Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ íslendingar hafa lengi barist fyrir því aö gerðuryrði alþjóðlegur samningur um takmörkun á losun þrávirkra lífrænna efna. Anna G. Ólafsdóttir fékk í spjalli við Davíð Egilsson, nýráðinn forstjóra Hollustuverndar ríkisins, að vita aö takmarkinu hefði verið náð í Jóhannesarborg í Suóur-Afríku í byrjun desember. Með samn- ingnum er stigió stórt skref í að koma í veg fyrir að þrávirk lífræn efni safnist upp og valdi alvarlegum skaða í lífríki kaldari svæða. AÐ JAFN fámenn þjóð og íslendingar skuli hafa verið í fararbroddi í jafn viða- miklu verkefni og alþjóðlegri takmörk- un á losun þrávirkra lífrænna efna hlýt- ur að vekja athygli. Davíð Egilsson kinkar kolli og tekur fram að áhugi íslendinga stafí ekki aðallega af ótta við losun þrávirkra líf- rænna efna í umhverfið hér á landi. „Islend- ingar hafa takmarkað losun margra þrávirkra lífrænna efna út í umhverfið á síðustu árum. Miðað við þær mælingar sem eru til er ástandið heldur ekkert sérlega slæmt hér á landi. Áhyggjur okkar hafa einkum beinst að því í hvað stefndi ef ekkert yrði að gert,“ segir hann og nefnir að þrávirk lífræn efni hafi tilhneigingu til að flytjast um langan veg frá uppruna sínum til að safnast upp á kaldari svæðum. „Tvær meginflutningsleiðirnar eru með loftstraumum. Hin fyrri felst í því að efnin festast við litlar agnir og berast síðan áfram með loftstraumum í einni lotu allt á áfangastað. Hin síðari hefur verið kennd við hnatteiming- arlíkanið og er öllu flóknari. Efnin gufa upp á notkunarstað, loftstraumar flytja gufuna í kald- ara umhverfi, þar þéttist hún og fellur til jarðar. Ferðalaginu þarf ekki að vera lokið því efnin geta gufað aftur upp í hlýju loftslagi, t.d. á heit- um sumardegi, og flust með loftstraumum til enn kaldari áfangastaða. Með því móti geta efn- in flust alla leið frá uppruna sínum í heitari löndum á heimskautasvæðin tvö.“ Þrávirku lífrænu efnin geta að sögn Davíðs haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraríkið í heild sinni. „Ekki hvað síst fyrir dýraríkið á kaldari svæðum því að efnin safnast fyrir í fitu- lagi dýranna. Ekki bætir heldur úr skák að teg- undir eru fáar og margir einstaklingar af hverri tegund miðað við fjölbreytta flóru dýralífs á suðlægari slóðum. Ahrifm magnast þegar ofar dregur í fæðukeðjunni svo sem hjá sjávarspen- dýrum og geta orðið býsna alvarleg. Einna al- varlegast er talið að efnin geta hkt eftir horm- ónum og valdið með því verulegu raski í hormónabúskap lífveranna. Sum efnanna geta valdið krabbameini eða örvað vöxt þess.“ ÞRÓUN í RÉTTA ÁTT A Islandi er hlutfall þrávirkra lífrænna efna sem mæld hafa verið vel undir hættumörkum í lífríkinu. Almennt er hlutfallið heldur hærra heldur en á meginlandi Evrópu en lægra en á Grænlandi og meðal Inúíta í Kanada. „Erlendis hafa rannsóknir á mönnum einkum beinst að klórkolefnissamböndum í móðurmjólk. Við rannsókn á styrk þrávirkra lífrænna efna í íslenskri móðurmjólk hefur komið í ljós að styrkur þeirra er svipaður og í móðurmjólk annars staðar á Norðurlöndunum nema í Fær- eyjum þar sem mikill styrkur efnanna hefur verið rakinn til hvalaafurða í fæðu mæðranna en