Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 56
(56 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK Á VIT FRAMTÍÐAR FRUMVARP að íjárhagsáætlun -: Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar fyr- ir árið 2001 var af- greitt í borgarstjórn Reykjavíkur síðastlið- inn fimmtudag. Eins og svo oft áður hefur hin opinbera umræða um fjárhags- áætlun að mestu lotið að „bókhaldslegum“ þáttum málsins og snúist um krónur og aura. í allri talnaum- ræðunni má þó ekki gleymast að peningar hafa ekki sjálfstætt gildi. Þeir eru afl þess sem gera skal. Sé þeim skynsamlega varið geta þeir stuðlað að betra borgar- samfélagi. Það er í verkahring borg- aryfirvalda að sjá til þess að sameig- inlegum þörfum borgarbúa fyrir margvíslega þjónustu sé mætt með þeim hætti að allir geti nýtt sér hana óháð stétt og félagslegri stöðu. Fjárhagsáætlun er lýsandi fyrir stefnu borgaryfirvalda og hvemig þau nálgast markmið sín. Ég hyggst í þessari grein, og ann- arri á morgun, beina sjónum að upp- byggingu hjá Reykjavíkurborg, og gera grein fyrir framtíðarsýn og stefnu borgaryfirvalda í málum sem munu, í bráð og lengd, hafa mest áhrif á stöðu Reykjavíkurborgar á landsvísu og gagnvart erlendum borgum, og þar með á lífskjör og lífsgæði þess fólks sem hér býr. Eg bendi jafnframt á að fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð er aðgengileg á heima- síðu borgarinnar, www.reykjavik.is. Hvet ég borgarbúa til þess að leita sér þar upplýsinga um hvernig sam- eiginlegu skattfé okkar verður ráð- stafað á næsta ári. Starfsemi löguð að breyttum ti'mum Það á við um borgir eins og fyrir- tæki, að endurskoða þarf starfsemi þeirra reglulega og aðlaga hana breyttum tímum. Borgarkerfum hættir til að staðna, missa jafnvel tengsl við umhverfi sitt og um- bjóðendur og fara að lifa sjálfstæðu lífi. í sögu Reykjavíkurborg- ar má sjá þess merki að framtíðarsýn ráða- manna hefiir verið mis- sterk sem og áhugi þeirra á nýjum hug- myndum um stjórn- sýslu og skipulag borg- arsamfélagsins. Þegar gluggað er í söguna - sem ég geri gjarnan trú menntun minni á sviði sagnfræði - virðist manni sem eitt merk- asta framfaratímabil í sögu borgar- innar hafi verið í tíð Geirs Hall- grímssonar sem borgarstjóra á árunum 1959 til 1972. Nýjar bandarískar hugmyndir um áætlanagerð og stjómunarað- ferðir voru innleiddar í borgar- rekstrinum, sérfræðingar og tækni- menntaðir starfsmenn voru í auknum mæli ráðnir til starfa hjá borginni, nýir tekjustofnar voru teknir upp, s.s. aðstöðugjaldið og gatnagerðargjaldið sem stóð m.a. undir malbikun gatna í borginni, fyrsta Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt, ný bæjarmálasam- þykkt, nýtt skipurit sem m.a. fækk- aði þeim embættismönnum sem töldu sig heyra beint undir borgar- stjóra, og tekin var upp ný skipan félagsmála sem byggðist á hug- myndum um félagsþjónustu sem þá þegar höfðu verið ríkjandi í öðrum löndum frá því eftir stríð. Reykja- víkurborg var einfaldlega kippt inn í nútímann af borgaryfirvöldum þess tíma. Ég varð þess hins vegar áþreifanlega vör þegar ég settist í stól borgarstjóra árið 1994 að margt af því sem Geir Hallgrímsson inn- leiddi - sem var mjög framsækið á sínum tíma - var enn óbreytt þrátt fyrir að hugmyndir manna um stjórnsýslu og þjónustu hefðu breyst mjög mikið frá því hann yfir- gaf stól borgarstjóra árið 1972. Þær breytingar sem unnið hefur verið að á stjórnun borgarinnar og stjórnarháttum undanfarin ár eru því tímanna tákn og voru löngu tímabærar. Markvisst hefur verið unnið að því að laga stjórnun borg- arinnar og þá þjónustu sem hún veit- ir að breyttu samfélagi og nýjum þörfum. Hlutverk hennar og starfs- hættir hafa verið endurskoðaðir á flestum sviðum, nýjar aðferðir, tæki og