Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Deutsche Telekom sækir á Bandaríkja- markað Frankfurt. AFP. ÞÝSKI fjarskiptarisinn Deutsche Telekom hefur gert óformlegt tilboð í bandaríska farsímafyrirtækið VoiceStream að því er haft er eftir heimildar- mönnum The Financial Times í Þýskalandi. Talið er líklegt að Deutsche Telekom þurfi að reiða af hendi meira en þrjátíu milljarða dala fyrir Voice- Stream en aðalstöðvar þess eru í Washington. Önnur fjar- skiptafyrirtæki höfðu sýnt áhuga á að kaupa VoiceStream, þar á meðal France Telekom og SBC Communications í Banda- ríkjunum. Viðræður við Deutsche Telekom eru hins vegar sagðar vera komnar vel á veg en Telekom á að sögn að hafa gert tilboð um að kaupa annað hvort meirihluta hluta- fjár eða allt hlutafé Voice- Stream. Talsmaður Deutsche Telekom hefur hvorki játað né neitað þessum fréttum. Við- skiptavinir VoiceStream voru færri en ein milljón í íyrra en gert er ráð fyrir að í lok þess árs hafi þeim fjölgað í 3,7 milljónir. Risasamruni tæknify rirtækj a San Francisco. AP. JDS Uniphase Corporation hefur keypt helsta keppinautinn í ljósleið- araframleiðslu SDL Inc. fyrir 36 milljarða dala eða um 2.760 millj- arða íslenskra króna en bæði fyrir- tækin eru með höfuðstöðvar í San Jose í Kaliforníu. Mikil samþjöppun hefur verið í þessum iðnaði undan- farin misseri en þetta er þó stærsti samruni tæknifyrirtækja í sögunni. Bæði JDS Uniphase og SDL fram- leiða vörur fyrir ljósleiðarakerfi en eftirspurn eftir slíkum vörum fer nú vaxandi vegna aukinnar notkun- ar á háhraða sjónvarps- og útvarps- sendingum á Netinu. Samkeppnis- yfirvöld í Bandaríkjunum kröfðust þess að fyrirtækin seldu ákveðna hluti starfsemi sinnar en þau eiga þó enn eftir að samþykkja samrun- ann formlega og telja sérfræðingar að samkeppnisyfirvöldin muni rannsaka samrunann og samkeppn- isstöðuna mjög gaumgæfilega. Hver hluthafi í SDL fær 3,8 bréf í hinu sameinaða fyrirtæki en það er um 50% hærra verð en fékkst fyrir hlutabréf í SDL fyrir helgina. Gengi bréfa í JDS Uniphase lækk- uðu hins vegar um 13% þegar til- kynnt var um kaupin. I lok júní keypti JDS Uniphase E-Tek Dyna- mics fyrir um 1.115 milljarða króna og SDL hefur keypt þrjú fyrirtæki í ár fyrir um 230 milljarða íslenskra króna þannig að ljóst er að JDS Uniphase er orðið gríðarlega stórt og öflugt fyrirtæki. Stefnir í mikið tap af EXPO 2000 Gestir helming’i færri en ráðgert var RÉTT rúmur mánuður er síðan heimssýningin EXPO 2000 í Hannover í Þýskalandi var opnuð en þegar stefnir í að mikið tap verði af sýningunni segir í grein sænska blaðsins Dagens Industri. Gestir sem hafa heimsótt sýning- una fyrsta mánuðinn eru um helm- ingi færri en gert var ráð fyrir og ætla má að tapið af sýningunni kunni að nema um sextíu milljörð- um íslenskra króna. Stjórnendur sýningarinnar hafa ákveðið að verja 2,7 milljörðum króna í auglýsingaherferð, lækka aðgangs- eyri og fella niður gjald fyrir bíla- stæði til þess að laða að fleiri gesti. Hundrað þúsund gestir á dag EXPO 2000 lýkur 31. október og það sem af er hafa 3,5 milljónir gesta komið á sýninguna eða um hundrað þúsund á dag en í áætlun- um var gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund gestum á dag og að alls myndu um fjörutíu milljónir gesta sækja sýninguna. Stjórnendur EXPO 2000 viðurkenna að mjög ólíklegt sé að markmiðum um fjölda gesta verði náð úr þessu. Upphaflega var gert ráð fyrir að tap af sýningunni myndi verða hátt í fimmtán milljarðar króna og átti sá kostnaður að skiptast á milli fylkisstjórnarinnar í Neðra- Saxlandi og sambandsstjórnar- innar í Berlín en nú gerir fylkis- og sambandsstjórnin ráð fyrir að tapið verði miklum mun meira eða um 57 milljarðar íslenskra króna. Menn eru sammála um að ef að- sókn á sýninguna verður jafndræm og verið hefur verði það mikill álitshnekkir fyrir þýska kanslar- ann Gerhard Schröder en hann tók á sínum tíma virkan þátt í undir- búningi sýningarinnar sem forsæt- isráðherra Neðra-Saxlands. Tveir fyrir einn iM London * m * m w I JUll frá kr. 9. Með Heimsferðum færðu besta verðið til London í júlí, og með því að bóka núna getur þú tryggt þér ótrúlegt tilboð til heimsborgarinnar. Þú bókar 2 sæti, greiðir fyrir annað og færð hitt frítt. