Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Orkuveita Reykjavíkur styrkir tvær konur í verkfræðinámi Styrkumsóknum fjölg- aði um 44% milli ára Morgunblaðið/Ásdís Ása Guðlaug Lúðvfksdóttir tekur við nárasstyrk Orkuveitu Reykjavíkur úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur borgarstjóra. Á bak við þær er Hildur Jónsdóttir,Jafnréttisfulltrúi Reykjavíkurborgar. Hinn styrk- þeginn, Ragnheiður Asta Þorvarðardóttir, var fjarverandi og tók móðir hennar, Dóra Skúladóttir, við styrknum fyrir hönd dóttur sinnar. tvennum ástæðum tók ráðuneytið þátt í verkefinu, annars vegar til að auka hlut kvenna í atvinnurekstri og hins vegar að hvetja fleiri stúlk- ur til náms í greinum upplýsinga- tækninnar. Valgerður sagði hlutfall kvenna meðal stjórnenda í fyrirtækjum of lágt og bæta þyrfti þar úr. Konur væru ekki síðri stjórnendur en karl- ar og því til sönnunar nefndi hún að rannsóknir sýndu að fyrirtæki, sem stjórnað er af konum, yrðu síður gjaldþrota. Valgerður sagði mikil- vægt að konur, jafnt sem karlar, kæmu að mótun og uppbyggingu í upplýsingatækniiðnaðinum. Þar störfuðu um 5 þúsund manns í dag, en hlutfall kvenna væri þar aðeins um 20%. Vonaði Valgerður að með verkefninu tækist að jafna þessi hlutföll. Landsvirkjun þarf kvenlegri sýn Priðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, tók til máls en fyr- irtækið er meðal samstarfsaðila verkefnisins. Hann sagði Lands- virkjun hafa tekið þátt í ráðstefn- unni Konur og lýðræði í fyrra og það mætti rekja til aðildarinnar að verkefninu um Konur til forystu. Friðrik sagði jafnréttisverkefni vera í gangi innan Landsvirkjunar, enda mikil þörf á. Hann sagði fyrir- tækið vera dæmigert karlafyrirtæki á tæknisviði. Af 173 starfsmönnum í tæknigreinum innan fjrrirtækisins störfuðu aðeins 3 konur, sem allar væru verkfræðingai'. En alls starfa 33 verkfræðingar hjá Landsvirkjun. Friðrik sagði þessar tölur hrópandi og þær dygðu einar og sér til að skylda fyrirtækið til að taka þátt í verkefnum sem þessum. Átaks væri þörf að fjölga konum í verkfræði og öðrum raunvísindagreinum. Friðrik sagði að fjölgun kvenna í vísindum myndu víkka sýn okkar og rannsóknir myndu beinast í fleiri áttir. „Okkur veitir ekki af aflinu sem í konum býr,“ sagði Friðrik og benti á að í starfsauglýsingum væri Landsvirkjun farin að hvetja konur sérstaklega til að sækja um. „Við viðurkennum það fúslega að Landsvirkjun þarf á kvenlegri sýn að halda ef við ætlum að virkja orkulindirnar og gera það í sæmi- legri sátt við land og þjóð,“ sagði Friðrik undir lok ræðu sinnar. Þörf á sterkum leiðtogum Af fleirí fróðlegum erindum á kynningarfundinum má nefna að tveir kvenverkfræðingar tóku til máls. Önnur þeirra, Anna Soffía Hauksdóttir, er prófessor við Há- skólann, sú eina af kynsystrum sín- um. Hún sagði ýmsar hindranir í vegi fyrir því að námsval kynjanna væri jafnt. Til að bæta þar úr þyrfti m.a. öfluga kvennabaráttu og sterka leiðtoga með karla í kvenn- astörfum og konur í karlastörfum. Hún hvatti konur til að fara í verk- fræði, þar væru borguð góð laun og mikil eftirspurn væri eftir verk- fræðingum í dag. Hin, Jóhanna Harpa