Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 4
I SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ VIKAN 23/12-31/12 ► FJÖRUTÍU og níu ein- staklingar létust í 37 slys- um á árinu, 35 karlar og 14 konur. Það eru sextán fleiri en dóu í slysum á árinu 1999, en þá létust 33. Flestir létust í umferð- arslysum, eða þrjátíu og fjórir. Sex létust í sjóslys- um, Qórir í flugslysum og fimm létust í öðrum slys- um á yfírstandandi ári en falla undir ofangreinda flokkun. ► METVIÐSKIPTI voru á Verðbréfaþingi íslands á föstudag. Heildarvið- skiptin námu rúmum 12.500 milljónum króna. Áður höfðu dagleg heiid- arviðskipti verið mest fyr- ir tæpar 11.200 milljónir króna 31. desember 1998. ► ELDSNEYTISVERÐ lækkar um rúmar fjórar krónur á lítra um áramót- in. Ástæða lækunarinnar er að sögn talsmanna ol- íufyrirtækjanna lækkað heimsmarkaðsverð. ► LOFTMENGUN á höf- uðborgarsvæðinu var langt yfir meðailagi í vik- unni. Við áramót getur ekki síður hvimleið meng- un bæst við, þ.e. af flug- eldum og brennum. ► BÆJARSTJÓRN Hveragerðis hefur sam- þykkt að banna hunda- og kattahald í bænum en eig- endur þessara dýra geta sótt um undanþágur og verða þá að greiða leyf- isgjald. ► ÁFORMAÐ hefur verið að skipa sendiherra ís- lands í Mósambík sem jafnframt hafi aðsetur þar. Vala Flosaddttir íþróttamaður ársins 2000 VALA Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, var kjörin íþróttamaður ársins 2000 af Samtökum íþróttafrétta- manna. Vala vann glæsilegt afrek á Ólympíuleikunum í Sydney, þar sem hún komst á verðlaunapall fyrst ís- lenskra kvenna á ÓL - varð í þriðja sæti í stangarstökki. Bætti hún árang- ur sinn um 14 sentímetra, stökk 4,50 metra og setti nýtt Islands- og Norð- urlandamet. Annar í kjörinu um íþróttamann ársins varð Örn Arnar- son sundmaður og Guðrún Arnardótt- ir frjálsíþróttamaður varð þriðja. Sumir sóttu aldrei um tekjutryggingu TALIÐ ER að nokkur hluti öryrkja, sem eiga samkvæmt dómi Hæstarétt- ar rétt á fullri tekjutryggingu hafi aldrei sótt um tekjutryggingu, m.a. vegna þess að þeir hafi gert sér grein fyrir að miðað við gildandi reglur ættu þeir ekki rétt á bótunum. Einnig ligg- ur fyrir að verulegir tækniörðugleikar eru við að kalla fram upplýsingar úr tölvukerfi Tryggingastofnunar um greiðslu bóta sjö ár aftur í tímann. Tafír í afgreiðslu íslandspósts TAFIR urðu á afgreiðslu bögglasend- inga hjá íslandspósti fyrir jólin og tókst ekki að afhenda nokkuð á annað þúsund sendingar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur óskað eftir að forstjóri og stjórn félagsins skili greinagerð þar sem fram komi hvað farið hafi úrskeiðis og hvað sé til ráða svo hægt sé að fyrirbyggja sams konar vandræði í bögglasendingum fyrir næstu jól. Ekki verið tekin ákvörðun um hvort opinber rannsókn fari fram. Reynt að semja í Mið-Austurlöndum MIKLAR vonir voru í vikunni bundnar við að nýjar málamiðlunartillögur Bills Clintons Bandaríkjaforseta í deilu Israela og Palestínumanna myndu skila árangri, en þær vonir dvínuðu á ný eftir að fulltrúar Palestínumanna höfnuðu þeim í raun. Boðuðum leið- togafundi þeirra Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, og Yassers Ara- fats, leiðtoga Palestínumanna, í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi var af- lýst aðfaranótt fimmtudags, fáeinum stundum áður en hann átti að hefjast. Astæðan var fyrst og fremst andstaða samningafulltrúa Palestínumanna við tillögur þær sem lágu fyrir, á þeim for- sendum að þær væru of almennar. Þeir vildu „samning um smáatriðin", enga almenna yfirlýsingu um grundvallarat- riði samkomulags við ísrael. Sögðust þeir þó á föstudag enn vera reiðubúnir til að ræða við samningamenn ísraels um friðartillögur