Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vínin á Primavera Aldrei hefur verið meira úrval af ítölskum gæðavínum hér á landi en nú og segir Steingrímur Sigurgeirsson vínlista La Primavera endurspegla þá vakningu sem er að verða gagnvart ítölskum vínum. AF einhverjum ástæðum hafa ít- ölsk vín átt erf- itt updráttar á íslandi síðastlið- in ár. Eflaust eru margar ástæður fyrir því og þá kannski ekki síst að skortur hefur verið á fram- bærilegum ítöl- um á markaðnum með einstaka undantekningum þó. Það hefur ver- ið að breytast síðasta hálfa ára- tuginn eða svo og nú er svo komið að mörg af þekktustu vínum ítah'u eru fáanleg á sérlista ÁTVR. Eitt veitingahús hefur líka verið óþreyt- andi við að koma ítölskum vínum á framfæri við viðskiptavini sína, nefnilega La Primavera í Austur- stræti. Það hefur verið heillandi að fylgjast með þróun vínlistans á Primavera og sjá hvemig stöðugt meiri metnaður er lagður ekki ein- ungis í matargerðina heldur einnig vínlistann. Þótt vínlisti Primavera sé nær algjörlega ítalskur (eina undantekningin franskt kampavín) held ég að óhætt sé að fullyrða að hann sé einn af þremur bestu og mest spennandi vínseðlum landsins. Við fyrstu sýn ber hann ekki mikið yfir sér, látlaus og einfaldur, og vínunum raðað upp án þess að nokkur greinar- munur sé gerður á þeim. Þegar betur er rýnt í seðilinn kemur hins vegar í ljós að hann leynir svo sannarlega á sér. Ekki nóg með að hann endurspegli ítal- íu frábærlega, frá Piedmont í noðvestri til Púglíu í suðaustri, heldur er einnig mjög gott jafnvægi á milli hinna sígildu vína Italíu og hinna nýju vínstíla samtímans. I raun ætti að vera hægt að finna vín þarna með nánast hvaða máltíð sem er, sama hvort hún er undir ítölsk- um áhrifum eður ei. Það er til dæmis kjörið að byrja á freyðivíni og hvað er ítalskara (að minnsta kosti norðurítalskara) en Prosecco, freyðivíni þeirra Veneto- búa? Maschio Prosecco Conegliano er mjög ljóst og freyðir nokkuð óreglulega. Umur ferskur og þægi- legur, perur og þurrkaðir ávextir. í munni þurrt en þó ekki brut, það er smávottur af sætu. Einfalt en ágæt- lega þægilegt freyðivín, sem öllum ætti að geta líkað. Öllu meira vín er Franciacorta Bellavista Brut. Það freyðir fallega, glæsilegt vín, allt að því kampavíns- legt í nefi með tærum og hreinum ávexti, smjöri og sætum sítrus, með einstakri fágun, mýkt og þykkt út í gegn. Hver þarf kampavfn þegar svona freyðivín eru í boði? Hvítvín hafa aldrei verið sterk- asta hlið ítala en á þessum vínlista hefur þó tekist að stilla upp ágætri línu þar sem ýmislegt kemur á óvart. Ef fyrst er litið á hin hvítu vín Veneto Cecilia Beretta 1999 Pinot Grigio sem er ferskt og þægilegt með miklum blómailm og þroskuðum perum. í munni skarpt í fyrstu með hressandi sýru og beiskum lakkrís. Gott með léttum réttum og einföld- um fiskréttum. Sartori Soave 1996 er hins vegar vín sem farið er að sýna töluverð þreytumerki. Ferskleikinn og ávöxturinn horfinn úr nefi og ein- kennist ilmurinn þess í stað af hun- angi og gólftusku. Hefur þokkaleg- an þéttleika í munni og dugar svo sem með mat en lífið