Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Skiptar skoðanir um réttmæti þess að loka svæðum fyrir sjókvíaeldi og taka gjald fyrir leyfí Hugmyndir um greiðslur fyrir leyfi gagnrýndar SKIPTAR skoðanir eru á því að ákveðin landsvæði verði undanskilin laxeldi hér á landi og að fiskeldisfyrir- tæki greiði fyrir leyfi til rekstrarins, eins og norsk stjómvöld eru með áform um. Guðni Agústsson landbún- aðarráðherra tekur jákvætt undir þessi áform Norðmanna og útilokar ekki að slíkt hið sama verði gert hér á landi, eins og kom fram í blaðinu í gær. Talsmenn laxveiðimanna og veiði- rétthafa taka varlega þessum hug- myndum um að loka sumum land- svæðum og leyfa laxeldi í öðrum, en telja eðlilegt að greinin greiði fyrir leyfi vegna eldisins. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs og AGVA Norðurlands, sem áformar sjókvíaeldi í Mjóafirði og Eyjafirði, segir umræðuna um greiðslur fyrir leyfi til laxeldis ótímabæra og „út í hött“, eins og hann orðar það. Ekki sé rétt að leggja skatt á atvinnuveg sem ekki sé búinn að líta dagsins Ijós. Hann telur samanburð við Norðmenn ekki réttlátan á allan hátt. í Noregi hafi laxeldi verið að þróast undan- farna þijá til fjóra áratugi og til standi að veita þar 50 leyfi til viðbótar við þau 800 sem fyrir eru. Annars vegar eigi að greiða fyrir leyfið sjálft, sem hann telur fáránlegt, en hins vegar sé eðlilegt að laxeldi greiði fyrir þjón- ustu og aðstöðu á sambærilegan hátt og önnur fyrirtæki í landinu. Guðmundur Valur segir að hér á landi séu nokkrir aðilar að vonast til að fá að byija sjókvíaeldi undir ströngum skilyrðum. „Þessir aðilar eru að taka gííúrlega áhættu. Mér finnst þessi umræða um greiðslu fyrir rekstrarleyfi ekki tímabær. Enginn veit hvernig þetta kemur til með að fara, fyrir utan það að ekki h'tur út fyrir að laxeldi verði stór atvinnuveg- ur á íslandi," segir Guðmundur Val- ur. Hann telur ólíklegt að frumvarp um greiðslur fyrir leyfi til laxeldis nái í gegn á norska þinginu. Sama megi segja um þau áform Norðmanna að loka nokkrum landsvæðum fyrir lax: eldi, til að vemda villta laxastofna. í mesta lagi verði tveimur landsvæðum lokað en ekki sjö. „Ástæðan er sú að laxeldi hefur greinilega ekki valdið þeim skaða sem sumir vilja halda fram. Þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þannig * Aform um eldi á laxi í sjókvíum Mengun á við umfangsmikla fískvinnslu „LÍFRÆN mengun frá laxeldis- stöð á borð við þær sem áformaðar eru á þremur stöðum á Austfjörð- um yrði ekki meiri heldur en ámóta og þekkt er frá sjávarþorp- um með umfangsmikla fiskvinnslu. Að segja slíkt vera gífurlegt um- hverfisvandamál er orðum aukið. Yfirlýsingar Orra Vigfússonar í viðtali í Morgunblaðinu s.l. sunnu- dag um að lífræn mengun stöðv- anna þriggja samsvaraði 120 þús- und manna byggð á degi hverjum eru í því samhengi glannalegar svo ekki sé meira sagt,“ segir Gunnar Steinn Jónsson hjá Hollustuvernd ríkisins. Staðsetning laxeldis- stöðvanna er lykilatriði Gunnar Steinn sagði enn fremur að sjónarmið Hollustuverndar væri að setja úrgang og frárennsli