Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS (Jmsjóii (Iiiómundur Páll Arnarsnn „ÞAÐ þykir ekki lengur fínt að koma út með einspil,“ segir Vigfús Pálsson, sem sendi þættinum þetta spil sem kom upp i netkeppni fyrir stuttu. Vigfús var í suð- ur, en mótherjar hans ungl- ingalandsliðsmenn frá Portúgal. Vestur gefur; allir á hættu. „ , Norður * D10632 » 73 * D8 * K965 Vestur Austur *G4 *7 »KG842 »D105 ♦ ÁK1042 ♦ G9765 *10 +DG87 Suður +ÁK985 »Á96 ♦ 3 +Á432 Vestur Norður Austur Suður lhjata Pass 1 grand * 2spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass •krafa Vestur kom út með tígulás og skipti svo yfir í hjarta. Vigfús drap, tók tvisvar tromp og spilaði hjarta. Vestur reyndi nú að taka á tígulkónginn sinn, sem Vig- fús trompaði og stakk svo hjarta í borði. Þá var staðan þessi: Norður + 106 » - ♦ - + K965 Vestur Austur +- +- »KG »- ♦ 1042 ♦ G9 +10 +DG87 Suður +K9 »- ♦ ~ +Á432 Nú spilaði Vigfús litlu laufi frá báðum höndum og AV gátu ekkert að gert. I reynd átti vestur slaginn og neydd- ist til að spila út í tvöfalda eyðu. En auðvitað breytir engu þótt austur yfirtaki tíuna með gosa, því þá myndast gaffall í blindum. Eins og Vigfús bendir réttilega á, hefði spilið alltaf farið niður með lautíunni ú. SKÁK llinsjón llelgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp í Proclient mótinu í Olomouc, Tékklandi, er lauk fyrir stuttu. Vladimír Talla (2401) frá Tékklandi stýrði svörtu mönnunum gegn Þjóðverjan- um Markúsi Held (2183). 29.. .b6! 30. Dxb6 Hel+ 31. Hxel Dxel+ 32. Kh2 Hfl 33. Dc7+ Kh6 34. g4 Hhl+ 35. Kg2 Hgl+ Svartur gat mát- að í tveimur leikjum með 35.. .DÍ1+ 36. Kg3 Hxh3# en sjólfsagt vildi hann frekar máta með peði! 36. Kf3 Hg3+ 37. Kf4 g5# Loka- staða mótsins varð þessi; 1. G. Sarakauskas (2381) 8 Vá v. 2. V. Talla (2401) 7 ]/2 v. 3.-4. S. Kasparov (2464) og G. Prakken (2280) 7 v. 5.-6. L. Salai (2424) og P. Pisk (2400) 6 v. 7. P. Simacek (2341) 5 Vz v. 8. Róbert Harðarson (2320) 5 v. 9.-10. M. Szym- anski (2325) og Lukás Kh'ma (2276) 4 v. 11. Z. Balenovic (2213) 3 Vz v. 12. M. Held (2183) 2 v. Arnað heilla f* A ÁRA afniæli. Mánu- öv/ daginn 21. ágúst verður sextug Hulda Guð- mundsdóttir, leiðbeinandi, Lindarbyggð 11, Mosfells- bæ. Hún og sambýlismaður hennar, Örn Guðmundsson, húsasmíðameistari, taka á móti ættingjum og vinum að heimili sínu sunnudaginn 20. ágúst kl. 15-19. D A ÁRA afmæli. Hinn DU 14. ágúst sl. varð sextugur Jörmundur Ingi, allsheijargoði. Hann tekur á móti gestum í félagsheimili ásatrúarmanna að Granda- garði 8, Reykjavík, í dag frá kl. 15-22. Gjafir og blóm af- þökkuð en eigi verður amast við því þótt menn taki með sér nesti. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Elke I. Gunnarsson og Gutt- ormur Ármann Gunnarsson, ábúendur að Marteinstungu, Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu. Eiga þau sex börn, þrettón barnabörn og tvö barnabarnabörn. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Maggý Helga Jóhannsdóttir og Tómas Jónsson. Þau halda upp á daginn í brúðkaupi dóttur- dóttur sinnar, Hörpu Eggertsdóttur og Hákons Björns Mar- teinssonar, í Framheimilinu. GULLBRÚÐKAUP. Hinn 12. febrúar 2000 áttu 50 ára hjú- skaparafmæli hjónin Svanhvít Gissurardóttir og Ágúst Guðjónsson, Hjallaseli 33, Reykjavík. UOÐABROT ÚR FRIÐÞJÓFSSÖGU 13. öld Eigi sér til Alda, erum vestr í haf komnir, allr þykkir mér ægir sem í eimyrju hræri; hrynja hóvar bárur, haug verpa svanteigar, nú er Elliði orpinn í örðugri báru. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake * LJÓN Al'mælisbarn dagsins: Þú ert vandvirkur og því eiga margbrotin verkefni vel við þig. Sýndarmennska er eituríþínum beinum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að gæta þess að vera jafnan snyrtilegur í útliti. Þótt enginn sé að tala um skart eða íburð, vill fólk hafa viðmæl- endur sína vel klædda. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að komast í burtu frá erli dagsins og leyfa sköpun- arhæfileikunum að pjóta sín í ró og næði. Að öðrum kosti deyja hæfileikamir út. Tvíburar (21. maí - 20. júní) hA Seztu niður, farðu í gegn um málin og settu þér takmörk. Stefndu síðan ótrauður á þau og láttu engan draga úr þér kjarkinn. Vilji er allt sem þarf. Krabbi (21.júní-22.júlí) Þú þarft að sýna öðrum fyllstu tillitssemi, ef þú vilt ná einhverjum árangri í sam- skiptum ykkar. Það hefst ekk- ert með frekju og yfirgangi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Fyrir alla muni ekki byrgja þær inni, það endar með ósköpum. Mgyja (23. ágúst - 22. sept.) ® Þú ættir að gera eitthvað fyrir sjálfan þig, ekkert stórt, en það má margt gera án mikill- ar fyrirhafnar eða kostnaðar. Sýndu hugkvæmni. Vog m (23.sept.