Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 35
ASKORUN vegna Barnahúss Eftirfarandi bréf var afhent dóms- og kirkjumálaráðherra, frú Sólveigu Pétursdóttur, hinn I. mars sl.: „Virðulegi ráðherra. Undanfarnar vikur hefur átt sér stað umræða um framtíð Barnahúss í kjölfar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála hinn I. maí á síðastliðnu ári. Með tilkomu Barnahúss varð sú meginbreyting við meðferð kynferðisbrota gegn börnum að í stað þess að börnin þurfi að aðlaga sig að ólíkum stofnunum samfélagsins, starfa þessar stofnanir saman undir einu þaki til þess að koma til móts við þarfir barnanna. Þannig þarf einungis að leita með börnin á einn stað til að gangast undir skýrslutöku, læknisskoðun, greiningu og meðferð. Á stuttum starfstíma hússins hefur safnast saman mikil sérhæfing og þekking, sem miðlað hefur verið m.a. til barnaverndarnefnda og lögreglu víða um land við vinnslu viðkvæmra mála. Hin þverfaglega samvinna á vettvangi Barnahúss hefur stuðlað að markvissum og árangursríkum vinnubrögðum ásamt því að skapast hefur betri yfirsýn yfir umfang vandans, sem ekki var auðvelt að öðlast áður. Nú þegar hefur komið í Ijós að sú breyting sem gerð var á lögum um meðferð opinberra mála stefnir tilvist þessara vinnubragða í hættu. Skýrslutaka fer nú að mestu leyti fram í dómshúsum og allt bendir til að starfsemi Barnahúss leggist af ef ekki er brugðist við. Með þessu bréfi okkar berum við fram þá eindregnu ósk að þér, virðulegi ráðherra, beitið yður fýrir nauðsynlegum breytingum á lögum eða grípið til annarra viðeigandi ráðstafana sem eru til þess fallnar að treysta þá starfsemi sem fram fer á vettvangi Barnahúss þannig að tryggt verði að velferð barnanna sé áfram [ fýrirrúmi í þessum viðkvæmu málum. Afrit sent hr. Páli Péturssyni félagsmálaráðherra." Bréf þetta var undirritað af eftirtöldum félagasamtökum og stofnunum. í Ijósi umræðna á síðustu dögum skora þau aftur á dóms- og kirkjumálaráðherra að beita sér fyrir því með öllum tiltækum ráðum að starf- semi Barnahúss verði áfram tryggð. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Geðhjálp Landssamtökin Þroskahjálp Starfsmannafélag ríkisstofnana Ogmundur Jónasson Ingólfur H. Ingólfsson Halldór Gunnarsson Jens Andnésson Barnaheill Heimili og skóli Ljósmæðrafélag íslands Ástþóra Kristinsdóttir Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa Kristín Jónasdóttir Jónína Bjartmarz BjörkVilhelmsdóttir Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga Hitt húsið Menningar- og friðarsamtök Stígamót Mana Einisdóttir Markús H. Guðmundsson ísienskra kvenna Rúna Jónsdóttir Félag íslenskra barnalækna Þórður Þórkelsson Hlaðvarpinn Sólrún M. Þorsteinsdóttir María S. Gunnarsdóttir Ný dögun Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Vilmundur Gíslason Félag einstæðra foreldra Karlanefnd Jafnréttisráðs Kristi'n Eyjólfsdóttir Styrktarfélag vangefinna Sigrún Steingnmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Prestafélag íslands Kristján Sigurmundsson Fclag heyrnarlausra Kennarasamband Islands Helga Sofffa Konráðsdóttir Vímulaus æska og Foreldrahópurinn Hafdi's Gísladóttir Eirikur Jónsson Rauði Kross íslands Jórunn Magnúsdóttir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Kvennaráðgjöfin Sigrún Árnadóttir Öryrkjabandalag fslands Herdís Sveinsdóttir Margrét Steinarsdóttir SAMFOK Helgi Seljan Félag íslenskra leikskólakennara Björg Bjamadóttir Forcldrafélag geðsjúkra barna og unglinga Jenný Steingn'msdóttir Kvenréttindafélag íslands Hólmfn'ður Sveinsdóttir Óskar ísfeld Sigurðsson Samtök um kvennaathvarf Ásta J. Arnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.