Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 22

Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir styrkja stöðu sína í Flugleiðum ÞRÍR af fimm lífeyrissjóðum, sem fyrir einu ári voru meðal 20 stærstu hluthafa Flugleiða hf., hafa aukið hlut sinn í félaginu síðan þá. Þetta eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn. Hinir tveir sjóðirnir, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður Norðurlands, hafa hins vegar minnkað hlut sinn í félaginu og sá síðamefndi seldi allt hlutafé sitt í því í september síðast- liðnum. Hlutur þeirra fjögurra lífeyris- sjóða, sem eru nú meðal 20 stærstu hluthafa Flugleiða, er samtals 239,3 milljónir króna að nafnvirði, eða 10,37% af heildarhlutafénu. Hlutur lífeyrissjóðanna fimm, sem voru meðal 20 stærstu hluthafa Flug- leiða 1. nóvember 1999, var hins vegar samtals 198,6 milljónir, eða 8,61%. Lífeyrissjóðir hafa því verið að styrkja stöðu sína meðal stærstu hluthafa í Flugleiðum þó þeim hafi fækkað. Hlutur lífeyrissjóðanna þriggja, sem hafa aukið hlut sinn í Flugleið- um, var 19. október síðastliðinn samtals 219,1 milljón króna að nafn- virði, sem er 9,49% af heildarhluta- fé félagsins. 1. nóvember 1999 var hlutur þessara þriggja sjóða í félag- inu samtals 149,0 milljónir króna að nafnvirði, eða 6,45% af heildar- hlutafénu. Aukningin hjá þessum þremur sjóðum er því 70,1 milljón eða 3,04% af heildarhlutafénu. Lífeyrissjóður verslunarmanna styrkir aftur stöðu sína Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur aftur styrkt stöðu sína í Flug- leiðum hf. eftir að hafa selt nokkum hluta af hlutafé sínu í félaginu fyrr á þessu ári. Samkvæmt hluthafa- skrá Flugleiða frá 19. október sl. er LV þriðji stærsti hluthafinn í fyrir- tækinu með 4,92% hlut, samtals 113,5 milljónir króna að nafnvirði, samanborið við 3,06% hlut 1. nó- vember 1999, 70,7 milljónir að nafn- virði, en þá var sjóðurinn fimmti stærsti hluthafinn. Hlutur sjóðsins var kominn niður í 1,99% í júlí síð- astliðnum, samtals 45,9 milljónir króna að nafnvirði. Guðmundur Þór Þórhallsson, for- stöðumaður hlutabréfaviðskipta Lífeyrissjóðs verslunarmanna, seg- ir það almenna reglu hjá sjóðnum að tjá sig ekki um einstök hluta- bréfaviðskipti. Hann segir þó að hlutur LV í Flugleiðum hafi í gegn- um tíðina oftast verið á bilinu 3-5%. Þannig hafi hlutur sjóðsins verið 3,4% í árslok 1998, 4,5% í árslok 1997 en 5,3% í árslok 1996. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er fjórði stærsti hluthafi Flugleiða með 3,48% hlut, samtals 80,4 millj- ónir króna að nafnvirði, en hlutur sjóðsins var 2,58% 1. nóvember á síðasta ári, 59,6 milljónir að nafn- virði. Bjami Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri segist ekki vilja tjá sig um hlutabréfaeign sjóðsins í Flugleiðum að öðru leyti en því að hlutur hans hafi lítið breyst frá síð- ustu áramótum, en hann var aukinn nokkuð á síðustu tveimur mánuðum síðasta árs. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er 14. stærsti hluthafi Flugleiða með 1,09% hlut, 25,2 milljónir að nafn- virði, en hlutur sjóðsins var 0,81% 1. nóvember á síðasta ári, 18,7 millj- ónir að nafnvirði, og var sjóðurinn þá 19. stærsti hluthafinn. Lífeyrissjóður sjómanna er 19. stærsti hluthafi Flugleiða nú og er hlutur sjóðsins 0,88%, 20,3 milljónir að nafnvirði, en sjóðurinn var 10. stærsti hluthafínnl. nóvember 1999 með 1,34% hlut, 30,8 milljónir að nafnvirði. Lífeyrissjóður Norðurlands átti 0,82% hlut í Flugleiðum 1. nóvem- ber 1999, samtals 18,9 milljónir króna að nafnvirði, og var þá 18. stærsti hluthafi félagsins. Sjóðurinn seldi allt hlutafé sitt í félaginu í september síðastliðnum. Burðarás hf. er stærsti hluthafi Flugleiða með 31,37% hlut, sama hlutfall og 1. nóvember 1999, sam- tals 723,7 milljónir króna að nafn- virði. Þá er Sjóvá-almennar trygg- ingar