Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 11
h MORGUNBLAÐIÐ Sudurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 11 Morgunblaðið/HaUdór Kolbeins Fjölskyldan Laufskálum 11 á tvo ketti sem létu sig hverfa eftir skjálftann en voru komnir heim þegar hjónin Kjartan Erlingsson og Kolbrún Hákonardóttir komu ásamt Kristínu Erlu, dóttur sinni, aö virða fyrir sér verksummerki. Viðburðaríkasti dagurinn í lífinu „ÞESSUM 17. júní á maður aldrei eftir að gleyma. Þetta er sennilega viðburðaríkasti dagurinn í lífinu," sagði Kjartan Erlingsson veitinga- maður á Hellu í samtali við Morgun- blaðið. Hús fjölskyldu hans virðist ónýtt eftir skjálftann, nánast allir lausamunir í fyrirtækinu eru brotn- ir. Gleðifréttir dagsins hurfu nánast í skuggann af hamfðrunum en Kjart- an og Kolbrún Hákonardóttir eigin- kona hans urðu afi og amma um há- degi á þjóðhátíðardaginn þegar Hannes Öm sonur þeirra eignaðist sitt fyrsta bam. Hjónin vora við vinnu á veitinga- stað sínum Kristjáni X þegar skjálft- inn reið yfir. 10-15 gestir vora að gæða sér á kaffi og vöfflum. Dætur þeirra voru við hátíðarhöldin í íþróttahúsinu og sundlauginni. „Ég stóð við barinn og var að af- greiða mann, sem var að skrifa undir Visa-nótu, þegar allt fór af stað,“ sagði Kolbrún. „Sem betur fer stóð ég við kassann en ekki við miðjan barinn, þá hefði ég fengið flöskurnar og glösin yfir mig.“ Allt hrundi úr hillum og í eldhúsinu, þar sem Kjart- an var við störf, lék allt á reiðiskjálfi, eldavélin hékk í rafleiðslunum og nær ekkert var óhreyft nema það sem boltað var niður. „Ég hugsaði bara um að komast út,“ segir Kolbrún „og ég stóð úti þegar seinni skjálftinn kom.“ Henni varð strax hugsað til dætra sinna, Kristínar Erlu og Ingunnar Heiðu, sem voru við hátíðarhöldin og skömmu síðar voru dæturnar komn- ar fram heilar á húfi. Kolbrún og Hannes fengu fljótt að vita að húsið þeirra væri stórskemmt og tveimur tímum seinna kíktu þau við heima. „Ég sá vaskahúsið og var þá nóg boðið,“ segir Kolbrún en hún fór aft- ur um kvöldið. „Þá kom annað áfall,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið á sunnudag. Á laugardagskvöldið var ekki bet- ur vitað en skjálftinn hefði verið 5,7 en síðar kom í Ijós að hann var 6,5. „Þetta er gífurlegt afl. Ég man að maður hugsaði, hvernig hefði þetta farið ef jarðskjálftinn hefði verið 7 fyrst þetta lítur svona út eftir 5,7,“ segir Kjartan. Viðbygging klofnaði frá Húsið þeirra að Laufskálum 11 á Hellu er stórskemmt og virðist ónýtt. Ekki verður betur séð en það hafi losnað af grunni sínum auk þess sem gólfplatan hefur klofnað, gengið til og komið upp um flísalögn í gang- inum. Hurðir og dyraumbúnaður hefur skekkst, veggir eru sprungnir og viðbygging nánast klofnuð frá húsinu. Rætt hefur verið um að mörg hús- anna, sem fóru illa í skjálftunum, séu komin til ára sinna en hús Kjartans og Kolbrúnar var byggt á árunum 1978-1979 og viðbyggingin er síðan 1982. Þau keyptu húsið 1994. Innandyra er ömurlegt um að lit- ast, allt á tjá og tundri. Sláandi er að koma inn í herbergi Kristínar Erlu, þar hefur stór skápur fallið ofan á rúm hennar. Eitt eru allir íbúar á Hellu og í ná- grenni sammála um: „Guði sé lof að þetta gerðist á þessum degi og þess- um tíma en ekki um nótt.