Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ Leitað er leiða til að aflétta sligandi skuldabyrði af fátækustu ríkjum heims SAMANLAGÐUR auður 200 ríkustu einstaklinga í heiminum var ein billjón dollara, eða milljón milljónir dollara árið 1999. Til samanburðar voru heild- artekjur þeirra 582 milljóna manna sem búa í 43 fátækustu ríkjum heims 146 milljarðar doll- ara sama ár, af því er segir í Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fátækustu ríki heims eru að bugast undan skuldabyrði sem safnast hefur upp á sl. áratugum og gerir að verkum að fjöldi fátækra ríkja eyðir meira fjármagni í af- borganir skulda til ríkustu þjóða heims en þau verja til 'heilsuþjónustu og menntakerfis, svo eitthvað sé nefnt. Efnahagserfiðleikar við lok áttunda áratugarins Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, og þá sérstaklega eftir að nýlendurnar hlutu sjálfstæði hver á fætur annarri, hafa lánsfé og styrkir, í formi aðstoðar, runnið í miklum mæli til ríkja í suðri. Kalda stríðið setti mark sitt á þessa þróun, en hjálparaðstoð streymdi oft sér- staklega til þeirra landa sem þóttu gegna mik- ilvægu hlutverki í landfræðilegum, pólitískum og hemaðarlegum skilningi. Er olíuverð hækkaði 1973-4 fengu mörg ríki í suðri lán hjá bönkum á Vesturlöndum til að rétta viðskiptastöðu sína við, þar sem gjaldeyr- isforði þeirra ríkja sem ekki framleiddu olíu féll í verði. Á þessum tíma stóðu framleiðsluvörur þróunarlanda ágætlega á alþjóðlegum mörk- uðum og vextir af lánum voru tiltölulega lágir sem gerði lántökurnar að æskilegum kosti bæði í augum ríkisstjóma í suðri sem og við- skiptabanka á Vesturlöndum. I lok áttunda áratugarins hækkaði olíuverð hins vegar á ný, og vegna efnahagslægðar á Vesturlöndum við upphaf níunda áratugarins minnkaði eftirspurn eftir vömm frá þróunar- löndum. Þær féllu í verði og loks var svo komið að ríkisstjórnir í suðri áttu ekki lengur greiðan aðgang að lánum á Vesturlöndum. Peninga- stefnan í stjónartíð Thatchers og Reagans hafði áhrif á þessa þróun, en hún leiddi meðal annars til vaxtahækkana sem drógu úr fjár- magnsstreymi til þróunarlanda og hækkaði vaxtagreiðslur af eldri lánum. Vaxandi tekjuhalli og greiðslubyrði af lánum leiddi svo til þess að fjölmörg ríki stóðu frammi fyrir gjaldþroti. Lántaka að uppfylltum viða- miklum skilyrðum Er ríkisstjórnir í suðri sóttu til Alþjóðabank- ans og IMF um aðstoð í upphafi níunda áratug- arins hófst það tímabil í sögu stofnananna sem hvað mest hefur verið gagnrýnt af breiðum hópi manna um heim allan og skipar stóran sess í allri umfjöllun um afnám skulda fátæk- ustu ríkjanna. Framkvæmdaáætlanir alþjóð- legu fjármálastofnananna (á ensku Structural Adjustment Programmes, skammstafað SAPs), sem miða að því að koma á efnahags- legu jafnvægi, var hrint í framkvæmd í þeim ríkjum sem leita þuiftu til stofnananna um að- stoð til að rétta efnahaginn við og greiða af eldri lánum. Þessar framkvæmdaáætlanir eru enn við lýði, en ríki fá ekki lán frá Aiþjóðabankanum og IMF nema þau fylgi þeim skilyrðum sem áætl- anirnar fela í sér. Framkvæmdaáætlanimar fela annars vegar í sér aðgerðir sem miða að því að koma á stöð- ugleika í verðlagi og efnahagslegu jafnvægi á sem skemmstum tíma, og hins vegar endur- skipulagningu á stjórnsýslu og efnahagsstjóm- un til lengri tíma. Gengisfelling, samdráttur í ríkisútgjöldum, afnám niðurgreiðslna á fandbúnaðarvörum og nauðsynjavömm, era meðal fyrstu skrefa framkvæmdaáætlananna. Útgjöld ríkisins til heilsu- og menntakerfis eru minnkuð veralega en í ofanálag era lögð gjöld á heilsugæsluþjón- ustu og grandvallarmenntun víðsvegar til að auka tekjur ríkissjóðs. Eitt af grandvallarmarkmiðum fram- kvæmdaáætlananna er að auka útflutning og opna innlenda markaði fyrir erlendum fjárfest- ingum og vöram. Samkvæmt