ekki fiskafurða. Hið sama er uppi á teningn- um meðal Inúíta mæðra í Kanda því að þar er styrkur þrávirkra lífrænna efna í móðurmjólk heldur meiri en annars staðar í Kanada,“ segir Davíð. ,Annars hafa íslenskar mælingar gefið til kynna heldur minnkandi styrk lífrænna efna á árabilinu 1990 til 1998. Ekki aðeins í móður- mjólk því að í samræmi við svæðisbundna samninga um takmarkanir á losun þrávirka líf- rænna efna í iðnaðarríkjunum í kring hafa mæl- ingar rennt stoðum undir lækkandi hlutfall efn- anna í fæðu á borð við þorsk á íslandsmiðunum á árabilinu 1991 til 1996.“ Davíð hikar áður en hann heldur áfram og tekur fram að þar sé einmitt komið að helsta hagsmunamáli Islendinga í tengslum við þrá- virku efnin í nánustu framtíð framtíð, þ.e. ímynd íslenskra sjávarafurða á alþjóða vett- vangi. „Við megum ekki gleyma því að íslend- ingar eru matvælaframleiðendur og mega ekki við því að ferskar íslenskar sjávarafurðir verði í huga almennings tengdar mengandi efnum. Kúariðufár eins og hefur riðið yfir Evrópu gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Þess vegna skiptir svo miklu máÚ að bregðast við áður en í óefni er komið." ÞRÍR FLOKKAR Ekki var farið að nota þrávirk lífræn efni að nokkru ráði íyrr en um eða eftir seinni heims- styrjöldina. Efnunum hefur verið skipt í þrjá hópa: plágueyða (DDT, klórdan, HCH (lindan), TBT, toxafen, mírex, díeldrín), efni notuð í iðn- aði (PCB, HCB) og aukaafurðir í iðnaðarferlum (HCB, díoxín). Starfshópur umhverfisráðu- neytisins um mengunarmælingar gerir skil- merkilega grein fyrir helstu efnum innan hvers flokks í skýrslu undir yfirskriftinni Mælingar á mengandi efnum á og við Island frá árinu 1999 (Sjá heimasíðu http://www.hollver.is). Hugtakið helmingunartími er notað til að gera grein fyrir því hversu efnin eru lengi að eyðast í nátt- úrunni. Einn helmingunartími er sá tími sem það tekur að minnka magn/styrk efnisins um helming. Þekktasti plágueyðirinn og algengasta skor- dýraeitrið gengur undir skammstöfuninni DDT. Framleiðsla á því sem skordýraeitri til al- mennra nota hófst árið 1945. Efnið var fyrst notað til að verja fólk gegn farsóttum sem dreifðust með skordýrum, t.a.m. var malaríu út- rýmt í Bandaríkjunum með notkun DDT árið 1953. DDT berst með lofti, hafstraumum og dýrum frá notkunarstað um alla jörðina og eru neikvæðar afleiðingar m.a. þynning á eggja- skurni hjá fuglum. Fram kemur í bók Sigurðar Ægissonar, Isfygla, að talið sé að eggjaskum smyrils hafi þynnst um 13% vegna afleiðinga frá DDT á síðustu árum. Farið var að takmarka notkun efnisins fyrir um tuttugu árum. Engu að síður er efnið enn notað í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Afríku og Ítalíu. Helmingunartími DDT er í jarðvegi á bilinu 3 til 10 ár. Þekktustu efnin í flokki efna í iðnaði eru svo- kölluð PCB-efni, þ.e. blanda af fjölklóruðum tvífenýlefnum. Framleiðsla þeirra hófst um 1929 og stóð fram til 1980. Þótt lagt hafi verið bann við framleiðslunni er efnin enn að finna í eldri spennubreytum og þéttum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að um þriðjungur þess magns sem framleitt hefur verið hafi borist út í náttúruna og 90% þess sé að finna í