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, og hjá okkur getur þú valið um úrval hótela í hjarta London á frábæru verði. Flug til London á fimmtudögum, frá London á mánudögum. Verðkr, 9.500 Fargjald kr. 19.000/2=9.500. Flug- vallaskattar kr. 3.790, ekki innifaldir Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ekki fljúga á nóttunni þegar þú getur flogið á daginn. Brotttarir 13. iúlf 20.IÚII 27. júll r Merkingar föt og skó áfögo Laugalækur 4 • S: 588-1980 UCRETE HKa-og efnaþolnu golfefmn Nú fáanleg >9 Gólflaenir lONtDAIUOlF C7 Stoi: 6*41740, fíx: SS4 1 Mikill upp- gangur í Stokkhólmi „FÓLK hefur yfirleitt mikið af góð- um hugmyndum en það getur verið erfitt að koma þeim á framfæri eða láta þær rætast. Hindranirnar geta verið af mörgum toga og svo ég taki dæmi af Svíþjóð þá má eiginlega segja að almenna viðhorfið sé eða hafi verið að ekki sé sérstaklega eft- irsóknarvert að stofna fyrirtæki því fyrirtækin geri ekki annað en að græða og arðræna vinnandi fólk. Samt er staðreyndin sú að fyrirtæki er ekki annað en ákveðin skipulagn- ing um draum sem menn vilja láta rætast," segir Bo Lindblatt, for- stjóri EPO.COM en hann kom hing- að til íslands og hélt fyrirlestur á vegum First Tuesday á íslandi. Starf First Tuesday er einfalt og felst einkum í uppákomum þar sem þeim sem vinna að upplýsingatækni og fjárfestum gefst kostur á að hitt- ast í afslöppuðu andrúmslofti, mynda viðskiptatengsl og ræða hugmyndir sínar. Góð reynsla af starf inu í Svíþjóð „Lengi vel voru það eingöngu miðaldra menn í jakkafötum og bindi sem sáu um fyrirtækjarekstur eða stofnuðu fyrirtæki, þetta voru fyrirmyndirnar en nú hefur þetta breyst mjög. Það hefur verið mikill uppgangur í upplýsinga- og tækni- geiranum í Stokkhólmi og þar hefur skapast sérstakt andrúmsloft. Flestir í þessum geira eru tiltölu- lega ungir og viðhorf þeirra og hegðun er önnur en stjórnenda hinna hefðbundnu fyrirtækja. Þeir vilja framkvæma hlutina á annan hátt og það skiptir þá miklu máli að vinna að spennandi hugmyndum. Þetta eru í raun nýjar fyrirmyndir í viðskiptalífinu miðað við það sem áður þekktist. Samstarf starfs- manna er líka nokkuð öðruvísi en þekkist í hefðbundnum fyrirtækj- um. Aðspurður segir Bo að reynslan af starfi First Tuesday í Svíþjóð hafi verið mjög góð. Það sé mikilvægt fyrir fólk í upplýsinga- og tækni- geiranum að geta hist og skipst á skoðunum í afslappaðra andrúms- lofti en tíðkast á hefðbundnum við- skiptafundum og allmörg raunhæf verkefni hafi komið í kjölfar funda First Tuesday í Stokkhólmi. First Tuesday leggi mikla áherslu á mikil- vægi frumkvöðulsins og sé því vett- vangur fyrir hann til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Bo Lindblatt segir að sér lítist mjög vel á það sem sé að gerast hér á íslandi í upplýsingageiranum. Þá hafi það komið sér mjög á óvart hversu vítt menn sækja menntun sína. Bo segir að staðsetning Is- lands mitt á milli Evrópu og Amer- íku bjóði upp á mörg spennandi tækifæri, andrúmsloftið hér sé mjög alþjóðlegt og það sé mikill styrkur. Býður kynningar- aðstoð á Agora NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins hefur ákveðið að bjóða völdum frumkvöðlum og ungum fyrirtækj- um kynningaraðstoð á Agora, al- þjóðlegri fagsýningu þekkingariðn- aðarins, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 11.-13. októ- ber næstkomandi. Aðstoð Nýsköp- unarsjóðs felst í niðurgreiðslu leigu á sýningarsvæðinu auk aðstoðar við tengslamyndun. Svæðið sem sjóður- inn býður aðgang að er um 100 fer- metrar að stærð og nefnist Frum- kvöðlahreiður Nýsköpunarsjóðs. Forvígismenn Nýsköpunarsjóðs hafa jafnframt ákveðið að kynna sjóðinn og þau verkefni sem hann tekur þátt í sérstaklega á Agora. Aðstandendur Agora gera ráð fyr- ir 12-15.000 gestum. í kjölfar sýn- ingarinnar verður haldið málþing á Grand Hóteli Reykjavík laugardag- inn 14. október undir yfirskriftinni: „Þekkingarþjóðfélagið ísland." ■9W " 'wir - ~ • .................................. "'mssvjRmw ~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.