Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur dæmir í hraðakstursmáli Orð eins lögreglu- manns nægja ekki Morgunblaðið/Ásdís Trillan máluð HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ökumann af ákæru um hraðakstur. Ástæða sýknu var sú, að lögreglu- maðurinn sem mældi ökumanninn á of miklum hraða var einn á ferð og engum gögnum var til að dreifa sem sönnuðu að ökumanninum hefði ver- ið sýnd hraðatalan á ratsjá lögreglu- bifreiðarinnar. Lögreglumaður við embætti sýslumannsins á Selfossi stöðvaði akstur mannsins austur Hellisheiði aðfaranótt 19. október 1999. Lög- reglumaðurinn var einn á ferð og taldi hann sig á leiðinni hafa mælt á ratsjá, að maðurinn hefði ekið á 128 km hraða en leyfilegur hámarks- hraði er 90 km. Ökumaðurinn neitaði því fyrir dómi, að sér hafi verið sýnd tala á ratsjánni þegar hann var kvaddur inn í lögreglubifreiðina. Hæstiréttur segir þó ekki um það deilt, að lög- reglumaðurinn hafi tjáð ökumannin- um, að hann teldi hann hafa ekið á umræddum hraða en ökumaðurinn kvaðst ekki hafa svarað því sérstak- lega. Hann hélt því á hinn bóginn fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hann hefði ekið á um 100 km hraða eða tæplega það. í frumskýrslu lögreglumannsins 19. október segir, að maðurinn hafi komið inn í lögreglubifreiðina og séð „töluna læsta á skjá radarsins og kvaðst hann ekki rengja mældan hraða.“ Það kemur hins vegar fram í dómi Hæstaréttar að í dagbókar- færslu um hraðamælingu með ratsjá er ekki gert ráð fyrir að skráðar séu upplýsingar um ökumann. Hæsti- réttur segir: „Sérstakur dálkur er hins vegar í dagbókinní með yfir- skriftinni: „Mæling staðfest - aths.“ Þar hefur lögreglumaðurinn skráð í allt rýmið: „Lögr.maður einn. Öku- manni sýnd talan.“ Ekki liggur fyr- ir, hvort ætlað sé, að ökumenn geti ritað nafn sitt hér eða eftir atvikum athugasemdir en miðað við uppsetn- ingu dagbókarblaðsins blasir það ekki við. Ákærði hefur ekki áritað þetta blað og skrifar lögreglumað- urinn einn undir. Annarra gagna um hraðamælinguna nýtur ekki við.“ Leiðbeiningar ekki til Þá kemur fram í dóminum að við málflutning fyrir Hæstarétti lýsti ríkissaksóknari því, að ákæruvaldið hefði ekki gefið út sérstakar leið- beiningar til lögreglustjóra landsins um það hvort eða hvernig reynt skyldi að leita staðfestingar ökumanna á því, að þeim hefði verið sýnd ratsjá eftir HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og svipt hann ökuréttindum í eitt ár. Maðurinn ók bíl sem valt með þeim afleiðingum að ungur drengur lést. Málavöxtum er lýst svo í dómin- um að í desember 1998 hafi maður- inn ekið of hratt og án nægilegrar aðgæslu í mikilli hálku á vegarkafla vestur Ólafsvíkurveg í beygju við Skógarnesafleggjarann, með sex farþega í bifreið sem gerð var fyrir hraðamælingu og sú tala sem þar kæmi fram. í sumum lögregluum- dæmum væri það gert með ein- hverjum hætti en nánari upplýsing- ar um þetta var ekki að finna í málinu. Hæstiréttur segir að samkvæmt þessu sé ekki öðru til að dreifa um aksturinn en frásögn og skýrslugerð eins lögreglumanns. Engin gögn hafi verið færð fram er stutt geti staðhæfingar hans. Við svo búið og gegn staðfastri neitun ökumannsins fyrir dómi sé ekki komin fram sönn- un þess, að honum hafi verið sýnd ratsjáin með þeirri niðurstöðu sem lögreglumaðurinn skráði. Beri því