sjávarseti. PCB getur valdið því að dýrum verður hættara við sýkingum og eru verr búin undir átök við óblíð náttúruöfl. Efnin hafa áhrif á atferli, ráð- ast á taugakerfið og eru talin eiga þátt í að minnka viðkomu og auka vanheilsu spendýra. Þau geta valdið vansköpun í fóstrum og eru tal- in ýta undir vöxt krabbameins. Helmingunar- tími PCB er mismunandi eftir afleiðum. Af aukaafurðum í iðnaðarferlum er hægt að nefna HCB (hexachlorobenzene). HCB getur myndast við framleiðslu á klórgasi og ýmsum öðrum klórefnasamböndum. Efnið getur borist út í andrúmsloftið með útstreymi frá sorp- brennslu og jámbræðslu. HCB veldur svokall- aðri porfyríu auk þess sem það hefur áhrif á Þrávirk lífræn efni í fiski á NA-miðum 1990-96 Gildin eru umreiknuð fyrir staðallengd af fiski (30-45 cm) 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Davíð Egilsson, nýráðinn forstjóri Hollustuvemdar ríkisins, hefur unnið að undirbúningi alþjóðlegs samnings um takmörkun á losun þrávirkra lífrænna efna. æxlun og ónæmiskerfi. Flutningurinn á efninu fer fram í gegnum íyrrnefnd hnatteimingarlík- an til kaldra svæða. Helmingunartími HCB er á bilinu 3 til 6 ár í jarðvegi en getur verið mun lengri í lífverum. BARÁTTA Á TVEIMUR VÍGSTÖÐUM Allt frá stofnun umhverfisráðuneytisins hef- ur baráttan fyrir frekari takmörkun þrávirkra lífrænna efna haft sérstakan forgang. „íslend- ingar hafa raunar haft áhuga á málefninu frá því fyrstu óskipulögðu mælingamar gáfu til kynna að þrávirk lífræn efni væri að fmna hér á landi snemma á áttunda áratugnum. Notkun sumra þessara efna var engin hér á landi og því varð fljótlega ljóst að þau höfðu borist hingað annars staðar frá. Hins vegar hafði notkunin hafist þegar skipulagðar mælingar fóru að gefa haldbetri upplýsingar um 20 ámm síðar. Ekki er því heldur að leyna að skipulagðar mælingar, t.d. í Svíþjóð og Kanada, gáfu ákveðnar vís- bendingar um ástandið." Að sögn Davíðs var fyrsta alvarlega tilraunin til að hreyfa við málinu gerð á umhverfisráð- stefnunni í Ríó á sínum tíma. „íslenska sendi- nefndin lagði fram tillögu um gerð alþjóða- samnings um takmörkun á losun mengandi efna í sjó. Tillagan náði ekki fram að ganga á ráðstefnunni. Hins vegar var samþykkt að hleypa af stokkunum vinnu við svokallað fram- kvæmdaáætlun um vamir gegn mengun hafs- ins. íslendingar unnu að undirbúningnum, t.d. var haldinn undirbúningsfundur hér á landi 1995, og nýttu tækifærið til að koma aftur að hugmyndinni um alþjóðlegan samning um los- un þrávirkra lífrænna efna. Ekki er þar með öll sagan sögð því samhliða þeirri vinnu unnum við að því að ná sama takmarki í samstarfi við hinar Norðurlandaþjóðimar og síðar í samstarfi við þjóðir norðurheimskautsins. Lengi vel rak hver fundurinn annan án þess að umtalsvert miðaði í samningaátt. Ekki komst fullur skriður á málið fyrr en ákveðið var að taka sérstaklega fyrir 12 efni á aðalfundi umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1995. Eiginlegt samningaferli hófst tveimur árum síðar og lauk með gerð al- þjóðlegs samnings um þrávirk lífræn efni í Jó- hannesarborg2. til 10. desember sl.“ cPCB DDE ÍSLEfiDIN DR0GU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.