Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 22

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐID - irvoöawii Verð á lítra MáLRiISABtfiRSLARIR HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁUAINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFRA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti __________VIÐSKIPTI_____ Leiftursókn banda-1 rísku netfyrir- tækjanna í Evrópu I BANDARÍKJAMENN eru nú á góðri leið með að taka markaðinn fyr- ir rafræn viðskipti (e-commerce) í Evrópu með leiftursókn, segir í nýrri grein í Business Week. Bandarísku netfyrirtækin fóru sér raunar hægt í byrjun enda sýnir sagan að fyrir- tækjum frá Bandaríkjunum hefur gengið misjafnlega að fóta sig á mörkuðunum Evrópu. En netfyrir- tækin bandarísku virðast nú eiga til- tölulega auðvelt með að ná fótfestu í Evrópu enda má segja að þau hafi nokkuð forskot - sumir segja tveggja ára - á netfyrirtækin í Evrópu þar sem rafræn viðskipti hófust mun fyrr í Bandaríkjunum. Yahoo! með forystu í Evrópu Yahoo! er nú stærsta netfyrirtæk- ið í Evrópu og heimsóknir á síður Ya- hoo! í Evrópu eru til að mynda tvöfalt fleiri en á heimasíður T-Online, sem Deutsche Telekom á, en T-Online er stærsti evrópski netþjónustuaðilinn. Og sölutekjur bandaríska fyrirtækis- ins eBay Inc.nema 87 milljónum dala en það eru áttfalt meiri tekjur en að- alsamkeppnisaðilinn, QXL í Lundún- um, getur státað af. Sérfræðingur Intemational Data Corp, segir að sölutekjm- Amazon í Evrópu séu nú orðnar fimm sinnum meiri en hjá helsta keppinautinum, netfyrirtæk- inu BOL, sem er í eigu Bertelsmann. Þannig má segja að bandarísku net- fyrirtækin séu að afsanna þá lífseigu kenningu að Bandaríkjamenn kunni ekki að markaðssetja vörur sínar eða þjónustu í Evrópu. Breytingarnar hafa verið mjög snöggar, segir í Business Week, því fyrir rétt um ári voru stjórnendur evrópsku netfyrirtækjanna fullir bjartsýni, mikill spenningur var kringum frumútboð í evrópsku net- fyrirtækjunum og stjómendur þeirra töldu sig geta slegið Bandaríkja- mönnum við, bæði með því að vera fyrri til inn á markaðina í Evrópu auk þess sem þeir töldu sig þekkja markaðina miklum mun betur. Allt benti til þess að ljós fyrirtækja á borð við Boo.com, Freeserve og lastmin- ute.com myndi skína skært í heimi netviðskiptanna í Evrópu. En nú er Boo.com farið á hausinn, Freeserve er til sölu og gengi hlutabréfa í last- minute.com hefur hríðfallið. Á sama tíma virðist bandarískum netfyrir- tækjunum vegna mjög vel í Evrópu. Afleiðingin er sú að nýtt valdakerfi hefur verið að myndast á netmarkað- inum í Evrópu. Efst tróna stóru símafyrirtækin Deutsche Telekom og France Telécom en við hlið þess- ara risa standa nú öflug bandarísk netfyrirtæki en ekki evrópsk. Ein helsta ástæða þessara breyttu valda- hlutfalla er leiðrétting á gengi bréfa í evrópskum tæknifyrirtækjum og þó einkum netfyrirtækjum í vor en hún varð til þess að sum evrópsku fyrir- tækjanna gátu ekki lengur aflað sér fjár á hlutabréfamarkaði og staða annarra fyrirtækja varð ákaflega veik. Og þau fyrirtæki sem hafa lifað þessar hræringar af keppast nú við að sameinast eða yfirtaka önnur fyr- irtæki því ljóst er að mikil samþjöpp- un mun einkenna netmarkaðinn á komandi árum. En bandarísku net- fyrirtækin hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og hafa einnig keypt net- fyrirtæki í Evrópu. Fá og stór netfy rirtæki verða ráðandi á markaðinum Allar líkur eru á að þegar hræring- amar í Evrópu verða um garð gengn- ar muni tiltölulega fá netfyrirtæki vera með ráðandi markaðshlutdeild, s.s. T-Online og Wanadoo sem France Telécom