að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins. fjóra farþega og voru tveir ungir drengir í pallhýsi bifreiðarinnar. Maðurinn missti vald á bifreiðinni, sem fór út af veginum og valt með þeim afleiðingum, að pallhýsið losnaði og drengii-nir köstuðust af bifreiðinni og lést annar þeirra. Hæstiréttur féllst á þá niður- stöðu héraðsdórns að maðurinn hefði sýnt af sér vítavert gáleysi með því að flytja drengina á palli bifreiðarinnar án nokkurs öryggis- búnaðar. Það athæfi hafi gert auknar kröfur til hans um ítrustu NÚ liggur á að klára að mála trill- una, enda er nýtt fiskveiðiár hafið og tími til kominn að hefja róður. Guðmundur Jónsson sjómaður Iagði mikla natni í að mála Bæjar- varkárni í akstri og yrði að meta atvik og afleiðingar með sérstöku tilliti til þess. Héraðsdómur tók fram, við mat á refsingu, að dreng- urinn sem lést við bílslysið var hálf- bróðir sambýliskonu ökumannsins. Um fjölskylduharmleik væri að ræða sem hlyti að hafa lagst þungt á ökumanninn og fjölskyldu hans. Hæstiréttur tók fram að það hefði verið verulegur annmarki á rannsókn málsins, að lögregla hafði ekki látið skoða bifreiðina sérstak- lega eftir slysið. fellið í Reykjavíkurhöfn nú á dög- unutn og er báturinn orðinn fallega hvítur og blár líkt og hafið og brim- ið, sem mun bera hann í kringum strendur landsins um ókomna tíð. Borgarstjórn ræðir verð einbýlishúsalóða Lóðirseljast I á 4-7 millj. MIKILL lóðaskortur er í Reykjavík og afleiðingin er sú að einbýlishúsa- lóðir eru að seljast á mjög háu verði, eða á bilinu 4 til 7 milljónir ki’óna. Þetta kom fram í máli Snorra Hjalta- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, á borgarstjórnarfundi. Á fundi borgarstjórnar í gær spunnust umræður um lóðamál á höfuðborgarsvæðinu og héldu sjálf- stæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Snorri Hjaltason því fast fram að mikill lóðaskortur væri á svæðinu. Þeir sögðu lóðaskortinn hreinlega vera yfirlýsta stefnu Reykjavíkurlistans, en Helgi Hjörv- ar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans, mótmælti því harðlega. Hann sagði ástæðan fyrir háu verði lóða væri sú að nú væru fleiri umsækj- endur um þær en áður hefði tíðkast. Snorri sagði að í nýlegu lóðaútboði í Grafarholti hefðu lóðir farið á tvö- földu og jafnvel þreföldu verði. -------*-4_4----- Jökulsá skilar bil og bakpoka Norður-Hóraði. Morgunblaðið. BÍLALEIGUBÍLL sem hollenskt par var á og lenti í Jökulsá á Dal 15. júlí síðastliðinn er fundinn. Bíllinn hafði borist tæpan kílómetra niður efth’ ánni, farið þvert yfir hana og skorðast þar við stein. Þegar Jök- ulsáin minnkaði eftir norðanskotið á dögunum kom bfllinn í ljós en hann hefur verið á um tveggja metra dýpi frá því hann fór í ána. Stefán Ólason, bóndi í Merki, sá bílinn í vatnsborðinu við austur- bakka árinnar á þriðjudaginn þegar áin hafði minnkað verulega frá því sem hún var í sumar. Nú hefur hins vegar aukist í ánni og bíllinn horfinn í vatnsflauminn aftur. Hollenska parið missti allt sem það hafði meðferðis og mátti heita heppið að sleppa lifandi. Bakpoki hafði flotið burt úr bflnum og fannst hann rekinn úti við Hnef- ilsdal á dögunum þegar Stefán Jóns- son bóndi þar var að laga girðingu við Jökulsána. Hafði bakpokann rek- ið nálægt 20 kflómetra. I bakpokan- um voru meðal annars veski þeirra beggja með skflríkjum, kortum og peningum sem allt virðist