Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Húsin við horn Túngötu og Aðalstrætis eiga sér ríka sögu Flest rekja sögu sína aftur til Innréttinganna Ljósmynd/Pétur Brynjólfsson Aðalstræti 16 var m.a. bústaður landfúgeta á fyrstu árum 18. aldar. Ljósmynd/Skarphéðinn Haraldsson í Aðalstræti 18 eða Uppsölum var veitinga- staður, þar sem skáldin Tómas Guðmundsson og Halldór Laxness voru tíðir gestir. Húsið í Aðalstræti 8 eða Fjalakötturinn, sem hýsti fyrsta leikhús landsins, var rif- ið árið 1985. REITURINN á homi Tún- götu og Aðalstrætis þar sem fyrirhugað er að reisa hótel á sér langa og athyglisverða byggingarsögu. Þar stendur í dag eitt elsta hús borgarinnar, Aðalstræti 16, sem á rætur sín- ar að rekja til Innréttinganna. Elsti hluti þess húss er lík- lega frá árinu 1762, en húsið var byggt í mörgum áföngum og hefur því breyst mikið í gegnum árin og aldimar. Rétt fyrir aldamótin 1800 var veitingasala í húsinu en ár- ið 1796 keypti stjómin það handa landfógetaembættinu enda var húsið talið eitt besta íbúðarhús bæjarins. í húsinu var skrifstofa landfógetaemb- ættisins og íbúð landfógeta uns Bergmannsstofa var keypt árið 1830. Fyrsta skólahús borgarinnar Eftir 1830 gaf stjómin húsið í því skyni að þar yrði sett á fót svokallað fátækrahús, en í stað þess var þama stofnaður bamaskóli og var hann starf- ræktur allt til ársins 1848. Húsið var því fyrsta skólahús bæjarins. Jón Guðmundsson, alþingis- maður og ritstjóri Þjóðólfs, keypti húsið eftir að bama- skólinn hætti starfsemi og bjó þar til æviloka eða ársins 1875. Árið 1899 eignaðist Hans And- ersen klæðskeri húsið og bjó fjölskylda hans þar í um 70 ár. Andersen stækkaði húsið mik- ið, en auk þess að búa þar rak hann þar klæðskeraverslun. Síðustu ár hefur aðallega verið verslunarrekstur í húsinu, en einnig hefur verið búið í því. Höfuðból ungra gáfúmanna Á lóðinni Aðalstræti 18 stóð eitt af húsum Innréttinganna, það var torfhús sem hýsti ull- arstofu verksmiðjanna. Húsið hefur verið byggt fyrir alda- mótin 1800 og stóð allt til árs- ins 1830. Tómas Bech söðla- smiður eignaðist húsið árið 1794 og átti til dauðadags eða ársins 1814. Um 1830 keypti Davíð Helgason pakkhúsmað- ur húsið. Hann lét rífa það og reisti í staðinn lítið timburhús, sem kennt var við hann og nefnt Davíðshús. Sigurður Guðmundsson málari bjó síð- ustu ár ævi sinnar í Davíðs- húsi, en hann var fyrsti mynd- listamaðurinn sem starfaði í Reykjavík. Árið 1872 eignaðist Magnús Ámason snikkari húsið og árið 1902 lét hann rífa það og byggði þrflyft hús með tumi á suðvesturhominu, sem setti mikinn svip á götuna. Húsið var jafnan nefnt Uppsalir og þar var lengi þekktur veitinga- staður auk þess sem það var notað til íbúðar. Uppsalir var um skeið höfuðból ungra gáfu- manna og á meðal tíðra gesta vom bekkjarbræðumir Tómas Guðmundsson og Halldór Lax- ness. Uppsalir stóðu allt til ársins 1969 en þá var húsið rifið þar sem aðalskipulag Reykjavíkur frá 1962 til 1982 gerði ráð fyrir því að Suðurgatan yrði lengd til norðurs að höfninni. Af þeirri framkvæmd varð ekki og hefur lóðin verið óbyggð frá 1969 og þar em nú bflastæði. Fyrsta leikhúsið á landinu Á lóðinni Aðalstræti 8 stóð fyrst pakkhús Innréttinganna og var það stokkahús. Húsið var selt árið 1791 eins fleiri af eignum fyrirtækisins