rekur auk þess sem telja má líklegt að fyrirtæki á borð Vodafone og Airtouch ætli sér skerf af þessari köku. En bandarísku fyrir- tækin sjá mörg tækifæri í Evrópu. Tekjur af netviðskiptum í Evrópu námu 5,4 milljörðum dala í fyrra en það er einungis einn sjötti hluti af veltu netviðskipta í Bandaríkjunum. Engu síður gera sérfræðingar ráð fyrir að netmarkaðuriunn í Evrópu muni vaxa gríðarlega hratt á næstu árum. Sérfræðingar á ráðgjafaskrif- stofunni Forrester Research í Bost- on hafa til að mynda spáð því að velt- an á netmarkaðinum í Evrópu verði komin í 2,6 trilljónir dala árið 2004. Þekkingin og reynslan nýtast beint Bandaríkjamenn hafa ríka reynslu af því að heiman hvernig best er að nýta sér markaði sem vaxa svo hratt. Bandarísku netfyrirtækin hafa líka forskot og hefur gengið vel að nýta sér tækniyfirburði sína í Evrópu á mörgum sviðum netviðskipta. Og svo virðist sem ekki séu sérstakar hindr- anir í að yfirfæra reynslu og þekk- ingu bandarísku netfyrirtækjanna á Evrópu. Enda þótt útibú Amazon í Lundúnum selji einkum geisladiska með breskum hljómsveitum og söngvuimm þá má segja að uppbygg- ing skrifstofuhalds, dreifing og markaðssetning sé flutt inn hrá frá Bandaríkjunum. „Við getum notað um 80% af viðskiptalíkani okkar hér í Evrópu án þess að breyta í raun nokkru,“ segir framkvæmdastjóri Amazon í Bretlandi. Bandarílgamenn hafa einnig gefið því góðan gaum hver eru sterkustu markaðssvæðin. Um 80% af öllum netviðskiptum í Evrópu fara fram í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Og enda þótt ekkert bandarískt fyr- irtæki sé í efsta sæti yfir mestu net- viðskiptin í þessum löndum þá vegn- ar þeim samt vel. Yahoo! sem starfar í átta löndum Evrópu er í öðru og þriðja sæti í öllum þessum löndum en það dugar til þess að koma því í fyrsta sæti í Evrópu í heild. YKS og VKS og KPMG ráðgjöf hafa gert samstarfssamning um þjónustu fyrir viðskiptavini á sviði hópvinn- ukerfa. Markmiðið með samstarf- inu er að geta veitt fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf um innleiðingu að- lögun og rekstur hópvinnukerfa. Þjónustunni er ætlað að styðja fyrirtæki til að endurskipuleggja rekstur og verkferli með hliðsjón af tækni Outlook/Exchange og tengingu hópvinnukerfis við við- skiptahugbúnað með sem hag- kvæmustum hætti. KPMG International hefur á undanförnum árum unnið að lausnum á þessu sviði í samstarfi við Microsoft og meðal annars út- fært þekkingarstjórnunarkerfi fyr- ir KPMG sem nefnist KWorld. í því kerfi er lögð áhersla á notkun vefvafra sem viðmót notandans. í fréttatilkynningu kemur fram að hlutverk VKS samkvæmt samn- KPMG í samstarf Ljósmynd/Hreinn Magnússon María Ammendrup, Andrés Guðmundsson og Ragnar Þórir Guðgeirsson frá KPMG ásamt Siguijóni Péturssyni, Birni Hermannssyni og Sigurði T. Valgeirssyni frá VKS við undirskrift samnings fyrirtækjanna. @ YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, sími 588 5711. Námskeið í HA THA-yoga. Kennsla byrjar fimmtudaginn 10. ágúst Kennt verður mánud., fimmtud. og laugard. Sértími Jyrir barnshafandi konur. 0 YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, sími 588 5711. ingnum lýtur að tæknilegri aðlög- un, kennslu og forritun. KPMG mun hins vegar annast ráðgjöf við endurhönnun verkferla, stjórnun breytinga og tengingar við íjár- hagskerfi í samvinnu við önnur hugbúnaðarhús. Bæði verður notast við gæða- kerfi frá VKS og aðferðafræði frá KPMG um þekkingarstjórnun og aðferðir við innleiðingu hugbúnað- ar sem fyrirtækið hefur þróað í samvinnu við önnur fyrirtæki um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.