hugmyndum markaðshyggjunnar, sem liggja til grundvallar áætlununum, er áhersla lögð á að lánsríki einkavæði stóran hluta ríkisrekinna fyrirtækja og stofnana og afpemi einokun.. Mörg þessara ríkja hafa, frá því þáu hlutu sjálfstæði, aðhyllst töluverð ríkisafskipti og verndarstefnu gagn- vart innfluttum vöram. Því fela þessar áætlanir oft í sér kúvendingu hvað efnahagslega stjórn- un og félagslegt öryggi varðar. Búið að greiða skuldirnar inargfalt til baka Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir hafa rakið versnandi kjör í fátækustu löndunum til fram- kvæmdaáætlananna. I sameiginlegri skýrslu UNDP og ILO, frá árinu 1997, segir m.a. að „framkvæmdaáætlanir Alþjóðabankans og IMF eru byggðar á efnahagslegri mótsögn og geta af sér mikið atvinnuleysi og gífurlega fá- tækt“. Afborganir af lánum taka stóran skerf af op- inberam útgjöldum skuldunauta með þeim af- Góðgerða- starfsemi eða réttlæti? Fátækum íbúum í heiminum hefur fjölgað um 200 milljónir sl. fímm ár en skuldabyrði fátækustu ríkja heims er talin ein helsta orsök þess. Hrund Gunnsteinsdóttir fjallar um stöðugt háværari kröfur um að þessari byrði verði aflétt. leiðingum að lítið fjármagn verður eftir til op- inberrar þjónustu. Gott dæmi um þetta er Tansanía, sem er þriðja fátækasta ríki heims. Sjötíu prósent af íbúum landsins, sem era 32 miijónir talsins, búa við sára fátækt, sam- kvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans, eða hafa minna en einn dollar á dag í tekjur. Erlendar skuldir Tansaníu era um 6,4 millj- arðar dollara. Á síðasta ári greiddi Tansanía 162 milljónir í afborganir skulda, en til sam- anburðar fóra 154 milljónir til menntakerfisins og aðeins 87 milljónir til heilbrigðisþjónustu. Að sögn Oxfam og regnhlífasamtakanna Jubilee 2000, sem barist hafa fyrir afnámi skulda þróunarlanda um allan heim, er vanda- málið ekki að þróunarlönd vilji ekki greiða skuldirnar til baka, heldur geta þau það ein- faldlega ekki. I rauninni má segja að þau hafi nú þegar greitt skuldirnar margfalt til baka, en vegna hárra vaxtagjalda era þau hvergi nærri því að hafa greitt helming af núverandi heild- arskuld. Árið 1982 skulduðu þróunarlönd til samans um 860 milljarða dollara. Síðan þá hafa þessi ríki greitt þúsundir milljarða í afborg- anir, en samt skulda þau enn í dag um það bil 2.000 milljarða dollara, að sögn Oxfam. Framkvæmdaáætlanirnar ríku þjóð- unum í hag - ekki þeim fátæku Þær ríkisstjómir sem ekki hafa viljað ganga að skilyrðum fjármálastofnanana og hafa leitað eigin leiða við að leysa efnahagsvandann, hafa í flestum tilfellum komið að lokuðum dyram hjá ríkisstjómum og alþjóðlegum stofnunum er þær hafa sóst eftir lánum þaðan. Alþjóðabankinn og IMF segja óstjórn og spillingu vera helstu orsakir skuldasöfnunar- innar og að ástæður fyrir dræmum árangri áætlananna séu þær að ríkisstjórnir hafi ekki fylgt fyrirmælum stofnananna fyllilega eftir. Vissulega hefur framkvæmd áætlananna verið heldur brösuleg í mörgum ríkjum og hafa rík- isstjómir oft þurft að mæta veralegri pólitískri andstöðu gegn þeim. Þá hafa hlé verið gerð á framkvæmdunum við stjómarskipti eða á tím- um umróts, sum ríki hafa reynt að fara sínar eigin leiðir út úr efnahagskreppunni og í mörg- um ríkjum hefur spilling meðal yfirvalda og op- inberra starfsmanna leitt til versnandi efna- hagsástands. Það er hins vegar ljóst að við gerð áætlan- anna hefur almennt lítið tillit verið tekið til póli- tískra og félagslegra aðstæðna í viðkomandi ríkjum, auk þess sem sömu skilyrðin hafa meira og minna verið sett flestum ríkjunum; óháð því hversu ólík að uppbyggingu þau era. I þessu sambandi hefur Jeffrey Sachs, forstöðu- maður Alþjóðlegu þróunarstofnunarinnar við Harvard-háskóla, sagt að í rannsóknum IMF og Alþjóðabankans sé „litið algerlega framhjá þeim