Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 16

Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Brotist inn í Verkmenntaskólann Miklar skemmdir unnar Ljósmynd/Rúnar Pór Björnsson Peningaskápurinn sem var brotinn upp, en þjófamir höfðu ekkert fémætt upp úr þessum skemmdarverkum. MIKIÐ tjón var unnið við innbrot í Verkmenntaskólann á Akureyri en tilkynnt var um það á mánudags- morgun. Innbrotið virðist hafa átt sér stað einhvem tímann um aðfaranótt mánudagsins. Farið var víða um skólann, m.a. um skrifstofuálmu hans þar sem brotnar voru upp hurðir að skrif- stofum starfsmanna „á grófasta máta“ svo notað sé orðalag lög- reglu. Greinilegt var að þeir sem þama vora að verki vora að leita að einhverju fémætu, því öll skrifboð og skápar sem á vegi þeirra urðu vora brotin upp. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans, sagði ljóst að þarna hafí miklir ógæfumenn verið á ferð. „Aðkoman hér á mánu- dagsmorguninn var hræðileg. Allar læstar hurðir hér í stjómunarálm- unni höfðu verið brotnar upp. Ýmist hafði glerið verið brotið í þeim eða þeim hafði verið sparkað úr kör- munum. Glerbrot lágu því hér um allt,“ sagði Hjalti Jón. Hann sagði að þjófamir hefðu enn fremur kom- ist inn í málmsmíðaverkstæði skól- ans og náð sér þar í tæki og tól til að bijóta upp peningaskáp. „Þeir höfðu ekkert upp úr krafsinu enda engir peningar geymdir í skóla að sumrinu. Þjófarnir hafa greinilega eingöngu verið að leita eftir pening- um því að þeir létu sem betur fer tölvubúnað skólans alfarið eiga sig,“ sagði Hjalti Jón. Hann segir að tjónið sé fljótt á lit- ið metið á aðra milljón en verið er að meta það til fulls. Hjalti Jón segir að flestir eða allir framhaldsskólar í Reykjavík hafi komið sér upp þjófavarnarkerfi. „Við höfum verið með það í skoðun í vetur og þetta flýtir fyrir því að því verði komið upp. Við eram greini- lega ekkert undanskildir þessari Hér sést inn í aðstöðu nem- endafélagsins, en þar var hurð- in brotin upp og öllu umbylt. vá,“ sagði Hjalti Jón. Hann segir að það virðist vera nauðsyn á eftirlits- kerfí þrátt fyrir reglubundið eftir- lit, innbrotið sýni það. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hefur málið til rannsókn- ar. Óvenjumiklir vatnavextir hafa verið í Jökulsá á Fjöllum Hlýindi, Heklugos og Dyngju- jökull valda vatnavöxtum ÓVENJUMIKLIR vatnavextir hafa verið í Jökulsá á Fjöllum síðustu daga en eftir að fór að kólna skömmu fyrir helgi sjatnaði í ánni. Mjög hlýtt var hins vegar á hálendinu í gær, til að mynda var um 22 stiga hiti í Herðubreiðarlindum um miðjan daginn að sögn landvarðar. Ástæður vatnavaxtanna era mikil hlýindi, aska úr Heklu- gosi sem gerir að verkum að jökullinn bráðnar hraðar og framskrið Dyngjujökuls. Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar, sagði að í síðustu viku hefði óvenjumikið vatn verið í Jökulsá á Fjöllum og í Kreppu og tengdist það miklum hlýjundum og hvassri sunnanátt. Heldur kólnaði svo kringum helgina en nú væri aftur orðið mjög hlýtt á þessum slóðum og vatnið því á uppleið að nýju. Þegar hlýj- ast var í liðinni viku var hitinn um og yfir 20 gráð- ur, en í fyrradag mældist hitinn um 15 gráður. „Hitinn fer hækkandi og þá getur farið svo að aft- ur komi hrokavatn í ána,“ sagði Árni. Dyngjujökull framskriðinn og sprunginn Miklar leysingar nú sagði hann stafa af því að snjó hefði tekið upp neðarlega í jöklinum en það gekk mjög fljótt fyrir sig vegna þess að þar var aska úr síðasta Heklugosi. Leysingin væri þannig komin mjög hátt í jöklana og leysti jökulinn í raun hraðar en snjóinn. Það sem hins vegar skipti ekki síst máli að sögn Árna væri framskrið Dyngjujök- uls. Hann gengi fram á nokkurra áratuga fresti og væri einmitt nú að ljúka framskriði sem þýddi að hann væri allur