Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 49

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 49
Ítalía. 49 neitt ráðið fyrir deilum og sakargiptum gegn honum. Svo var talið svo, sem hann hefði alræðisvald þangað til í maímánuði, að hann efndi til pingkosninga. Áður, 14. marz, á afmæli konungs, voru hugir manna blíðk- aðir með því, að mönnum þeim, að minnsta kosti mörgum, er brotið höfðu lögin í óeirðunum miklu á Sikiley og Suðurítalíu árið áður, voru gefnar upp sakir. Við kosningarnar vann hann mikinn sigur, fjekk langtum meira en tvöfaldan liðsafia á við mótstöðumenn sína. En orð ljek á því í meira lagi, að sá liðsaöi væri ekki sem bezt fenginn, heldur að öll ráð hefðu verið notuð, sem samvizkulítil stjórn getur gripið til hjá illa mennt- aðri þjóð, til þess að bægja stjórnarandstæðingunum frá kosningu. Og þau ráð eru sjerstaklega mörg á Ítalíu, þar sem stjórnin hefur þar miklu meira vald yfir fleBtum viðskiptum manna en víðast hvar annars staðar í Norðurálfunni. Vitanlega er varlega trúnaður leggjandi á pólitiskar sögu- sagnir frá landi, þar sem hugir manna eru í jafnmikilli æsing eins og á Ítalíu. En ekki verður þvi neitað, að ljótar eru flestar eða allar lýsingar á atferli Crispis, sem birzt hafa í tímaritum Norðurevrópu. Ástandinu á Ítalíu er meðal annars lýst svo, að prentfrelsið sje algerlega brotið á bak aptur, svo að ef blöð geri mönnum heyrum kunn útlend hraðskeyti, sem finni að gerðum ítölsku stjórnarinnar, þá sjeu þau blöð tafarlaust gerð upptæk, að borgirnar sjeu fullar af leynilögreglumönnum og njósnarmenn leggi hlustirnar við öllu, sem sagt sje, að bókmenntafjelög og verzlunar- fjelög sjeu bönnuð, þegar yfirvöldunum ráði svo við að horfa, að úrskutðir kviðdómanna um sekt manna og sýknu sjeu bundnir við geðþekkni stjórn- arinnar og dómurunum sje mútað, að kjörstjórar falsi kosningarnar með falsseðlum fyrir stjórnina, að drengir, sem syngi frelsissöngva úti á þjóð- vegum, sjeu teknir fastir, að smábörnum sje varpað í fangelsi fyrir óviid- arorð um Crispi, að vopnaðir lögreglumenn fari hópum saman á öllum þjóðvegum, að fangelsin sjeu troðfull af saklausum mönnum, og að í einu orði hin ríkasta voðavaldstjórn eigi sjer stað um þvert og endilangt landið. Til þingstarfa var tekið fyrir miðjan júnímánuð, og vildi þá sækja í sama horfið eins og árið áður, deilurnar fram úr hófl og kom jafnvel til handalögmáls í þingsölunum. Var það einkum út úr sakargiptunum gegn Crispi fyrir bankabrögð og fjepretti. Loks náði samþykktum tillaga um að láta þess konar mál liggja í þagnargildi um 6 mánuði, til þess að tóm fengist til að sinna nauðsynjamálum ríkisins. Mikið var um dýrðir í Rómaborg í septembermánuði, í minningu þess, að þá voru 25 ár liðin síðan borgin hafði komizt á vald Ítalíukonungs. Sktmir 1895. 4

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.