Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDÁGUR 28. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lögmaður og varalögmaður Færeyinga um slit samningaviðræðna við Dani „Verðum að fá um- heiminn til að staðfesta að við séum þjóð“ „MARKMIÐ okkar var að ná svipuð- um samningum við Dani og íslend- ingar fengu með Sambandslaga- samningnum árið 1918, en nú hefur danska stjómin tekið af öll tvímæli um að sér þyki ekki koma til greina að gera samning við Færeyinga sem líkist með nokkru móti þessari ís- lenzku fyrirmynd frá 1918-1944,“ sagði Hogni Hoydal, varalögmaður og ráðherra sjálfstæðismála í fær- eysku landstjórninni í samtali við Morgunblaðið í gær. Þar var hann spurður um ástæður þess að upp úr samningaviðræðum Færeyinga og Dana slitnaði í fyrrakvöld. Þegar náðist í lögmanninn sjálfan, Anfinn Kallsberg, lagði hann áherzlu á að ekki hefði verið um endanleg slit samningaviðræðnanna að ræða. „Þær munu halda áfram, en það varð ljóst á fundinum í gær [fyrradag] að við þurfum að koma þeim á nýjan grundvöll,“ sagði Kallsberg. „Það sem gerðist var að við byrjuðum á því að fara yfir það sem við höfum áorkað á þeim samningsgrundvelli sem við gengum út frá fram að þess- um fundi og hafði verið í gildi frá því viðræðumar hófust í marzmánuði. Við komumst að því, að munurinn á því sem við Færeyingar vildum ná fram í þessum samningum og því sem Danir sáu fyrir sér að kæmi út úr þeim var svo stór, að okkur varð ljóst að vonlaust væri að svo búnu að ná samningum sem að okkar mati væru boðlegir færeyskum kjósend- um. Við stöðvuðum því frekari við- ræður sem byggðust á þessum for- sendum,“ sagði lögmaðurinn. Rætt um pólitískar grund- vallarforsendur samninga Því næst hafi á fundinum með Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, í stjórnarráðinu í Kaupmannahöfn í fyrradag, verið rætt um pólitískar grundvallarfors- eridur viðræðnanna. „Þá kom í Ijós, að við í færeysku landstjóminni höf- um ávallt gengið út frá því, að Fær- eyingar séu þjóð, þ.e. að þeir séu þjóð í skilningi þjóðaréttar og geti því gert tilkall til þeirra réttinda sem þjóðum ber samkvæmt gildandi al- þjóðalögum," sagði Kallsberg. Fyrir þennan fund hafi danski for- sætisráðherrann sagt, að Færeying- ar væru ekki þjóð í þjóðaréttarlegum skilningi. „Þessu gátum við ekki látið ósvarað. Það hafði engin umræða farið fram um það hvernig skilgreina bæri Færeyjar í þjóðaréttarlegu samhengi. Svo við spurðum hreint út, hvort danska ríkis- stjórnin væri sammála okkur um að við værum þjóð í þessum alþjóð- lega skilningi og gætum þar með nýtt okkur sj álfsákvörðunarrétt þjóðanna og tekið ákvarðanir á grundvelli þeirra réttinda sem þjóðum ber samkvæmt þjóðarétti. Þessu vísaði danska stjórnin á bug. Um þetta ríkir því grundvallarágreining- ur,“ sagði Kallsberg. „Við, fulltrúar Færeyja, sáum okkur þvl til- knúna að tilkynna al- þjóðasamfélaginu það, að við værum þjóð í skilningi þjóðaréttar.“ Hpgni Hoydal tekur enn afdrátt- arlausar til orða um þetta. „Þá sögð- um við að við neyddumst til að finna lausnir á þessum málum upp á okkar einsdæmi, án aðstoðar af hálfu Dana. Til að þetta sé hægt er nauðsynlegt að við hljótum viðurkenningu sem þjóð sem hefur fullan rétt á að gera tilkall til sjálfsákvörðunarréttar síns, samkvæmt þjóðarétti, svo að okkur sé fært að koma málinu aftur í gang.