Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 39 Sælkerabúðin á Suðurlandsbraut tekur breytingum Morgunblaðið/Arni Sæberg Eigendur Sælkerabúðarinnar, Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir. Risarækjur, truffl- ur og sítrónugras í VIKUNNI var Sælkerabúðin á Suðurlandsbraut 6 opnuð á ný eftir miklar breytingar. Að sögn Bjama Óskarssonar, annars eiganda versl- unarinnar, fást í búðinni matvörur frá löndum eins og Asíu, Kína, Ind- landi Malasíu, Taílandi, Japan og Kóreu. „Að undanfnmu höfum við verið að baeta inn matvöram frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Ástralíu. Það má segja að stór hluti af evrópsku hráefni sem við seljum sé ætlaður til bræðings matargerðar eins og t.d. til- búnar sósur frá merkjum eins og Thai choice og TigerTiger." Bjami bendir á að nú sé einnig hægt að fá erlenda osta í versluninni og hráefni í „tapas“-rétti auk úrvals af hráefni sem þarf í aðra spánska og einnig ítalska matargerð. Risarækjur og kolkrabbi ,gVuk þess eram við með ýmsar aðrar vörur til matargerðar eins og krydd, núðlur, sósur, hrísgrjón, ol- íur, súpur og sojasósur. Þá flytur verslunin inn um 30-40 ferskar grænmetistegundir með flugi. Þetta era aðallega grænmetis- tegundir sem fást ekki í öðram verslunum og henta til austur- lenskrar matargerðar eins og sítr- ónugras, ýmisskonar chiliafbrigði og sítrónulauf." Bjami segir að nú sé einnig á boð- stólum frosinn fiskur og þá áhersla lögð á framandi tegundir eins og risarækjur, humar, túnfisk, smokk- fisk og kolkrabba. Þá hefur verslun- in sérhæft sig í sölu á hráefni til sushi-gerðar eins og t.d. hrísgijón- um, hrísgrjónaediki, noriblöðum, sushiengifer, „wasabi", sem er pip- arrótarsinnep, marineraðum makríl og reyktum ál. Auk þess era til frosnir tilbúnir toppar á sushi og einnig tilbúið ferskt og frosið sushi. Fagmaður veitir ráðleggingar Hann segii- að ítalska kaffið Illy sé einnig á boðstólum en það þykir að hans sögn eift fínasta og besta kaffi í heimi. Bjami telur að þessi verslun sé kærkomin þeim sem vilja prófa sig áfram í matargerð og segir að stór hluti viðskiptavinanna sé nýbúar sem fá nú hráefni hjá þeim sem þeir hafa annars ekki haft aðgang að. Bjarni leggur áherslu á að það sé ætíð fagmaður í versluninni sem gefi fólki ráðleggingar með hráefni til matargerðar og bendi á spennandi rétti til að prófa. Regnfatnaður inniheldur PVC-plast Framleiðsla og förgun getur skapað vanda FYRR Á þessu ári var sett reglu- gerð um takmörkun á framleiðslu, innflutningi og dreifingu leikfanga fyrir böm þriggja ára og yngri sem innihalda ákveðin þalöt sem mýk- ingarefni. Þessi efni geta tO dæmis verið krabbameinsvaldandi og skaðleg íyrir umhverfið. Þessi sömu þalöt eru notuð í regnfatnað úr PVC-plasti. „Það era engar reglur í gildi hvorki hér á landi né erlendis sem lúta að nptkun þalata í PVC-plasti í fatnaði. Ástæðan fyrir því að notk- un þalata í leikfongum fyrir ung böm er bönnuð er sú að hætta er á að börnin fái í sig mikið magn af þalötum þar sem þau setja gjarnan hlutina í munninn. Munnvatn getur leyst upp þalötin og í sumum lönd- um gildir bann við að notuð séu þal- öt í vöra sem fyrst og fremst er ætl- uð til að naga eða sjúga,“ segir Níels Breiðfjörð Jónsson, efna- fræðingur á eiturefnasviði Holl- ustuvemdar ríkisins, og bætir við að vitað sé að viss þalöt séu talin vera varasamari en önnur. Hættan hverfandi Hættan fyrir neytendur sem eiga regnfatnað með PVC-plasti er að sögn Níelsar hverfandi því það þarf að setja efnið upp í munninn og tyggja vel til að ná þalötunum út. „PVC-plast er í sjálfu sér ekki eitrað en það er illa þokkað því vin- ylklóríð, sem er grunneining þess, er eitrað og framleiðsla PVC-plasts er því vandmeðfarin. Það þarf lítið út af