Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 17 þetta sumar og flutti svo hingað ári síð- ar, árið 1972, án þess að þekkja hér nokkum mann. Bæði var ég að leita á vit ævintýranna og einverunnar einnig að losa mig undan því sem mér fannst vera meinsemdir nútímans. Ég vildi einfaldlega lifa öðruvísi lífi, nennti ekki að vera í samkeppni um stöður og met- orð. Vildi helst gera eitthvað sem aðrir voru ekki að gera.“ Guðmundur segir að Flateyingar og aðrir eyjamenn hafl tekið sér mjög vel. „Mér fannst óskaplega skemmtilegt að kynnast eyjalífinu þótt það væri á fall- anda fæti. Hér voru enn stundaðar sel- veiðar og búskapur í Hvallátrum, Svefneyjum og Flatey. Mér fannst það framlenging af háskólanum að kynnast þessu. Það var mikil] og langur skóli að búa hér í eyjunum, ég bjó hér í tólf ár. Það var bæði gaman og dapurlegt. Dapurt að sjá hvemig þessi byggð eyddist og varð að engu; hve fátæklegir menn em í hugsun og gerðum þegar hætta steðj- ar að byggðarlagi eins og þessu. Ég fékk þá hugmynd að snúa mætti þessari þróun við en þá lærði ég fyrir lífstíð að menn em sjálfum sér verstir. Það var lag, en menn kenndu stjóm- völdum, vondum mönnum og öllu mögulegu öðm um en sjálfum sér. Raunin var sú að stjómvöld vora að- gerðalaus og hér var fullt af tækifær- um og bullandi atgervi í aðkomufólki sem vildi vera hér og styrkja þetta eyjalíf. Það var ekkert nógu gott eða nógu heppilegt, alltaf eitthvað að. Ég held að eyjamar hafi þá misst mörg tæidfæri." Vantargott netsamband Nú er aðallega sumarbyggð í Flatey og verður enn um hríð, að mati Guð- mundar. Hann segir þó ýmislegt hægt að gera á stað sem þessum. „Ég hefði viljað vinna meira hér en ég geri. Net- sambandið hefur til þessa verið svo lé- legt að það hefur útilokað staðinn sem nútíma vinnuumhverfi. Það gætu margir verið hér lengrn- en yfir hásum- arið. Ég held að léleg fjarskipti skaði dreifbýlið allt. Menn tala fjálglega um að bæta þau, en fátt er aðhafst. Forríkt íyrirtæki í eigu þjóðarinnar er með • símaleiðslurnar, en það er víðs fjarri að það sinni hlutverki sínu. Allt snýst nú- orðið um að skila gróða, en lítið fer fyr- ir ábyrgð og skyldum. Ég trúi að það sé fyrst og fremst fmmleiki, menntun og mannleg geta sem getur aukið möguleika á búsetu úti um land. Byggðamálin em afar flókið samspil sem íslendingar hafa einfaldlega aldrei lagt alúð við sem heildarviðfangsefni. Samgöngumál á landi, sjó og í lofti skipta miklu en það þurfa í sjálfu sér ekki að vera tvær ferðir á dag og jafnvel ekki daglega til Flateyjar. En það þarf að vera góður sími og möguleikar til fjarvinnslu hvar sem er á landinu. Fjölþætt menntun og menningar- starfsemi í dreifbýli er sennilega ennþá mikilvægari þáttur í að efla byggðir en samgöngur. Netið þyrfti að nýtast dreifbýlinu miklu betur til kennslu og þjálfunar í gmnnskóla, framhaldsskóla og í sérskólum." Myndlistarnám Guðmundur fór aftur til náms í Bandaríkjunum 18 ámm eftir að hann lauk þar háskólaprófi og nú í listahá- skóla í Ohio. „Mér var boðin skólavist. Hún hentaði mér ákaflega vel því ég stóð á ákveðnum tímamótum. Ég hafði lengi gælt við þá hugmynd að skrifa fræðandi efni og myndskreyta, bæði með ljósmyndum og teikningum, og hafði loks ákveðið að hrökkva eða stökkva í þeim efnum. Það hafði oft reynst örðugt að fá verkefni en þegar ég stillti þessu svona upp fékk ég vil- yrði fyrir útgáfu á stórbók. Tímamótin vom þau að ég ætlaði að hætta streð- inu og þráhyggjunni og snúa mér að hreinni list eða bókagerð á fullu.