“ Að sögn Hogna hafa Danir brugð- izt við þessu með hreinu og kláru neii - Færeyingar séu ekki þjóð í þjóða- réttarlegum skilningi og þeir hafi því engan sjálfsákvörðunarrétt. „Þetta þýðir í raun réttri að fær- eyskri sjálfsvitund og öllum hinum pólitíska grundvelli samningavið- ræðna okkar við Dani er kippt undan okkur,“ segir hann. Hann segir að Danir taki Færeyinga einfaldlega ekki gilda sem jafnréttháa samn- ingsaðila, og því hafi viðræðurnar fram að þessu verið „lítið annað en innantóm leiksýning". „Við höfum aldrei fengið raunverulegar samningaviðræður um hlutina, aðeins einhliða yfirlýsingar af hálfu Dana,“ sagði Hpgni Hoydal. Snertir ekki eigin- lega samninga Að sögn Kallsbergs hefur þetta í sjálfu sér ekkert með hinar eig- inlegu samningavið- ræður að gera. „Þetta snýst um samnings- grundvöllinn - hann myndi gerbreytast ef við værum sammála um hvaða skiln- ing ber að leggja í þetta,“ segir hann. Danska stjórnin sé þó opin fyrir því að þetta sé rætt og hafi ítrekað sagt að Færeyingar fái sjálfstæði óski þeir þess, en ferlið sem til þess leiði byggist eingöngu á dönskum ríkisrétti. Danir álíti, að sjálfstæði sé eitthvað sem þeir geti gefið Færey- ingum, landstjómin álíti það hins vegar eitthvað sem Færeyingar eigi tilkall til, óháð því hvemig núverandi tengslum þeirra við Danmörku sé háttað. Kallsberg segir hins vegar að það eina sem um sé að semja séu skilmálarnir fyrir því að Færeyingar taki fullveldið, sem þeir eigi tilkall til, í eigin hendur. Kallsberg segir að landstjómin hafi lagt upp í samningaviðræðurnar við Dani með dansk-íslenzka sam- bandslagasamninginn frá 1918 að fyrirmynd en Danir hafi ekki viljað gangast inn á það. „Þeir hafa hafnað langílestu því sem við höfum stungið upp á í þessu sambandi. Til dæmis kvað dansk-íslenzki sambandslaga- samningurinn á um gagnkvæm rétt- indi þegna hvors lands í hinu, eftir að samningurinn gekk í gildi og ísland varð fullvalda. Að hliðstætt ákvæði verði í samningum Færeyinga og Dana hafa þeir hafnað," segir lög- maðurinn. „Hvað varðar efnahagslegu hlið- ina hefur það sýnt sig að við höfum ekki einu sinni getað komizt í gang með að semja um skilmálana. Danir hafa einfaldlega lýst því yfir, að kjósi Færeyingar sambandsslit fái þeir í mesta lagi fjögurra ára aðlögunar- tíma áður en skrúfað verður með öllu fyrir fjártilfærslur úr danska ríkis- kassanum til Færeyja og um þetta verður ekki samið, segja þeir,“ út- skýrir Kallsberg. Engar kosningar, aðeins þjóðaratkvæðagreiðsla Stjórnarandstaðan í Færeyjum hefur brugðist við þessari þróun níála með því að krefjast nýrra kosn- inga til Lögþingsins. „Þeir hafa farið fram á nýjar kosn- ingar eftir hvert skipti sem við höf- um gengið til samningaviðræðna við dönsku stjórnina. Þeir vilja ekki sams konar breytingar á stöðu Fær- eyja og við viljum, og því hafa þeir ekki áhuga á því að okkur takist að ná samningum eins og við stefnum að,“ segir Kallsberg. Krafa stjórnar- andstöðunnar um kosningar sé ein- faldlega hluti hins pólitíska leiks. Landstjórnin ráði yfir stöðugum meirihluta og boðun nýrra kosninga sé alls ekki á dagskrá. Hpgni Hoydal tekur fram, að stjórnarandstöðu- flokkarnir séu sammála landsþings- meirihlutanum um, að óþolandi sé að Danir viðurkenni ekki vöflulaust að Færeyingar séu þjóð. Á þetta bendir einnig Jógvan Mprkore, félagsfræðingur og forsvai-smaður Fróðskaparseturs- ins, háskóla Færeyja. Ritzau-frétta- stofan danska hefur eftir honum, að tilkynning landstjórnaiinnar um að haldin skuli þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðismálið hafi bjargað henni frá því að verða að segja af sér vegna árangursleysis