í samhengi við alla þætti. Varðandi fiskeldisstöðvarnar sem til umræðu eru væri ekki rétt að gera lítið úr frárennsli frá þeim og mengun af völdum þess og því nauðsynlegt að hafa með þeim vakandi eftirlit. I sjávarþorpum tækist hins vegar að halda fjörunum tiltölulega ómeng- uðum þrátt fyrir fiskvinnslu og hvað varðaði laxeldisstöðvarnar þá væri staðsetning þeirra lykilatriði. Þær væru fyrirhugaðar utarlega í fjörðunum sem um ræðir, á nokkru dýpi og þar sem straumar ná að leika um og dreifa frárennslinu. A árum áður, er sjókvíaeldi var reynt, bæði á Austfjörðum og víð- ar, hefði staðsetningu kvía oft verið ábótavant og þær settar þar sem skjól var mest og best, jafnvel fyrir innan hafnargarða á dauðu vatni. „Krafa okkar varðandi byggð er fyrst og fremst sú að gerlum sé haldið frá fjörunni og það verður best tryggt með því að koma úr- gangi í góðan straum. En það fylg- ir þessu mengun, fram hjá því verður ekki horft. Við höfum spurt kollega okkar í Noregi ráða og þeir hafa viðurkennt að hjá þeim séu dæmi um rangar staðsetningar fiskeldisstöðva, en hvort vandamál verður stórt eða lítið er háð að- stæðum á hverjum stað. Ef við ætl- um að leyfa sjókvíaeldið verðum við einnig að leyfa áhrif sem grein- inni fylgja, en halda þeim í lág- marki,“ segir Gunnar Steinn Jóns- son. Flutningabíll í skurð ÖKUMANN flutningabíls sak- aði ekki þegar bifreið hans fór út af Gaulverjabæjarvegi rétt fyrir sunnan Selfoss í fyrra- kvöld. f gærmorgun var bíllinn hífð- ur upp á veginn með krana og var vegurinn lokaður um tíma af þeim sökum. Skemmdir urðu miklar á húsi bílsins og annað framdekkið fór undan. Tildrög slyssins eru ókunn. Guðmundur Valur Orri Óðinn Stefánsson Vigfusson Sigþórsson hefur ekki verið hægt að sýna fram á svokallaða erfðablöndun laxastofna í Noregi. Laxalúsin er einnig horfin að mestu, nema hvað smávægileg vanda- mál eru vegna hennar í kringum Bergen. Menn eru búnir að ná tökum á laxeldinu, framfarimar hafa verið það miklar. Lax sleppur úr kvíum í minna mæli í dag og stefnir í að það verði minna og minna,“ segir Guð- mundurValur. Hann tekur undir þau orð landbún- aðarráðherra í Morgunblaðinu í gær að mikilvægt sé að læra af reynslu Norðmanna. Hann er einnig sammála því að ákveðin svæði við strendur ís- lands verði undanskilin laxeldi, og þau verði tekin út. Síðan eigi að ein- beita sér að öðrum svæðum sem eru fjarri náttúrulegum laxveiðiám. Guðmundur Valur bendir á að sjó- kvíaeldi sé umhverfisvæn atvinnu- grein sem geti skapað mörg tækifæri fyrir íslendinga. Það blasi t.d. við að erfitt geti orðið að selja fiskimjöl úr landi, á meðan Norðmenn geti notað nær allt sitt fiskimjöl innanlands og þá einkum til laxeldis. Þá séu mörg dæmi þess í Noregi að ákveðin byggðasvæði hafi verið að deyja út en með tilkomu laxeldis séu þetta blóm- legar byggðir í dag. