Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 52

Morgunblaðið - 02.08.2000, Side 52
.52 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Það er slæmt að byija ökuferilinn með fantaskap, svikum og prettum, segir greinarhöfundur. Ferdinand Smáfólk HERE'5 THE BOOK VOU'RE 5UPP0SEP TO REAP THI5 5UMMER ..IT‘5 CALLEP ‘‘TE550FTHE D'URBERVILLE5" Hér er bókin sem þú átt að lega í sumar.. Hún heitir “Þura í Þaraþorpum” Þura í hverju? Þetta er góður titill.. ég verð að muna hann Enn og aftur um bilatryg'g1- ingarnar Frá Hákoni H. Kristjónssyni: HÉR KEMUR bráðskemmtileg saga úr umferðinni í Reykjavík. Ég ók Sæbraut austur um daginn og var á hægri akrein í akstursröð bíla. Ekki var samfelld bílaröð á vinstri akrein er saga þessi hefst, en hún hefst eiginlega með því að stór jeppi á vinstri akrein dregur mig uppi og skellir hægra framhjóli utaní vinstra afturbretti og vinstra afturhjól hjá mér og þýtur síðan áfram fram úr mér. Þegar hann var kominn fram fyrir sá ég og konan mín, sem með mér var, bílnúmerið eins greinilega og þú lesandi góður sérð þessar lín- ur. Númerið var strax skrifað niður og ekki stoppaði jeppagæinn. Ég var með símann í vasanum og hringdi strax í lögregluna. Sagði frá hvað gerðst hefði og bað þá að fara á móti kauða. Já við reynum það, sagði lög- reglumaðurinn. Við töluðum aðeins meira saman og ég lýsti lit jeppans. Já, það stemmir, sagði lögreglumað- urinn og var auðsjáanlega búinn að fá nafn og númer upp á skjáinn hjá sér. Ekki var minnst á stút við stýr- ið, en hefði strákurinn verið á hægri akrein og ekið eins og hann gerði, þá hefði jeppinn að öllum líkindum hoppað upp á gangstétt, ef til vill lent á næsta ljósastaur og jafnvel kannske á manneskju á gangstétt- inni. Ja hérna, svona verða slysin. Ég grennslaðist ekkert fyrir um gang málsins hjá lögreglunni fyrr en skömmu áður en bíllinn átti að fara í viðgerð. Ég hélt satt að segja að málið væri í einhverjum venju- bundnum farvegi hjá lögreglu. Ég talaði við starfsmann tryggingarfé- lags jeppans sem í þessu tilfelli er Tryggingarmiðstöðin. Hann sagði mér að ég fengi ekki bætur út á þá lögregluskýrslu sem þeir hefðu und- ir höndum og til að fá bætur þyrfti ég að útvega frekari gögn. Þaðan hef ég það, að tveim dögum eftir „óhappið" er eigandinn spurður af lögreglu. Ekki er þess getið að reynt hafí verið að ná tO hans fyrr. Hann sagðist ekki hafa verið á Sæbraut- inni á umræddum tíma og ekki hafði hann lánað jeppann. Ekki sést af skýrslunni hvort hann var spurður að því, hvar hann hefði verið og það- an af síður í hvers félagsskap, enda er slíkt hinn mesti fruntaskapur lög- reglu og sést aðeins í amerískum kvikmyndum af verstu gerð. I skýrslunni segir, að á mínum bfl sé hvítur og svartur litur á áverka- staðnum og að á hjólbörðum jeppans (ég skýt því hér inn til gamans að þeir eru svartir) sé tegundarnafn með hvítum stöfum. Síðan kemur orðrétt: „Á hægra framhjólbarða mátti sjá að málningin á stöfunum var máð til yfir hjólbarðann á nokkr- um stöðum. Skoðuðum við aðra hjól- barða bifreiðarinnar og reyndist þetta vera eini hjólbarðinn sem sjá mátti að málningin hefði runnið til á.“ Lögreglumennirnir geta þess í skýrslu sinni að eigandinn hafí enga skýringu gefíð á því „af hveiju máln- ingin á hægri hjólbarða að framan væri runnin til.“ Ekki er þess getið í skýrslunni hvort mynd var tekin af hjólinu eða málningarsýni. Ég tek máli þessu létt og lít á það sem hálfgerðan brandara enda er ég tryggður í bak og fyrir hjá Sjóvá/ Almennum. Ég er hvorki einstæð móðir né öryrki og hefi blessunar- lega alltaf verið bjargálna svo sjálfsábyrgðin sligar mig ekki fjár- hagslega, en þú lesandi góður kannt að verða að bera þinn hluta af þessu tjóni eins og svo mörgum öðrum og skyldi engan undra þótt iðgjöldin séu há. Það er bara verst með strák- inn sem byrjar sinn feril með fanta- skap, svikum og prettum, því hvað ungur nemur sér gamall temur. HÁKON H. KRISTJÓNSSON, Hverfisgötu 16/A, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Jk,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.