Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 27

Skírnir - 01.01.1895, Síða 27
Misferli og mannalát. 27 Lárus Jónsson frá Búastöðum, einn af helstu bændum Eyjarmanna. 16. s. m. drukknaði maður úr Selvegi. 21. s. m. fórust karlmaður og kvennmað- ur i snjóflóði í Vattarnesskriðum. 23. s. m. varð úti Jón bóndi Bjarnason frá Bambárvöllum í Bitru. 25. s. m. drukknuðu 2 menn í lendingu í Þykkvabæ. í s. m. varð úti 4 ára gamalt barn frá Dagverðarnesi á Rang- árvöllum. Dá varð og maður úti á Fjarðarheiði eystra. í maí (2.) drukkn- aði maður úr Vogum syðra. 4. s. m. drukknuðu 4 menn í lendingu við Akranes. 17. s. m. drukknuðu 3 menn í Eyjafirði, á leið úr Hrólfsskeri. 18. s. m. fjell maður útbyrðis á ísafirði og drukknaði. 23. s. m. drukknaði maður frá Krossanesi i Húseyjarkvísl. 1 júlí (23.) drukknaði JenB skipstj. Hjaltason í Bolungarvík. í s. m. fjell Magnús SigurðBson, bóndi frá Skapta- felli í Öræfum, af hestbaki og beið af því bana. Um miðjan þann mánnð fjellu 3 börn í sjóðandi vatn og biðu öll af því bana, eítt í Beykjavík, annað á Seyðisfirði og hið þriðja á Vestra-Miðfelli í Borgarfirði. í ágúst fjell Gísli Jónsson bóndi á Eystri-Loptsstöðum úr beyi, og dró það bann til dauða. í sept. (5.) drukknaði verslunarmaður frá ísafirði af bátkænu. 22. s. m. drukknaði í Djúpadalsá Jónas Jónsson frá Hrafnagili; hafði hann þótt heppinn læknir og merkur maður í mörgu. Um sömu mundir fórst unglingur frá Kaldalæk við Vattarnes. 1 nóv. (12.) fjell útbyrðis af bryggjugörðum í Granton Jón kaupmaður Þorsteinsson úr Reykjavík. 20. s. m. drukknaði i Bakkaá í Hörðudal unglingsmaður frá Höfða í Eyjahr. í s. m. beið maður frá Kjarna í. Eyjafirði bana af byssuskoti. I des. (7.) týndist í snjóflóði maður frá Fagradal í Mýrdal. 9. s. m. varð maður úr Geiradal úti veBtur á Ströndum. 21. s. m. drukknaði í Hörgá Jón skip- stjóri Jónsson frá Arnarnesi, einhver efnilegasti ungra manna þar nyrðra. 31. s. m. fórst kvennmaöur frá Ingunnarstöðum í Geiradal. Tveir menn dóu voveiflega í Reykjavík, annar um sumarið og hinn um haustið, fund- ust báðir örendir í flæðarmáli. Sjálfsmorð. Nokkru eptir nýár týndi kona sjer frá Egilsstöðum í Ölfusi. Skömmu síðar veitti gamall maður á Akureyri sjer bana. Um vorið drekkti sjer unglingsmaður á Akranesi og um sömu mundir annar í Reykjarfirði í ísafjarðarsýslu. Gömul kona á Saurum í Álptafirði vestur rjeð sjer þá og bana. Um sama leyti týndi sjer í Hjeraðsvötnum ung- lingsmaður frá Stekkjarflötum. Bóndi einn í Mjóafirði austur veitti sjer og bana um vorið. Maður frá Eyrarbakka banaði ejer um haustið í Hólmsá í Skaptafellssýslu og stúlka frá Múlakoti i Fljótshlíð í Myrká. Um vet- urinn týndi sjer á Vatnshóli í Húnavatnssýslu maður frá Sporðshúsum, —

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.