óskemmt. Einnig voru í bakpokanum um 30 áteknar filmur sem eru óskemmdar og myndavél sem var ónýt. Reynt verður að ná bflnum úr ánni um helgina. Ný heimasíða um tannheilsu á N etinu Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnar formlega nýja heimasíðu um tannheilsu. Frá vinstri: Magnús R. Gíslason yfirtann- læknir, Berglind E. Ólafsdóttir, starfsmaður Tannvemdarráðs, Ingi- björg og Jóhanna Ólafsdóttir, starfsmaður Tannverndari’áðs. Tíðni tannskemmda hjá 12 ára börnum Samanburður milii þjóða frá 1970-96 ’ Tennur sem hafa skemmst, tapast eða eru fylltar NÝ heimasíða um tannheilsu og tannvernd er komin á Netið, en Tannverndarráð hefur unnið að uppsetningu síðunnar, sem hefur slóðina: www.tannheilsa.is. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra opnaði síðuna form- lega, á henni eru upplýsingar sem eiga bæði að nýtast fagfólki og almcnningi, en stefnt er að því að heimasíðan verði rikjandi þáttur í fræðslustarfi Tann- verndarráðs. I fréttatilkynningu frá Tann- verndarráði kemur fram að erf- iðlega hafi gengið að fækka tannskemmdum hjá íslendingum þrátt fyrir að hér á landi séu starfandi hlutfallslega fleiri tannlæknar en t.d. annars staðar á Norðurlöndunum og að hið op- inbera greiði hluta kostnaðarins fyrir tannlækningaþjónustu barna og unglinga. „Efalaust skiptir mestu gríð- arleg neysla sykurs, sælgætis og gosdrykkja, sem m.a. tengist því hve söluturnar eru margir," seg- ir í fréttatilkynningunni. „Hver íslendingur, hvert mannsbarn, neytir að jafnaði um 20 kg af sælgæti og drekkur 142 lítra af gosdrykkjum á hverju ári þrátt fyrir að fáar þjóðir hafi betri að- gang að góðu drykkjarvatni.“ í tilkynningu Tannverndar- ráðs segir að verulega hafi dreg- ið úr tannskemmdum á Islandi frá því ráðið tók til starfa, en hins vegar sé eyðingin á yfir- borði tanna af völdum sýru orðin alvarlegt heilbrigðisvandamál. „Mikil gosdrykkjaneysla er að- alástæðan, en óhófieg drykkja sætra og súrra drykkja leiðir af sér að tennurnar liggja stans- iaust í sýrubaði og leysast upp. Oft eru tennurnar mikið til horfnar af þessum sökum. Þetta á oftar en ekki við um framtenn- ur og er bæði erfitt og kostnað- arsamt að laga þessar skemmdir. Söluturnar eru margir á ís- landi og leggja þeir aðal- áhersluna á sölu á sælgæti og gosdrykkjum. Víða um land eru sams konar vörur seldar á ólík- legustu stöðum t.d. bensínstöðv- um, vídeóleigum, sjúkrahúsum og skólum. Aftur á móti hefur ekki enn tekist að koma á skóla- máltíðum, sem verður að teljast mjög bagalegt í ljósi þess hve al- gengt er orðið að foreldrar vinni báðir utan heimilis. Við höfum nógu marga starfandi tannlækna til að gera við þær tennur sem skemmast í íslendingum, en við- gerð tönn verður aldrei jafngóð og óviðgerð. Mikilvægast er að koma í veg fyrir skemmdir, sem er að stærstum hluta á valdi ein- staklinganna sjálfra, eins og menn annars staðar á Norður- löndunum hafa sýnt fram á.“ f Tannverndarráði sitja Sigfús Þór Eliasson, prófessor við tann- læknadeild HI, Guðrún Stefáns- dóttir, frá Félagi íslenskra tann- fræðinga, Erla Ingólfsdóttir, frá Félagi tanntækna og aðstoðar- fólks tannlækna, og Magnús R. Gíslason frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hæstiréttur dæmir í máli ökumanns vegna banaslyss Skilorðsbundið fangelsi og svipting ökuréttinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.