Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bestu óskir um farsæla nýja skopöld, með þökk fyrir þá liðnu. Morgunblaðið/Jim Smart Níels Árni Lund deildarstjóri sagði að eftir að spjallað hefði verið við tréð um mikilvægi landbúnaðar hefði það tekið heilmikið við sér. Os í verslunum ÁTVR LANGAR biðraðir mynduðust við verslanir ATVR í fyrradag og var örtröðin eftir áramótaáfenginu víða slík að verslunarstjórar neyddust tU að hleypa viðskipta- vinum inn í hollum. Þorgeir Bald- ursson, verslunarstjóri vínbúðar- innar í Kringlunni, sagði daginn hafa farið rólega af stað en fjöldi viðskiptavina hefði aukist mikið er á leið á daginn og síðustu mínút- umar hefði verslunin verið troðfull. Þorgeir sagði starfsfólkið gant- ast með hvað væri sérkennilegt að lenda í slíkri örtröð ár eftir ár á síð- ustu dögum ársins þegar fólk hefði haft heilt ár til að undirbúa sig. í dagslok stefndi í að dagurinn yrði sá söluhæsti yfir árið. Verslunar- stjórar ÁTVR voru sammála um að langmest gengi á kampavíns- og freyðivínsbirgðir og hefði starfs- fólk vart undan við að fylla í hillur. Gróflega áætlað selst tífalt meira af þessum víntegundum fyrir ára- mót en aðrar helgar ársins. Kampavínssalan nú er í góðu með- allagi að sögn verslunarstjóranna en þó sýnu verri en í fyrra þegar öll metvoru slegin. Morgunblaðið/Jim Smart Jðlatréð í landbúnaðarráðu- neytinu hefur vaxið um 8 sentí- metra um hátíðarnar. Jólatré land- búnaðarráðu- neytisins vex og brumar LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ fékk upp úr miðjum desember jólatré að gjöf frá skógarverðinum í Hallormsstað. Níels Árni Lund, deildarstjóri í ráðuneytinu, sagði að þetta væri nú ekki í frásögur fær- andi nema af því að tréð, sem er grenitré, hefði haldið áfram að vaxa um jólin og brumað. „Toppurinn hefur vaxið um átta sentímetra," sagði Níels Árni. „Ég sé ekki annað en að það þurfi að ijúfa þekjuna ef þetta heldur svona áfram.“ Níels Árni sagði að þegar tréð hefði borist hefði strax verið skorið neðan af því og það sett í vatn. „Síðan spjölluðum við aðeins við það og greindum því frá helstu mál- efnum landbúnaðarins og hversu mikilvægt það væri að tré yxu á ís- landi og það virðist hafa haft þessi góðu áhrif.“ Níels Árni sagðist hafa rætt við skógarverði á Vestur- og Norður- landi og þeir hefðu báðir sagt að það væri mjög sérstakt að tré haldi áfram að vaxa svona löngu eftir að það sé höggvið. Þeir hefðu sagt að stundum héldi ein og ein grein áfram að vaxa en ekki allt tréð eins ogíþessu tilfelli. Augnslys voru sex í fyrra Farið varlega með skotelda Elínborg Guðmundsdóttir NÚ ER síðasti dagur ársins og í kvöld fara fram mikil há- tíðahöld víða um land af því tilefni. Þá sprengja menn rakettur og fjölmargar aðr- ar tegundir skotelda. Þetta hefur sem kunnugt er tíðk- ast frá því að íslendingar komust í tæri við svona f'yr- irbæri snemma á síðustu öld en þetta hefur því mið- ur ekki verið án sorglegra afleiðinga á stundum. Skot- eldar geta verið hættulegir, ekki síst fyrir augu lands- manna. Elínborg Guð- mundsdóttir augnlæknir var spurð hvort augnslys væru algeng? „Að meðaltali hefur verið um að ræða eitt til tvö augnslys um hver áramót. I fyrra urðu hins vegar sex augnslys og þar af voru tveir sem hlutu var- anlegan skaða. Síðast fengum við svona slysahrinu um áramótin 1987-1988, þegar fimm einstak- lingar slösuðust alvarlega, þar af slösuðust þrír af Tívolíbombum. Töluverð umræða og blaðaskrif urðu þá um hættur samfara notk- un skotelda. í framhaldi af þeirri umræðu voru Tívolíbombur bann- aðar. í fyrra var hins vegar ekki um að ræða neina eina tegund af skoteldum sem hægt væri að benda á sem sökudólg. Trúlega eru skoteldar öflugri en áður og notk- un sennilega almennari. Fómar- lömb augnslysa eru yfirleitt ungir menn - oftast undir tvítugu." - Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir