræmi við.Ieiðbeiningar. SAMKVÆMT endurskoðaðri mæl- ingu á stærð jarðskjálftans á laugar- dag var hann 6,5 á Richterskala, sam- kvæmt upplýsingum bandarísku jarðvísindastofnunarinnar US Geo- logical Survey. Athygli hefur vakið að erlendar jarðvísindastofnanir í Bandaríkjun- um og Þýskalandi mældu skjálftann talsvert stærri eða 6,6 á Richters- kvarða strax á laugardag á sama tíma og hérlendis var talið að hann væri 5,5-6 á Richterkvarða að stærð og skýrði fréttavefúr Morgunblaðsins frá fréttum þessa efnis strax á sjöunda tímanum á laugardag. 94 mælingastöðvar Aðspurður hvemig á þessum mun á mælingum gæti staðið sagði Wav- erly Person, jarðeðlisfræðingur hjá US Geological Survey í Golden Col- orado í Bandaríkjunum ekkert vilja fúllyrða um það, en ein möguleg skýr- ing væri sú að mælingar nálægt upp- tökum jarðskjálfta gætu stundum verið ónákvæmari en mælingar stöðvar sem væru lengra í burtu. Þeir fylgdust með jarðskjálftum alls staðar á hnettinum og fengju upp- lýsingar frá mælingarstöðvum sem væm staðsettar víða um heim. Upp- lýsingar um jarðskjálftann á íslandi hefðu borist frá 94 stöðvum um heim allan, sem berist til þeirra um gervi- hnetti, og þær upplýsingar notuðu þeir til að reikna út stærð skjálftans. Samkvæmt þeim upplýsingum hefði skjálftinn reynst 6,6 á Richterkvarða. Þeir hefðu farið yfir mælingamar og reiknað stærð skjálftans út aftur eftir annarri aðferð og þá reyndist hann hafa verið 6,5 á Richter. Nákvæmara væri ekki hægt að reikna út stærð skjálftans og þetta væri sú stærð sem þeir myndu skrá hjá sér. Hann bætti því við aðspurður að þeir teldu sig geta staðið við mæling- ar sínar vegna þess hvað þeir fengju upplýsingar víða frá. Yfirleitt gætu þeir gefið út upplýsingar um stærð skjálfta eftir 1-2 tíma eftir því hvar í heiminum þeir ættu sér stað. Þeir þyrftu að bíða eftir að upplýsingar bæmst til þeirra. Það færi eftir því hvemig bylgjmmar bærust um jarð- lögin og í þessu tilviki hefðu liðið 20- 30 mínútur frá slgálftanum þangað til þeir fengu upplýsingamar um stærð hans. Þær hefðu byggst á svonefnd- um yfirborðsbylgjum sem bæmst miklu hægar en p-bylgjur sem þeir notuðu til að staðsetja skjálftann. Person sagði að skjálftar af þessari stærð væra algengir víða um heim, en þessi skjálfti á Islandi væri sá stærsti sem hefði orðið á þessu svæði frá ár- inu 1912 þegar orðið hefði skjálfti af stærðinni sjö á Richter og það væri langur tími. Aðspurður sagðist hann ekki telja miklar líkur á öðmm skjálfta af þess- ^ ari stærð. Hins vegar fylgdu venju- lega eftirskjálftar jarðskjálftum sem yrðu þetta grunnt í jarðskorpunni. Þeir gætu haldið áfram í vikur eða jafnvel mánuði, en væm iðulega miklu minni og óvíst væri að íbúar á svæðinu fyndu fyrir þeim. y-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.