Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra segir borgarstjóra sneiða hjá aðal- atriðum í bréfí sínu um fjarskiptamál Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug GEIR H. Haarde fjármálaráðherra vísar gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á svarbréf hans við fyrirspum hennar um fjarskiptamál á bug. Hann segir að borgarstjóri hafi í fjölmiðlum í gær aðeins getið um niðurlag bréfsins, en látið hjá líða að geta um þá almennu reglu sem svarið byggist á. Borgarstjóri óskaði eftir upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu um viðskipti og samninga ríkisins við fjarskiptafyrirtæki um gagnaflutn- inga. I svarbréfi fjármálaráðherra er því hafnað að borgarstjóri eigi rétt á um- beðnum upplýsingum. í bréfi ráðherra segir: „A-f niður- lagi bréfsins sem og skýiingum borg- arstjóra við það í fjölmiðlum (sbr. um- mæli í fréttum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 7. sept. sl.) má ráða, að borgarstjóri hafi gmn um að ríkisað- ilar hafi ekki fylgt reglum um útboð á fjarskiptasviðinu. Almenna reglan í viðskiptum ríkisaðila á sviði fjar- skiptaþjónustu er að þau séu á gmnd- velli útboðs. Hins vegar er vert að taka fram að þjónusta á sviði fjar- skipta er ekki öll útboðsskyld eins og fram kemur í 1. gr. tilskipunar nr. 92/ 50/EBE um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra samninga um kaup á þjónustu. Má þar sérstak- lega nefna undanþágur er varða kaup á talsíma- og fjarritaþjónustu, þráð- lausa talsíma og boðkerfis- og gervi- hnattaþjónustu. í þessu sambandi vill ráðuneytið vekja athygli yðar á 13. gr. laga nr. 52/1987 um opinber innkaup, er kveður á um réttarúrræði til handa bjóðendum eða samkeppnisaðflum telji þeir á sér brotið í tengslum við framkvæmd útboðs eða gerð samn- ings um innkaup hins opinbera. Ekki verður séð að Reykjavíkurborg hafi hagsmuna að gæta varðandi einstök slík mál eða þær tilteknu upplýsingar sem um er beðið í bréfi yðar.“ Svarað fyrir viku Geir sagði að þetta erindi borgar- stjórans í Reykjavík hefði verið með- höndlað með sama hætti og önnur sem berast ráðuneytinu. „Því var svarað fyrir viku, án þess að það væri tflkynnt eitthvað sérstaklega um það opinberilega. Borgarstjóri ákveður í gær [í fyrradag] að birta hluta af svarinu, en sleppir þeim hluta svars- ins sem skiptir ekki síður máfi, sem er um hver almenna reglan sé í þessu máli. Þar kemur fram að ef menn telja á sér brotið hafi þeir ákveðin réttarúrræði og að menn hafi þau án atbeina Reykjavíkurborgar. Þetta er kjami málsins en af ein- hverjum ástæðum sér borgarstjóri ekki ástæðu til að segja frá þessu þeg- ar hún birtir hluta bréfsins." Geir sagði að aðild fjármálaráðu- neytisins að máli LínuNets væri til komin vegna þess að málið hefði verið kært. „Samsæriskenningar borgar- stjóra falla gjörsalega um sjálfar sig og benda til þess að hún hafi ekki skil- ið hvemig aðild ráðuneytisins að þessu máli er. Við höfðum ekkert frumkvæði í því að blanda okkur inn í þetta mál, heldur er málið kært og við verðum að taka afstöðu til þess. Það er settur til þess sérstakur fjármála- ráðherra, sem kemst að niðurstöðu sem borgin sættir sig ekki við og hef- ur gagnsókn, eins og það var orðað í blaði um daginn, til þess að drepa þessu máli á dreif. Þetta er algjörlega fráleitur málatilbúnaður," sagði Geir. Ingibjörg Sólrún sagði í Morgun- blaðinu í gær að nauðsynlegt væri fyrir Samkeppnisstofnun að hafa þær upplýsingar í höndunum sem hún bað um. Geir sagði að ef Samkeppnis- stofnun sendi fjármálaráðuneytinu bréf yrði tekin afstaða til þess þegar það bærist. Sama ætti við ef einhverj- ir þingmenn legðu fram fyrirspum á Alþingi. Þeim yrði að sjálfsögðu svar- að. AP Víkingaskipið Islendingur þegar það kom til Boston