mælikvarðar hafa verið þróaðir með það að markmiði að bæta þjón- ustuna og auka hagkvæmni og ár- angur. Þá hefur hverju átaksverk- efninu á fætur öðru verið hrundið í framkvæmd og nægir í því sambandi Fjárhagsáætlun er lýsandi fyrir stefnu borgaryfírvalda, segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, og hvernig þau nálgast markmið sín. að nefna einsetningu grunnskól- anna, hreinsun strandlengjunnar - sem hófst fyrst af fullri alvöru þegar tekið var upp sérstakt holræsagjald árið 1995 - uppbyggingu leikskóla- stigsins, stígakerfi borgarinnar, sameiningu orkufyrirtækjanna og byggingu raforkuvers á Nesjavöll- um. Ég leyfi mér að fullyrða að á síð- ustu árum hefur tekist að ná fram meiri breytingum bæði í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar en flestir væntu. Þetta endurspeglast í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 2001. Leit að lifsgæðum Reykjavíkurborg hefur á undan- förnum árum verið í tengslum við nokkrar þeirra borga sem í sam- vinnu við Bertelsman-stofnunina í Þýskalandi starfa saman undir heit- inu „Cities of Tomorrow". Árið 1995 efndi Bertelsman-stofnunin til al- þjóðlegs samstarfs nokkurra val- inna borga um bætta stjórnsýslu sveitarfélaga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir EINSTAKT MEISTARAVERK Eitt mesta stórvirki heimsbókmennta 20. aldarinnar, Doktor Fástus eftir þýska nóbelskáldið Thomas Mann, er nú loksins komið út á íslensku í vandaðri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Áhrifamikil örlagasaga tónskálds sem selur Kölska sál sína til að öðlast frægð og frama. Höfundur tekst á við ótal spurningar er varða manninn og eðli hans, trúarbrögð, siðfræði og tónlist. Táknræn lýsing á upplausn og spillingu þjóðfélagsins á ógnaröld nasismans. Djúphugul og heillandi skáldsaga Verið velkomin í vefverslun Fjölva. Allar bækur á sérstöku forlagsverði. Veffang: fjolvi.is FJÖLVI Reykjavíkurborg er nú orðin formlegur þátttakandi í samstarfinu „Cities of Tomorrow". Það er vegs- auki fyrir Reykjavíkurborg og viss viðurkenning á viðleitni hennar til að bæta stjórnsýslu sína á undan- förnum árum að vera tekin inn í þennan hóp framúrskarandi borga. Reykjavíkurborg mun taka þátt í næsta samstarfsverkefni borganna, sem vara mun frá 2000 til 2003, og snýst um markmið og mælingar, þ.e. tilraunir til að þróa mælikvarða á lífsgæði. Innan ramma þessa sam- starfs fer fram afskaplega áhuga- verð umræða um lýðræði og þróun þess sem ég vík nánar að síðar í þessari grein. Samstarf framtíðarborganna á næstu árum mun snúast um að leita að hentugum, marktækum og sam- bærilegum mælikvörðum á lífsgæði í borgum. Þessir mælikvarðar munu vitaskuld taka til atriða annarra en þeirra einna, sem snúa að þjónustu borgarinnar, atriða sem borgar- stjóm hefur næsta lítil völd á, en þeir munu engu síður snúast um ástæður þess að fólk kýs að vera í borginni eða yfirgefa hana. Þessi vinna gefur okkur færi á því að læra af öðrum og tileinka okkur það sem vel hefur tekist annars staðar. Sjónarmið peningahyggju of ráðandi Umræða um lífsgæði á íslandi hefur gjaman átt sér stað undir for- merkjum peninga- og neysluhyggju. Þannig tölum við um lífsgæðakapp- hlaupið sem sókn eftir vörum og veraldlegum gæðum. Auðvitað skiptir það máli en með talsverðum rétti má halda því fram að sjónarmið peningahyggjunnar hafi verið um of ráðandi í íslensku samfélagi á und- anfömum ámm. Lífsgæði er skynjun borgarbúans á lífsskilyrðum sínum, nettóútkom- an af þvi sem honum þykir gott og hinu sem honum þykir slæmt. Hvernig hann metur þau ræðst af margvíslegum ytri aðbúnaði, innri skilyrðum og samanburði við það sem viðkomandi þekkir eða telur sig þekkja - eða jafnvel dreymir um. Þetta mat er vissulega ekki strangt