augnslys ? ,Aðalatriði er að sýna ýtrustu varkámi og fara nákvæmlega eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja með. Ekki vera að fikta við skot- elda, t.d. breyta þeim eða nota á rangan hátt. Mikilvægt er að nota hlífðargleraugu. Rétt er að brýna fyrir foreldrum að fylgjast vel með bömum sínum og halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Þá mætti nefna fræðslu t.d. í skólum um þær hætt- ur sem stafað geta af skoteldum og áminna böm um að vera ekki með óþarfa fikt og fræða þau um gagn- semi h 1 ífðargleraugna. “ - Hvers konar tegundir af augnslysum eru afleiðingar af skoteldum? „Hægt er að fá nánast allar teg- undir af augnsköðum. Algengast er kannski mar á auga með blæð- ingu í forhólfi augans og stundum einnig blæðingu í augnbotni. Einn- ig eru algengir yfirborðsbrunar á framhluta augans og augnalokum. Alvarlegast er þegar kemur gat á sjálft augað. Það leiðir yfirleitt til varanlegs skaða með verulegri sjónskerðingu og í verstu tilfellun- um getur jafnvel þurft að fjarlægja augað.“ -Hefur það komið fyrir á síð- ustuárum? „Já, það eru dæmi um það.“ - Hvers vegna eru augnslys algengari á karlmönnum? „I fyrra vora það allt kai'lmenn sem slösuð- ust, ungir menn á aldr- inum 12 til 40 ára. Augnslys eru algengari á karl- mönnum af því þeir meðhöndla miklu frekai' skotelda. í þeim til- vikum þar sem konur hafa orðið fyrir augnslysi hafa þær verið áhorfendur.“ - Hvemig er þetta erlendis? „Sænsk rannsókn frá 1998 sýndi að 94% þeirra sem slösuðust væra karlkyns og flestir þeirra, eða 75% vora undir 18 ára aldri. Þær fáu konur sem slösuðust vora í öllum tilvikum áhorfendur.“ ► Elínborg Guðmundsdóttir fæddist 1960 á Patreksfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfírði og útskrifaðist frá læknadeild Háskóla fslands 1988. Hún stundaði sérfræðinám í augn- lækningum í Stokkhólmi í tæp sex ár, frá 1991. Frá 1997 hefur hún rekið eigin augnlækna- stofu, Augnlæknastöðina, sem hún rekur í félagi við þrjá aðra augnlækna. Hún er einnig í hlutastarfi hjá augndeild Land- spítalans við Hringbraut. Elín- borg er gift Páli Ólafssyni eðl- isverkfræðingi og eiga þau þrjú börn. - Hvemig verða þessi slys? „Því miður er oftast um það að ræða að ekki er nógu varlega farið. Samkvæmt sænsku rannsókninni kom í Ijós að um helmingur augn- slysa sem leiddi til varanlegs skaða varð af völdum skotelda sem hafði verið breytt eða þeir verið notaðir á rangan hátt. Oftast er um að ræða flugelda sem springa í lítilli hæð eða jafnvel skjótast í augun. Stundum verður slys þegar menn beygja sig yfir skoteld sem verið er að kveikja í.“ -Geta hlífðargleraugu afstýrt algerlega svona slysum ? „Nei ekki algjörlega en þau veita mikla hlífð. Skoðuð var í Dan- mörku gagnsemi hlífðargleraugna yfir 25 ára tímabil og sýndi sú at- hugun fram á tvímælalausa gagn- semi þeirra.“ -Geta skoteldar valdið annars konar alvarlegum slysum en augnslysum? „Rannsóknir hafa sýnt þegar skoðaðir eru skaðar af völdum skotelda að augnslys eru næst al- gengustu slysin á eftir brana á höndum. Síðan era aðrir andlits- skaðar.“ - Eru augnlæknar með viðbún- að vegna hugsanlegra augnslysa um áramótin núna? „Það er alltaf augnlæknir á vakt á augndeild Landspítal- ans. Til að komast undir læknishendur er best að snúa sér til slysadeild- ar, þaðan sem samband yrði haft við augnlækni ef ástæða þætti til.“ - Hvaða skoteldar eru hættuleg- astir? „Því er erfltt að svara. í fyrra var eins og fyrr sagði ekki um neina eina tegund sem virtist áber- andi verri en aðrar. En að mínu mati virðast öflugir flugeldar eða rakettur þó skera sig úr. í fyrra urðu þrjú slysin vegna flugelda, eitt vegna hinna bönnuðu Tívolí- bombna, í einu tilviki sprakk svo- kölluð terta í andlit drengs og or- sakir eins slyssins voru óvissar. Gagnsemi hlíföargler- augna ótvlræð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.