og keyptu kaupmennimir Þorkell Bergmann og J.H. Tofte húsið. Þeir endurbyggðu það og stækkuðu og ráku verslun í húsinu. Skömmu eftir alda- mótin 1800 var verslunin kom- in í hendur Bjöms Benedikts- sonai- Fjeldsteds og árið 1822 eignaðist Einar Hákonarson hattari húsið og var það þá nefnt Hákonsenshús. Einar notaði húsið bæði sem íbúðar- hús og hattagerðarverkstæði. Á meðal íbúa í húsinu vom skáldin Sigurður Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson, sem bjó þar er hann hafði síðast við- dvöl í Reykjavík. Anna, dóttir Einars, eign- aðist húsið eftir föður sinn. Hún giftist Valgarði Ó. Breið- fjörð, trésmið og síðar kaup- manni, og var húsið upp frá því talið hans eign. Um 1880 hóf Valgarður að stækka húsið og næstu ámm lét hann innrétta leikhús í sambyggðu bakhúsi. Leikhús- ið var nefnt Breiðfjörðssalur- inn, en ýmsir efuðust um hversu vandað það væri og var það því uppnefnt Fjalaköttur- inn. Árið 1906 hóf þama göngu sína Reykjavíkur Biograf- theater, sem síðar var nefnt Gamla Bíó og starfaði það í Aðalstræti 8 til ársins 1927 er það fluttist í nýtt hús við Ing- ólfsstræti. Ýmis félagasamtök höfðu um skeið aðsetur í húsinu m.a. Góðtemplarar og Kommún- istaflokkur íslands. Verslun- arrekstur var jafnan í húsinu og einnig var það leigt til íbúð- ar. Meðal þeirra sem bjuggu um langa hríð má nefna hinn kunna útvarpsmann Helga Hjörvar rithöfund og fjöl- skyldu hans. Síðustu árin var húsið lítið notað og hrömaði það tals- vert, eftir 1980 stóð mikill styr um hvort ætti að varð- veita það og urðu lyktir þær að árið 1985 var húsið rifið til gmnna. Svefnskáli Innréttinganna Á lóðinni, þar sem ráðgert er að reisa hótelið, er einnig fomfrægt hús sem stendur við Gijótagötu 4, en það hús mun ekki verða hluti af götumynd Aðalstrætis eins og gefur að skflja. Húsið á sér samt sem áður mikla sögu því á lóð þess stóð torfhús sem var svefn- skáli fyrir starfsfólk Innrétt- inganna. Sumir hafa talið að þetta hús hafi verið hluti af Víkurbænum og að þar sé að finna bæjarstæði landnáms- mannsins. Benedikt Gröndal Jónsson, skáld og yfirdómari, eignaðist húsið árið 1811 og lét rífa það og reisa í staðinn hús sem jaihan var kaflað Gröndalsbær og stóð fram undii- síðustu aldamót. Árið 1896 var húsið rifið og síðan reist það hús sem enn stendur, jámvarið timburhús. í því húsi bjó um tíma Stefán Eiríksson myndskeri, sem oft var nefndur hinn oddhagi og rak þar myndlistarskóla um skeið. Borgarsjóður eignaðist húsið árið 1973 og lét gera það upp og hefur það verið notað til íbúðar. Heimildir: Páll Líndal. Reykjavík: Sögustaður við Sund. Örn og Orlygur, Reylgavík 1986. Guðmundur Ingólfsson, Guðný Gerður Gunnardóttir og Hjörleifur Stefánsson. Kvosin: Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Torfusamtök- in, Reykjavík 1987. Formleg ákvörðun um byggingu hótels á horni Túngötu og Aðalstrætis verður tekin eftir mánuð Miðborg NYTT fjögurra stjörnu hótel á homi Túngötu og Aðal- strætis verður byggt í anda þeirra húsa sem þar stóðu á sínum tíma. Að sögn Þor- steins Bergssonar, fram- kvæmdastjóra Minjavemdar hf, verður lögð mikil áhersla á að halda í gömlu götumynd- ina þannig að eftir upp- bygginguna standi gatan undir nafni sem Aðalstræti Reykjavíkur. Enn er ekki búið að taka formlega ákvörðun um