Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 9 E F AN E L UTSAUH HEFSTÁ FRÉTTIR í fullum gangi Tískuverslun • Kringlunni 8-12* Sími 533 3300 Skútan Besta setti hraðamet Dæmdir fyrir lönd- un fram- hjá vigt TVEIR menn voru í vor dæmdir til greiðslu sekta í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa landað afla framhjá vigt í Keflavíkurhöfn á síðasta ári. Skipstjóri á bát var ákærður fyr- ir brot á ýmsum lögum, meðal ann- ars fyrir að hafa ekki sinnt þeirri skyldu sinni að tryggja að 136 kíló af þorskflökum sem unnin voru um borð yrðu vigtuð á hafnarvigt. Eft- irlitsmenn Fiskistofu og lögreglan fylgdust með löndun aflans í fjór- um pokum um borð í bíl og fylgdi bílnum að fiskverkunarhúsi í Sand- gerði. Þrátt fyrir neitun ákærðu taldi dómurinn sannað að aflanum hefði verið landað og hann ekki færður á hafnarvog. Var skipstjóri bátsins og maðurinn sem ók bflnum með aflann dæmdir til greiðslu sekta. Skipstjórinn var einnig fundinn sekur um að hafa tveimur mánuð- um síðar, þegar hitt málið var enn í rannsókn, látið hjá líða að láta vigta afla sem landað var í Kefla- víkurhöfn, 120 kílóum af flöttum þorski, 68 kílóum af slægðum og hausskornum þorski og 34 kg af skarkola, ýsu og lúðu. Hann ók afl- anum sjálfur í burtu. Raunþyngd þessa afla upp úr sjó var talin vera 345 kíló og að það væri langt um- fram það magn sem unnt væri að fella undir þá skilgreiningu að vera soðning ákærða og skipverja hans. Skipstjórinn var dæmdur til að greiða 650 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og að greiða málsvarnar- laun verjanda síns. Bílstjórinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund króna sekt til ríkssjóðs og að greiða verjanda sínum málsvarnar- laun. Þá voru ákærðu dæmdir til greiðslu annars sakarkostnaðar. -------------------- Þyrla sótti konu í Land- mannalaugar ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti um áttaleytið í gærmorg- un konu sem var í barnsnauð í Land- mannalaugum og flutti hana til Reykjavíkur. Sjúkraflugið gekk vel. Konan, sem einungis er komin sjö mánuði á leið, hafði verið á tjald- svæðinu þegar kallið kom. Þegar Morgunblaðið hafði samband við fæðingardeild Landspítala við Hringbraut síðdegis í gær fengust þær upplýsingar að konan væri ekki enn búin að fæða en allt væri þó með felldu. ÚRSLIT í siglingakeppninni „Skippers d’Islande" verða ekki kunn fyrr en eftir nokkra daga því í gær voru aðeins tvær af þeim 10 skútum sem tóku þátt í keppninni komnar til Paimpol í Frakklandi. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Baldvin Björgvinsson, skipstjóra á íslensku skútunni Besta, en hún kom í mark í fyrrakvöld á mettíma, en hún sigldi um 1.300 sjó- mflna leið á fimm og hálfum sólar- hring. „Við höfum nú komist að því að við settum hraðamet," sagði Baldvin. ,jUdrei hefur skúta siglt jafnlanga vegalengd á jafn skömmum tíma og við gerðum.“ Baldvin sagði að á heildina litið hefði keppnin gengið mjög vel. „Við skröngluðumst rólega af stað í logni og léttum vindi en svo fengum við mikinn meðbyr og eftir það var bara blátt strik alla leið til Frakk- lands.“ Ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig því þegar um eins og hálfs sólar- hrings sigling var eftir fékk Besta á sig brot og við það brotnaði plata við skutinn. Þó platan sé alla jafna yfir sjólínu skvettist inn um opið og því þurfti áhöfnin að ausa og dæla úr skutrýminu á klukkustundar fresti. Baldvin sagði að skútunni yrði ekki siglt aftur til Islands, þar sem hún hefði aðsetur í Frakklandi. Hann sagði að áhöfnin myndi því fljúga heim um leið og verðlaunaaf- hendingunni lyki, en hún verður haldin hinn 23. júlí. Baldvin sagði að stefnt væri að því að halda siglinga- keppnina aftur eftir þrjú ár og að mikill hugur væri í mönnum að taka þátt í henni aftur þá. Hann sagði að einnig kæmi vel til greina að taka þátt í öðrum alþjóðlegum siglinga- keppnum í náinni framtíð. Útsala pplyði Fataátsalan byrjuð N/sérvcrslun - Fataprýði, Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347 AUGUST SILK á Islandi MeiódsöCuvcrð á 100% siCi}i í dag, SíðumáCa 35, 3. Aaeð, tyC. h-7. Peysasett peysar, aáttsett, sCoppar. LOKAÐ í DAG 2 tsalan hefst á morgun Útsala á kven- og telpufatnaði 'Xistan LAURA ASHLEY T oo Laugavegi 99 Lokað á laugardögum í sumar UTSALAN ...er í fullum gangi! Hjá QyonU Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 tmS & lau. frá kl. 10-14. Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Utsalan hefst á morgun Rita TÍ SKUVERSLU N Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.