tekið hlutlægt, það er ekki unnt að tiltaka það í prósentum, krónum eða aurum, en það er samt engu síður þetta mat sem ræður því hvort ein- staklingnum líður vel eða illa, unir sér eða hugsar sér til hreyfings. Margt hefur breyst að undan- förnu. Hið svonefnda nýja hagkerfi er sumpart annars konar heimur en sá sem við lærðum á. Eitt af því sem breyst hefur eru birtingarform van- líðunar og félagslegra vandamála. Það er álit margra, að við séum stödd á félagslegu sprungusvæði, en sprungurnar í samfélaginu, milli einstakra hópa þess, séu ekki alls kostar þær sömu og hingað til. Okk- ur er tamast að hugsa um bilið milli fátækra og ríkra, milli þeirra sem betur mega sín og hinna sem minna hafa, m.ö.o. að meginsprungan í samfélaginu sé efnahagsleg. Veru- leikinn er orðinn flóknari. Það eru ekki aðeins efni sem greina fólk að, aðgreiningin felst í vaxandi mæli í mismunandi hæfni til þess að taka þátt í samfélaginu og kunnáttunni sem þarf til þess. Samfélagið er orð- ið svo kröfuhart og flókið, og það þarf mikla hæfni til þess að verða hlutgengur í því. Þeir sem ekki ná að tileinka sér þessa hæfni í tæka tíð, vegna aðstæðna sinna, hæfileika eða sjálfskaparvíta, þeir verða eftir og oft langt á eftir. Og þótt menn tali fjálglega um frelsi einstakl- inganna, tækifæri og sjálfsábyrgð, þá erum við samt samfélag og okkur koma þeir við sem verða eftir. Ég sé ýmsar sprungur í hinu fé- lagslega landslagi, sem erfitt getur orðið að yfirstíga nema við tökum ráð í tíma. Ef illa fer gætu orðið breiðar gjár milli fólks eftir mennt- un þess, illyfirstíganlegar sprungur gætu opnast milli íslendinga og er- lends fólks í landinu nema farið sé með gát, og ég óttast aðstöðumun- inn milli þeirra sem geta eignast húsnæði og hinna sem geta það ekki. Það er hollt og þarflegt verk- efni að gaumgæfa lífsskilyrðin og lífsgæðin í borginni, m.a. til þess að skerpa sýn og skilning á það sem af- laga hefur farið eða stefnir úrskeiðis í samfélaginu og tengja úrbætur á því pólitískum markmiðum. Aðgengi að Netinu og Veraldarvefnum Tölvueign er orðin almenn hér á landi og markaðsrannsókn sem Gallup gerði í maí á þessu ári sýnir að ríflega 74% aðspurðra hafa að- gang að Internetinu. Rúm 60% hafa nú aðgang að Netinu á heimili sínu sem er geysileg aukning frá síðasta ári eða um tæp 20%. Þessari þróun ber að fagna en það eru fleiri hliðar á málinu sem vert er að gefa gaum. Notkun Netsins er ekki aðeins kostnaðarsöm fyrir fjöl- skyldur heldur ræðst tölvueign og notkun Netsins nokkuð af menntun og tekjum fólks. Það er því ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af því að ójafn aðgangur að þessum þekkingarbrunni setji mark sitt á samfélagið. Ég tel brýnt að borgaryfirvöld stuðli með markvissum hætti að net- væðingu heimilanna og að tækifæri fólks til notkunar á Internetinu og Veraldarvefnum takmarkist eins lít- ið og unnt er af menntun og fjárhag. Þetta er að gerast í grunnskólum borgarinnar þar sem verið er að endurnýja og auka tölvukost og stefnt er að því að lagningu Ijós- leiðaranets til allra grunnskólanna verði lokið á árinu 2001. Ég hyggst á næstunni láta skoða sérstaklega hvort og þá hvernig unnt væri að bjóða heimilum í borginni og fyrir- tækjum netnotkun á viðráðanlegu verði. Til lengri tíma litið mun það skila okkur öflugra samfélagi. Bæði verður fýsilegra fyrir fyrirtæki, inn- lend sem alþjóðleg, að setja sig nið- ur í borginni og með því móti væri unnt að vinna gegn því að ný tegund stéttaskiptingar festist í sessi. Höfundur er horgarstjóri. Tölvubdrð FYRIR TÖ LVU SNILLINGINN Á HEIMILINU OPIÐ: Mahogdny BREIDD. 64 DV’PT. 4B HÆO. B 1 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintyri Ukust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.