Árnadóttir, starfar hjá íslan- dspósti, og sagði frá stofnun kvenn- anefndar innan Verkfræðingafélags íslands, sem 22 konur hefðu tekið þátt í. Hún sagði góða reynslu af störfum álíka nefnda erlendis, t.d. í Danmörku. Mikilvægt væri að bæta ímynd kvenna innan verkfræðinnar. Þá tók tölvunarfræðinemi til máls, Valdís Björk Friðbjörnsdótt- ir, sem einnig er myndlistarkona, og starfar hjá þróunardeild Hugvits. Hún sagði fólk hafa rangar hug- myndir um ímynd tölvunarfræð- inga. Þetta væri fjölbreytt og aðlað- andi starf, sem ekki væri sneytt mannlegum samskiptum eins og sumir virtust halda. Hún sagði að konur mættu ekki útilokast frá þessum mikilvæga vettvangi, sem upplýsingatæknin væri. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti á fimmtudag styrki Órkuveitu Reykjavíkur til tveggja kvenna sem stunda nám í verkfræði. Afhendingin fór fram við upphaf kynningarfundar verkefnis- ins „Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna". Styrkina, sem nema 150 þúsund krónum hvor, fengu Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir og Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir. Alls bárust 22 umsóknir um styrk- ina, sem nú voru afhentir í fjórða sinn. Styrkumsóknir nú reyndust 44% fleiri en í fyrra. Ása Guðlaug er nemi í véla- og iðn: aðarverkfræði við Háskóla íslands. í umsögn dómnefndar segir að hún hafi náð frábærum námsárangri. Hún hafi valið grein innan verkfræð- innar sem fáar konur stunduðu í dag, sem bæri vott um áræði hennar og vilja. Ása Guðlaug þakkaði fyrir styrk- inn í stuttu ávarpi og sagði hann mikla hvatningu fyrir sig. Einnig lýsti hún yfir ánægju sinni með verk- efnið sem hrundið hefur verið af stað um konur til forystu og jafnara nám- sval kynjanna. Ragnheiður Ásta á að baki langt nám. Að loknu stúdentsprófi nam hún rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Þegar því námi lauk inn- ritaðist hún í rafeinda- og tölvuverk- fræði við háskóla í Danmörku, þar sem hún er nú í meistaranámi og hef- ur vakið athygli fyrir góðan námsár- angur. Ragnheiður Ásta gat ekki verið viðstödd athöfnina og tók móðir hennar, Dóra Skúladóttir, við styrkn- um úr hendi borgarstjóra. Dóra sagði styrkinn koma sér vel því Ragnheiði Ástu vantaði einmitt námslán til að ljúka meistaranáminu í Danmörku. Lítill launamunur Við afhendingu styrkjanna upp- lýsti Ingibjörg Sólrún að verið væri að ganga frá skýrslu innan Orkuveitu Reykjavíkur um launamun og starfsánægju og -þróun innan fyrir- tækisins. Þar kæmi m.a. fram að innan Orkuveitunnar væri launamunur kynjanna nú, að teknu tilliti til ým- issa þátta, 2,5%, sem væri nálægt skekkjumörkum. Leitun væri að jafngóðum árangri hér á landi. Hún sagði sambærilegar rannsóknir sýna óútskýrðan launamun upp á 11-14%, körlunum í hag. Vertu á ferðinni Hausttilboð Skúlagötu 59 • Sími 540 5400 • Umboösmenn um land allt • www.raeslr.ls Ríkulegur staðalbúnaður. Verð nú frá 1.490.000 kr. áður 1.550.000 kr. Blll á mynd: 323 F GT. Aukabúnaður: álfelgur og toppgrindarbogar með hjólagrind. Mazda 323 F með vetrardekkjum, geislaspilara og fjarstýrðum samlæsingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.