Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 63 k T V I l\I IM ING/ð Biskup íslands auglýsir eftirfarandi embætti laus til umsóknar. 1. Embætti sóknarprests í Árbæjarprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. janúar 2001. 2. Embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. febrúar 2001. • Kirkjumálaráöherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. • Biskup íslands skipar í embætti presta til fimm ára. • Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefndar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. • Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. • Valnefnd velur sóknarprest/prest skv. starfs- reglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svohljóðandi: „Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf- um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar." • Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. • Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2000. • Umsóknir sendist Biskupi íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlýta breytingu á störfum sínum og verksviði á skip- unartímanum, sbr. 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru konur hvattartil að sækja um ofangreint embætti. Biskup íslands. Flugvirkjar Air Cargo Carriers Inc, stofnað árið 1986, með höfuðstöðvar í Milwaukee Wl í Banda- ríkjunum, er flutningaflugfélag með þjón- ustu við frakt- og flutningamiðlara. Hjá Air Cargo er laus staða flugvirkja á sviði flugskrokka og hreyfla. Við fljúgum Short 330 og Short 360 fragt- og flutningavélum og reynsla af slíkum vélum er kostur. Air Cargo Carriers Inc býður samkeppnis- hæf laun og mjög góðar tryggingar að meðtaldri 401K áætlun. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu okkar www.aircar.com. Ef þú uppfyllir þessi skilyrði og hefur áhuga, sendu okkur fax með starfsferilskrá og launakröfum til: Air Cargo Carriers, Inc., B/t E.M. Bezie - Human Resources 4984 S. Howell Ave. Milwaukee, Wl 53207, United States of America, faxnúmer 4414 486 5550. Raf- eða rafvélavirki Vélstjóri/vélvirki Eimskip óskar eftir tveimur starfsmönnum til starfe á rafmagnsverkstæði fyrirtækisins í Sundahöfn. Annars vegar leitum við að vélstjóra eða vélvirkja með reynslu af viðgerðum frystivéla. Hins vegar Leitum við að raf- eða rafvélavirkja með sveinspróf og reynslu af viðgerðum rafvéla. Leitað er að duglegum og áhugasömum starfsmönnum í fram- tíðarstarf. Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi hjá traustu fyrirtæki. Frekari upplýsingar um starfið veitir Árni Pálsson verkstjóri á rafmagnsverkstæði í síma 525 7541 eða 899 6044. Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Eimskips en umsóknareyðublöð liggja einnig frammi á skrifstofu Eimskips í Sundakletti. Vinsamlega skilið umsóknum tíl starfsþróunardeildar Eimskips, Sunda- kletti í síðasta lagi föstudaginn 20. október n.k. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. EIMSKIP Sími 525 7373 • Fax 525 7379 • info@eimskip.is • www.eimskip.is HRAFNISTA DAS Hrafnista Hafnarfirdi óskar eftir: Hjúkrunarfræðingum Á kvöld- og helgarvaktir. Unnin er fjórða hver helgi, átta tíma vaktir. Um er að ræða stöðu á 30 manna hjúkrun- ardeild 4-B, sem skiptist í tvær einingar, 10 manna heimilislega einingu fyrir heilabilaða og 20 manna almenna hjúkrunardeild. Gert er ráð fyrir að alltaf séu tveir hjúkrunar- fræðingar á kvöldvöktum virka daga. Markmiðið er að veita einstaklingshæfða hjúkrun í heimilislegu umhverfi. Stór hluti starfsins er stuðningur og fræðsla til aðstandenda og starfsfólks. Upplýsingar veita Elín Stefánsdóttir, deildarstjóri, í síma 585 3116 og Alma Birgisdóttir, hjúkrunarframkv.stjóri í síma 585 3101. Við bjóðum upp á vinnustað í fallegu umhverfi, með góðri vinnuaðstöðu og góðum starfs- anda. Smmmm^^—mmmmmm^^m—mmmmmmmmmm.mmt RÁÐGJÖF EHF.| Byggmgaverkfrædmgiu/ byggmgatæknifræðingur Orion Ráðgjöf er ungt og vaxandi ráð- gjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í veg- hönnun, snjóflóðavörnum og snjóverk- fræði almennt. Vegna aukinna umsvifa leitum við að ungu og frísku fólki, sem vill starfa með okkur að skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum á ofan- greindum sviðum. Upplýsingar veitir Árni í síma 552 9970 eða með netpósti arni@orion.is HRAFNISTA DAS Hrafnista Reykjavík óskar eftir: Aðstodardeildarstjóra Við leitum að hjúkrunarfraeðingi með góóa skipulags- og samskiptahæfileika í stöðu að- stoðardeildarstjóra. Um er að ræða 100% starf. Hjúkrunarfrædingum í kvöld- og helgarvinnu. Sjúkraiiðum í dagvinnu eða vaktavinnu. Aðhiynning Leitum að starfsfólki bæði í fullt starf og hlutastörf, 4—6 og 8 tíma vaktir. Nánari upplýsingar gefur Þórunn Svein- bjarnardóttir á staðnum eða í síma 585 9500 og 585 9401. Hrafnista býður upp á fjölbreyttan vinnutíma og mismunandi starfshlutfall á launum sem eru fyliilega samkeppnishæf. Við leitum að starfsfólki til framtíðarstarfa. Við bjóðum upp á vinnustað, þar sem ríkir heimilislegt andrúmsloft, góður starfsandi og gott vinnuumhverfi. Lwmmmm^^mmmmmmm^^mmmmmmmmmmmm Landlæknisembættið Móttökuritari Laus ertil umsóknar staða móttökuritara við embætti landlæknis. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Meginverkefni eru símavarsla, skjalaskráning og skjalavarsla. Leitað er að aðila sem hefur góða framkomu, er vanur tölvuvinnu og hefur einhverja kunn- áttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Helgadóttir, aðstoðarmaður landlæknis, í síma 510 1900. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast Landlæknisembætt- inu, Laugavegi 116, fyrir 23. október 2000. Landlæknisembættið, Reykjavík 10. október 2000. Spennandi starf á ferðaskrífstofu Ferðaskrifstofa í fremstu röð á íslandi óskar að ráða áhugasaman, reglusaman, nákvæman starfs- mann með ágæta kunnáttu og leikni í AMADEUS kerfinu til starfa sem fyrst. Spennandi starf í góðu starfsum- hverfi og góð laun fyrir réttan starfskraft. Aðeins vel menntuð með þjónustu- lund og aðlaðandi framkomu. Skriflegar umsóknir, m. mynd og meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist auglýsingadeild Mbl., fyrir 14. okt., merktar: „LOVE AMADEUS 354".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.