-22.okt.) Reyndu að þoka málum áleið- is dag hvern og þá tekst þér að koma þeim í höfn. Það er bara þegar menn hætta að reyna sem leikurinn er tapað- Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er ekkert samsæri í gangi gegn þér. Reyndu að slappa af og einbeittu þér svo að þeim verkefnum, sem þú hef- ur tekið að þér að klára fyrir helgina. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Það er fátt eins skemmtilegt og að sjá störf sína bera góðan ávöxt. Leyfðu þér að njóta þeirrar stundar, hún fleytir þér áfram til framtíðarinnar. Steingeit — (22. des. -19. janúar) ámí Ekki skella skuldinni á aðra, líttu í eiginn barm og vittu hvort orsök óánægju þinnar er ekki þar. Þegar augu þín hafa opnast getur þú unnið í málinu. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Láttu ekki teyma þig út í að beita ræðuhæfileikum þínum í þágu vafasams málstaðar. Hafðu þitt á hreinu ef þú vilt vera tekinn alvarlega. Fiskar mt (19. feb. - 20. mars) >%■» Reyndu að hafa stjórn á þér, þótt þér finnist hart og ódrengilega að þér sótt. Þeg- ar storminn lægir munt þú standa uppi með pálmann í höndunum. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 67 LISTIR Tríóið Guitar Islancio, Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðar- son gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, í miðjunni. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju SÍÐASTI liður í bæjarhátíð Hólm- ara, „Dönskum dögum“, verða tón- leikar í Stykkishólmskirkju á sunnu- dag, 20. ágúst, klukkan 16, þar sem fram koma Guitar Islancio, þeir Bjöm Thoroddsen gítar, Gunnar Þórðarson gítar og Jón Rafnsson kontrabassi. Þeir leika þjóðlög með léttri sveiflu. Gunnar Þórðarson hefur síðari ár- um snúið sér æ meira að klassískri tónlist og hefur m.a. Sinfóníuhljóm- sveit íslands flutt verk eftír hann. Hann hefur og stjómað upptökum og útsett tónlist á aragrúa hljómplatna. Hann hefur samið yfír 400 lög sem Þýsk sýning í Gerðarsafni SÝNINGIN „Paula Moder- sohn-Becker og málaramir í Worpswede", sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardag, er samvinnuverkefni Gerðar- safns í Kópavogi og Goethe- Zentrum Reykjavík. Um er að ræða farandsýningu á verkum þýskra myndlistarmanna frá síðustu aldamótum. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og henni lýkur sunnudag- inn 17. september. Guitar Islancio í Arbæjarsafni SÍÐUSTU laugardagstónleikar Ár- bæjarsafns í sumar verða í dag kl. 14. Að þessu sinni em það Guitar Is- lancio sem spila fyrir gesti safnsins. gefin hafa verið út á hljómplötum. Jón Rafnsson hefur verið virkur í ís- lensku tónlistarlífi sem djassspilari, með danshljómsveitum, kómm, leikið í kirkjum, leikið inn á hljómplötur o.fl. Hann hefur unnið við kennslu við tónlistarskóla FÍH, SDK, GÍS, auk hljóðfæraleiks. Bjöm Thoroddsen hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra djass- leikara og gefið út fjölmai-gar hljóm- plötur. Nýjasta verk Bjöms er Jazz- Guitar sem hlotið hefur góða dóma bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en þar leikur Bjöm með nokkmm af fremstu gítarleikumm Evrópu. Tónlistarhlað- borð í Norræna húsinu NORRÆNA húsið og Jazzhátíð Reykjavíkur byrja menningamótt í dag, laugardag, með síðdegisdagskrá í Norræna húsinu kl. 16. Boðið verður upp á djass með tveimur úr hópi kunnustu gítarleik- ara Norðurlanda, Rune Gustafsson og Odd-Ame Jacobsen. Á tónleikum þessir, sem einnig em forsmekkur að Jazzhátíð í Reykjavík, verður margréttað tónlistarhlaðborð: Duke Ellington, Bill Evans, Odd- Ame Jacobsen, sænsk og norsk þjóð- lög, Irving Berlin, Jerome Kem, Kurt Weill, Antonio Carlos Jobim o.fl. Kynnir á tónleikunum verður Friðrik Theódórsson. Aðgangur ókeypis. Rune Gustafsson og Odd-Arne Jacobsen halda einnig tónleika í Deiglunni á Akureyri í kvöld, fostu- dagskvöld. 20—30% afsláttur. Rúmteppi, púöar, dúkar, föt. Handunnin húsgögn.j Öðruwfsi Ijós og gjafavara. Sigurstjama Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545| 50 ára Ganga um fornar slóðir Sunnudaginn 20. ágúst kl. 13.30 stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir göngu um fornar slóðir við Elliðavatn. Farið verður frá planinu við Elliðavatnsbæinn. í för verður fornleifafræðingur frá Árbæjarsafni auk umsjónarmanna Heiðmerkur. Samstarfsaðilar að þessum dagskrárlið eru Árbæjarsafn og Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000 Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald. Sjá einnig á www.heidmork.is Skógræktarfélag Reykjavíkur www.heidmork.is. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.