Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 11

Skírnir - 01.04.1905, Side 11
Nokkur orð um llfsaflið. 107 Skurðir geta f>róið á tvennan hátt. Ef unt er að koma börmunum saman, seytlar vessi út úr börmunum; hann storknar og límir þá saman, og myndar á þann hátt nokkurs konar bráðabirgðarör. En innan skamms taka frumpartarnir (sellurnar) í báðum börmunum til að æxlast og mynda þannig nýtt hold, sem vex saman frá einum barmi til annars. I þessu nýja holdi kvíslast svo nýfæddar æðar, sem myndast úr gömlu æðunum, á svipaðan hátt og nýir frjóangar spretta á jurtum út úr gömlum. Samfara þessu breiðast ný- fæddar yfirhúðarsellur frá barmi til barms, og þar með er skurðurinn gróinn og myndað ör Af því að bilið er svo stutt á milli barmanna, þegar unt er að leggja þá saman, gróa skurðir á þennan hátt á furðu stuttum tíma, venjulega á 5—10 dögum, og það er auðskilið, að það skiftir minstu, hvort skurðurinn er stuttur eða langur. Það er breidd bans, bilið milli barm- anna, sem ræður tímalengdinni. Ut úr s^ona skurðum er engin útferð, meðan þeir gróa. En það gróa ekki allir skurðir á þennan hátt. Hafi svo stórt stykki skorist úr holdinu eða ttumbrast, að ekki er unt að koma börmunum saman, þá er skurðurinn opinn og fiakandi. Sama er að segja, ef bólga hleypur i barmana og grefur í skurðinum, þá sprengjast barmarnir sundur eða rifna hvor frá öðrum, og sárið flakir. Þá verður gróðrarmátinn annar. Botninn á þess konar opnu sári er grá-gulur fyrstu dagana, og það sem þvi veldur er einmitt sama efnið sem eg sagði áðan að storknaði og limdi saman barmana á lokuðum skurðum. Þetta efni svitar líka út úr opnu skurðunum og storknar. En eftir fáa daga verður sú breyting á, að sárið »hreinsast«, eins og menn komast að orði. Það sjást á 2.—4. degi hárauðir dílar á gulgráum botninum, og eítir því sem dögunum fjölgar, fjölga þessir dílar og stækka og renna saman, og þá verður loks allur fcotninn fagurrauður. Um leið grynn- ist sárið og síðar meir holdfyllist það svo, að botninn verður jafnhár börmunum. Þetta rauða efni, sem fyllir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.