er farið úr víninu og það fer því ekki mjög vel að eldast. Eitt af örfáum vínum sem ég skil ekki alveg tilganginn með. Vestur af Veneto er héraðið Lombardy og þar er að finna frá- bæran framleiðanda, Maurizio Zan- ella og fyrirtæki hans Ca’ del Bosco, nánar tiltekið á svæðinu Franciacorta. Ca’ del Bosco 1996 hefur þægilegan ilm, sultaðar per- ur, vanilla og rjómi eru áberandi auk þess sem sætur sítrus gægist fram við og við. Það eru engin þreytumerki á þessu víni, þvert á móti er það einstaklega lifandi og aðlaðandi og hreinlega ljúffengt. Hver sá sem hefur ekki trú á ítölsk- um hvítvínum ætti að bragða á þessu. í Piedmont er að finna DOCG- héraðið Gavi, eitt af bestu hvítvíns- svæðum Ítalíu. Gavi 1997 græn ber, stikilsber í nefi, í munni létt perl- andi í fyrstu en þróast út í þykkan og mikinn ávöxt. Ekki sýrumikið, en býr þó yfir ferskleika, allnokkuð vín sem vinnur á. Annað hvítt Piedmont-vín er Langhe Chardonnay, ferskur og léttur chardonnay, þar sem sítrus- ávöxturinn er ráðandi. Gott jafn- vægi á öllu og ágæt lengd. Ættu þessi Piedmont-vín tvö að henta ágætlega með léttum forréttum eða grænmetisréttum. Friuli í norðausturhorni Ítalíu við landamærin að Slóveníu, er al- mennt talið besta hvítvínshérað Ítalíu. Þaðan eru þrjú vín á listan- um. Ascevi Pinot Grigio 1998 olli mér nokkrum vonbrigðum, farið að sýna of mikil þroskamerki, ávöxtur- inn og ferskleikinn að hverfa. Kannski slæm flaska. Vínin Sauv- ignon Vieris 1998 og Floris di Uis frá Vie de Romans stóðu hins vegar undir nafni. Ekki síst er ég hrifinn af Sauvignon Blanc-víninu. Ávöxt- urinn þykkur og mikill án nokkurr- ar sýru og skerpu eins og stundum vill einkenna vín úr þessari þrúgu. Bragðið djúpt og langt en vínið samt mjög aðgengilegt. Fannst mér það skáka Floris di Uis, sem er blanda úr Chardonnay og Malvasia, hið ágætasta vín en hefðbundnara. Vernaccia di San Gimignano Ris- erva 1997 frá Falchini er eitt af \mís Eina leiðin til að Bíll ársins er líka öruggasti smábíll Evrópu.* Eru smábflar eins öruggir og aðrir bflar? Þegar Yaris er annars vegar er svarið JÁ. Yaris varð í efsta sæti í Euro NCAP árekstrarprófinu, fékk 29 stig og er þriðji öruggasti bíllinn sem Euro NCAP hefur gert prófanir á frá upphafi, án tillits til stærðar! Yaris hefur að auki tvo loftpúða og öryggisbelti með forstrekkjara sem staðalbúnað ásamt ABS hemlum sem valbúnað. Yaris er, af þessum ástæðum, öruggasti smábíll í Evrópu árið 2000. Bíll ársins 2000 hefur sett nýtt öryggisviðmið fyrir smábfla framtíðarinnar. Yaris er auk þess fleiri kostum gæddur, t.d. óvenju rúmgóður, vel hannaður, þú situr hátt í honum og hefur fjölmörg geymsluhólf. Yaris er vandaður farkostur hvort sem litið er til öryggis eða þæginda og er einkar skemmtilegur í akstri. Þegar bíll er keyptur þarf að vanda valið. Stór hluti smábílakaupenda hefur valið rétt. Það er engin tilviljun að þeir eru Yariseigendur í dag. Ef þú vilt bætast í hópinn komdu þá í heimsókn á Nýbýlaveginn eða á www.toyota.is *Byggt á árekstrarprófi framkvæmdu af óháðum aðilum, Euro NCAP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.