“ Guðmundur segir að listnámið hafi gagntekið hann veturinn sem hann var í listaháskólanum. „Mér gekk mjög vel og nýr heimur opnaðist. Ég var til- búinn að hætta skrifum og halda áfram listnámi ef bókahugmyndin dytti úr skaftinu. Vandinn var þó sá að ég var fjölskyldufaðir og hafði aðeins safnað y til námsvistar í eitt ár. Svör Lánasjóðs íslenskra námsmanna vom þau að ég væri „búinn að læra“ og fengi enga fyr- irgreiðslu. Það þótti mér bera vott um gróandi menntastefnu árið 1984.“ A fjórtán ámm hefur Guðmundur sent frá sér fjögur stórvirki um nátt- úra íslands, sem Mál og menning hef- ur gefið út. Árið 1987 kom bókin Fugl-t Guðmundi var ráðlagt að leggja stund á búvísindi, sem væm góður for- skóli að dýralæknanámi. Hann fékk engin námslán, því hann vantaði stúdentsprófið, auk þess beindu ís- lensk stjómvöld námsmönnum til Evrópu. Dvölin í New Hampshire var- aði ekki nema hálft ár vegna mikils kostnaðar og fór Guðmundur til Alabama, í Suðurríkjunum, þar sem var ódýrara að vera. Guðmundur var við háskólanám í Suðurríkjunum í hálft annað ár og stundaði þar m.a. myndlistamám. Systir hans fluttist á þessum ámm til Ohio og lá beinast við að fara þangað. Hann sótti um í ríkisháskólanum í Ohio, sem þá hafði um 40 þúsund nem- endur en tvöfalt fleiri nú. Ríkisháskól- inn vildi ekki viðurkenna námið í Suð- urríkjunum svo Guðmundur stóð aftur hér um bil á byrjunarreit, enn staðráð- inn í að verða dýralæknir. Þegar hann lauk búvísindunum segist hann hafa löngu verið orðinn leiður á háskóla- streðinu, auraleysinu og baslinu. Olíubrask í afdölum Guðmundur varð stundum að hætta námi vegna auraleysis og leitaði víða fanga með vinnu. Meðal annars fékk hann starf hjá bræðmm sem stunduðu brask með réttindi til olíuvinnslu. Braskið fólst í því að leigja rétt til olíu- bomnar og vinnslu af landeigendum. Ef einhvem tíma fyndist hjá þeim olía og yrði unnin fengju landeigendur hluta af ágóðanum. „Þessi réttindi ganga kaupum og sölum á milli þeirra sem hafa efni á að eiga svona leigur. Ef olía finnst þá verða þetta allt í einu gríðarleg verðmæti. Það em svona braskarar um öll Bandaríkin.“ Guðmundur komst fljótlega að því að á bakvið tjöldin viðgekkst mildð peningasukk, lygar og undirferli rétt eins og í Dallas og öðmm slíkum sjón- varpsþáttum. „Ég vildi ekki taka þátt í mér hlið. Ég lagði bílnum og stökk út til að opna hliðið. Þá birtist maður við hlið- stólpann og beindi að mér byssu. Hann spurði hvert ég væri að fara. Ég sagðist ekki vera að fara neitt, bara að leita að réttri leið. - Ertu að vinna fyrir ríkið, spurði hann. - Nei, svaraði ég og reyndi að útskýra hvað ég væri að gera. Svo spurði ég um fólk sem hann kann- aðist ekki við. Ég slapp úr þessu án frekari vandræða. Þetta var sennilega í þriðja skiptið sem ég hafði horft í byssukjaft og síðan hefur mér ekkert verið um þessa reynslu. Marga gmnaði að ég væri njósnari frá ríkislögreglunni (FBI), sennilega í brennivínsleit, enda var braggað þama ólöglega um allt og slík starfsemi ávís- un á fangelsisvist ef upp kæmist. Menn hurfu af minna tilefni en því að vera álitnir útsendarar yfirvalda.“ Formúlan fundin Guðmundur sneri heim frá Ameríku eftir sex ára dvöl og gerðist skólastjóri á Blönduósi. Þar setti hann m.a. upp fyrstu tæknivæddu tungumálastofu á Islandi. Hann samdi námsefni og setti upp tæki sem hjálpuðu nemendum að hlusta og æfa sig í framburði á ensku. Eftir tveggja ára kennslu var Guð- mundur upptekinn af þeirri hugmynd að skrifa námsefni. Til þess fannst hon- um hann þurfa að kenna á fleiri skóla- stigum. Hann fór því til Akureyrar og gerðist kennari við Menntaskólann í tvo vetur. Seinni veturinn var hann beðinn um að semja námsefni í nátt- úrufræði og tók því verkefni glaður. Heimilishagir Guðmundar vora þannig að hann hafði ákveðið að dvelja í Stokkhólmi í Svíþjóð um hríð. Verkefh- ið hentaði vel en auk þess hafði hann haft hug á því að afla sér menntunar til að gera fræðslumyndir. Asamt smíði námsefnis