Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 25 Tóbaksfyrirtækin sögð vinna gegn WHO Chavez til Iraks HUGO Chavez, forseti Venes- úela, verður á morgun, fimmtu- dag, fyrsti erlendi þjóðarleið- toginn sem heimsækir Irak frá því fyrir Persaflóastríðið fyrir tíu árum. Mun hann aka í bíl síð- asta áfanga ferðalagsins til Bagdad, til að brjóta ekki flug- bann öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn í Kúveit, sem írakar gerðu innrás í sum- arið 1990, hafa ekki sagt neitt um hvað þeim finnst um heim- sókn Chavez til íraks, en emír- inn af Kúveit tók ekki á móti gestinum frá Venesúela þegar hann lenti á flugvellinum í Kúv- eit í gær, eins og venja er þegar erlendir leiðtogar eru þar á ferðinni. Frá Iran liggur svo leiðin til íraks. Ferð Chavez er farin í því skyni að hitta leiðtoga annarra aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja. Breytingar verði aftur- kallaðar FORMAÐUR þýzka kennara- sambandsins mæltist um helg- ina til þess að sumar þeirra breytinga sem gerðar voru á þýzkri réttritun og málfræði með nýjum reglum þar að lút- andi sem lögleiddar hafa verið á síðustu árum ætti að láta ganga til baka. Um mánaðamótin tók hið virta þýzka dagblað Frank- furter Allgemeine Zeitung upp gömlu réttritunarreglumar eft- ir að hafa notazt við þær nýju í eitt ár, og ýtti þar með af stað nýrri umræðu um hinar um- deildu breytingar á ritun þýzk- unnar. Yerkföll vegna af- greiðslutíma? TALSMENN fagfélaga verzl- unarmanna í Þýzkalandi sögðu í gær að félögin væru tilbúin til að boða til verkfalla ef reynt yrði að hrinda í framkvæmd hugmynd- um um frjálsari afgreiðslutíma verzlana en leyfður hefur verið fram að þessu samkvæmt ströngum lögum þar að lútandi. Talsmaður efnahagsmálaráð- herra þýzku sambandslandanna 16, Kajo Sommer, sagði um helgina að Sambandsráðið, efri deild þýzka þingsins skipuð full- trúum sambandslandanna, myndi reyna að ná samkomulagi um frjálsari afgreiðslutíma fyiir miðjan september. Halda full- trúai’ verkalýðsfélaganna því fram, að lengdur afgreiðslutími leiði til verri starfsskilyrða fólks í stéttinni. Korsíkumenn fordæma morð ÞJÓÐERNISSINNAR á Kors- íku fordæmdu i gær morð á tveimur fyrrverandi frammá- mönnum hreyfingar þeirra sem framin voru á mánudag; sögðu þeir morðin tilraun til að setja áætlun um að færa Korsíku auk- in sjálfstjómarréttindi í upp- nám. Báðu talsmenn Unita, regnhlífarsamtaka tíu skipu- lagðra hópa sjálfstæðissinna, ríkisstjómina í París að láta morðin ekki spilla fyrir samn- ingum sem í gangi hafa verið um framtíðarstöðu eyjunnar. Genf. AP, Reuters. ALÞJÓÐAheilbrigðismálastofnunin (WHO) sakaði í gær tóbaksfyrirtæki um að reyna að grafa undan herferð stofnunarinnar gegn reykingum. WHO kynnti í gær 240 síðna skýrslu sína þar sem Philip Morris Co og önnur tóbaksfyrirtæki em sögð hafa reynt að grafa undan reykingaher- ferð stofnunnarinnar með útúrsnún- ingum og kerfisbundnum aðgerðum. Aðgerðir tóbaksfyrirtækjanna vora margbrotnar að því er segir í skýrslu stofnunarinnar sem kveður háum fjárhæðum hafa verið eytt enda aðgerðirnar oft á tíðum verið illgreinanlegar. Fyrirtækin hafi til að mynda reynt að draga úr fjár- framlögum til WHO, att öðram stofnunum Sameinuðu þjóðanna gegn Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni auk þess sem reynt hafi verið að afbaka niðurstöður rannsókna um áhrif sígarettureykinga. Sumir vísindamenn sem störfuðu fyrir heilbrigðisnefndir á vegum stofnunarinnar hafi til að mynda hlotið greiðslur frá tóbaksframleið- endum án þess að láta uppi um tengsl sín við iðnaðinn. Derek Yach, sem fer fyrir herferð WHO, segir stofnunina í kjölfar þessa nú setja það skilyrði að allir starfsmenn og ráðgjafar láti uppi tengsl sín við tóbaksiðnaðinn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin reyn- ir þessa dagana að koma á laggirnar alþjóðlegri herferð gegn reykingum og banni við auglýsingum tóbaksfyr- irtækja. Skýrsla stofnunarinnar er birt sem undanfari opinna umræðna um reykingar sem WHO stendur fyrir í október nk. Þar verður fjallað um þá ósk að gerður verði lagalega bindandi sáttmáli sem banni tób- aksauglýsingar á alþjóðavísu. Tóbaksfyrirtækin eiga rétt á að standa þar fyrir sínu máli og hafa þau nú þegar brugðist við skýrslu WHO með þvi að segja stofnunina hafa lítinn áhuga á raunhæfum við- ræðum við iðnaðinn. Þau hafi þegar boðist til að taka þátt í stefnumótun en ekki verið höfð samvinna. Skýrslan sögð fjandsamleg Fyrii-tækið Philip Morris Co hefur m.a. sagt skýrslu stofnunarinnar fjandsamlega en meðal þeirra gagna sem WHO kynnir í skýrslu sinni er minnisblað frá Geoffrey Bible, nú- verandi stjómarformanni Philip Morris Co, frá því 1988. í minnisblaði Bible segir hann Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina hafa ótrúlega mikil áhrif á ríkisstjórnir og neytendur og því verði fyrirtækið að leita leiða til að draga úr þessum áhrifum og end- urskipuleggja aðgerðir sínar. eldsneyti framtí&arinnar Hreinní vél Belri bruni ® Minni mengun Skemmíiiegri akstur Fæst á öllum Shellstöövum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.