milljónum manna er láta lífið vegna skorts á lyfjum og mat“. Jospeh Stiglitz, aðalhagfræðingur Alþjóða- bankans til ársins 1999, segir framkvæmda- áætlanimar byggðar á óraunhæfum forsend- um, sem séu iðnríkjunum í hag, en ekki þróunarlöndum. Að sögn Stiglitz hefðu Banda- ríkin aldrei náð þeirri efnahagslegu og póli- tísku stöðu sem þau njóta í dag ef þau hefðu þurft að fylgja fyrirmælum framkvæmdaáætl- ananna á sínum tíma. Sparifé Mobutus tvöföld upphæð heildarskuldar Zaire? Gagnrýnendur hafa sakað ríkisstjórnir á Vesturlöndum, alþjóðlegu fjármálastofnanim- ar og viðskiptabanka fyrir ábyrgðarleysi hvað varðar óhóflegar lánagreiðslur til ríkisstjóma í mörgum þróunarlöndum á áttunda og níunda áratugnum. Það sem kallað hafa verið „ábyrgð- arlausar lánagreiðslur" fela í sér háar fjárhæð- Reuters Félagi í hreyfingunni Jubilee 2000 heldur á skilti þar sem hvatt er til að skuldir þró- unarríkja verði strikaðar út. ir sem greiddar hafa verið til ríkja sem til að mynda hafa gegnt mikilvægu hlutverki í póli- tískum og landfræðilegum skilningi eða era mikilvægur markaður fyrh’ útfiutningsvörur lánardrottna. Er Mobutu Sese Seko, fyrrverandi forseti Zaire sem nú heitir Lýðveldið Kongó, lést árið 1998, var hann einn af ríkustu mönnum heims. Áætlað hefur verið að hann hafi átt um 4-10 miljarða dollara á erlendum bankareikningum. Til samanburðar vora heildarskuldir Zaire sama ár rúmir 5 milljarðar dollara. Financial Times hefur sagt þetta vera „dæmisögu um persónulega auðgun og þjóðarrán sem samsekt alþjóðasamfélagsins gerði mögulegt“. Állt frá árinu 1974 var vitað að stór hluti lána til Zaire færu beint í vasa ráðamanna. Árið 1979 sagði Erwin Blumenthal, háttsettur starfsmaður hjá IMF, spillingu stjórnvalda Zaire vera svo alvarlega að það væri „enginn (endurtek: enginn) möguleiki á því að lánin verði greidd til baka“. Eftir að Blumenthal skil- aði inn skýrslu sinni til sjóðsins létu lána- greiðslur úr honum til Zaire ekki á sér standa og þrefölduðust á næstu áram. Jubilee 2000-samtökin hafa tekið fram að skuldabyrðin sem fátækustu ríki heims standa frammi fyrir í dag, er hvora tveggja sök lán- ardrottna og skuldunauta. Samkvæmt skýrslu samtakanna má rekja allt að fjórðung skulda fátækustu rílga heims í dag til lána til einræð- isherra og herstjórna sem notuðu peningana að miklu leyti til eigin nota eða til að umbuna póli- tískum valdaklíkum fyrir stuðning þeirra við stjórnvöld. Alþjóðleg samkeppnisstaða þróunarlanda slæm Harðar deilur hafa staðið yfir um það hvort ástæðurnar fyrir slökum árangri áætlananna séu þær að efnahagskerfi þróunarlanda séu ekki í stakk búin til að takast á við frjáls við- skipti á alþjóðlegum markaði. Martin Khor, hagfræðingur og framkvæmdastjóri „Third World Network", hefur bent á þá einföldu stað- reynd að það er „ekki hagkvæmt fyrir ríki að opna innanlandsmarkað fyrir erlendum fjár- festingum og vöram, nema viðkomandi ríki geti flutt út vöru og þjónustu íyrir svipaða upphæð, eða hærri“. Útflutningsvörar frá mörgum þró- unarlöndum samanstanda að miklu leyti af óunnum vöram og standast almennt ekki sam- keppni á alþjóðlegum markaði. Þetta endur- speglast í þeirri staðreynd að heildarútflutn- ingstelgur 48 fátækustu ríkja heims era tæp 0,4 prósent af alþjóðlegum útflutningstekjum, að því er þróunarskýrslur Sameinuðu þjóðanna greina frá. Mörg þessara ríkja liggja undir miklum þrýsingi að auka erlendan gjaldeyrisforða sem oft hefur í för með sér að skógar, land til rækt- unar og námur era ofnýttar á kostnað um- hverfisins og íbúa ríkjanna. I mörgum tilfellum þurfa ríki að reiða sig á útflutning á ræktunar- vörum eins og kaffi í miklum mæli, sem veldur því að offramboð ýtir verðinu niður á alþjóða- markaði. Jeffrey Sachs hefur sagt að ef skilyrðin sem sett hafa verið samkvæmt