í náttúmfræði íýrir 12 ára nemendur, sem heitir Líf og umhverfi, sótti hann kvöldskóla í ljósmyndun. Morgunblaðið/RAX Guðmundur erfyrsti íbúi Vorsala í Flatey, en þar var rekin verslun allt fram undir lok 6. áratugarins. „Það fylgdu engar íyrirskipanir um hvað ég ætti að skrifa. Ég vildi gera hlutina öðmvísi en ég hafði kynnst eða lært og tók náttúmfræðina í víðasta skilningi, það er heiminn: Jarðfræði, eðlisfræði, efnafræði og hefðbunda náttúrafræði, dýrafræði, grasafræði og vistfræði, þróunarfræði. Ég steypti þessu öllu í eitt samhengi þar sem meginkaflamir vom fjórir: Sólin, vatn- ið, jarðvegurinn og loftið. Þetta taldi ég vera þá frumþætti sem tólf ára böm ættu að gera sér grein fyrir til þess að fá tilfinningu fyrir því stóra og smáa í heiminum. Ég fann þar formúluna sem ég notaði síðar í þessum stóm bókum mínum. Að vefa saman náttúrufræði, þjóðsögur, skáldskap og myndefni í eina heild.“ Handriti Guðmundar var vel tekið, en ákveðið að fara aðra leið 1 náttúm- fræðikennslu svo bókin kom aldrei út. Doktorsverkefni í Flatey Eftir að Guðmundur skilaði handriti sínu innritaðist hann í doktorsnám í sjávarlíffræði við háskólann í Stokk- hólmi. Hann valdi sér sem verkefni árstíðabreytingar dýralífs í þangi á fjörum Flateyjar í Breiðafirði. „Ég vildi öðlast dýpri vistfræðilegan skilning en ég hafði, ásamt sérþekk- ingu og haflíffræðin var nærtækust. Flatey varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum. Samt hafði ég aldrei til Flat- eyjar komið,“ segir Guðmundur. „Ég staldraði við í Hvallátmm og Flatey þessu, en karlamir sem ég vann fyrir vom svo ágætir að segja að ég skyldi bara gera það sem ég teldi mig geta staðið við. Stundum náði ég því árangri þar sem öðrum varð ekki ágengt. Flestir vildu fremur heyra sannleikann en vafasöm loforð um mikinn gróða.“ Guðmundur ferðaðist mikið um austurhluta Bandaríkjanna, jafnvel af- skekkt svæði sem vom illa kortlögð og ókunnugir fóra helst ekki um, til dæm- is í Appalachia-fjöllum og víðar. „Þetta var mikil lífsreynsla og tækifæri til að kynnast Bandaríkjunum á allt annan hátt en venjulegir stúdentar fengu. Þarna blasti fátæktin, baslið, misskipt- ingin og ömurleikinn við í þessu forríka landi. Svona fátækt sést svo sem í öll- um borgum, en þama í sveitunum bjó fólk við ömurlegustu aðstæður." í Ohio, Kentucky og Vestur-Virginíu lenti Guðmundur iðulega í kringum- stæðum sem helst líktust senu úr kvik- mynd. „Maður átti kannski ekki bein- línis fótum fjör að launa en vissulega varð að gæta hvers fótmáls og tung- unnar. Fyrir kom að ég fékk hótanir með tilheyrandi djöfulgangi. Eðlilega skildu sumir ekki tilgang brasksins. Ég var svo heimskur að óttast ekki byssur, líklega vegna fjarlægðarinnar hér heima frá slíku. Langoftast var þó bæði notalegt og gaman að hitta fólk en stundum var loftið þmngið - líkt og í kvikmyndinni Deliverance." Einhvem tíma var landakortið ekki nógu nákvæmt til þess að Guðmundur rataði á áfangastað. Hann ákvað að aka þar til hann hitti einhvem sem gæti veitt leiðsögn. „Uppi á hæð varð fyrir Ljósmynd/Guðmundur Páll Ólafsson bmnns að bera á því sviði. Það sótti verulega á mig að fara út í einhvers konar listnám. Svo ákvað ég að fara í langskólanám og var þá að hugsa um dýralækningar." Guðmundur fór til Bandaríkjanna 19 ára gamall án þess að hafa lokið stúd- entsprófi. Það vai- ekki hlaupið að því I- Morgunblaðið/RAX að fá skólavist fyrir próflausan íslend- ing. „Ég fór í háskólann í New Hampshire og þeim þótti ég tala af- skaplega góða ensku. Svo sáu þeir að enska hafði ekki verið besta fagið mitt í íslenskum skólum heldur stærðfræði og því hlyti ég að vera afar snjall! Ég var tekinn inn til reynslu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.