Clintons þótt ágrein- ingur væri mikill. Bill Clinton sagði að Israelar og Palestínumenn væru nú nær friðarsamkomulagi en nokkru sinni fyrr og kvaðst ætla að bíða eftir formlegu svari Palestínumanna við til- lögum sínum. Skoðanakönnun sem birt var á föstudag bendir hins vegar til að vel yfir helmingur ísraelskra borgara, 58%, sé andvígur því að Barak undirriti friðarsamning við Palestínumenn fyrir þing- og forsætisráðherrakosningarn- ar hinn 6. febrúar nk. Erjur og óeirðir héldu áfram á sjálf- stjómarsvæðum Palestínumanna og í ísrael. Tveir ísraelar létust og að minnsta kosti 15 særðust í sprengju- tilræðum í Tel Aviv og á Gaza-svæðinu á fimmtudag. Palestínskur lögreglu- maður beið bana og 17 Palestínumenn særðust í átökum við ísraelska her- menn við landamærin að Gaza-svæðinu á föstudag. Að minnsta kosti 346 manns hafa beðið bana í átökunum síðustu þijá mánuði, þar af305 Palestínumenn. ► GEORGE W. Bush, verð- andi forseti Bandaríkj- anna, tilnefndi á fimmtu- dag Donald Rumsfeld í embætti vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Stjúmarskipti verða í Bandarfkjunum íþriðju janúarvikunni. ► ÚTVARPS- og sjún- varpsráð Tékklands fyr- irskipaði á fimmtudag að útscndingar rfkissjún- varpsins skyldu hefjast að nýju, tæpum súlarhring eft- ir að nýskipaður sjúnvarps- stjúri, Jiri Hodac, stöðvaði útsendingu til að mútmæla uppreisn fréttamanna stöðvarinnar. Þeir höfðu lagt undir sig fréttastofuna til að mútmæla ráðningu hans. Saka fréttamennimir nýja Hodac um að ganga fiokkspúlitfskra erinda. ► SERBNESKIR embætt- ismenn skoruðu f vikunni á almenning að spara raf- magn með öllu múti vegna orkukreppunnar í landinu en tilkynnt hefur verið, að landsmenn verði án raf- magns f sex klukkustundir á súlarhring á næstunni. ► HINN 42 ára gamli tölv- unarfræðingur Michael McDermott skaut til bana sjö samstarfsmenn sína í netþjúnustufyrirtæki í bænum Wakefield í Massachusettsríki í Banda- rílg'unum á miðvikudag. Er ástæða morðæðis mannsins rakin til skattaskuldar sem launadeild fyrirtækisins hafði tilkynnt McDermott að yrði dregin af launum hans eftir áramútin. Gísli Sigurðsson lætur af störfum á Morgunblaðinu eftir áratugastarf Minnisstæðust eru samskiptin við skáldin Morgunblaðið/Porkell Gísli Sigurösson fer yfir prúfarkir af Lesbúkinni á sfðasta vinnudegi sín- um á Morgunblaðinu. Með honum er Sigurbjörg Arnardúttir. GÍSLI Sigurðsson, ritstjúri Les- búkar, lætur af störfum um þessi áramút eftir áratugastarf á Morg- unblaðinu. Gísli húf störf á Morgunblaðinu árið 1966. „Ég hafði um átta ára skeið verið ritstjúri Vikunnar. Á árinu 1966 skrifaði ég samtal við Matthías Johannessen um ljúðlist og þá kviknaði sú hugmynd að ég kæmi til Lesbúkarinnar. Hvort tveggja var ég orðinn leiður á því efni sem þurfti að vera í Vikunni og á Lesbúk hafði orðið mjög eld- fimt ástand eins og Sigurður A. Magnússon er margoft búinn að gera frægt.“ Lesbókin gengið í gegn um ýmsar sveiflur Gísli starfaði fyrst um sinn með Siguröi og hjúnunum Júni Hnefli Aðalsteinssyni og Svövu Jakobs- dúttur en í mars 1967 gerðist hann „einyrki“, eins og hann orðar það. „Lesbúkin hefur geng- ið í gegnum ýmsar sveiflur. Hún hafði í langan tíma, undir stjúrn Árna Óla, verið einkum með þjúð- legan frúðleik en á stuttu tímabili eftir 1962 var henni gjörbreytt. Hún varð að fjölbreyttara og nú- tímalegra tímariti, en í tíð Sig- urðar fengu búkmenntirnar aukið vægi á kostnað annars. Með mér hefur áreiðanlega orðið sú breyt- ing að myndlist og sjúnlistir hafa fengið aukið vægi, auk þess sem byggingarlist hafði lengi verið áhugamál mitt. Síðan varð ég einn um það að skrifa um arki- tektúr í íslensk blöð og hef haldið þeim þræði allt til þessa." Mikill munur