Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 45 FRÉTTIR Textílkjallarinn SLATTUORF ... sem slá í gegn! ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 -Slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Fj ölskylduhátíð á Stöðvarfírði Styrkir úr Menningar- sjóði vestfírskrar æsku ÁRLEG hátíð Stöðfirðinga sem nefnist St0ð í Stöð verður haldin dagana 13. til 17. júlí. Dagski-áin er sniðin fyrir alla fjölskylduna. Jón Gnarr sýnir leikþáttinn „Ég var einu sinni nörd“, Skriðjöklarnh- spila fyr- ir dansi ásamt Agli Olafssyni, slegið verður upp harmónikkuballi og þrjár stöðfirskar unglingahljómsveitir koma fram svo eitthvað sé nefnt. Stpð í Stöð var fyrst haldin árið 1996 til að fagna hundrað ára versl- unarafmæli staðarins og hefur hátíð- in öðlast fastan sess í lífi Stöðfirð- inga. Nafnið er valið til heiðurs og varnar þeim vanmetna framburði, flámælinu. Dagskrá hátíðarinnar er á þessa leið: Fimmtudaginn 13. júlí: Opnuð myndlistarsýning Kristjáns Jóns- sonar og Sigurbjarnar Jónssonar á veitingastaðnum Svarta folanum. Þeir hafa báðir haldið fjölda sýninga víða um land en þetta er íyrsta sam- sýning þeirra. Föstudaginn 14. júlí: Leiktæki fyrir börnin á Balanum. Gönguferðir um stöðfirsk fjöll og dali. Unglinga- ball í Samkomuhúsinu kl. 22 þar sem hvorki fleiri né færri en þrjár stöð- firskar hljómsveitir koma fram. Þær eru Remus, Sýrutripp og Cupid og þreyta hér frumraun sína opinber- lega. Blúsveisla á Svarta folanum þar sem fram koma Garðar Harðar og The Norwegian Woods sem eru norðfirskir tónlistarmenn. Sunnudagur 15. júlí: Gönguferðir að morgni dags ef sólin skín ekki of skært. Kl. 13 hefst dorgveiðikeppni sem er öllum opin og stendur í eina klukkustund. Veitt eru verðlaun annars vegar fyrir stærsta fiskinn og hins vegar mesta aflann. Útimarkað- ur verður starfræktur fyrir ofan samkomuhús Stöðfirðinga. Þar verð- ur á boðstólum ýmislegt handverk og annar varningur. Klukkan 16 verður lagt af stað á vörubílum inn á svonefndan Græna bala þar sem verður grillað, sungið og farið í leiki. Kl. 20:30 hefst í íþróttahúsinu skemmtidagskrá Jóns Gnarr en sýn- ingin hefur gengið fyrir fullu húsi í Reykjavík í marga mánuði. Kl. 23 hefst í Samkomuhúsinu dansleikur með Skriðjöklum sem Stöðfirðingar minnast enn með hlýju frá því á síð- asta ári. Þeim til aðstoðar verða tveir gestasöngvarar, Egill Ólafsson og Karl Örvarsson. Sunnudagur 16. júlí: Að göngu- ferðum frátöldum hefst dagskrá sunnudagsins kl. 14 með minningar- hlaupi um íþróttakonuna Önnu Mar- íu Ingimarsdóttur. Keppt er í fimm aldursflokkum og fer skráning fram á staðnum. Að hlaupinu loknu er boðið upp á kaffi og veitingar í grunnskólanum í boði Landsbank- ans. Útimarkaðurinn er opinn á sunnudag, myndlistarsýningin opin og leiktæki á sínum stað en kl. 16 hefst fótbolti á íþróttavellinum. Þar etur 5. flokkur Súlunnar kappi við nágranna sína og jafnvel foreldra einnig. Dagskránni lýkur á sunnudags- kvöld með harmónikkuballi þar sem Guttormur Sigfússon þenur nikkuna af alkunnri snilld. Ballið hefst kl. 21 á Svarta folanum. EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhalds- náms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öllu jöfnu njóta eftirtaldir forgangs: Ungmenni sem misst hafa fyrir- vinnu, föður eða móður og einstæð- ar mæður. Konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. Ef engar umsóknir eru frá Vest- fjörðum koma til álita umsóknir Vestfirðinga búsettra annars stað- ar. Félagssvæði Vestfirðingafélags- ins er ísafjarðarsýslur, ísafjörður, Stranda- og Barðastrandarsýslur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlí til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku, c/o Sigríður Valdimarsdóttir, Birkimel 8b, 107 Reykjavík og skulu fylgja meðmæli frá skólastjóra eða öðrum sem þekkja viðkomandi nem- anda, efni hans og aðstæður. Síðasta ár voru veittar 440 þús- und krónur til fjögurra ungmenna frá Vestfjörðum. í stjórn eru: Sig- ríður Valdimarsdóttir, Halldóra Thoroddsen og Haukur Hannibals- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.