á dögunum. Víkingaskipið fslendingur Um 5.000 gestir komu í Providence VÍKINGASKIPIÐ íslendingur lagði úr höfn í Providence á Rhode Is- land í fyrradag eftir nokkurra daga dvöl í bænum. Skipið fékk fylgd sjö- ræningjaskipsins Sloop, sem skaut úr fallbyssum sínum í kveðjuskyni. Næsti viðkomustaður er Mystic Seaport í Connecticut, einn loka- áfanga áður en ferðinni er ætlað að taka endi í New York 5. október næstkomandi. I dagbók á vefsíðu leiðangursins í gær skrifar Ellen Ingvadóttir, einn áhafnarmeðlima, að dvölin í Prov- idence hafi verið sérlega ánægju- leg. Skipstjórinn hafi notið aðstoð- ar bæjarstjóra Providence að sigla Islendingi til hafnar og um borð hafi einnig verið Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Á hafnar- bakkanum slógu bæjaryfirvöld, í samstarfí við Flugleiðir, upp sýn- ingartjöldum. Þar segir EUen að ís- lensk matarhefð hafí verið kynnt, ferðamöguleikar til Islands og síð- ast en ekki síst íslenski hesturinn. Að sögn Ellenar var kynningin fjöl- sótt og einnig komu fjölmargir um borð í Islending. Telur hún að um 5 þúsund manns hafi skoðað skipið þá fjóra daga sem það lá við bryggju í Providence. Ákveðið að ganga til samninga við Sparisjðð Bolungarvíkur Stj ðrnarformaður segir ekki áhuga á að bjðða verkið út Heldrimannahúsið á Sólheimum verður formlega tekið í notkun í dag. Heldrimannahúsið Bláskógar tekið í notkun að Sólheimum KRISTINN H. Gunnarsson, alþingis- maður og formaður stjómar Byggða- stofnunar, segir að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Sparisjóð Bolungarvíkur um að hann taki yfir fjármálaumsýslu Byggðastofnunar og málið sé í þeim farvegi. Hann segir Byggðastofnun ekki hafa áhuga á að bjóða umsýsluna út. Fjármálaráðu- neytið hyggst kanna hvort slíkt stríðir gegn reglugerð um innkaup ríkisins. Aðspurður um hve miklar upphæð- ir sé hér að ræða, sagðist Kristinn ekki rílja upplýsa það á þessu stigi. „Það er ekki heppilegt vegna þeirra viðræðna sem eru í gangi, en þetta eru lágar fjárhæðir," sagði hann og bætti við að sér væri til efs að það borgaði sig að láta útbúa útboðsgögn vegna þessa. Kristinn, sem er þingmaður Vest- fjarða og Bolvíkingur, sagði að stjóm Byggðastofnunar þekkti lög og reglur sem giltu í þessu sambandi „Þau em auðvitað ekki einhlít. Það þarf að skoða hvað fellur undir þau og hvað ekki. Framkvæmdin á þessum lögum hefur verið með þeim hætti að mér sýnist ekki vera mikið farið eftir FYRSTI samningafundur við- ræðunefndar Blaðamannafélags íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna nýs aðalkjarasamnings verður haldinn í dag. Samkvæmt viðræðuáætlun eiga viðræður að hefjast um sérmál, en launaliður á að koma til umræðu eigi síðar en þeim.“ Kristinn benti á að fram- kvæmd laga hlyti að marka túlkun manna á þeim. Opinberar stofnanir og fyrirtæki standi almennt ekki mik- ið fyrir útboðum á kaupum vöru eða þjónustu og tók hann dæmi af Lána- sýslu rfldsins, sem hafi gert samning um auglýsingaþjónustu við aug- lýsingastofu upp á mjög háar fjár- hæðir, eftir því sem sér skfljist. Hon- um sé hins vegar ekki kunnugt um að í því tilvfld hafi verið farið út í útboð eða að fjármálaráðuneytið gert kröfu tfl þess. Stjómarformaður Byggðastofnun- ar segir að standist sú túlkun á lögun- um að umrædd fjármálaumsýsla sé útboðsskyld, hljóti það einnig að eiga við um fjölmargt annað í starfsemi stofnunarinnar. Sjálfur kveðst hann hins vegar ekki vera þeirrar skoðunar að svo sé. „Það mætti hins vegar spyija hvort búseta mín í Bolungarvík komi þessu máh nokkuð við. Gæti þá stjómandi í Reykjavík ekki samið við fyrirtæki í borginni, eða Akureyringur samið við aðila þar í bæ?“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. 