Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá vígslu minningarreitsins í Selfosskirkjugarði. Oddur Þ. Hermannsson landslagsarkitekt, séra Ulfar Guð- mundsson, prófastur Árnesprófastsdæmis, Guðrún Eggertsdóttir, djákni við Selfosskirkju, séra Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur og séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti. NÝVERIÐ hlaut Sigurbjörg Ólafs- dóttir, frjálsíþróttakona í Ung- mennasambandi Austur-Húnvetn- inga, 100 þúsund króna styrk úr frjálsíþróttasjóði USAH. Sigurbjörg, sem er 13 ára, á íslandsmet í 60 m hlaupi telpna innanhúss og ekki er langt síðan hún setti íslandsmet í 80 m grindahlaupi utanhúss í flokki 13- 14 ára telpna á móti Gogga galvaska. Minningar- reitur vígð- ur við Sel- fosskirkju Selfossi - Minningarreitur um þá sem í fjarlægð hvfla var vígður á sunnudag að lokinni messu í Sel- fosskirkju. Reiturinn er austast í kirkjugarðinum og gengu kirkju- gestir til reitsins eftir messu og voru viðstaddir helgunarathöfn sem Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup sá um. Reiturinn er hannaður af Oddi Þ. Hermannssyni landslagsarki- tekt á Selfossi. Reiturinn er stein- iagður og í honum miðjum er sæti. Stuðlabergssteinar mynda umgjörð um reitinn og eru þeir tákn fyrir postulana. Á einum steininum er kross og áletraður skjöldur. Reiturinn gefur fólki möguleika á því að eiga kyrrláta stund á helgum stað til að minnast ástvina sem hvfla í fjarlægð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Afrekskonan Sigurbjörg Ólafsdóttir tekur hér á móti styrk úr afreks- mannasjóði USAH úr hendi Björgvins Þ. Þórhallssonar, formanns USAH. Hlaut 100 þúsund krdna styrk frá USAH Sasha - kr. 39.800,- Bedford - kr. 24.900,- Kingston - kr. 9.900,- Uppgefið verð er staðgreiðsluvcrð QI5°J Smiðjuvegi 6D Rauð gata 200 Kópavogur Sími 554 4544 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Systurnar frá Miðkoti í Fljótshlíð að lokinni gróðursetningnni. F.v. Isbjörg, Margrét, Bóel, Guðrún og Kristín. Gróðursettu til minningar um föður sinn Hvolsvelli - Afkomendur Sveins ísleifssonar frá Miðkoti í Fljóts- hlíð héldu upp á að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans hinn 18. júní sl. með því að gróðursetja 500 tré rétt við Hvolsvöll. Sveinn og kona hans, Ingibjörg voru meðal frumbyggja á Hvolsvelli, og þegar þau fluttust þangað gerðurst þau frumkvöðlar í trjá- rækt á staðnum. Því fannst af- komendum þeirra tilhlýðilegt að heiðra minningu þeirra hjóna með veglegri gróðursetningu í útjaðri þorpsins. Á annað hundrað manns mætti við gróðursetninguna og að henni lokinni var farið að Breiðabólstað að leiði þeirra hjóna og átti fjölskyldan síðan saman eftirminnilega stund í kirkjunni. Alls eignuðust þau hjónin Isleifur og Ingibjörg 7 börn, 6 dætur og einn son og eru afkomendur þeirra á annað hundrað. Ferðalangar í skógarlundi við Hvammstanga. Ferðast um landið á Farmal Cub Hvammstanga - Sérkennilegur ferðamáti vakti athygli fréttarit- ara Morgunblaðsins á dögunum, er hann mætti fagurrauðri drátt- arvél með vagn, sem minnti á landnemavagn úr villta vestrinu. Hér reyndust á ferð hjónin Helgi Guðmundsson og Júlía Gunnars- dóttir, úr Vogum á Vatnsleysu- strönd, ásamt syni sínum Sindra Snæ, sem er 8 ára. Hugmyndin að ferðamátanum hafði mótast um nokkurt skeið og varð að veruleika nú á afmælisári landafunda. Sagði Helgi að líkja mætti ferð þeirra við ferð vík- ingaskips til Grænlands og Amer- íku. Dráttarvélin er Farmal Cub, 45 ára gömul, ættuð úr Eyjafjarð- arsveit, vagninn smiðaður upp úr vagni sem keyptur var hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna en annar búnaður heimafenginn. I vagnin- um var flatsæng fyrir ferðafólkið, en framan á sæti fyrir farþegana, búin öryggisbeltum. Ferðin hófst í Vogum og lá um Laugarvatn, það- an yflr Kjöl til Blönduóss. Þaðan var síðan haldið sem leið lá suður yfir Holtavörðuheiði til Faxaflóa- svæðisins. Gerði Helgi ráð fyrir að fcrðin tæki 14 daga. Helgi sagði ferðina alfarið á eigin forsendum, mjög margir hefðu spurt um fyrir hverju þau væru að safna. Hann vildi koma á framfæri þökkum fyrir afar gott samstarf við lögreglu á leið þeirra, vissulega væri Kubburinn ekki með öryggisgrind, hann væri alveg óbreyttur, utan eins baksýn- isspegils. Ferðin kostaði talsvert því bens- íneyðsla er um 20 lítrar á 100 km. Kubburinn, eins og þessar vélar voru kallaðar á sinni tíð, væri tæknilega vel gerður og mætti líkja honum við Hummer í flokki bifreiða í dag. Þau hjón vildu þakka fyrir afar góðar viðtökur á ferð sinni og héldu sína leið, á 10 km hraða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.