Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 13 Magga klappar vörtusvíni í Mazuri Ranch í Simbabve. Þessir fflar kældu sig í vatnsbólinu í Etosha Pan eða Saltpönnunni. Ræðararnir sem Anna Dóra og Magga kynntust í Botsvana eru mjög fátækir og dvelja í heimahögunum allt sitt líf. Alls 20 manns frá öllum heimshornum fóru á þessum trukk í gegnum sléttur Afríku. Magga og Anna Dóra segja að hópurinn hafi verið mjög samheldinn. Bamið gæðir sér á íslenskri Freyjutöggu en þær slógu í gegn hjá inn- fæddum á markaðnum í Simbabve Ruins. dapur í bragði að þessi mynd yrði aldrei sýnd í Namibíu enda væru ekki mörg kvikmyndahús á þessum slóðum. Hópurinn heimsótti einnig sjávar- þorp sem heitir Luderitz, en það er úti við Atlantshafsströndina. Þar var sama sjávarlyktin og á íslandi og svartir klettar. „Hinum krökkun- um fannst útsýnið sem þar blasti við ofsalega merkilegt, en við Anna vor- um vanar slíku, enda báðar úr Vest- urbænum í Reykjavík," segir Magga og hlær. Ónnu og Möggu fannst þær vera komnar inn í sögusvið Stjörnu- stríðs-kvikmyndanna þegar þær fóru inn í miðja Namibíu-eyðimörk- ina, en þar eru stærstu sanddyngj- urnar og eru þær friðaðar. „Þær eru vinsælt myndefni og þess vegna vöknuðum við klukkan fjögur um nóttina til þess að fara upp á sand- dyngjuna Dune 45, sem er frægust, til þess að sjá sólarupprásina og taka myndir," segir Anna dreymin á svip. Hún bætir við að henni hafi þótt fallegast í Namibíu. Magga er sammála: „Þarna er bara hvítur sandur og auðn og ekkert líf svo langt sem augað eygir,“ segir hún bergnumin. Draumur hennar um að ganga í eyðimerkursandi þar sem fýkur óðara í hvert fótspor rættist svo sannarlega. Á ferðamannasvæðinu Swakopm- und, sem er skammt frá, keyrðu þær um sandinn á fjórhjóli og skemmtu sér vel. Sandinn má nýta til margra íþrótta. Þær fóru líka á magabretti niður sanddyngjurnar og Magga segir að komast megi upp í 70 kílómetra hraða á brettunum sem eru gerð úr mjúku tréefni. Tjaldað hjá mannskæðum flóðhestum í risastórum þjóðgarði í Etosha Pan, sem merkir saltpanna, komust Anna og Magga í fyrsta skipti í ná- vígi við villt dýralíf. „Dýrin ganga ekki laus í Afríku eins og margir halda, heldur eru þau í þjóðgörðun- um,“ segir Magga. „Þau hefðu ekki farið að ráðast á trukk með 20 manns nema þeim hefði verið ógnað. Fílar hefðu hugsanlega komið og stungið rananum inn í hann.“ Að- spurð segir hún að engin skotvopn hafi verið með í för ef ráðist hefði verið á hópinn, aðeins sveðja og teygjubyssur. Steinar eru hins veg- ar notaðir til þess að fæla vörtusvín og apa burtu frá að stela mat. Magga segir að þær hafi líka séð margar antilóputegundir, svo og gíraffa og Ijón. Hópurinn gisti í öðrum þjóðgarði í nýju landi, Botsvana. Þessi þjóð- garður heitir Okavango Delta og er á gífurlega stóru fenjasvæði við ána Okavango. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg, þvl það var hætta á að flóðhestar trömpuðu yfir okkur meðan við sváfum. Það þurfti tvær manneskjur til þess að halda lífi í þremur bálköstum á meðan hinir sváfu, en eldurinn bægði dýrunum frá,“ segir Anna. „Tjöldin okkar voru við árbakkana og þessi dýr eru í vatninu allan daginn vegna hitans,“ segir Magga. „Þau koma svo upp úr um nætur til þess að bíta grasið við ána, en þar sem við höfðum tjaldað voru einmitt margir flóðhestar. Þeir eru mjög skapbráðir. Ef þeim finnst þeim vera ógnað hika þeir ekki við að ráðast á viðkomandi. Þeir eru mannskæðari en ljón.“ Þær segjast ekki hafa sofið mikið þessa nótt og ekki hafa þær gleymt hljóðunum sem flóðhestamir gáfu frá sér, því þær herma eftir þeim fyrir blaða- mann af mikilli snilld! í Botsvana kynntust Anna og Magga innfæddum í fyrsta skipti. „Þarna er mikið fenjasvæði og því kynntumst við þeim sem reru bát- unum,“ segir Anna. „Fátækt er mik- il á okkar mælikvarða. Fólk býr í trjákofum. Það fer aldrei út fyrir sitt landsvæði heldur dvelur og starfar í heimahögunum allt sitt líf. Mér fannst sorglegt þegar ungur maður þaðan sagði við mig að hann ætti aldrei eftir að kynnast mínum menningarheimi. Fararstjórinn okkar hafði verið á þessum slóðum hálfu ári áður og tekið mynd af ein- um ræðaranna. Sá fékk myndina að gjöf þegar við vorum þarna. Hann varð yfir sig hamingjusamur því hann hafði aldrei áður átt mynd af sér. Fram til þessa hafði hann not- ast við spegilmyndina í vatninu til að sjá sjálfan sig. Hann hló og hló og hoppaði af gleði.