samningavið- ræðnanna við Dani. „Jafnframt tel ég, að takist land- stjóminni að fá umræðuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna til að snúast um það, að hve miklu leyti Færeyingar séu þjóð, sem eigi tilkall til að stjórna sér sjálf, sé staða land- stjórnarinnar sterk,“ segir Jógvan Morkpre. Það verði stjórnarandstöð- unni erfitt að beita sér gegn þessu, þar sem Færeyingar séu á einu máli um að þeir séu þjóð. „Við verðum að koma því skýrt til skila til umheimsins, að við áskiljum okkur rétt til að að nýta okkur sjálfsákvörðunarréttinn sem þjóð, og grípum því til aðgerða í samræmi við það. Það er að segja, við berum undir þjóðina tillögu um að Færeyingar geri alvöra úr því að nýta sér sjálfs- ákvörðunarréttinn, losi sig út úr heimastjórnarfyrirkomulaginu, slíti sambandinu við Danmörku og lýsi að því búnu yfir sjálfstæðu ríki,“ lýsti Hpgni Hoydal yfir í samtalinu við Morgunblaðið. „Við eigum ekki annarra kosta völ eftir að Danir hafa sýnt það og sann- að að þeir era ekki tilbúnir til raun- veralegra samninga við okkur.“ Bæði lögmaðurinn og varalögmað- urinn segja að eftir sé að ákveða hveraig spurningin verði orðuð, sem lögð verði undir þjóðaratkvæði. „Við höfum ekki ákveðið enn ná- kvæmlega að hverju verður spurt,“ sagði Kallsberg, og bætti við að kom- ist yrði að niðurstöðu um það í stjórnmálaumræðunni. „Það sem er mikilvægast er að við fáum eins víðtækan stuðning við framhald þessa ferlis og mögulegt er,“ sagði hann. Og það fljótlega: „Innan hálfs árs, við höfum ekki allan heimsins tíma, en þó ekki fyrir áramót.“ Hogni Hoydal Danska þingið styður Nyrup Rasmussen forsætisráðherra í deilunni við Færeyinga Agreiningurinn sagður snúast um fjármál Scanpix Nordfoto Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Anfinn Kalls- berg, lögmaður Færeyja, við upphaf samningaviðræðnanna um breyt- ingar á sambandi Danmerkur og Færeyja hinn 17. mars sl. ÞRATT fyrir að viðræður Dana og Færeyinga um sjálfstæði Færeyja hafi siglt í strand í fyrrakvöld er ekki endanlega slitnað upp úr þeim. Poul Nyrap Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði strax á fimmtu- dagskvöld að hann liti svo á að nú tækju samningamennirnir sér um- hugsunarfrest og viðræðum yrði fram haldið innan fárra daga. Dani og Færeyinga greinir hins vegar mjög á um hvað olli viðræðu- slitunum. Að mati þeirra síðarnefndu strandaði allt á kröfu þeirra um að Danir viðurkenndu Færeyjar sem iíki í þjóðréttarlegum skilningi. Poul Nyrap Rasmussen sagði hins vegar að fundinum loknum að það sem við- ræðumar hefðu strandað á hefðu ekki verið þjóðréttarleg álitamál, heldur fjármálin. „Við höfum átt í löngum viðræðum um lagalegar hliðar málsins. En það er best að segja hlutina beint út. Raunveralega snýst ágreiningurinn um hvort aðlögunartíminn á að vera fjögur ár eða fimmtán, þar greinir okkur á.“ Danska stjómin er tilbúin til að veita Færeyjum sjálfstæði og vill fara þá leið að semja um yfirtöku Færeyinga á einstökum málaflokk- um sem endi með sjálfstæði Færeyja. Nyrup nýtur stuðnings þingsins í viðræðunum og í samtölum dönsku fréttastofunnar Ritzau við þingmenn stjómarandstöðuflokkanna kemur fram að þeir standa allir með honum. ,A meðan Færeyjar era ekki sjálf- stætt ríki í þjóðréttarlegum skilningi, getur Danmörk ekki litið á þær sem slíkar. Það er rökrétt. Ef færeyska landstjómin álítur að það séu ekki forsendur fyrir að halda áfram með viðræðumar þá verðum við að bíða og sjá hvenær þeim finnst vera