að bera til að það mengi um- hverfið." Til eru margar tegundir af PVC- plasti að sögn Níelsar og notuð mis- jöfn efni við framleiðslu þeirra. „Gagnvart notandanum er erfitt að sjá fram á einhverja heilsufars- hættu við notkun á PVC en það er framleiðsla efnisins og förgunin sem getur skapað vandamál." Sé PVC-plast brennt þá myndast við brunann saltsýra, díoxín og fleiri lífræn klórsambönd. Þetta er ástæða fyrir því að menn vilja losna við PVC úr sorpi, í það minnsta að Morgunblaðið/Golli flokka það frá öðra brennanlegu sorpi. „Danir brenna til dæmis mikið af sorpi sínu. Umræður era nú í gangi í Danmörku um að setja á sérstaka gjaldtöku fyrir PVC,“ segir Níels og bætir við að hér á landi sé ekki mikið um að sorp sé brennt heldur mest urðað og þetta sé því ekki jafn mikið vandamál. Hættulausir regngallar „Umhverfissamtökin Grön infor- mation vilja meina að polyuretan- plast eða PU, sem er skilt PVC- plasti, sé efni sem komi til með að leysa PVC af hólmi. Ég tel líklegt að PVC-plastið sé á útleið vegna þess að það eru einfaldlega að koma betri efni á markað. Vandamálið við PVC-plast er að það er rakaþétt en nýju efnin anda og eru þar af leið- andi betri. „Ég tel ekki ástæðu til að beina fólki frá því að kaupa regngalla sem eru með PVC-plasti enda tel ég að framleiðendur séu búnir að ná góð- um tökum á umhverfisvænum framleiðsluaðferðum en förgunin mætti vera betri.“ Hættuleg efni fjarlægð Sjóklæðagerðin hf. sérhæfir sig meðal annars í regnfatnaði fyrir börn og er stærsti hluti framleiðsl- unnar framleiddur úr hinum svo- nefndu PVC-plastefnum (polyvin- ylklóríð) sem era mest notuðu regnfataefnin í heiminum í dag að sögn Þórarins Elmars Jenssen, framkvæmdastjóra Sjóklæðagerð- arinnar hf. „Öll efni sem við flytjum inn í þessum flokkum eru framleidd í Vestur-Evrópu fyrir vestur- evrópskan markað og þau væru ekki leyfð í sölu ef það væri ekki í lagi með þau. PVC-plastefni eru samsett úr mörgum efnum en þau efni sem hafa hingað til verið talin hættuleg hafa verið fjarlægð úr efnunum sem við flytjum inn og var það gert fyrir nokkrum árum.“ Að sögn Þórarins eru þetta efni eins og kadmíum, formaldehíð, olíubaserað lökk (solvents), blýefni og einnig sterk efni eins og aceton og aðrir sterkir þynnar. „Þá má geta þess að engin PVC-efni eða PU-efni sem við framleiðum í regnfatnað inni- halda efnið latex.“ Stefna að gæðastaðli Þórarinn segir Sjóklæðagerðina vera að stefna að svokölluðum ökotex-staðli sem Þýskaland gerir kröfur til í þessum efnum og er ákveðinn gæðastaðall. „Við kaupum öll okkar efni frá Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Belgíu en þetta eru allt lönd þar sem ströngustu kröfur era gerðar í þessum efnum.“ Um þessar mundir er verið að undirbúa framleiðslu úr svokölluð- um PU-regnfataefnum í Sjóklæða- gerðinni hf. „Við höfum framleitt úr þeim til reynslu en um er að ræða efni sem eru léttari og liprari en PVC-efnin en á móti era þau ekki eins slitsterk né endingargóð." Að sögn Þórarins eiga PU-efnin þó eftir að verða talsvert dýrari í framleiðslu vegna þess að þau munu mæta enn frekari kröfum markaðsins um gæði. „Við erum í harðri samkeppni á íslenskum markaði við innfluttan regnfatnað frá Austur-Asíu en staðreyndin er sú að við erum aðeins að nota efni til framleiðslunnar frá ofangreindum vestur-evrópskum löndum gæð- annavegna." Mottu 30-50 % afsláttur tilboð HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Dekor Bæjarlind 4 200 Kópavogur Sími 544 4420 UTSALA ÁGLERSKÁPUM Dekor Opið: Laugardag 10-16 Sunnudag 13-16 Verð áður: 49.000 Verð nú 39.900 Verð áður: 35.000 Verð nú: 29.000 Full búð af nýjum vörum, ótrúleg verð !!!!!! Sjón er sögu ríkari!!!!! WWW.EGODEKOR.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.