framgenginn og spranginn og því væri leysing mun örari þar en við venjuleg skil- yrði. „Þetta gerir að verkum að við sjáum mun meira vatn í Jökulsá á Fjöllum en vant er,“ sagði Árni. Vatnsrennslið var helmingi meira en vant er Rennsli við Upptyppinga fór langt yfir 400 rúm- metra á sekúndu þegar mest var, sem er helmingi meira en venjulega, en að sögn Árna þykir mikið ef rennslið þar er um 250 rúmmetrar á sekúndu í venjulegu ári. Við Grímsstaði nálgaðist rennsli 750 rúmmetra á sekúndu sem einnig er mun meira en menn eiga að venjast jafnvel þó að hiti sé mikill. Hlýindi síðustu daga hafa orðið til þess að vatnavextir hafa að nýju aukist í Jökulsá á Fjöllum og sagði Ámi að í kjölfarið gæti skapast ágangur því áin væri víða bakkafull.„Það yrði auðvitað verst ef kæmu einhverjar jökulhlaupsskvettur of- an í þessa miklu leysingu líkt og gerðist í fyrra þegar kom snöggt hlaup ofan í mikla sumarleys- ingu,“ sagði Árni en í því hlaupi urðu skemmdir í Krepputungu og brú yfir ána í Óxarfii'ði varð fyrir tjóni. Árni sagði að vatn væri farið að safnast sam- an í Hnútulón í Kreppu, en það væri enn sem kom- ið er ekki orðið mildð. „Það er hins vegar fljótt að gerast ef hiti verður mikill.“ Hlýttí Herðubreiðarlindum Þórann Sigþórsdóttir, landvörður í Herðubreið- arlindum, sagði að geysimikið vatn hefði verið í Jökulsá í síðustu viku, en það hefði sjatnað nokk- uð. Ekki hefði hlotist tjón af en ófært hefði verið um tíma fyrir litla bíla inn í Lindir. Mikill hiti var í Herðubreiðarlindum í gærdag að sögn Þórannar, um 22 stig í skugga. Starfsmenn frá Vegagerðinni á Akureyri skoð- uðu farveg árinnar niður undir sjó, við svonefnt Bakkahlaup, í fyrradag, m.a. í því skyni að athuga hvort vegir og mannvirki væra í hættu yrðu áframhaldandi vatnavextir í ánni. Dekraðu við þig um helginaí Ástareldurinn - kvcikir I þér! Siökunarbaðolían "tíi Að ógleymdri Nærandi sólbaðsolíunni! 20% afsláttur og kynningar Skólavörðustíg, miðvikud 2. ágúst kl. 12-15. Kringlunni, fimmtud. 3. ágúst U. 17-20. Smárauum, fðstud. 4. ágúst U. 14-17. (Sheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni og Smératorgi Morgunblaðið/Margrét Þóra Þriggja bíla árekstur ÞRIGGJA bfla árekstur varð á mótum Glerárgötu og Grænugötu í gærmorgun. Að sögn lögreglu vildi slysið þannig til að bfll, sem ekið var suður Glerárgötu, beygði fyrir bfl á norðurleið, þeir skullu saman og lentu síðan á bfl sem beið á biðskyldu í Grænu- götu. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki. Tundur- dufl gert óvirkt TILKYNNING um tundurdufl við Geldingsá, yfir í Vaðlaheiði, barst lögreglunni á Akureyri í fyrra- kvöld. Að sögn lögreglu komu tveir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunnni og fundu þarna á milli tvö og þrjú hundruð kíló af virku TNT sprengiefni. Duflið var síðan flutt upp á heiði og þar var kveikt í efninu og því eytt. Duflið mun hafa verið þarna síð- an eftir seinna stríð. Ferðafélag Akureyrar Þeista- reykir og Jökuls- árgljúfur RÚTUFERÐ um Þeistareyki og Jökulsárgljúfur verður far- in á vegum Ferðafélags Akur- eyrar um verslunarmanna- helgina, eða dagana 5. til 6. ágúst. Gist verður í svefnpoka- gistingu. Fararstjóri verður Guð- mundur Gunnarsson. Næsta ferð á vegum félags- ins verður fjögurra daga gönguferð frá Herðubreiðar- lindum um Bræðrafell í Dreka þar sem gist verður í skálum félagsins en þessi ferð verður dagana 8. til 11. ágúst. Þá verður fimm daga gönguferð frá Dreka í Svartárkot á dag- skrá dagana 11. til 15. ágúst næstkomandi. Gist verður í skálum félagsins. Nokkur pláss era laus í þessar tvær ferðir. Skrifstofa félagsins er opin frá kl. 16 til 19 vikra daga og þar fer fram skráning í ferðir og veittar era upplýsingar um þær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.