10. október næstkomandi. Núgild- andi kjarasamningur milli Sam- taka atvinnulífsins og blaðamanna eru lausir í lok október. Hafi samningar ekki tekist fyrir 20. október er hvorum aðila um sig heimilt að vísa málinu til ríkis- sáttasemjara. í DAG, fóstudaginn 22. septem- ber, mun Páll Pétursson, félags- málaráðherra, taka formlega í notkun nýtt hcimili að Sólheim- um. Líkt og önnur íbúðarhús í byggðahverfinu hefur húsið feng- ið nafngift úr verkum nóbelsverð- launaskáldsins Halldórs Laxness og er nefnt Bláskógar. í Bláskógum búa 6 manns ■ fjórum cinstaklingsíbúðum og einni paríbúð. Þá er í húsinu starfsstöð og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Bláskógar er „heldrimannahús" og sérhannað fyrir þarfir ein- staklinga sem þurfa sértæka þjónustu vegna öldrunar og búa við skerta hreyfi- og starfsgetu af heilsufarsástæðum. í húsinu er aðstaða fyrir íbúa, sem ekki geta stundað fulla vinnu, til afþreying- ar og léttra sérverkefna. Húsið er búið fullkomnu sjúkrabaði, dag- stofu, arinstofu, borðstofu og eld- húsi, þvottaherbergi, línherbergi og búri. Með tiikomu þessa húss gefst íbúum tækifæri að búa leng- ur en ella í byggðahverfinu og markmiðið er að bjóða íbúunum ánægjulegt ævikvöld. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra tók fyrstu skóflustungu að Bláskógum þann 15. desember 1998. Páll Pétursson tekur húsið formlega í notkun í dag kl. 16 og sr. Ulfar Guðmundsson, prófastur Árnesinga, flytur húsblessun. Að lokinni athöfn er gestum boðið að kynna sér húsið og skoða sögu- sýningu Sólheima, „Frá barna- heimili til byggðahverfis“. Húsið er 334,8 m2 að flatar- máli og hannað af Árna Frið- rikssyni arkitekt hjá Arkitektum Skógarhlíð ehf, en Bláskógar er sautjánda húsið að Sólheimum sem Árni teiknar. Aðalverktaki er G-verk ehf á Selfossi. Verkfræði- stofa Suðurlands annaðist hönnun burðarþols og lagna og Almenna verkfræðistofan hannaði sökkla og gólfplötu, hönnun rafkerfis og Iýsingar annaðist Þór Stefánsson hjá Rafteikn ehf á Selfossi. Húsið er byggt af Styrktarsjóði Sólheima og fjármagnað með láni frá íbúðarlánasjóði og framlagi úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Byggingakostnaður er um 50 milljónir króna. Atburður þessi er lokaþáttur- inn í viðamikilli dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sólheima. Jafn- þrýstibún- aður ekki skilyrði EKKI er sett sem skilyrði í út- boðslýsingu vegna sjúkra- og áætl- anaflugs, sem Ríkiskaup býður út, að flugvélar skuli útbúnar með jafnþrýstibúnaði. Samkvæmt út- boðslýsingu verður við mat á til- boðum stuðst við fjóra þætti og þeim gefin einkunn á bilinu 0-5. Vægi hvers þáttar verður síðan margfaldað með einkunn viðkom- andi þáttar og út kemur heildar- einkunn. Þeir þættir sem stuðst verður við eru í fyrsta lagi upphæð bóta og gjalda sem krafist er og farmiðaverð og er vægi þessa þátt- ar 45%. Annar þátturinn er fólginn í gæðum þjónustunnar, þar með tal- ið skipulag, öryggisþættir, flugvél- ar, þar með talinn aðgangur að flugvél með jafnþrýstibúnaði og öðrum búnaði, ferðatíðni í áætlun- arflugi og svo framvegis, og er vægi þessa þáttar 30%. Þriðji þátt- urinn er fólginn í fjárhagslegri og tæknilegri getu bjóðanda og er vægi hans 15%. Fjórði þátturinn er síðan fólginn í reynslu bjóðanda af sambærilegum verkefnum og er vægi hans 10%. ------------ Jeppiog fólksbíll í árekstri HARÐUR árekstur varð milli jeppa og lítils fólksbíls á mótum Reykja- nesbrautar og Nýbýlavegar í gær- morgun. Einn var fluttur á slysa- deild með áverka á andliti og baki. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var þarna ólíku saman að jafna þar sem um var að ræða Toyota Landcruiser- jeppa og lítinn Subaru Justy-fólks- bfl. Samtök atvinnulífsins Fyrsti fundur með blaðamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.