á kynslóðum Gísli segir að minnisstæðust séu samskiptin við skáldin. Þann fjöl- menna húp sem á Morgunblaðið hefur komið með kveðskap sinn. „Það er eftirtektarvert hvað mik- ill munur er á kynslúðunum. Unga fúlkið tekur þetta ekki eins alvar- lega. Dæmi eru um að menn hafi komið beint úr gleðskap síðustu nætur með kvæði, jafnvel það fyrsta sem ort hefur verið um dagana, og viljað fá það birt. Á hinn búginn eru skúffuskáldin. Oftast eldra fúlk sem hefur ort árum og áratugum saman en ekki sýnt það nokkrum lifandi manni, ekki einu sinni sínum nánustu. Það er mjög viðkvæm stund þegar kemur að því að sýna þetta blá- úkunnugum manni með birtingu í huga. Mest af þessu er alþýðu- skáldskapur okkar tíma og ein- hvers staðar þarf vettvangur fyrir hann að vera. Ég hef líka litið á það sem hlutverk blaðsins að örva áhuga yngra fúlksins í þeirri von að Eyjúlfur hressist." Gísli segir þá breytingu merkj- anlega að alþýðufræðimenn séu nánast horfnir af sjúnarsviðinu. „Á fyrri árum mínum hér létu al- þýðufræðimenn meira að sér kveða. Stúrmerkilegir menn eins og Benedikt frá Hofteigi, Helgi á Hrafnkelsstöðum, Sigurður í Hvít- árholti og fleiri sem skrifuðu einkum um Islendingasögur og höfðu til dæmis sínar kenningar um höfund Njálu. í seinni tíð ber minna á þessu en því meira á sér- fræðingum, til dæmis sagnfræð- ingum, en Lesbúkin er í sambandi við afar gúðan húp manna sem heldur áreiðanlega áfram að vinna fyrir hana.“ Þegar Gísli kom til starfa á Les- búk túk hann upp þá nýjung að teikna upp útlit blaðsins. „Þá var unnið í blýi og útlitsteikning var úþekkt. Ég hélt þessu áfram þar til sérstök deild útlitshönnuða var sett á laggirnar hér á Morgun- blaðinu." En hvað tekur við hjá Gísla? „Ég fer beint í aðra vinnu. Við búkaskriftir. Fyrst mun ég vinna myndabúk um hús og mannvirki víða um land en síðan byrja ég á búkaflokki um öndvegisjarðir í sögu og samtíð. Þar vinn ég jöfn- um höndum við myndir og texta. Ég byrja á sunnanverðu landinu og held siðan áfram eftir því sem kraftur leyfir.“ Hann ætlar líka að herða rúð- urinn við myndlistina, en fyr- irhuguð er sýning í Listasafni Kúpavogs í september á næsta ári. Svo er það golfið. „Golfið verð- ur eins og áður viðfangsefni til hressingar og skemmtunar. Nú reynir maður að viðhalda getunni en það er nægilega erfitt þegar aldurinn færist yfir.“ Gísli gerði ráð fyrir að verða mikið á ferðinni erlendis, þegar þessu timabili i lífi hans lyki. „Ég er síður viss um það nú vegna þess að mér finnst ekkert taka því fram að ferðast um Island, þá einkanlega um hálendið. Þar á ég margt úkannað. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öræfunum og þau hafa haldið sínu taki - frekar hert á því!“ Fríverslun við Kanada í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær er staðhæft að á árinu sem er að líða hafi tekizt fríverslunarsamningar milli Fríverslunarbandalags Evrópu EFTA og Kanada. Þetta er ekki rétt, þótt náðst hafi verulegir og góðir áfangar að þessum samningum á árinu. Enn eru nokkur útistandandi atriði i samningnum, sem komið hafa í veg fyrir að hann yrði undirritaður. Þessi atriði bíða frekari fundarhalda á næstunni. Það sem ófrágengið er, eru atriði er varða skipasmíðar og lúta ekki að Islandi sérstaklega, heldur miklu fremur Noregi. í öðru lagi óskuðu Kanadamenn eftir frestun viðræðna fram yfir kosningar í Kanada, sem haldnar voru nú í desember. Því má búast við því að viðræður verði tekn- ar upp að nýju nú á næstunni. Morgunblaðið biðst afsökunar á rangherminu í blaðinu í gær. Gleðilegt ór Opið í d( 9:00 -1 ig frá 2:00 Nýkaup og Hogkaup með opið 9:00-14:00 ' KriHt PRR 5 E ÆVt J fl R T fl B SLIER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.