“ Flestir þorpsbúar voru við hátíðarhöldin eða úti við og enginn heima meðan lausa- munir og húsgögn voru á fleygiferð í jarðskjálftanum. Kolbrún og Kjartan hafa fengið inni í sumarhúsi hjá vinum sínum og búast við að dveljast þar fyrstu dag- ana. Þau ætla að leggja höfuðáherslu á að opna Kristján X aftur sem fyrst en þótt skemmdir hafi þar orðið á lausamunum er húsið óskemmt og húsgögn í veitingasal en það eru stór og erfið verkefni sem bíða þeirra næstu vikur og mánuði eins og svo margra íbúa á Hellu og í Holtum. Heimili Kristínar Erlu, 10 ára, er mikið skemmt „Það liggur hilla á rúminu“ KRISTÍN Erla Kjartansdótt- ir, 10 ára, var við sundlaugina á Hellu þegar jarðskjálftinn reið yfir á laugardag. Hún segist hafa strax áttað sig á því hvað væri að gerast þegar jörðin skalf undir fótum hennar á þjóðhátíðardaginn. Vatnið í sundlauginni skvettist á hana. Hún segist hafa orðið mjög hrædd. Kona sem stóð við hliðina á henni tók Kristínu Erlu með sér út. Ingunn, 16 ára systir Kristínar, varð eftir inni í sund- lauginni og leitaði systur sinn- ar en var svo sagt að hún hefði farið út. Tvítugur bróðir systr- anna kom svo og sótti þær og fór með þær til móður þeirra. Kristín sagðist hafa orðið mjög fegin að sjá móður sína. Hún segist ekki hafa vitað sérstaklega hvað ætti að gera þegar jarðskjálfta bæri að höndum annað en það að hún ætti að fara út úr húsi. Heimilið í rúst Kristín segist mest hugsa um heimili sitt sem sé allt í rúst. „Það er ekki hægt að sofa í herberginu mínu, það liggur hilla á rúminu. Það er ekki hægt að labba inni í eldhúsi." Hilla sem stóð við vegginn í herbergi Kristínar Erlu féll of- an á rúmið og óhugnanlegt er að hugsa til afleiðinganna hefði jarðskjálftinn riðið yfir að nóttu til þegar fólk væri í fasta svefni. Kristín segist ekki hafa sofið nema 2-3 tíma um nóttina en fjölskyldan gisti í sumarhúsi í nágrenni Hellu. Áfallahjálp Kolbrún Hákonardóttir, móðir Kristínar, segir að dóttir sín hafi varla borðað neitt á laugardag og sunnudag og ver- ið náföl í andliti. Þá hafi hún gubbað og verið með verki í maganum. Mæðgurnar eru þó sammála um það að áfallahjálp sem Kristín fekk í grunnskól- anum á Hellu á sunnudags- kvöld hafi verið af hinu góða. Kristín Erla segir að sér líði miklu betur og gott sé að tala um upplifunina af skjálftanum. Hún ætlar að leita sér frekari áfallahjálpar. Aðspurð um hvað hún myndi gera ef hún upplifði annan skjálfta líkan þeim sem varð á laugardag segir Kristín Erla: „Ég myndi öskra og hlaupa út.“ Hún segir þó gott að vita hvað eigi að gera ef annar slyálfti ríði yfir Suðurland. Virkni á Geysissvæðinu í Haukadal hefur aukist til muna eftir skiálftana MÁR Sigurðsson, áhugamaður um Geysis- svæðið í Haukadal, segir að virkni á hvera- svæðinu í Haukadal hafi aukist til mikilla muna eftir skjálftann sem varð á Suðurlandi á laugardag. í prósentum talið telur hann að virknin hafi aukist um 20 til 30 prósent og segir að þar beri hæst virknina í Konungs- hver sem standi efst á hverasvæðinu. „Fyrir skjálftann var Konungshver nánast þurr en eftir skjálftann hefur hann lifnað við og reiknast okkur til að úr honum renni um 0,5 lítrar af heitu vatni á sekúndu," segir Már og bendir aukinheldur á að aðrir hverir sem hafi verið hálfkaldir til þessa hafi orðið heitari eftir skjálftann. „Þeir eru allir mun virkari og í þeim bull- ar og sýður," segir Már. „Þessi skjálfti hefur því orðið hverasvæðinu til góða,“ segir Már við en bætir við að auðvitað séu skelfileg þau áhrif sem skjálftinn hafi valdið annars staðar. Þegar Már er hins vegar spurður um virknina í Geysi sjálfum segir hann að Geys- ir sé mun heitari nú en hann hafi verið lengi. „Ef pokinn verður tekinn úr raufinni á honum er aldrei að vita nema hann fari að gjósa,“ fullyrðir Már að síðustu. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.