framkvæmdaáætl- ununum, sérstaklega í ríkjum Afríku sunnan Sahara, hefðu hvatt til stöðugrar breytingar á framleiðslu yfir í hátækniframleiðslu, eins og í Suðaustur-Ásíu, myndu viðkomandi ríki standa mun betur að vígi. í staðinn hafi „tillögur IMF valdið því að Afríka er alveg jafn háð sölu á óunnum vörum og heimsálfan var fyrir 20 ár- um“. Stjórnað af ríkustu þjóðum heims Ann Pettifor, framkvæmdastjóri Juiblee 2000 í Bretlandi, segir sjö helstu iðnríki heims bera stærstu ábyrgðina á efnahagsstöðu þró- unarlandanna í dag. Þau ráði mestu í ákvarð- anatöku og reglugerð alþjóðlegra fjármála- stofnana og að sama skapi séu það þau sem setja skilyrði fyrir því hvemig, hvenær og hvort skuldir þróunarlanda verði greiddar að fullu. Við stofnun Alþjóðabankans, IMF og GATT eftir heimsstyrjöldina síðari vora fulltrúar Afríku, Asíu og Karíbaeyjanna að mestu enn undir nýlendustjórn og tóku því takmarkaðan þátt í að koma þessum alþjóðlegu stofnunum á laggimar. Enn í dag er þátttaka þessara ríkja og atkvæðaréttur yfir þróun alþjóðlegra viðskipta takmarkaður. Til að mynda byggist atkvæðavægi innan Alþjóða- bankans og IMF á stærð efnahagskerfis við- komandi ríkja. Bandaríkin hafa til dæmis 18 prósent atkvæðavægi hjá IMF en Mósambík 0,06 prósent. Framkvæmdaáætlanir Alþjóðabankans og IMF byggjast á lögmálum frjálsra viðskipta, eins og íyrr segir. Því hefur hins vegar verið haldið fram að ríkustu þjóðir heims uppfylli ekki þessi skilyrði sjálf. Hér er á mörgu að taka, en til að mynda hafa Bandaríkin, Kanada og Evrópusambandslöndin verið gagm-ýnd íyr- ir að hafa frá byrjun níunda áratugarins gert viðskiptasamninga sín á milli og Iokað mörk- uðum í vaxandi mæjj. fyrir „frjálsu fiæði vöra, þjónustu og vinnuaijs" frá þriðja heiminum. Á sama tíma starfrækí fjölmörg alþjóðafyrirtæki rekstur í þróunarlöhdum þar sem kostnaður vegna vinnuafls og .skatta er lægri en í heima- löndum og alþjóðlegir umhverfisstaðlar og vinnulöggjöf „sveigjanlegri", svo eitthvað sé nefnt. Því séu að myndast tveir aðskildir við- skiptaheimar í stað alþjóðlegs markaðar. Lissakers segir reglugerð skorta á alþjóðlegum markaði Jubilee 2000 hefur lagt áherslu á að breyta þurfi uppbyggingu núverandi alþjóðakerfis, sem samtökin segja í eðli sínu vera óréttlátt. Ríkustu þjóðir heims, Alþjóðabankinn, IMF og Heimsviðskiptastofnunin (WTO) séu algerlega yfir lög og reglu hafin og hafi nýtt sér kerfið sér í vil á kostnað fátæku landanna. Til að mynda hafi þróunarlöndum verið lofað lánum eða styrkjum með þeim skilyrðum að erlend fyr- irtæki fái að fjárfesta í viðkomandi landi. Karin Lissakers, fulltrúi Bandaríkjanna í stjórn IMF, tekur undir að brýn þörf sé á skýrari reglum um alþjóðleg viðskipti. Að sögn Lissakers „eykur hnattvæðing efnahagsvöxt allra landa. Hins vegar sé það ljóst að til að heimsmark- aðurinn geti starfað sem skyldi þarf að herða alþjóðlegar reglur þar að lútandi." I svari sínu við gagnrýni á störf IMF á ráð- stefnu við London School of Economics nýlega, sagði Lissakers sjóðinn vera að vinna að ýms- um breytingum hvað samskipti við þróunar- lönd varðar. Stefna sjóðsins sé að meira tillit verði tekið til viðhorfa þriðja heims ríkja hvað gerð efnahagsáætlana varðar og að reynt verði að stuðla að betri og nákvæmari upplýsingum um efnahag viðkomandi ríkja áður en áætlanir era samdar. í máli sínu lagði hún áherslu á að byggt yrði upp traust milli alþjóðlegu fjármála- stofnananna og ríkisstjórna í suðri og sagðist vonast til „að í framtíðinni nái menn samkomu- lagi um afborganir skulda og efnahagsáætlanir sem skuldunautum er ætlað að fylgja í kjölfar lántöku". Höfundur luuk nylega nieistaranámi íþróun- arhagfræði við London School of Economics. Þetta er fyrri grein hcnnar um skuldir þróun- arríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.