hf. næststærsti hluthafinn með 6,05% hlut, eins og fyrir ári, og er hlutur þeirra 139,5 milljónir króna að nafnvirði. KEA og Samherji ræða skipti á hluta- bréfum STJÓRNIR Kaupfélags Eyf- irðinga annars vegar og Sam- herja hf. hins vegar hafa sam- þykkt að taka upp viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hluta- bréf í Samherja hf. Saman eiga KEA og Sam- herji yfir 80 % hlutafjár í BGB- Snæfelli. í tilkynningu til Verð- bréfaþings íslands kemur fram að stefnt sé að því að komist verði að niðurstöðu innan fárra daga. I samtali við Morgunblaðið sagði Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður Samherja, að ef hlutabréfaskiptin gangi eftir muni þau fela í sér að BGB- Snæfell verði dótturfélag Sam- herja. Finnbogi sagði einnig að ef af þessu verði megi telja full- víst að öðrum hluthöfum BGB- Snæfells yrði boðið að skipta sínum bréfum út fyrir bréf í Samherja. Samband íslenskra sparisjóóa Guðmundur Hauksson tekur við sem formaður Frestun á teng- ingu við SAXESS VERÐBRÉFAÞING íslands hf. hefur ákveðið að fresta tengingu við SAXESS-við- skiptakerfið um eina viku. SAXESS verður því ekki gangsett mánudaginn 23. októ- ber eins og stefnt hefur verið að, heldur mánudaginn 30. október. Verðbréfaþingtilbúið en hluti þingaðila ekki í tilkynningu frá Verðbréfa- þingi kemur fram að ástæða frestunarinnar sé sú að hluta þingaðila gafst ekki nægur tími til að ljúka prófunum á bak- vinnsluhugbúnaði. Verðbréfa- þing leggur áherslu á að þing- inu og OM-samstæðunni, sem leggur til SAXESS-kerfið, sé ekkert að vanbúnaði að hefja viðskipti í kerfinu samkvæmt upphaflegri áætlun. Verðbréfa- þingi þykir miður ef frestunin veldur öðrum aðilum óþægind- um. Ráðinn fram- kvæmda- stjóri Flug- stöðvarinnar • STJÓRN Flug- stöðvar Leifs Eiríks- sonarhf. hefurráðið Höskuld Ásgeirsson rekstrarhagfræðing sem framkvæmda- stjóra hins nýstofn- aða hlutafélags um rekstur Flugstöðvár Leifs Eiríkssonar og fríhafnarinnar. Höskuldur starfaði áðursemfram- kvæmdastjóri lceland Seafood Ltd. í Frakklandi og í Evrópu og var síöar fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ís- lenskra sjávarafurða. Frá því í nóvember 1997 til febrúar 2000 var hann forstjóri Gelmer-lceland Seafood SA. í Frakklandi. Höskuldur er fæddur 1952. Hann er kvæntur Elsu Þórisdóttur og eiga þau þijú börn. Höskuldurtekurtil starfa í byrjun nóvem- ber næstkomandi. AÐALFUNDUR Sambands ís- lenskra sparisjóða var haldinn í gær. Eins og fram hefur komið var útlit fyrir að til kosninga kæmi milli Þórs Gunnarssonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem gegndi embætti formanns og hafði hug á að gera það áfram, og Guðmun- dar Haukssonar, sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, sem einnig hafði áhuga á for- mannsembættinu. Til kosningar kom þó ekki á fundinum því Þór hætti við framboð og var Guðmundur því sjálf- kjörinn formaður. „Ég dró mig til baka á síðustu stundu,“ sagði Þór eftir fundinn, „með þeim orðum að minn persónu- legi metnaður og langanir skiptu ekki SÆNSKI farsímaframleiðandinn Ericsson tilkynnti í gær að hagnaður fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins hefði verið sem svarar til um 210 milljarða ísl. kr. sem er um þref- alt meira en á sama tímabili árið áð- ur. Daginn áður hafði finnski far- símaframleiðandinn Nokia tilkynnt að söluaukningin á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefði verið 50%. Nægði það til að hækka gengið á sænska hlutabréfamarkaðnum um 25% og 28% í New York, að því er segir í frétt sænsku fréttastofunnar TT. Þrátt fyrir góða afkomu eru stjórnendur Ericsson ekki ánægðir því þeir höfðu sett sér enn hærra takmark. Gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu féll um 16% við íréttimar. Ericsson er að hefja flutning á far- símaframleiðslu sinni þangað sem máli þar sem hagsmunir sparisjóð- anna væru í veði.