Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 7 aður í doktornum fór ég að gera mér grein fyrir að vegna fjöl- skyldumálanna var ekki auðvelt að flytja til íslands. Lorna talar ekki íslensku þótt hún sé af íslenskum ættum en í hennar fagi er tungu- málið mjög mikilvægt og nauðsyn- legt. Eins taldi ég að lítið yrði um tækifæri fyrir mig á Islandi, ekki síst vegna þess að ég hafði enga þekkingu á kerfinu heima, þar sem ég fékk alla háskólamenntun mína í Kanada. Eins og staðan er nú geri ég ráð fyrir að við verðum áfram í Winnipeg um ókomin ár. Við erum í góðum stöðum og hér líður okkur vel.“ Með einhverfa tvíbura Það geislar af Lornu og Gunnari en þau hafa mátt þola mikinn mót- byr. 1994 eignuðust þau tvíburana Kára og Benedikt en þeir fæddust um 13 vikum fyrir tímann og hafa þeir þurft mikla umönnun alla tíð. „Það stóð mjög tæpt með þá lengi en þeir búa við varanlega fötlun. Kári er einhverfur og spastískur og margt er svipað í Benedikt en hann fellur samt ekki alveg undir sömu skilgreiningu. Alla tíð hefur verið mjög vel fylgst með þeim og fyrst eftir að Benni kom heim var heimilið eins og gjörgæsla. Súrefni var til staðar og alls kyns tækja- kostur auk þess sem hjúkrunar- kona fylgdist með allar nætur en við sáum um umönnunina á dag- inn. Undanfarin þrjú ár hafa þeir verið undir sérstöku eftirliti sem byggist á rannsóknum í Kaliforníu varðandi einhverf börn. í rann- sókninni var athugað hvað hægt væri að kenna þessum börnum og hvernig þau gætu best lært. Vitað var að sum geta mikið meira en fólk hélt en þessi rannsókn leiddi í ljós að með því að halda þeim við efnið næðist árangur. Strákarnir okkar hafa haft sinn leiðbeinand- ann hvor í átta til 10 tíma á dag og voru þeim kenndir einfaldir hlutir sem venjuleg börn læra af sjálfu sér. Atriði eins og til dæmis að horfa á viðmælanda sinn og leika sér með leikföng. Þeir gera reynd- ar ekki mikið af því en ein- kennandi er fyrir einhverf börn að þau kunna ekki að leika sér heldur eru mest í sínum eigin heimi.“ Velvild og ánægja Gunnar segir að þau hafi notið mikillar velvildar í Kingston. Lorna hafi getað verið heima löngu eftir að fæðingarorlofinu hafi lokið og þegar hún byrjaði að kenna kenndi hún á kvöldin. Þá hafi hann verið kominn heim og getað tekið við. „Fyrrnefndir leið- beinendur voru nokkrar stúlkur og þær sáu um strákana þegar við byrjuðum bæði að kenna aftur. Svo var mamma Lornu hjá okkur lengst af í Kingston eftir að strák- arnir fæddust auk þess sem mamma mín kom stundum frá Is- landi. Ennfremur réðum við til okkar íslenskar stelpur í tvo vet- ur.“ Strákarnir byrjuðu í 1. bekk barnaskólans í haust. Gunnar segir að þeir séu í bekk með venjulegum börnum en þeir hafi hvor sinn stuðningskennarann allan daginn. „Mamma Lornu býr í Winnipeg og það auðveldaði okkur að taka ákvörðun um að flytja hingað en hún býr í sama hverfi og kemur til okkar á hverjum degi. Strákarnir voru í forskóla í fyrra og þá kom hún á morgnana og gaf þeim að borða auk þess sem hún tók á móti þeim úr skólanum. Núna komum við strákunum í skólabíl á morgn- ana en hún er til taks þegar þeir koma heim.“ Þau eru mjög ánægð með skóla strákanna og segir Gunnar að um sé að ræða einn framsæknasta skóla sinnar teg- undar í Kanada. „Við fengjum hvergi betri þjónustu og það hafði mikið að segja um flutninginn. Við lítum á björtu hliðarnar og það er vissulega margt jákvætt í um- hverfinu. Ég segi oft við nemendur mína að aðalatriðið er að hafa augu og eyru opin fyrir tækifær- um og þegar þau bjóðast er um að gera að taka þau. Það hefur hent- að mér mjög vel enda er ég ekki þannig gerður að ég skipuleggi allt fram í tímann út í ystu æsar.“ Hádegisverðarfundur á Hótel Borg 24. október 2000 kl. 12.00-13.00 Umræðuefni: Hvers vegna eru iyf gegn reykingum ekki niðurgreidd af ríkinu? Þátttakendur: Dagmar Jónsdéttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Þórír Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Fundarstjórí: Guðrún jónsdóttír, formaður Samtaka hjúkrunarfræðinga og tjésmæðra gegn tóbaki. Aðgangur er ókeypis en hægt er að kaupa súpu og brauð á 1.350 kr. Allir velkomnir og reykingafölk sérstaklega hvatt til að mæta! Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki. __ Nýherji og Lotus bjóða l m stjórnendum fyrirtækja Qg töivudeilda á "Októberfest 27. október ki. 15:00 Lotus Vision 2000 Strategy Rafræn viðskipti (eBusiness) með Domino og Websphere Kerfisleiga (ASP) K-Station, iNotes veroiðlari o.fl. Lolus Helstu nýjungar frá Lotusphere Berlín 2000 ............es veroif ► The Mobile Intranet Sametime, EveryPlace og QuickPlace ► iSeries400 og Domino ► Ný útgáfa S3.Samskipta Skjalastjórnun, Samskipti, CRM ► Léttar veitingar að hætti kampakátra Þjóðverja Þátttökugjald er ekkert en þátttakendur þurfa að skrá sig með tölvupósti: hugb@nyheiji.is - Haflð nafnspjöldin með og takið þátt í iaufléttum leik! Fyrirlesarar: Carsten Grönning, Lotus DK Thomas Helner, Lotus DK Heimir Erlingsson, Nýherja Svavar G. Svavarsson, Nýherja Jóhann Þ. Þórðarson, Nýherja Guðmundur Pálsson, Nýherja NÝHERJI 4 Borgartúni 37 www.nyherji.is Opinn fundur heiibrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins Hugmyndir um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni. Mánudaginn 23. október lcl. 17-19 í Valhöll Frummælendur: Guðjón Magnússon læknir, rektor Norræna Heilbrigðisháskólans I Gautaborg. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, við Háskóla fslands. Sigurbjörn Sveinsson læknir, á Heilsugæslustöðinni I Mjódd. Fundarstjóri: Ingibjörg Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Síðan verða almennar umræður. Allir áhugamenn um heilbrigðismál eru velkomnir. Fundarstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. www.xd.is sími 515 1700 SJALFSTÆÐISFLOKKURINN Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! Sunnud. 13-17 Y Sími581-2275 568-5375 Fax5688275 hornsí*um oy Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar avisun a staögreiösiu Armula 8 - 108 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.