“ Vinkonurnar hlæja dátt þegar þær rifja þetta upp. Magga segir að þrátt fyrir fátæktina hafi allir á staðnum verið mjög ánægðir með lífið. Allir hafi átt í sig og á. „Krakk- arnir voru pattaralegir og léku sér sælir og glaðir með plastpoka sem þeir höfðu fundið því það eru engin leikföng með fínum vörumerkjum í Botsvana." Hér fannst Önnu og Möggu þær loksins upplifa Afríku eins og þær höfðu ímyndað sér álfuna. „Allt var frumstæðara," segir Magga. „Veg- irnir voru lélegri og hreinlætisað- staðan verri. í búðunum var minna vöruúrval. Hér þurfti að hugsa meira um það hvaða matur væri til og hvað búa mætti til úr honum. Maður fann fyrir þessari frumstæðu menningu sem ríkir í þriðja heims löndunum. Allt önnur lögmál gilda hér. Vel klæddur viðskiptavinur í búð þarf að borga miklu meira fyrir sama hlutinn en sá sem er í lörfum. Það er ekki ákveðið verð á neinu. Lögmál markaðarins ríkja, en þá gefst líka færi á að prútta.“ Anna segir að það hafi verið stór- kostleg upplifun að fara á markað í Botsvana. Fólkið hafi verið svo skemmtilegt og lífsglatt. Þar var ekki hvítan mann að sjá - fyrir utan þær tvær og hina úr hópnum. Upp á líf og dauða Segja má að vinkonurnar hafi storkað örlögunum þegar þær fóru á gúmbát niður Zambezi-ána við Viktoríufossa, en þeir eru á landa- mærum Botsvana, Simbabve og Sambíu. „Magga fékk að vita áður en við fórum af stað að ein mann- eskja sem siglir niður ána ferst að meðaltali í hverjum mánuði," segir Anna. „Leiðsögumaðurinn sem fór með okkur í bátnum sagði okkur strax að þetta væri ein hættulegasta á í heimi fyrir þessa iðkun en um leið sú besta. Um 20 flúðir eru í henni og við vorum fimm tíma að fara niður hana í sjö manna báti. Hún er ísköld og það synda hálfs metra langir krókódílsungar í henni út um allt.“ Anna stökk úr fallhlíf í fyrsta skipti á ævinni í Afríku. „Ég stökk úr tíu þúsund feta hæð með frjálsu falli í hálfa mínútu með þaulreyndum fallhlífarstökkvara eftir að hafa flogið útsýnisflug yfir Viktoríufossa. Ég var ekkert hrædd um að fallhlífin myndi ekki opnast en mesta átakið vai- að hoppa út úr vélinni í svona mikilli hæð. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni," segir Anna og stoltið leynir sér ekki. Ógleymanleg upplifun í Simbabve skoðuðu þær ein- hverjar af elstu fornminjum í Afríku í Zimbabwe Ruins, en það var mið- stöð verslunar milli austurs og vest- urs um árið 1400. „Þetta er merki- legur staður sem sýnir að það hefur verið mikil umferð á þessu svæði áð- ur fyrr,“ segir Magga. Þær fóru líka til höfuðborgarinnar, Harare. Þar er mikið um nútímaþægindi og allt er ódýrt. í Harare sáu þær nýjustu mynd Stjörnustríðs í fyrsta flokks kvikmyndahúsi og þar kostaði mið- inn 50 íslenskar krónur. Mikilla áhrifa gætir frá Bandaríkjunum og bera auglýsingaskilti merki um það. Þó að besta flatbakan sem Magga hefur smakkað á ævinni hafi fengist í þessari borg gæddu þær sér líka á krókódílahala á fínu veitingahúsi. „Hann var rosalega góður, eins og blanda af kjúklingi og fiski á bragð- ið,“ segir Anna og bætir við að þær hafi h'ka bragðað gíraffaháls, strúts- kjöt og vörtusvín í ferðinni. Vinkonurnar Anna Dóra Frosta- dóttir og Margrét Leósdóttir eru á einu máli um að þessi ferð hafi verið ógleymanleg upplifun. Hópurinn var einstaklega skemmtilegur og leið- sögnin sem þær nutu var frábær. Þær komu heim með sannarlega ævintýralegar minningar um hina margbrotnu og leyndardómsfullu Afríku. Greinin var lokaverkefni höfundar í blaðamennsku íhagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.