“ Þór sagði að engin spenna væri á milli manna eftir fund- inn og að menn hefðu skilið sáttir. Nýr formaður, Guðmundur Hauksson, var spurður um hugsan- leg eftirmál af þeirri atburðarás sem varð í aðdraganda aðalfundarins og sagði hann að fundurinn hefði verið mjög góður og að sparisjóðimir væm alveg einhuga um að vinna að lausn sinna mála í framtíðinni. „Það örlar ekki á nokkurri sundrungu þeirra á milli og þetta fór fram í mesta bróð- emi,“ sagði hann. „Það er mjög mikið af stórum mál- um framundan fyrir sparisjóðina, því að fjármagnsmarkaðurinn í heild er í algjörri umsköpun og bæði er sam- vinnuafl er ódýrara, en þó verður ekki um uppsagnir að ræða í Svíþjóð. Afkoma Ericsson er í samræmi við afkomu marga tækniframleið- enda, t.d. var afkoma IBM verri á fyrstu níu mánuðum ársins en reikn- að hafði verið með. Nokia getur hins vegar ekki kvartað, þar sem fyrirtækið seldi bæði fleiri síma og dýrari. Þetta kom fram í afkomuskýrslu fyrirtækisins sem var kynnt á fimmtudag, viku fyrr en vænst hafði verið. Einkum var september fyrirtækinu hagstæð- ur að sögn framkvæmdastjórans, Jorma Ollila. Hagnaður Nokia fyrir skatt á fyrstu níu mánuðunum voru 4,1 milljarðar evra, sem er um 58% aukning frá fyrra ári. Kveðst Ollila gera sér vonir um að um 400 milljón- ir Nokia síma seljist á þessu ári og um 550 milljónir á því næsta. keppnisumhverfið að breytast og auk þess hafa sparisjóðimir verið að und- irbúa stefnu varðandi framtíðina fyr- ir sjálfa sig,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að hugsanlega gæti orðið einhver breyting hjá spar- isjóðunum og að þar hefði hann kom- ið mjög að undirbúningi. Sagðist hann telja að taka þyrfti á mörgum stórum málum af þessu tagi á næst- unni. Fyrir fundinn sátu bæði Guð- mundur og Þór í stjóm Sambands ís- SEÐLABANKI íslands hefur að höfðu samráði við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismarkaðinn og leysa þær af hólmi reglur sem settar voru 9. desember 1999. í nýju reglunum hefur verið fellt niður ákvæði sem heimilaði aðilum á gjaldeyrismarkaði að koma sér sam- an um tímabundna stöðvun viðskipta við sérstakar aðstæður, og lágmarks- SAMKEPPNISSTOFNUN mun að öllum líkindum taka til skoðunar kaup Prentsmiðjunnar Odda á prentsmiðjunni Steindórs- prenti-Gutenberg vegna stærðar fyrirtækjanna á markaðnum. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- lenskra sparisjóða og gera það áfram. Aðrir í stjóm eru eftir fundinn Bjöm Jónasson, Sparisjóði Siglu- fjarðar, Geirmundur Kristinsson, Sparisjóði Keflavíkur, Gísli Kjart- ansson, Sparisjóði Mýrasýslu, og Halldór J. Ámason, Sparisjóði Kópa- vogs, Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vélstjóra. I varastjóm vom kjömir Angantýr V. Jónasson, Sparisjóði Þingeyrarhrepps, og Páll Sigurðs- son, Sparisjóði Húnaþings og Stranda. fjárhæðin sem viðskiptavakar þurfa að gefa bindandi tilboð í hefur verið hækkuð úr 1 milljón Bandaríkjadala í lVt milljón. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er markmiðið með þessari breytingu að auka virkni og dýpt markaðarins. Jafnframt hafi viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði gert með sér samkomulag sem heim- ilar þeim að auka verðbil tilboða við sérstök skilyrði. ar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, mun stofnun- in skoða kaupin að eigin frumkvæði á grundvelli samkeppnislaga, en með því sé þó á engan hátt verið að gefa í skyn að sameining fyrirtækjanna stríði gegn lögunum. Höskuldur Ásgeirsson Ericsson og Nokia Hagnaður hjá nor- rænum farsíma- framleiðendum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Breyttar reglur um gj aldey r ismar kað Kaup Odda á Steindórsprenti-Gutenberg Samkeppnisstofnun hyggst skoða kaupin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.