Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 92
♦ Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Yfírlit fjármáladeildar um bygging- arframkvæmdir Reykjavíkurborgar Þrjú verk fóru 286 milljónir fram úr áætlun Vegfarendur leggja lykkju — á leið sína VEL hefur viðrað til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu í haust, enda veður verið milt. Töluverðar fram- kvæmdir hafa verið á Skólavörðu- stignum og hafa gangandi veg- farendur sumstaðar þurft að leggja lykkju á leið sína. Veðurstofan spá- ir þvi' að um helgina verði vinda- samt á landinu. Hiti verði vel yfir frostmarki, en gera megi ráð fyrir skúrum eða éljum sunnanlands. Morgunblaðið/Golli Breytt byggingar- áform við Vatnsenda BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi hafa ákveðið að koma að nokkru til móts við gagnrýni íbúa á fyr- irhugaða íbúðabyggð við Elliða- vatn og fresta byggingu sex fjögurra hæða fjölbýlishúsa við vatnið. Þegar deiliskipulagstillögur fyrir svæðið voru auglýstar í sumar barst fjöldi athugasemda og á blaðamannafundi, sem bæj- aryfirvöld héldu í gær, var greint frá því hvernig bæjar- stjórnin hygðist afgreiða at- hugasemdirnar. Auk þess að fresta byggingu hæstu blokkanna hefur verið ákveðið að fresta afgreiðslu deiliskipulags á svæðinu milli vatns og vegar, þar til breytt að- alskipulag fyrir svæðið hefur verið afgreitt. ■ Ákvörðun um hæstu/20 YMSAR byggingarframkvæmdir vegna menningarmála hjá Reykja- víkurborg hafa farið 286 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári. Kemur þetta fram í yfirliti frá fjár- máladeild borgarinnar sem lagt var fram á borgarráðsfundi síðastliðinn þriðjudag um framkvæmdir fyrstu 9 mánuði ársins. Um 100 milljónir eru vegna Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, 167 milljónir vegna bílageymslu og tengibyggingar við Kringluna og 20 milljónir vegna Safnahússins á Tryggvagötu 13. Kostnaður við Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsinu er kominn í 736 milljónir króna í lok september. Kostnaður á árinu er 310 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 210 miljjóna króna kostnaði og er hækk- unin því um 48%. Kostnaðurinn fer verulega fram úr áætlun sem gerð var í september 1997 og hljóðaði upp á 530 milljónir króna. Endurskoðuð áætlun í desem- ber 1998 hljóðaði upp á 594 milljónir. Sé litið á allt verkið er mest hækkun vegna frágangs innanhúss eða 60 milljónir króna, hækkun vegna raf- kerfis er 58 milljónir, vegna brots og steypu 10 milljónir og vegna pípu- lagna annað eins. Þetta kemur fram í greinargerð frá byggingardeild borgarverkfræðings sem lögð var fram á fundinum og eru þar nefndar Barnabætur hækka - tekjutenging minnkar RÍKISSTJÓRNIN tilkynnti í gær veigamiklar breytingar á barna- bótakerfinu sem hafa það í för með sér að barnabætur hækka í heild um þriðjung á næstu þremur árum. Frumvarp þessa efnis verður kynnt í þingflokkunum eftir helgi og lagt fram á Alþingi um það leyti. Hækkunin verður mest hjá barna- fólki með miðlungstekjur og lágar -íekjur. Kostnaðarauki ríkissjóðs vegna breytinganna er um 2 millj- arðar króna, sem er 500 milljónum meira en ríkisstjórn gaf verkalýðs- forystunni fyrirheit um við gerð síðustu kjarasamninga. Breytingarnar taka gildi á næsta ári og koma til framkvæmda í áföngum til ársins 2003. Dregið er úr tekjutengingu bótanna, sem er samkvæmt gefinni yfirlýsingu rík- isstjómarinnar við gerð kjara- samninga sl. vor. Skerðingarhlut- fall tekna verður lækkað í áföngum um þriðjung og skerðingarmörk hækkuð sem nemur alls rúmum 17%. Auk gefinna loforða í vor ætl- ar ríkisstjórnin að afnema eigna- tengingu barnabóta og setja inn sem hreina viðbót ótekjutengdar barnabætur fyrir börn undir sjö ára aldri. Nemur sú fjárhæð rúm- um 33 þúsund krónum við álagn- ingu næsta árs og upphæðin mun hækka um 3% árið 2002 og 2,75% árið 2003. Segja má að þessar bæt- ur séu nokkurs konar ígildi barna- korta, sem Framsóknarflokkurinn hafði sett fram sem hugmynd, nema hvað mörkin eru dregin við sjö ára aldurinn. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra kynntu breytt barna- bótakerfi í gær. Þeir voru sammála um að þetta væri jákvæð niður- staða fyrir allt barnafólk, ekki síst það sem hefði lægstar tekjur svo ýmsar ástæður fyrir því að ekki tókst að halda kostnaði innan marka: „Þegar áætlun er gerð í septem- ber 1997 er hönnun rétt á byrjunar- stigi og ýmislegt varðandi frágang innanhúss ekki Ijóst. Hönnun og framkvæmd byggist á valinni tillögu. Ófyrirséð verk við bráðabirgða- lagnir og endurnýjun stofnlagna alls hússins. Ófyrirséð verk við breytingu á 65 ára gömlu vörugeymsluhúsi, m.a. á gólfum, gluggum og porthurðum," og nefnt er einnig að tími hafi verið naumur, þensla á vinnumarkaði, hönnun hafi verið breytt eftir að framkvæmdir hófust og ábyrgð á verkinu hafi verið dreifð. Kostnaður við tengibyggingu, torg og bílageymslu við Kringluna, m.a. vegna bókasafns og leikhúss, sem er samvinnuverkefni borgar og eignar- haldsfélags Kringlunnar, hefur hækkað úr 76 milljónum sem fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir í 243 milljónir. í greinargerð fjármála- deildar segir m.a. um verkefnið: „Ljóst er að kostnaður við fram- kvæmdina hefur farið langt fram úr eðlilegum mörkum og unnið er að því að fara yfir alla helstu kostnaðar- þætti.“ Þessi mál koma aftur til umræðu á borgarráðsfundi á þriðjudag. og millitekjufólk. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að breyt- ingarnar væru mikið innlegg í þær kjaraviðræður sem nú ættu sér stað. Það væri ekki lítið mál þegar stórir þjóðfélagshópar fengju 3% kaupmáttaraukningu. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, segist í samtali við Morgun- blaðið í dag vera ánægður með að ríkisstjórnin skuli nú hafa staðið við gefin loforð frá síðustu kjara- samningum. Þetta hafi verið mikil- vægur þáttur við samningagerðina. ■ Kostnaðarauki/6 Fékk yfír sig vítis- sóda og brenndist MAÐUR fékk yfir sig vítis- sóda er hann var við vinnu sína í fiskimjölsverksmiðjunni Fiskimjöli og lýsi í Grindavík í gærkvöldi. Hann brenndist töluvert á andliti og á líkama, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis er hann með brunasár í augum, andliti og víðar. Alvarlegustu áverkarn- ir séu þó brunasái- í augum. Maðurinn, sem er um fimm- tugt, gekkst undir ítarlega augnrannsókn í gærkvöldi. Opin laugardag frá kl. 10 til 16 og sunnudag frá kl. 13 til 17 HEKLA íforystu á nýrri öld! Hækkun dollara kallar á bensínhækkun GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að breytingar á heimsmarkaðsverði olíu kalli ekki á verðbreytingar hér á landi um næstu mánaðamót. Hins vegar hljóti hækkun dollara fyrr en síðar að leiða til verðhækkunar. Miklar sveiflur voru á heims- markaðsverði olíu í þessum mán- uði. Geir sagði að meðalverð á bensíni í október hefði hins vegar lítið breyst frá septembermánuði, farið úr 3,25 kr. í 3,22 kr. Sama staða væri varðandi skipagasolíu. Geir sagði að mjög erfitt væri fyrir olíufélögin að verjast hækkun á verði dollars og hún myndi hafa áhrif á bensínverð hér á landi. Um síðustu mánaðamót var dollarinn á 83 kr. en hann er nú í 88 kr. OPEC-ríkin hafa boðað að fram- leiðsla á hráolíu verði aukin í næstu viku. Nokkur ótti er við skort á gasolíu til húskyndingar í Bandaríkjunum, en birgðir þar eru nú taldar vera um 30% minni en á sama tíma í íyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.