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxsjóðs- ins, segir þá hugmynd geta verið við- unandi undir vissum kringumstæðum að loka ákveðnum landsvæðum fyrir laxeldi, séu menn að tala um eldi á norskum laxi í Noregi og íslenskum laxi á íslandi. En þar sem til standi að ala upp norskan lax hér á landi sé þetta yfirhöfuð óásættanlegt, hvort sem loka eigi svæðum eða ekki. Að hans mati séu í raun fá svæði á landinu sem þoli laxeldi, kannski einna helst Vestfirðir og strendur Suðurlands. .í’essi umræða í Noregi um að loka ákveðnum svæðum og leyfa laxeldi í öðrum hefúr verið í gangi síðastliðin tvö til þijú ár. Þetta er flókið mál því erfitt er að skilgreina hvar laxinn gengur um. Eg er mjög hræddur við þetta,“ segir Orri og bendir í því sam- bandi á fyrirhugað sjókvíaeldi á Aust- Qörðum. Það geti haft áhrif á laxa- göngur td. í Vopnafirði. Orri segir að hættan á erfðablönd- un sé mismunandi eftir svæðum. Hann tekur undir þau sjónarmið að því lengra sem laxeldi er frá laxveiði- ám því minni sé hættan. En ef haf- straumar séu þannig að laxinn ferðist hratt yfir þá geti það haft áhrif. Aðspurður um þann möguleika að rekstraraðilar fiskeldis hér á landi verði látnir greiða fyrir leyfi sem stjómvöld veita, segist Oi-ri vera hlynntur því. Annað en greiðslur komi ekki til greina, verði eldið á ann- að borð heimilað. „í augnablikinu er ekki til fjármagn til að undirbúa það sem af veikum mætti er verið að reyna. Ég hef ekki séð slíka Qárveit- ingu á fjárlögum. Ef af sjókvíaeldinu verður þarf hið opinbera að greiða mikla fjáiinum til að standa straum af kostnaði við eftirlit og fleira," segir Oití og telur eðlilegt að greinin greiði nokkur hundruð milljónir króna í stofngjald og um 10-20 milljónir í eft- irlitsgjöld. Oðinn Sigþórsson, formað- ur Landssambands veiðifélaga, segir að það sé pólitískt álitamál hvort út- hluta eigi þeirri takmörkuðu auðlind, sem eldi laxa í sjó væri, frítt til þeirra sem fyrstir sæktu um. Umræðan eigi eftir að fara fram. „Umræðan um greiðslur í Noregi hefur farið fram á grundvelli þess að leyfin ganga kaupum og sölum. Þetta er eitthvað sem menn hljóta að skoða hér á landi. Það er ekki óeðlilegt að menn greiði fyrir leyfi, í ljósi þess sem er að gerast annars staðar,“ segir Óð- inn. Varðandi umræðuna um að loka ákveðnum landsvæðum fyrir laxeldi og leyfa það í öðrum leggur Óðinn áherslu á að veiðirétthafar séu ekki talsmenn þess að leyfa eldi á norskum laxi í sjó. Sú afstaða liggi klár fyrir. „Það liggur einnig fyrir að ákveðin landsvæði eru viðkvæmari en önnur, með tilliti til erfðablöndunar. Ég tel að í þessum efnum þurfi að vera stífar reglur," segir Óðinn og telur að frið- unarsvæði við árósa þurfi að vera mun stærri en skv. núgildandi lögum. Sem dæmi um viðkvæmt svæði nefnir Óðinn laxeldi í Mjóafirði, sem geti haft áhrif á stofna í Vopnafirði. ANTIQUE LACE Rjómakanna, sykurkar, græmetisskál og kökufat í pakka. TILBOÐSVERÐ 15.700 Áður 17.900 Steikarfat (takmarkað magn) TILBOÐSVERÐ FLAME D'AMORE 15% afsláttur af öllum glösum meðan byrgðir endast Bæjarlind I-3, sími 544 40.44 FULL BUÐ AF JÓLAVÖRUM. JÓLASTELL Á FRÁBÆRU VERÐI! MATAR- OG KAFFI Brúðargjafir Söfnunarstell Gjafakort Áletrum glös Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16, sunnud. 13-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.