for- sendur til þess,“ segir formaður Venstre, Anders Fog Rasmussen. Viðræðuslitin hörmuð Per Stig Möller, talsmaður íhalds- flokksins í utanríkismálum, harmaði í gær að slitnað hefði upp úr viðræðun- um, en lýsti jafnframt yfir stuðningi við Nyrap. Hann sagði Dani vilja að deilan um sambandið milli Færeyja og Danmerkur yrði útkljáð með still- ingu og sagði að það væri leitt hversu slæmt andrúmsloftið milli samninga- mannanna hefði verið. Per Stig Möller benti á að Færey- ingar gætu ekki haft horn í síðu Dana fyrir að vilja ekki viðurkenna Fær- eyjar sem sjálfstætt rfki. „Við getum ekld litið á þá sem ríki í þjóðréttar- legum skilningi, þ.e.a.s. sjálfstætt ríki, því það er jú einmitt það sem við eram að semja um að þeir geti orðið, vilji þeir það sjálfir." Jes Lunde, sem er þingmaður Sós- íalíska þjóðarflokksins og situr í nefnd þingsins um Færeyjar, lýtur svo á að ríkisstjómin hafi tekið á Færeyjamálinu af alvöra og skynsemi. „Raunveruleikinn er sá að allt danska þingið er því fylgjandi að íbúar Færeyja eigi sjálfir að ráða því hvort þeir verði sjálfstæðir eður ei. En það gerist fyrst þegar þaulhugs- aður samningur liggur fyrir um hvernig við leysum þau fjölmörgu vandamál sem hljóta að koma upp þegar ríki er sett á laggirnar. Þegar sá sáttmáli liggur fyrir og hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Færeyjum þá er hægt að stofna færeyskt ríki.“ Danskir fræðimenn tóku undir með forsætisráðherranum að við- ræðuslitin snerast fyrst og fremst um fjármálin. Fullveldi og fjárhagur samofin Vagn Wáhlin, dósent við Rann- sóknarstöð Norður-Atlantshafs- fræða í Árósaháskóla, sagði Færey- inga verða að taka afstöðu til þess hvort þeir vildu vera án dansks fjár- magns. Wáhlin benti á að ríkisstjóm- in hefði í raun gefið grænt ljós á að Færeyjar yrðu sjálfstæðar, en Fær- eyingar yrðu að borga fyrir það sjálf- ir. „Þetta þýðir að fullveldið og fjár- hagurinn eru samofin. íbúar Fær- eyja era vanir því að búa við nútíma velferðarkerfi, sem Danir hafa lagt til einn milljarð danskra króna á ári, eða einn þriðja af því sem kostar að reka hið opinbera kerfi.“ Þjóðréttarsérfræðingur, Frederik Harhoff, tekur undir með Wáhlin að viðræðumar snúist um fjárhaginn. Hann sagðist ekki telja að niður- stöður samningaviðræðnanna yrðu aðrar þó að Færeyjar væra viður- kenndar sem ríki í þjóðréttarlegum skilningi. „Forsendur viðræðnanna era þær að Færeyingar geti fengið sjálfstæði, þannig að ég held að deil- urnar hljóti að snúast um fjármálin." Harhoff sagði að ef hann ætti að gefa Færeyingum ráð þá væri það að leita ekki að röksemdum fyrir' sjálf- stæðinu í lögunum heldur með því að sýna samstöðu á heimavelli. Sú sam- staða kæmi miklu frekar til með að ráða úrslitum en þjóðréttarlegar spumingar. Hefð á Norðurlöndum fyrir að virðaþjóðarvilja Ole Wæver, prófessor í alþjóða- stjómmálum, benti á að það væri ekki skrýtið að viðræðumar gengju ekki alveg snurðulaust fyrir sig, því mikið væri í húfi. Hann sagði hins vegar að það væri e.t.v. ekki rétt að segja að þær gengju illa, því ekki væra vopnuð átök á milli Færeyja og Dana. „Flest ríki samþykkja ekki að hluti af umráðasvæði þeirra lýsi yfir sjálfstæði. En á Norðurlöndunum hefur þróast sú hefð að viðurkenna leið lýðræðisins. Hana má rekja aftur til 1905 þegar Noregur lýsti yfir sjálf- stæði. Þá heyrðust þær raddir í Sví- þjóð að það ætti ekki að leyfa en nið- urstaðan varð sú að fara bæri að vilja fólksins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.