bygg- ingu hótelsins en viðræður standa yfir á milli fast- eignafélagsins Þyrpingar hf, sem er í eigu fjölskyldu Pálma heitins Jónssonar, stofnanda Hagkaups, og Minjavemdar hf sem er í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis- sjóðs og Minjar um byggingu hótelsins. Að sögn Þorsteins er búist við því að formleg ákvörðun verði tekin eftir mánuð. Þorsteinn sagði að stefnt væri að því að Þyrping og Minjavemd myndu stofna með sér félag sem sæi um byggingu hótelsins. Hann sagði að þriðji aðilinn yrði Hótel byggt á grunni nokkurra virtustu húsa borgarinnar síðan fenginn til þess að sjá um rekstur þess. Byggingarnar tengdar með glerhýsi Tillagan að hótelinu er byggð á deiliskipulagi sem var samþykkt 1998 fyrir lóð- irnar Aðalstræti 12 til 18 og Túngötu 2 til 4.1 tillögunni er öll sú byggð sem deiliskipu- lagið gerir ráð fyrir og gott betur nýtt til hótelreksturs og því þyrfti að breyta deili- skipulaginu aðeins áður en ráðist yrði í framkvæmdir. I skýrslu um tillöguna kemur fram að alls er gert ráð fyrir 73 herbergjum á hótelinu, 42 herbergi eru tveggja manna og 31 her- bergi er eins manns. Stærðir herbergjanna em samkvæmt nýjum staðli fyrir fjögurra stjömu hótel og er gert ráð fyrir að hótelið í heild upp- fylli þau skilyrði. Ilótelið verður byggt á gmnni Qögurra af elstu og virtustu húsum borgarinnar, Aðalstrætis 16, sem m.a. var íbúðarhús landfógeta um tíma, Aðalstrætis 18, þar sem veitingastaðurinn Uppsalir var starfræktur fyrr á öld- inni, Aðalstrætis 8, eða Fjala- kettinum sem hýsti fyrsta leikhús bæjarins, og Gijóta- götu 4 sem sumir telja að hafi verið hluti af Víkurbænum og að þar sé að finna bæjar- stæði landnámsmannsins. Tvö af þessum húsum standa þaraa enn, þ.e. Aðal- stræti 16 og Gijótagata 4 og er gert ráð fyrir að þau verði hluti af hótelinu en hin húsin verða endurbyggð að hluta eða framhlið þeirra. Allai' byggingamar munu síðan tengjast með glerhýsi. A 1. hæð eða jarðhæð er aðalinngangur hótelsins frá Aðalstræti, þar er afgreiðsla og skrifstofa hótelsins, snyrt- ingar o.fl. í Aðalstræti 16 verður m.a. gestamóttaka, setustofa og kaffihús sem getur opnast til suðurs út á svokallað landnámstorg sem mun standa næst hominu á Túngötu og Aðalstrætis. Á jarðhæð hússins, þar sem Fjalakötturinn stóð, er gert ráð fyrir veitingasal með eldhúsi í kjallara sem mun þjóna kaffistofunni og hótelinu í heild. Undir gleryf- irbyggingu inn af afgreiðslu og landnámstorgi er gengið inn í ráðstefnusal, sem mun rúma um 140 manns, en gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta salnum í þrjár minni einingar. I byggingunni, þar sem veitingastaðurinn Uppsalir stóð áður við Aðalstræti 18, er gert ráð fyrir geymslum, íbúðum og hótelherbergjum. I Gijótagötu 4 er gert ráð fyrir skrifstofum hótelsins á jarðhæð en samtals Qómm tveggja manna herbergjum á hinum tveimur hæðunum. Aðkoma fyrir rútur og gesti að hótelinu er fyrirhug- uð frá Aðalstræti. Vöruað- koma verður hins vegar frá Grjótagötu eða hugsanlega um bflakjallara. Engin bfla- stæði tilheyra þeim lóðum þar sem fyrirhugað er að byggja hótelið og er því gert ráð fyrir að bflastæðin í bflageymslunni í Ráðhús- inu og Vesturgötu 7 verði notuð og hugsanlega í bfla- kjallara frá Túngötu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.